Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 18
ÍBL Ú
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989
í jjölmiðlum
■ÍÞRÓTTADEILD Ríkissjón-
varpsins vinnur nú að gerð heim-
ildarmyndar um knattspymu-
kappann Asgeir Sigurvinsson.
Jón Óskar Sólnes annast umsjón
með gerð myndarinnar, en í
henni verður
rakinn glæsi-
legur ferill Ás-
geirs á knatt-
spymusviðinu.
Að sögn Jóns
Óskars er
vinnsla mynd-
arinnarfremur ÁSGEIR
tímafrek því
auk viðtala við Ásgeir þarf að
grafa upp ýmsar eldri myndir frá
17 ára löngum ferli hans í at-
vinnumennskunni. Stefiit er að
þvi að sýna myndina i Sjónvarp-
inu með haustinu.
■ NEIL Sheehan, sem fylgdist
með stríðinu í Víetnam fyrir New
York Times á sinum tíma, hlaut
nýlega Pulitzer-verðlaun fyrir
bók um stríðið. Philadelphia In-
quirer og Chicago Trihune hlutu
tvenn Pulitzer- verðlaun hvort
blað. New York Times og Was-
hington Post fengu verðlaunin
fyrir erlendar fréttir í samein-
ingu. Sheehan vann í 16 ár að
bók sinni, sem hann nefiiir Part-
ing ofthe Waters: John Paul
Vann and America in Vietnam.
í bókinni notar hann ævi sögu-
hetjunnar til að lýsa reynslu
Bandarikjamanna í heild af Víet-
namstriðinu.
■ÍTALSKI sjónvarpsjöfúrinn
Silvio Berliisconi, hefúr ákveðið
að leggja fram 25% hlutaíjár í
eina af þremur frjálsum sjón-
varpsstöðvum, sem fyrirhugað
er að setja upp á Spáni, en eins
og kunnugter
hefúr ríkisein-
okun á sjón-
varpsútsend-
ingum nú verið
aflétt þar í
Iandi. Berlus-
coni hefiir enn-
fremur gert
samkomulag
við svæðisstöðvar í Katalóníu og
Baskahéruðunum og á i samn-
ingaviðræðum við slíkar stöðvar
í Madrid og Galicia.
BERLUSCONI
Aðnota
böm
AÐ SJÁ yfirgefið og umkomulaust barn gerir flest okkar sem
eldri erum varnarlaus með öllu. Að sjá böm, sem yfirleitt em
sakleysið uppmálað, við ógnandi aðstæður sem þau hafa engan
hátt mótað og em augljós fóraarlömb, kallar á sterk tilfinninga-
leg viðbrögð og við viljum gjaman leggja okkar af mörkum barn-
inu til vamar. Að sjá brosandi og hamingjusamt bam hefúr einn-
ig mikil áhrif á fúllorðið fólk, einkum foreldra, því það gefúr til
kynna heilbrigt og hamingjuríkt umhverfi þess, — heilbrigt og
hamingjusamt flölskyldulíf.
eir sem starfa við myndmiðla
hafa löngum gert sér grein
fyrir þessu og nýtt stundum til
hins ítrasta. Kunnastar eru að
líkindum myndir af hungruðum,
sjúkum og þjáðum bömum sem
hjálparstofnanir hafa beitt við fjár-
söfnun til styrktar fólki sem býr í
vonleysi við ömurlegar
aðstæður. Sumar af
alfrægustu
stríðsfréttamyndum
sem til eru sýna ein-
mitt börn sem fóm-
arlömb átaka eða sem
ráðvillta þátttakendur.
Einnig hefur það orðið
æ algengara að vöra-
framleiðendur auglýsi
vörar sínar með börn-
um þó svo að
augljóst sé að
barnið geti
ekki verið
neytandinn
og þaðan af
síður kaup-
andinn. Það er deginum ljósara að
myndmiðlar nota böm til þess að
hafa áhrif á fullorðið fólk.
Mynd af ungu bami táknar í
fyrsta lagi sakleysi, hreinleika,
hrekkleysi og í raun allt það sem
foraðum veruleika hefur ekki tek-
ist að saurga. Barnið táknar í öðru
lagi umkomuleysið, bjargarleysið
og ósjálfstæðið. Það kallar á um-
hyggju, væntumþykju og ást og
þegar um slíka ást er að ræða er
oft sælla að gefa en að þiggja. I
þriðja lagi er ungbamið í mynd-
miðlum hvoragkyn, þ.e. að við það
era ekki tengdir kynbundnir eigin-
leikar eða ósiðir og auk þess er
það hafið yfir alla félagslega
sundrungu og því er það að stjórn-
málamenn, einkum erlendis enn
sem komið er a.m.k., láta gjaman
mynda sig með börnum. Það er
sjaldnast hægt að segja það um
ímynd ungbams að hún sé uppa-
eða hippaleg, sveitaleg, mennta-
mannaleg, millistétta-
eða borgaraleg. Ung-
barnið er einfaldlega
bara fallegt, hárlaust,
krúttlegt og með stór
augu. I fjórða lagi er
ímynd bamsins ná-
tengd í mynd fjölskyld-
unnar, — mannsins,
konunnar og barnanna.
Bamið er ávöxtur
þeirra tilfinninga og
ástríðna sem
við hátíðleg
tækifæri heit-
ir homsteinn
samfélagsins.
Það er
ýmislegt at-
hyglisvert sem kemur í ljós þegar
gaumur er gefmn ímynd barnsins
í íslenskum myndmiðlum og þá um
leið í íslensku samfélagi, sem eins
og allir vita er án stríða og stétta.
Bjargarleysi og sakleysi bama er
oft notað hér á landi þegar venja
þarf fullorðið fólk af ósiðum og
löstum. Umferðarmenningu er oft
reynt að bæta með því að sýna
varnarlaus og falleg böm sem
fómarlömb óvarkárra, ölvaðra eða
bijálaðra bílstjóra. Eins hefur
börnum verið otað gegn fullorðn-
um í baráttunni gegn tóbaksneysl-
unni. Nýverið birtust auglýsingar
frá slysavarnafélagi þar sem reynt
BAKSVID
eftir Ásgeir Friðgeirsson
var að fá almenning til þess að
losa takið á buddunni með því að
sýna villtan drenghnokka í
óbyggðum leggjast undir stein.
Algengasta bamsímynd íslenskra
myndmiðla er brosmilda hamingju-
sama bamið sem allir dá og sem
feykir burt á vit gleymsku öllum
vandamálum fjölskyldunnar. Til-
efnislausar baksíðumyndir í þessu
blaði jafnt sem vorfréttir í sjón-
varpi þar sem ungviðið er í aðal-
hlutverki er fjölmiðlaefni fyrir full-
orðið fjölskyldufólk miklu frekar
en börn. Þegar ferðaskrifstofa
auglýsir fjölskylduferð era yfirleitt
ekki sýndar myndir af pabbanum
á bamum heldur barninu að búa
til sandkastala. Fjölskyldan er
neyslueining og auglýsendur hafa
fyrir langa löngu komist að því að
viljirðu háfa áhrif á sameiginlega
neyslu hennar kemurðu skilaboð-
unum áleiðis til hinna fullorðnu
með því að nota ímynd bama.
Bamsímyndin er afurð mynd-
miðla. Líkt og samskipti okkar við
ungabörn eru orðfirrt þá er barns-
ímyndin orðlaus og fyrst mynd
getur sagt meira en þúsund orð
þá er náttúralega svo praktískt að
nota hana.
Barnið er
fmynd sak-
leysis, bjarg-
arleysis, fé-
lagslegrar
einingarog
hamingjuríks
fjölskyldulífs
Hvað er ífiéttum?
Aður hef ég í þessum
pistlum minnst lítil-
lega á fréttir og
fréttamat flölmiðla og geri
það enn í þessum. Það er
nefnilega býsna merkilegt
að fylgjast með fréttum og
sjá og heyra hvar áherslur
fréttamanna liggja, ekki síst
þegar fréttnæmt efni er
manni skylt. Ég hef að vísu
ekki kannað þetta mál á fé-
lagsvísindalegan hátt með
tilteknu úrtaki úr þjóðskrá
eða sláandi og litskrúðugum
línuritum, eins og hljóð- og
myndmiðlarnir birta með lát-
um þegar þeim hentar. Mæli-
tæki mín eru augu þau og
eyru sem ég er sjálfur búinn.
Það eru ágæt tæki.
Ég minnist þess fyrir ára-
tug eða rúmlega það þegar
Passíukórinn á Akureyri
flutti mikilsverð stórtónverk
heimsbókmenntanna héma í
Iþróttaskemmunni, sem var
að vísu upphaflega reist til
að hýsa veghefla og jarðýtur
en tekin undir íþróttakennslu
og -starf, og ér enn, þegar
á þarf að halda, breytt í tón-
leikahöll. Þarna var meðal
annars ráðist til atlögu við
Sálumessu Mozarts, Árstíð-
irnar eftir Haydn og Messías
Hándels í fullri lengd í fyrsta
og ég held eina sinn hér á
landi. Enda þótt við, sem að
kómum stóðum, reyndum
allt sem við gátum til að ná
athygli fjölmiðla til þess að
kynna þetta menningarátak,
sem hlýtur að mega teljast
óvenjulegt og merkilegt í
ekki stærri kaupstað í heim-
inum en Akureyri er, var það
án teljandi árangurs. Sum
blöð birtu að vísu fréttatil-
kynningar og smámyndir ef
við komum með þær á stað-
inn. Enginn áhugi virtist á
því að kynna þetta menning-
arstarf. Á sama tíma þótti
hins vegar sjálfsagt að hafa
heilar opnur með viðtölum
og flennistórum myndum á
áberandi stöðum í blöðum, •
myndir frá æfingum ásamt
viðtölum í sjónvarpi og viðtöl
og kynningar í útvarpi þegar
sambærilegir kórar í
Reykjavík fluttu sambærileg
verk á tónleikum þar.
Síðan eru liðin mörg ár,
eins og skáldið kvað. Þeim
hluta Islands sem er utan
borgarmarka Reykjavíkur,
og var um skeið greinilega
skilinn frá borginni með stór-
um ljósaskiltum, bregður nú
sífellt oftar fyrir í iandsfjöl-
miðlunum, sem eiga að vísu
allir heima í Reykjavík eða
svo til. Þó er enn alltof mik-
ið um það að fréttamats-
menn á höfuðborgarsvæðinu
dæmi það sem utan borgar
gerist Iandsbyggðarkjaftæði
og varla hæft til annars en
uppfyllingar ef allt annað
þrýtur.
Á fréttaefni er ekki ein-
ungis landshlutakvarði held-
ur líka einhvers konar
spennukvarði. Hann hefur
smám saman orðið meira
áberandi eftir að tók að snjóa-
til landsins fólki sem hefur
lagt stund á fréttamennsku-
nám f útlöndum. Þetta hefur
trúlega hafist með svokall-
aðri rannsóknarblaða-
mennsku, sem byggðist á því
að fréttamaður reyndi að
grípa viðmælanda eins og
lögreglumaður væri að hand-
taka þijót. Síðan var reynt
að fletta ofan af þijótnum
og smjatta á því sem frétt-
næmt þótti og því meir sem
mál var viðkvæmara. Raunar
var engu líkara en frétta-
menn rugluðu saman frétta-
mennsku og lögreglustarfi.
Þeir era raunar ótrúlega
margir ennþá í sífelldum
lögguleik. En hvað sem því
líður er oft átakanlegt að sjá
hvernig reynt er að gera ein-
falda frétt að spennuleik og
ef ekki vill betur til að skálda
í ímyndaðar eyður og mat-
reiða hasarkenndar frásagn-
ir í fréttagervi. Gott og skýrt
dæmi um þetta var þegar
verkfalli BHMR lauk, en
fréttamenn gerðu það að
verkfalli kennara sérstak-
lega. Skólameistari Mennta-
skólans í Kópavogi lýsti
ágætlega hér í Morgunblað-
inu hvemig fréttahaukar
hömuðust við að búa til æsi-
fréttir úr umræðum nem-
enda og yfirvalda um skóla-
lok. Um það þarf ekki fleiri
orð. En ósköp voru frétta-
og myndamenn duglegir við
að búa til hernaðarástand
úr litlu efni og taka myndir
af unglingum sem langaði
til að sjá sig í blöðum eða
sjónvarpi. Það var engu
líkara en ástandið í
Reykjavík væri jafnalvarlegt
og á Torgi hins himneska
friðar!
Á sama tíma var í ró og
spekt samið um skólalok í
framhaldsskólunum hér á
Akureyri. Svo ég taki
Menntaskólann sem dæmi,
því hann þekki ég best, var
sest niður og gerðar áætlan-
ir, síðan kennt og tekin full-
gild próf. Nemendur unnu
af þvílíkum kröftum og af-
köstuðu slíku að undrum
sætti. Og hér var starfað af
þeim metnaði að öllum gæti
orðið að fullu gagni. En
þetta þótti Jjölmiðlum bara
alls ekkert merkilegt og
þeir sem fylgdust með þeim
þessa daga urðu þess ekki
■ varir að neinir framhalds-
skólar væru til utan borgar-
markanna. Þetta var nefni-
lega hvort tveggja: Úti á
landi og enginn hasar! Út-
koman úr dæminu: Ekki
fréttnæmt!
Og til þess að botna þessa
sögu má geta þess að
Menntaskólanum á Akureyri
var slitið þann 17. júní. Á
skólaslitahátíðinni voru að
viðstöddum rúmlega eitt
þúsund gestum brautskráðir
stúdentar, 121 að tölu. Þeir
höfðu allir lokið reglulegum,
fullgildum stúdentsprófum,
sem hlýtur að teljast merki-
legt eftir erfiðan og óreglu-
legan vetur sem í flestum
framhaldsskólum lauk með
próflausu mati. Samt minnist
ég þess ekki að skólaslit MA
hafi fengið minna rúm í Ijöl-
miðlum. Þetta þótti ekki
umtalsvert fréttaefni, enda
var enginn laminn, enginn
staðinn áð svindli og engin
kröfuspjöld á lofti — og svo
var þetta bara norður á
Akureyri!
Sverrir Páll Erlendsson