Morgunblaðið - 02.07.1989, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.07.1989, Qupperneq 12
 MORG.UNBLAÐIÐ M AIMNLÍ FSSTRAUM AR sö¥#ödagur . 2. Jpll 1989 TIL SÖLU A-12 Mercedes Benz 280 SE 1985. Blár sanseraður, sjálf- skiptur, ABS-hemlar, rafdrifnar rúður, rafdrifin sóllúga, velour áklæði, endurryðvarinn 1988, með fylgja 4 álfelgur með dekkjum, ekinn 62.000 km. Kristján P. Guðmundsson, sími 96-23876. byrjendanámskeið Fjölbreytt, vandað og skemmtilegt byrjenda- námskeið fyrir fólk á öllum aldri. Tilvalin námskeið til að losna við alla minni- máttarkennd gagnvart tölvum. Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC-tölva. • Stýrikerfið MS-DOS. • Ritvinnslukerfið WordPerfect. • Töflureiknirinn Multiplan. • Umræður og fyrirspurnir. Tími: 4., 6. 11. og 13. júlí kl. 20-23. Innritun í síma 687590. VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku í námskeiðinu. Á TOPPINN 80BGARTUNI 26. SÍMI 62 22 62 y\llp a emm sPað Tölvufræðslan Borgartúni 28. MATUR OG DRYKKUR /Hvemigmá spara oglengja lífib í leibinnif r Abraham gat Isak... JÓGÚRT er einhver elsta fæðutegund í heimi, þótt tiltölulega stutt sé síðan Vesturlandabúar kynntust henni. Sögur herma að hirðingjar í Asíu hafi uppgötvað hana fyrir tilviljun. A ferðalögum geymdu þeir mjólk sína í belgjum gerðum úr kindamögum og við sólarhitann mynuðust í þeim gerlar sem ollu því að mjólkin „hljóp“ og varð að þeirri afiirð sem við nú köllum jógúrt. Hirðingj- unum hefúr síðan skilist að jógúrtin geymdist mun betur en ný- mjólk og að breyta mætti mjólk í jógúrt einfaldlega með því að hræra örlitlum skammti af „lifandi" jógúrt saman við miklu stærri mjólkurskammt. Ymsar sögur eru tengdar holl- ustu jógúrtarinnar sem marg- ir vilja beinlínis eigna torskýrðan töframátt. Sköpunarsagan hermir t.d. að Abraham hafi boðið mönn- unum þremur, sem færðu hon- um fregnina af fæðingu Isaks, að samfagna sér með jógúrt (eða laban), og gyð- inglegar sagnir þakka einmitt jógúrtinni langlífi og fijósemi Abrahams. En hann var hundrað ára er hann gat ísak, eins og menn sjálfsagt muna... Töframáttur og næringargildi Jógúrt hefur frá ómunatíð verið algeng fæða víða í Mið-Asíu, Austurlöndum nær, Miðausturl- öndum, og svo í Balkanlöndunum. Ilya Machinov, forstöðumaður Pasteur-rannsóknarstofnunarinn- ar á síðari hluta 19. aldar, vann lengi við rannsóknir á öldruna- rsjúkdómum. Það vakti furðu hans hve gamalt fólk í Búlgaríu var heilsuhraust og langlíft, karl- mennimir héldu margir hveijir áfram að stunda erfiðisvinnu og geta böm löngu eftir að flestir jafnaldrar þeirra vom komnir undir græna torfu, æðakalkaðir og ristilbólgnir. í ljós kom að Búlgarar þessir borðuðu mun minna en hinir skammæru Vest- ur-Evrópubúar álitu nauðsynlegt, en skófluðu daglega í sigjógúrt. Niðurstað Mechinovs var allt- ént sú að/í jógúrtinni fælist leynd- ardómurinn að langlífi þeirra og hestaheilsu. Honum tókst að ein- angra úr henni tvo dúndurgerla, sem hann nefndi Streptococcus thermophilus og Lactobacillus bulgaricus. Áleit hann að þeir héldu í skefjum skaðlegum bakt- eríum sem ella dveldust langdvöl- um í meltingarvegi manna, ei- tmðu smám saman út frá sér og hröðuðu hrörnun líkamans. Hvað sem fyrrgreindum töfra- mætti líður hefur jógúrtin mjög mikið næringargildi. Hún inni- heldur meira af B-vítamínum þíamíni og riboflavíni — en mjólk, einnig meira af eggjahvítuefnum. Auk þess er hún rík af kalsíum, járni, fosfóri og kalíum, en er afar fitusnauð. Jógurt getur gegnt margvís- legu hlutverki við matargerð. Hana er ekki aðeins hægt að borða í morgunverð, eina og sér í bland við musl og ávexti, heldur má nota hana í ljúffenga drykki með ýmiss konar bragði, heitar og kaldar sósur með kjöti, fiski eða grænmeti, í eftirrétti og til baksturs. Þá er sáraeinfalt að búa til jógúrt. Heimatilbúin j ógúrt 6—10 dl nýmjólk fk dl hrein jógúrt (1 dós) Látið nýmjólkina bullsjóða þannig að hún freyði upp að pott- barminum og haldið pottinum yfir hellunni svo að froðan haldist þannig í eina til tvær mínútur. Kælið mjólkina niður að u.þ.b. 43 °C. Hrærið jógúrtinni þá saman við mjólkina, setjið lok á pottinn og látið hann standa á heitum stað í 5—10 klst. (eftir hitastigi). Ýmsum hefur reynst vel að vefja lopapéýsu utan um pottinn og láta hann standa á miðstöðvarofni yfir nótt. Þegar jógúrtin er orðin þykkt hlaup, hrærið þið í henni og kælið í lokuðu íláti í ísskápnum. Kæling- in stöðvar gerlastarfsemina; hald- ið svo eftir u.þ.b 3 msk af jógúrt- inni til að nota í næstu „lögn“. Heilræði 1. Jógúrtin sem þið notið í „lögnina“ verður að vera fersk. 2. Gangið úr skugga um að ílát- in og áhöldin sem þið notið til jógúrtgerðarinnar séu tandur- hrein, til að forðast áhrif óviðkom- andi baktería. 3. Jógúrtin verður að fá að hvíla sig algjörlega í friði við jafnt hitastig á meðan geijun stendur. 4. Hrein jógúrt geymist betur en sú sem ávöxtum hefur verið blandað saman við. Ávaxtagerl- arnir geta gert jógúrtina hálf- slepjulega og þess vegna er best að blanda þeim saman við hana rétt áður en hún skal etin (eða a.m.k. samdægurs). 5. Ef jógúrtin súrnar er það líkast til vegna þess að hún var látin geijast of lengi, eða vegna þess að mjólkin sem þið notuðuð var of heit. Allra mála drykkur Þessum ljúffenga drykk má gæða sér á við öll tækifæri. Einn og sér er hann fyrirtaks hádegis- verður fyrir þá sem þurfa að gæta hófs í mataræði. Einnig má vel hugsa sér hann sem eftirrétt. Þessi skammtur fleytifyllir tvö stór glös. safi úr einni sítrónu safi úr tveimur appelsínum 1 egg 2 msk hveitikím 1 msk fljótandi hunang 3 dl jógúrt Hrærið öllu saman með tiltæk- um áhöldum, í hrærivél, blandara eða einfaldlega með gaffli. Banana-raita Þetta er indversk jógúrtsósa með bönunum og ýmsum krydd- tegundum sem gjarnan er borðuð með karrýréttum. 1 tsk smjör fk tsk kúmenfræ 'A tsk steytt kóríander 'U tsk cayennepipar 4 dl stappaðir bananar 4 dl hrein jógúrt Bræðið smjörið á pönnu. Setjið kryddin í mortél og steytið þau gróft — það á ekki að meija þau alveg í sundur — og hrærið þeim saman við smjörið í nokkrar mínútur. Blandið þá banönum saman við með snöggum hand- tökum. Takið blönduna af hell- unni, hrærið jógúrtinni saman við, setjið í skál og kælið vel í ísskáp áður en borið er fram. Jógúrtídýfa með púrru- og hvítlauk Þessi ídýfa, svo og sú sem á eftir fylgir, er upplögð fyrir hráa grænmetisstrimla. 2 k hrein jógúrt 2 marin hvítlauksrif 2 msk smátt saxaður púrrulaukur salt og ögn af cayennepipar Hrærið hvítlauk, salti og ob- banum af púrrulauknum út í jóg- úrtina. Smakkið til með cayenne- pipar og hellið í skál. Stráið af- gangnum af púrrulauknum yfir, svo og ögn af cayennepipar. Berið fram vel kælt. Jógúrtídýfa með kotasælu Úr þessari uppskrift verða u.þ.b. ét dl af ídýfu. 225 g kotasæla fk dl hrein jógúrt 1 lítill laukur, rifinn eða saxaður smátt 1 tsk sítrónusafi salt og pipar 1 tsk tómatkraftur Hrærið saman við kotasælu og jógúrt. Hrærið þá lauk og sítrónu- safa saman við og að lokum salti, pipar og tómatkrafti. Berið fram vel kælt. eftir Jóhönnu Sveinsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.