Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 46
MORGTOBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989
46
flCBAAflfl
Þessir eru ágætir. En áttu
ekki fallegr-i skókassa?
Ertu komin með hælsæri
og við erum ekki komin
heimreiðina á enda?
HÖGNl HREKKVÍSI
2-4
pA€> EKTlL /VIÍN-'
Undarleg ökugleði
Til Velvakanda.
í nokkurn tíma hef ég — alltaf
öðru hvetju — gengið í og úr vinnu.
Og sannarlega er það sögulegt,
þótt leiðin sé ekki löng — norður
eða suður Grensásveg.
Ef votviðri er — rigning eða
slydda — er vonlaust að ganga nið-
ur Grensásveg (norður) hægra
megin, því gangstéttin er svo mjó
og bifreiðastjórar blátt áfram elska
að aka í djúpu vatnsmiklu hjólförun-
um og fylgjast með í öllum speglum
hvernig vatnsvængir myndast allt
í kring um bílinn, sjá svo ekki hvern-
ig gangandi fólk verður útleikið.
Auðvitað á maður að skrifa númer
bifreiðanna niður, en þeir eru svo
margir að annað hvort yrði maður
að stansa til að skrifa númerin nið-
ur — og komast ekki lengra þann
daginn — eða sleppa því að skrifa
númerin niður en sem betur fer er
gangstéttin hinum megin breið og
þar getur maður verið sæmilega
öruggur fyrir þessari undarlegu
ökugleði.
Jæja, ég geng í norður vinstra
megin vegar og er komin að um-
ferðarljósum Miklubrautar og
Grensásvegar. Það er komið grænt
fyrir gangandi — ég fer hinsvegar
ekki yfir, því þá kemst ég ekki alla
leið yfir Miklubrautina, heldur
helming hennar og verð að bíða á
litlu eyjunni á milli uns aftur kemur
grænt ljós, en þá er ég orðin svo
holdvot af vatnsaustri hinna öku-
glöðu, að ég verð að snúa við og
skipta um föt. Þá kemur næsta til-
raun. Þá bíð ég eftir að rautt ljós
komi fyrir bifreiðar á leið austur
Miklubr., þá fer ég yfir syðri akrein
á rauðu ljósi síðan kemur grænt
ljós fyrir gangandi — og akandi —
og ég kemst klakklaust yfir nyrðri
akrein líka. Þannig má fara yfir
akbrautina þegar farið er suður úr,
nema þá byijar maður að fara yfír
á grænu ljósi og svo á rauðu yfir
syðri akreinina!
Hvernig er með öryggi barnanna?
Verðum við ekki að fara að kenna
þeim hvernig þau komast heilu og
höldnu alla leið yfir götur borgar-
innar Á rauðu ljósi. í vetur var
hægt að komast yfir þessi gatna-
mót á grænu ljósi, en svo allt í einu
breyttu „þeir“ ljósunum í það horf
sem nú er. Ég hringdi og benti á
þessa vankanta hjá þessum elskum,
en hef ekki séð að það hafi haft
nein áhrif. Af hveiju eru ekki höfð
ljós eingöngu fyrir gangandi fólk?
Eins og ljósin eru í dag, eru þau
stórhættuleg...
Það væri ef til vill ráð að setja
handföng utan á strætisvagnana
þannig, að maður gæti hangið utan
á þeim yfir gatnamót borgarinnar?
í þessari borg Davíðs þar sem
gamla fólkið okkar verður að bíða
á biðlistum eftir að geta lifað mann-
sæmandi lífi á elliárunum, sumt
algjörlega bjargarlaust, veit ekki
það sem ég veit núna. Þegar ég
verð gömul og leið á lífinu get ég
bara — svona hægfara eins og
maður verður — gamall — þá labba
ég mig bara út á Miklubrautir
Davíðs — Á grænu Ijósi...
Þótt allir íslendingar tali
sama tungumál er ekki þar
með sagt að allir tali eins.
Hver einstaklingur hefur sín
sérkenni og auk þess er málið
mismunandi eftir
landshlutum. Þannig hefur
þetta alltaf verið. Virðum
þennan málfarsmun.
Hátt vöruverð
Til Velvakanda.
Ég er nýkominn heim eftir ferð
til Bretlanda, Þýskalands, Holl-
ands og Belgíu. Ástæða þess að
ég skrifa þessar línur er hinn
gífurlegi verðmunur flestra vara í
þessum löndum miðað við okkar
verðlagsokur. Maður skilur ekki
hvað hér er á ferðinni. Virðist mér
að vel mætti fá tvöfallt magn varn-
ings og oft meira, og gæði vöru
síst minni en oft meiri. Og hægur
var samanburðurinn þegar um
samskonar vöru var að ræða og
hér fæst. Verðmunur landbúnað-
arvara og annarra matvæla og
helstu nauðsynja er ógnvekjandi.
Hvað er hér eiginlega á ferðinni?
Ekki þýðir að kenna almenningi
hér á landi um þessa hluti. í þess-
um nefndum löndum þarf líka að
greiða laun og þau ekki lægri
nema síður sé. Ekki veit ég hvort
þar tíðkast að greiða gæðingum
fjallháar fúlgur umfram aðra inn-
an skrifstofu- og verslunareksturs.
En eitthvað er meira en lítið að
hjá okkur, það þarf gaumgæfilega
að athuga.
Ferðalangur
Yíkverji skrifar
A
Isíðustu viku horfði Víkveiji á
hluta umræðuþáttar norskra
stjórnmálaforingja í sjónvarpi, þar
sem þeir komu saman í tilefni af
því að þing hafði verið rofið, en
gengið verður til kosninga nú í sept-
ember.
Framafaraflokkurinn en formað-
ur hans er Carl I. Hagen er sá
stjórnmálaflokkur í Noregi sem nú
ógnar helst hinu gamla flokkakerfi.
Af umræðunum mátti ráða, að for-
menn gömlu fiokkanna vildu gera
sem minnst úr Hagen og flokki
hans og helst leiða málflutning hans
hjá sér. Eitt af því sem Hagen sagði
eftir að Gro Harlem Brundtland,
formaður Verkamannaflokksirs og
forsætisráðherra, hafði lokið máli
sínu, var að hún hefði talað eins
og póltíkusa væri siður. Almenning-
ur botnaði hvorki upp né niður í
því sem hún væri að segja, meðal
annars vegna þess að hún notaði
útlend orð til að rökstyðja mál sitt.
Það kom Víkveija á óvart hve
Gro Harlem var snögg upp á lagið,
þegar hún mótmælti því sem lygum
og hreinum rangfærslum, að hún
hefði notað útlend orð. Hún hefði
ekki gripið til slíkra orða í eitt ein-
asta skipti í þættinum. Þessi skjótu
viðbrögð sögðu Víkveija það eitt,
að norski forsætisráðherrann telur
Hagen hitta í mark, þegar hann
sakar keppinauta sína í pólitíkinni
um að tala niður til almennings eða
á þann veg, að venjulegt fólk skilji
þá ekki.
xxx
Veðurblíðan var einstök í Ósló
þá daga sem Víkverji dvaldist
þar og sat ráðstefnu með margra
þjóða mönnum. Síðdegis á þriðju-
degi var hópnum boðið í siglingu
út á fjörðinn. Það vakti athygli allra
hinna erlendu gesta, hve margir
voru á skemmtibátum sínum á firð-
inum á venjulegum vinnudegi. Við
vorum þá minntir á það, hve skyn-
samlega Norðmenn haga vinnutíma
sínum. Ganga til starfa snemma á
morgnana, eyða litlum tíma í há-
degisverð og hverfa frá vinnu um
klukkan þijú síðdegis. Þá tekur við
tómstundaiðjan, siglingar á sumrin
og skíðaferðir um vetur.
Þróunin hefur verið í þessa átt
hér hjá okkur en henni miðar hægt.
Launakerfið er einnig byggt þannig
upp hérna, að yfirvinna er einskon-
ar lífakkeri fólks.
xxx
egar gerður er samanburður
milli lífskjara þjóða er sjaldan
litið á hluti eins og þessa. Auðveld-
ast er að bera saman verðlag, þótt
það kunni að vera tvíbent.
Fyrir nokkru hringdi lesandi í
Víkveija og vakti athygli hans á
þeirri staðreynd að sementsverð
væri mun hærra hér en annars stað-
ar og nefndi tölur máli sínu til sönn-
unar. Taldi lesandi að þessi verð-
munur, sem gæti verið allt að 50%
í samanburði við sement frá Aust-
ur-Evrópu, ætti verulegan þátt í
dýrtíðinni hérna. Allir framleiðend-
ur sem fjárfestu í húsbyggingum
hér væru með þennan sements-
bagga á bakinu en minni þungi
hvíldi að þessu leyti á erlendum
keppinautum. íbúðir væru að sama
skapi dýrari hér en í útlöndum.
Víkveiji hefur ekki stundað sjálf-
stæða rannsókn á vérðlagi á sem-
enti eða áhrifum þess að samkeppn-
isstöðu og lífskjör en vísar í fyrr-
greint símtal til að árétta, til hve
margra þátta þarf að líta þegar
kjör þjóða eru borin saman. Og í
lokin skal sagt frá því, að Víkveiji
heyrir nú úr fleiri en einni átt, að
margir hafi flutt eða búi sig undir
að flytjast búferlum héðan, einkum
til Svíþjóðar. í Noregi eru nálægt
3.000 Islendingar búsettir.