Morgunblaðið - 27.06.1989, Page 51
51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989
Nytjalistarskólinn Kaupmannahöfii:
Tvær íslenzkar
systur ljúka námi
Jónshús.
HINIR virðulegu sýningarsalir
Nikolaj-kirkju rétt við Strikið
eru nú ramminn um sýningu út-
skriftarnemenda Nytjalistarskól-
ans, „Skolen for brugskunst“.
Fjölbreyttir munir nemenda af 6
mismunandi brautum fylla gólf-
flöt og veggi gamla kirkjuhúss-
ins.
Tvær íslenskar systur eru meðal
nemenda, sem ljúka 4 ára námi,
en þær eru frá Melaleiti í Borgar-
firði. Áslaug Jónsdóttir stundaði
nám í Myndlista- og handíðaskóla
íslands, áður en hún hóf hér nám
á teikni- og grafíkbraut. Það er fjöl-
mennasta deild skólans með 38
nemendur. Áslaug sýnir refskák,
þ.e. taflborð með 13 lömbum og ref
úr leir með ítarlegri lýsingu á þessu
gamla spili. Þá er einnig myndröð
hennar við gamla þulu til sýnis
unnin með blandaðri tækni og fögru
litaspili. Védís Jónsdóttir var ein
af 18, sem komust inn á fatahönn-
unarbraut, en umsækjendur fyrir 4
árum voru 300. Hún sýnir hér kjól-
dragt og glæsilegan stuttjakka með
skinni. En hinir nýútskrifuðu fata-
hönnuðir munu halda tízkusýningu
í byijun júní. Védís hefur senn störf
hjá Alafossi á Akureyri og hyggur
gott til heimkomunnar.
Loks skal nefnd hér glerlista-
konan Tora Stefania Urup, sem
Eitt verka glerlistarkonunnar
Toru Stefaniu Urup.
útskrifast af gler- og keramik-
braut. Hún er dóttir listamannanna
Guðrúnar Sigurðardóttur og Jens
Urup og sýnir listræna muni, vasa,
glös, könnur og bakka. Eru háls-
löngu, örmjóu vasamir hennar sér-
lega eigulegir. Er enginn svikinn
af að leggja leið sína í Nikolaj-
kirkju þessa dagana og er sýningin
opin fram í júní. - G.L. Ásg.
Samband palestínskra kvennafélaga:
Líf án frelsis er
verra en dauðinn
Védís Jónsdóttir var ein af 18
sem komust inn á fatahönnunar-
braut.
Eitt verka Áslaugar Jónsdóttur.
Hússljórnarkennarafélag íslands:
Allir grunnskóla-
nemar fái kennslu
í heimilisfræði
AÐALFUNDUR Hússtjórnarkennarafélags Islands var haldinn í
Verkmenntaskólanum á Akureyri 2. júní síðastliðinn. Auk venju-
legra aðalfundarstarfa var rætt um stöðu heimilis- og hússtjómar-
fræðslu í landinu og í ályktunum fúndarins var meðal annars skorað
á menntamálaráðherra og Aíþingi að beita sér fyrir því, að allir
grunnskólanemar fái heimilisfræðikennslu í 1. til 9. bekk, eins og
gert sé ráð fyrir í viðmiðunarstundaskrá.
Aðalfundur Hússtjórnarkennara-
félagsins ályktaði enn fremur, að
þar sem 9. bekkur væri skyldunám,
væri eðlilegt að heimilisfræði, sem
og aðrar list- og verkgreinar, væru
í kjarnanámi, þar sem grunnskóla-
lög kvæðu á um að bóknám og
verknám skyldu metin að jöfnu.
Fundurinn hvatti til þess, að
komið yrði á kennslu í matreiðslu
og næringarfræði, umhverfis- og
neytendafræði í öllum framhalds-
skólum landsins. Einnig yrði gefínn
kostur á endurmenntunamámskeið-
um fyrir matráðsfólk á dagvistum,
heimavistum, dvalarheimilum og
hvers konar mötuneytum. Skorað
er á stjómvöld að móta heildar-
stefnu í námsframboði hússtjómar-
skóla og tryggja þeim flárhagsleg-
an grundvöll, auk þess sem lögð
var áhersla á, að þeim íjármunum,
sem áður var veitt til hússtjómar-
skóla, sem nú hafa verið lagðir nið-
ur, verði varið til hússtjómarmennt-
unar á framhaldsskólastigi.
Lagt er til í ályktunum fundar-
ins, að krafist verði undirbúnings-
náms í hússtjórnargreinum á fram-
haldsskólastigi fyrir kennaranám í
heimilisfræði og að kennsla í nær-
ingar- og neytendafræði verði hluti
af almennu kennaranámi.
Formaður Hússtjómarkennara-
félags íslands er Bryndís Steinþórs-
dóttir, varaformaður Benedikta G.
Waage, ritari Stefanía Stefánsdótt-
ir, gjaldkeri Birna Kjartansdóttir
og deildarstjóri Guðrún Hrönn
Hilmarsdóttir. í varastjóm félags-
ins eru Helga Karlsdóttir og Dóm-
hildur Sigfúsdóttir.
„Já, vertu nú með upp í
Vatnaskóg... “
SAMBAND palestínskra kvennafélaga hefur sent frá sér fréttatil-
kynningu, þar sem hernám Israelsmanna í Palestínu er fordæmt og
aðstoðar óskað til að vinna gegn því. Ástandinu er lýst og Qöldi
látinna, særðra og útlægra talinn upp og loks lýsa konurnar yfir
hungurverkfalli til að vekja athygli á baráttu sinni.
í fréttatilkynningunni segir með-
al annars að 547 séu látnir af völd-
um ísraela, 138 bæklaðir, 23.000
særðir,'793 hús eyðilögð, 30.000
sé haldið fóngnum og útlægir séu
48. Þar segir ennfremur: „Þess
vegna áköllum við heiminn, héðan
frá landi okkar Palestínu, að hjálpa
okkur til að stöðva án tafar rang-
læti og þjáningar sem við og böm
okkar verðum að þola. Beita verður
ísrael viðeigandi þrýstingi til að fá
það til að hlíta alþjóðalögum og
svara ákalli réttlætis og sanngimi.
Almenningsálit í heiminum og al-
þjóðleg samtök hafa beðið um rétt-
látan frið í Austurlöndum nær, svo
þjóð okkar og börn geti loks notið
öiyggis ásamt hinum þjóðunum í
sjálfstæðis. Líf án frelsis er verra
en dauðinn...
Við skoram á Sameinuðu þjóðim-
ar að senda liðssveitir til að veija
okkur gegn lífláti, tvístran og þján-
ingum uns við fáum að endur-
heimta rétt okkar: Réttinn til að
snúa aftur til ættjarðarinnar vorr-
ar, réttinn til að öðlast sjálfsákvörð-
unarrétt og réttinn til að stofna
sjálfstætt Palestínuríki okkar undir
forysti Frelsissamtaka Palestínu -
eina lögmæta fulltrúa okkar - svo
að friður megi ríkja í landi ástar
og friðar."
Fréttatilkynningin er send til _
íjölda aðþjóðlegra samtaka af ýmsu
tagi.
Almennt mót í Vntnnskógi 30. júní-2. júlí
Kristilegar samkomur alia dagana:
Föstudagur:
Kl. 22.00 Upphafssamkoma
Laugardagur:
Kl. 10.30 Biblíulestur*
Kl. 17.00 Samkoma/Kristniboðs-
þáttur*
Kl. 20.30 Vitnisburðarsamkoma
Kl. 23.45 Miðnætursamvera
Sunnudagur:
Kl. 10.00 Guðsþjónusta*
Kl. 14.00 Kristniboðssamkoma*
Kl. 17.00 Lokasamkoma
'Bamasamkoma á sama tima.
- Einstakt tækifæri til útivistar i fögru umhverfi.
- Kaffitería, sælgætisverslun og matsala á staðnum.
- Mótsgjald, kr. 450,- fyrir 12 ára og eldri er inn-
heimt við komu á staðinn. Tjaldstæði innifalin.
- Biblían og kristilegar bækur til sölu.
- Barnasamkomur.
Allir eru hjartanlega velkomnir ó mótið
Kristniboóssambandió
okkar heimshluta...
Við lýsum því hér með yfir að
initfaða þjóðar okkar heldur áfram
þangað til við öðlumst frelsi og
Skátamót
að Úlf-
ljótsvatni
SKÁTASAMBAND
Reykjavíkur er 20 ára um
þessar mundir og er af því
tilefiii efnt til skátamóts að
Úlfljótsvatni dagana 29. júní
til 2. júlí.
í fréttatilkynningu vegna
afmælismótsins kemur fram,
að allir gamlir skátar, foreldrar
skáta og aðrir sem kunni að
hafa áhuga á því að fylgjast
með, eða taka þátt í dagskrá
mótsins, séu velkomnir.
TIMKEN FAG
KEILULEGUR KÚLU- OG RÚLLULEGUR
Itu
LEGUHÚS
Eigum á lager allar gerðir af
legum í bt'la, vinnuvélar,
framleiðsluvélar og
iðnaðartæki. Allt evrópsk og
bandarísk gæðavara. Utvegum
allar fáanlegar legur með hraði
Það borgar sig að
nota það besta.
Þekking Reynsla Þjónusta
< FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SiMI 84670