Morgunblaðið - 02.07.1989, Side 9

Morgunblaðið - 02.07.1989, Side 9
C 9 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989 ( > ( i I. I I w ; ( / : r ■(- Erla Þorsteinsdóttir ásamt eigimanni sínum Poul Edward Danchel. Ljósmynd/Eria María Ólafsdóttir svo lítið útaf bera. Á seinni plötun- um var svo búið að taka upp undir- leikinn þegar ég kom að syngja. En það var líka erfitt, allt upp í sex lög sem þurfti að klára á einum degi, og þar sem ég var sú eina sem skildi textann varð ég sjálf að hlusta eftir mismælum og passa upp á að tilfinningin í orðunum væri rétt. Eg stjórnaði mér þannig sjáif um leið og ég söng og þessar upptökur eru sú erfiðasta vinna sem ég hef lent í um dagana. Ég var alveg búin eftir slíka daga og oftast með dúndrandi höfuðverk. Erla fæddist á Sauðárkróki fyrir 56 árum. Faðir hennar var Þor- steinn Sigurðsson, móður hennar er Ingibjörg Konráðsdóttir, og býr hún enn á Króknum, orðin 84 ára gömul. Erla segist hafa átt góða æsku í stórum systkinahópi, og í rauninni ekki skort neitt þrátt fyrir að fjölskyldan byggi við mikla fá- tækt framan af. Og það var músík... Já, ég byijaði snemma að syngja og koma fram við ýmiskonar tæki- færi. Það var dönsk apótekarafrú á Sauðárkróki og hún var með ball- et, sem var sjaldgæft fyrirbæri á Islandi á þeim árum. Ég var með þar, við vomm margar stelpurnar, það vom auðvitað bara stelpur, og á hveiju ári var sett upp stór sýn- ing. I þessum sýningum var blandað saman söng og dansi, ein hét til dæmis Sumarið og þá sungu blómin og svo framvegis. Ætli ég hafi ekki verið 8 ára þegar ég byijaði í þessu. Og það var margt í þessum dúr. Það hefur alltaf verið fjömgt fé- lagslif á Sauðárkróki, Sæluvikan alls ekki að þora það í fyrstu, en ákvað svo að slá til. Þetta var heil- mikil skemmtun sem kom í útvarp- ið og þá má segja að þetta hafi byijað allt saman. Áður, meðan ég var á barnaheimilinu, hafði ég reyndar troðið upp með gítarinn minn og sungið á nokkmm stöðum pg svo náttúrlega á barnaheimilinu. íslenska útvarpið fiutti þessa dag- skrá og það varð til þess að vekja áhuga fólks á mér þar líka. Þetta var árið 1953. — Ég heyrði einhvern tíma að þú hefðir byijað ferilinn á því að vinna sönglagakeppni. .. Nei, ég tók aldrei þátt í sönglaga- keppni. Það var hins vegar alltaf verið að veita verðlaun fyrir besta númerið á þessum skemmtikvöldum og það gat verið fyrir allt mögu- legt, ekki bara söng. Og ég fékk nokkrum sinnum fyrstu verðlaunin á slíkum kvöldum. En þetta byijaði sem sagt allt eftir Goglervognen í útvarpinu. Þá var ég hjá mömmu Priks og hann gerði meðal annars skemmtilega vísu um mig og gömlu konuna og allt vesenið sem fylgdi í kjölfarið á útvarpsþættinum. Það voru svo mikil læti í símanum, að ég hafði varla tíma til að annast gömlu konuna. Meðal annars upp- hringing frá Odeon, sem er skand- inavísk deild hljómplötufyrirtækis- ins His Masters Voice, og bauð mér að syngja inn á plötu og í gegnum Odeon kom svo Fálkinn frá Isiandi. — Hvernig gekk þessi fyrsta plata þín hér í Danmörku? Ekki vel, þessi tvö lög sem valin voru á plötuna — Till Then og Gud ved hvem der kysser dig nu — voru Úr úrklippu- safninu Meðan Erla Þorsteins- dóttir var vinsælasta söngkona íslands, bjó hún jafnán í Danmörku og varð að sinna heima- markaði sínum þaðan. Því skipti miklu að aðdá- endur hennar hér á landi fengju að líta hana aug- um sem oftast af mynd- um og hér sjást nokkrar útgáfur þeirra. auðvitað, leiksýningar og allskonar skemmtanir. Ég tók virkan þátt í þessu öllu. En þegar ég fór fyrst til Dan- merkur var það ekki til að syngja heldur í gegnum kunningsskap við hótelstjórann í Varmahlíð, Folke Lindemann. Ég þekkti hann vel og hafði gert í mörg ár og hann hafði lengi talað um að ég og vinkona mín ættum að fara til Danmerkur, við gætum fengið vinnu hjá systur hans á barnaheimili sem hún stýrði. Og þetta var eiginlega bara til að prófa að búa smátíma í útlöndum. Það varð úr að ég fór út, en vin- kona mín kom ekki með. Þetta var 1951, um haustið, og ég var ráðin á barnaheimilið til eins árs. Og þá kynntumst við Poul Ed- ward, hann var besti vinur elsta sonar frú Lindemann. Ég fór reynd- ar heim til íslands eftir þetta ár mitt á barnaheimilinu, við vorum náttúrlega hálftrúlofuð, en ég vildi þó vera alveg viss. Ég var heima í hálft ár og kom svo aftur til að vera. Við vorum síðan trúlofuð í þijú ár, hann þurfti að gegna her- skyldunni og var í hernum í tvö ár, og ég gerði ýmislegt á meðan. Það stendur í einhverri blaðagrein þarna í úrklippumöppunni, að ég hafi komið til Danmerkur til að vera vinnukona hjá bæjarstjóranum í Kerteminde, sem er fiskibær á Fjóni, en það er ekki rétt. En Poul Edwards er þaðan og ég fékk vinnu hjá mömmu bæjarstjórans, gamalli konu, og ég passaði hana í eitt ár. Sonur hennar er Prik, blaðamaður- inn frægi sem semur dægurmála- vísurnar á baksíðu dagblaðsins B.T. Hann var atkvæðamikill í félagslíf- inu í Kerteminde, meðal annars í skemmtinefnd „Goglervognen", sem var skemmtisýning sem fór víða um landið, farandsýning sem sagt Prik var æstur í að ég tæki þátt í þessari sýningu og ég ætlaði líka bókstaflega leiðinleg. Þetta voru gömul lög sem komið höfðu út í mörgum útgáfum, og gátu hrein- lega ekki slegið í gegn enn eina ferðina eins og fyrirtækið vonaðist til. En ég hafði talsvert að gera við að koma fram á skemmtunum, og ég hefði vel getað haft af því fulla atvinnu ef ég hefði viljað, en ég var með fjölskyldu og fannst ég ekki hafa tíma í þetta. — Hvað með þau skipti sem þú fórst til að syngja á íslandi? Já, ég fór þangað fyrst eftir að hafa sungið á menningarviku sem • Flugfélag íslands var með í Hróars- keldu, og það var... Ég mah þetta nú ekki alveg, — stendur ekki eitt- hvað um það í blaðaúrklippun- um... Við blöðum stundarkom í úr- klippumöppunni og finnum auglýs- ingu frá 1956 um hljómleika Erlu og söngvarans Viggós Sparrs að Jaðri, og svo eftirfarandi klausu úr einhveiju dönsku blaðanna: „For kort tid siden kom der et meget fornemt brev fra den islandske rad- io til arkitektfamilien Arne Hoff Moller i Roskilde. Det var stilet til en gæst i hjemmet, den syngende husassistent, som blev inbudt til en turné pá Sagaoen, hvor hun stamm- er fra.“ — Den syngende husassist- ent...? Það var nú bara vitleysa, segir Erla og hlær. — En það er rétt að ég bjó hjá þessum hjónum. Konan var íslensk og þau komu á menning- arvikuna og buðu mér heim og ég dvaldi hjá þeim í meira en mánuð. Og þá kom þetta bréf sem varð til þess að ég fór til íslands og kom meðal annars fram á Jaðri. Svo árið eftir _var ég beðin að koma aftur til íslands og syngja með Hauki Morthens. Við ferðuðumst þá um allt land í hátt á annan mánuð og héldum svo hljómleika í Austusbæjarbíói í Reykjavík. Þá átti ég orðið tvö börn og hafði þau með mér, það eldra var rúmlega tveggja og það yngra ekki orðið eins árs, og það hefði náttúrlega ekki gengið ef mamma hefði ekki passað þau á meðan ég var að syngja. Én ferðin var mjög ánægju- leg og við fengum góðar undirtekt- ir. Árið 1957 varð plata Erlu með Iaginu Heimþrá sú langsöluhæsta á Islandi og vinsældir hennar jukust með hverri plötunni sem fylgdi í kjölfarið. Og svo, mitt í allri vel- gengninni, ákveður hún að hætta. — Var það erfið ákvörðun? Nei, svarar hún ákveðið. — Og ég hef heldur aldrei séð eftir því að hætta. Ekki eitt augnablik, vegna þess ég var svo sannfærð um það að það myndi kosta of mik- ið að halda áfram. Ég hafði alveg nóg með krakkana og heimilið, og það átti heldur ekki við mig að vera svona á flakki. Svo byijaði Poul með fyrirtækið og síðan hefur verið meira en nóg að gera. Það hefur líka alltaf verið markmið okk- ar að lifa eðlilegu fjölskyldulífi, og við vildum ekki allt þetta umstang og vesen sem fylgir skemmtana- bransanum. Erla fer fram að laga meira kaffi og Poul Edward segist nú aldrei hafa skilið Erlu að hætta á þessum tíma, því hún hafði meiri tekjur á einu eða tveimur kvöldum en hann á heilum mánuði. — En hvemig var að vera kvæntur vinsælli söngkonu? Ég var auðvitað stoltur og ánægður fyrir hennar hönd, að henni skyldi vegha svona vel, segir Poul Edward. — En ég var ekki eins ánægður með að hún væri svona mikið að heiman, það verður að segjast eins og var. Þegar hún var til dæmis á Islandi í þijá mán- uði og ég einn heima í Danmörku. Það var allt annað mál hér, þegar ég passaði börnin á meðan hún skrapp út'kvöld og kvöld að syngja og kom svo heim strax á eftir. Og svo var þetta líka á fyrstu árunum okkar, þegar erfitt var að vera fjar- vistum Við hvort annað. Hún hefur reyndar alltaf verið mjög sjálfstæð og ákveðin, svo ég hafði svo sem enga ástæðu til að óttast um hana, en gerði það samt. Það er mikið daðrað við fólk í sviðsljósinu eins SJÁ NÆSTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.