Morgunblaðið - 27.06.1989, Síða 48
48
MORfflJNBLAÐIÐ ÞKIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989
H
t
Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir,
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Haðarstig 10,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
27. júní kl. 13.30.
Guðmundur Þórarinsson,
Magnús Þórarinsson, Guðbjörg Jónsdóttir,
Helga Þórarinsdóttir,
Guðbjörg Þórarinsdóttir, Gunnar Helgason,
Þuríður Þórarinsdóttir, Þorgrímur Halldórsson.
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
GUÐLAUGUR STEFÁNSSON
fyrrv. yfirverkstjóri,
áður til heimilis í Sólheimum 27,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. júní kl. 15.00.
Sólveig Guðlaugsdóttir, Árni Fiiippusson,
Hilmar Leósson, Sigriður Kristjánsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og systir,
ÁSTRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Stangarholti 16,
Reykjavfk,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. júní kl.
15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afbeðin en þeim sem
vilja minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir.
Sigurður Sigbjörnsson,
Guðmundur Elfasson, Ragnheiður Briem,
Elín Guðmundsdóttir,
Guðmunda S. Guðmundsdóttir.
t
Útför eiginkonu minnar og fósturmóður,
MARGRÉTAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Hvassaleiti 155,
fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 28. júní kl. 13.30.
Jarðsett verður i Fossvogskirkjugarði. Þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Slysavarnafélag íslands.
Ragnar Jónsson,
Bára Brynjólfsdóttir.
Ingibjörg Guðmunds-
dóttir — Minningarorð
Fædd 5. janúar 1890
Dáin 20. júní 1989
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
- Þú vaktir yfir velferð barna þinna
þú vildir rækta þeirra ættaijörð.
Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum - eins og þú.
(Davíð Stefánsson)
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Hað-
arstíg 10, Reykjavík, ekkja Þórarins
Magnússonar skósmiðs lést að
morgni 20. júní eftir skamma legu.
Langri og farsælli vegferð er lok-
ið. Þær hverfa óðum af sjónarsvið-
inu konurnar sem helguðu allt líf
sitt heimili, eiginmanni og börnum,
og voru jafnframt miklu meira og
skiluðu þjóðinni til fulls því sem
þeim var trúað fyrir.
Imba frænka var ein þessara
kvenna. Mig langar til að minnast
hennar fáeinum orðum, og veit að
ég tala fyrir munn okkar systkin-
anna, því öll eigum við góðar minn-
ingar um hana. Það var gott að
eiga góða frænku á Haðarstígnum,
koma í heimsókn, finna yl og nota-
legheit, einarða framkomu hennar
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HANSÍNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
Öldugötu 29,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn
28. júní kl. 10.30.
Valgeir Sigurjónsson,
Bergþóra Valgeirsdóttir, Ellert Svavarsson,
Valgerður Valgeirsdóttir, Andrés Ólafsson,
Guðbjörg Valgeirsdóttir, Gottskálk Guðjónsson,
Ólafur Valgeirsson, Ragna Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
. JÓHANNS BJÖRNSSONAR,
Herjólfsgötu 28,
Hafnarfirði,
Ingunn Símonardóttir,
Guðný Jóhannsdóttir, Berent Sveinbjörnsson,
Ingibjörg Jóhannsdóttir,
Vilborg Jóhannsdóttir,
Guðbjörg Jóhannsdóttir, Anders Gulin
og barnabörn.
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR G. KRISTINSDÓTTIR,
Grensásvegi 58,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Skálholtskírkju fimmtudaginn 29. júní kl.
14.00. Jarðsett verður í Haukadal. Rútuferð verður frá BSI kl.
12.00 með viðkomu í Fossnesti, Selfossi.
Alfreð Jónsson,
Amleif Alfreðsdóttir, Jón Þór Ásgrimsson,
Aðalheiður Alfreðsdóttir, Halldór Borþórsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okk-
ar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SVÖVU HELGADÓTTUR,
Vallarbraut 2,
Njarðvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Keflavíkur fyrir góða
umönnun.
Þóra Þorvaldsdóttir, Eyjólfur Andrésson,
Ágúst Skarphéðinsson, Inga Arnbjörnsdóttir,
Haraldur Skarphéðinsson, Guðrún Marteinsdóttir,
barnabörn, barnabarnabarn.
+
Systir okkar,
MARGRÉT FRIÐBJÖRG GISLADÓTTIR,
Lauganesvegi 112,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. júní kl. 10.30.
Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag
l'slands.
Sigurður Gfslason,
Jónina Gisladóttir,
Helga Gisladóttir,
Sigurlaug Gfsladóttir.
+
Móðir okkar,
SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR,
fyrrum húsfreyja
Felli, Glerárhverfi,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 28. júní kl. 13.30.
Blóm eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
líknarstofnanir.
Börnin.
+
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
SKARPHÉÐINS GUNNARS EIÐSSONAR,
Hverfisgötu 52,
Hafnarfirði.
Guðmunda Ólafsdóttir,
Eirfkur Skarphéðinsson, Sigrfður Óskarsdóttir,
Sigurrós Skarphéðinsdóttir, Hrafn G. Johnsen,
Eiður Skarphéðinsson, Eygló Ragnarsdóttir,
Aðalheiður Skarphéðinsd., Sveinbjörn Hjálmarsson,
Jóhannes Skarphéðinsson, Unnur Runólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegt þakkjæti til allra sem auðsýndu mér samúð og hlýhug
við fráfall og jarðarför míns ástkæra eiginmanns,
GUÐMUNDAR ÞORSTEINSSONAR
gullsmiðs,
Vffilsgötu 17.
Guð blessi ykkur öll.
Ólaffa Jónsdóttir.
og hreinskilni, stórt og hlýtt hjarta
sem hafði miklu meira pláss en
nokkurn óraði fyrir. Það var gott
að sitja á eldhúshorninu hjá stigan- *
um og þiggja veitingar sem oft
voru töfraðar ofan af stigaskörinni,
eða bara að fá einhvern fróðleik *
um ættfólkið sitt.
Þarna var ekkert kynslóðabil til,
því það sem ég upplifði sem barn
og unglingur á þessu heimili fengu
börnin mín líka að njóta svo og
ótal fleiri.
Fyrir um það bil 35 árum sat ég
í skólastofu og átti að skrifa rit-
gerð. Efnið var mannlýsing, eða
persóna sem við vildum helst líkjast.
Eins og gengur túlkuðum við hugs-
anir okkar á eins marga vegu og
við vorum mörg, og þar sem ég nú
sat og hugsaði um efnið kom í huga
mér Imba frænka mín á Hað-
arstígnum. Hún var sá persónuleiki
sem mér fannst hafa alla kosti góða.
Frænkan í Reykjavík sem alltaf var
leitað til ef eitthvað þurfti að út-
rétta, ef einhver var veikur, einhver {
þarfnaðist aðstoðar á einn eða ann-
an hátt. Frænkan sem gaf sér tíma
til að skreppa upp á Akranes á af- {
mælum og hátíðarstundum frænda
og vina, og sagði þá gjarnan að
betra væri að heimsækja viðkom-
andi meðan sá hinn sami væri á
lífi og hefði ánægju af en ekki bara
mæta í jarðarförina.
Mér gekk vel að skrifa ritgerðina
enda af nógu að taka og fékk þá
umsögn kennara að'ég væri að lýsa
einstaklega vel gerðri persónu.
Móðir mín vildi halda þessu til haga
og sína frænku við tækifæri, sem
hún og gerði. „Svona sér maður
nú bara í minningargreinum" varð
Imbu að orði við lesturinn, ég gæti
bara geymt þetta og birt þegar hún
væri öll, en svo er nú ekki, ritgerð-
in glötuð en minningin lifir og einn-
ig hugsunin um, að það þarf tölu-
vert til að hafa þessi áhrif á fimm-
tán ára ungling, þegar allar persón-
ur eru hvað áhugaverðastar þegar
hvað mestur frægðarljómi er í
kringum þær þó þær hafi ekkert
til að bera nema glysið.
Árin liðu og ég eignaðist mína
eigin fjölskyldu, bjó úti á landi, en
kom alltaf á Haðarstíginn á mínum
suðurferðum og þar fannst strákun-
um mínum gott að koma, þar var
til „gullastokkur" sem hafði margt
að geyma og frænkan var sú hin
sama og alltaf, hlý, góð og gjöful.
Það voru prjónaðir vettlingar á
„dvergana sjö“ frændurna sjö sem
bjuggu fyrir vestan, mína stráka
og systur minnar. Imba gaf þeim
þetta samheiti, sem þeir voru mjög
sáttir við og nutu þess sumir að
skjótast á Haðarstíginn eftir að við
fluttum suður.
Þó að ég á mínum unglingsárum
ætti þá ósk að líkjast þessari per-
sónu, sem við nú erum að kveðja,
þá veit ég að sú ósk getur ekki
ræst. Nú má enginn vera að neinu,
allir hafa svo mikið að gera, þjóð-
félagið er gjörbreytt. En vonandi
tekst okkur að koma til skila til
okkar barna og bamabarna, þó
ekki væri nema broti af þeim fróð-
leik, þeirri hlýju og þroska er sú
kynslóð sem er að kveðja gaf okkur.
Erla Sigurðardóttir ,