Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 19
MO fiGÉ(NBLAÍ)fe «ÖUimMJm«0>i8&%wK TOLf .'T9S9Í Gl lflT Bylgjan-Stjarnan: Starfsmönnum fækk- að um tæpan flórð- ung eftir sameiningu FASTRÁÐNU STARFSFÓLKI á Bylgjunni og Stjörnunni hefiir fækk- að um tæpan fjórðung frá því stöðvarnar voru sameinaðar. Starfs- menn Stjörnunnar voru 18 og hjá Bylgjunni unnu 17 fastráðnir starfsmenn fyrir sameiningu. Samanlagt vinna nú 27 manns hjá fyrir- tækinu auk átta lausráðinna starfsmanna, sem er svipað og var hjá báðum stöðvunum fyrir sameiningu. Að sögn Jóns-Ólafssonar, sljórn- arformanns Islenska útvarpsfélagsins, er fækkun starfsfólks liður í aukinni liagræðingu, sem nú er unnið að innan fyrirtækisins. Stefnt er að því að öll starfsemi verði komin undir sama þak, í Sigtúni 7, þar sem Stjarnan er til húsa, ekki síðar en í ágústmánuði næstkom- andi. Sumir hafa reyndar farið í sam- keppni við okkur og er ekki nema gott eitt um það að segja. Hvað varðar hina hagkvæmu hlið samein- ingarinnar þá er Ijóst að hún hefur tekist mjög vel. Við sameininguna var öll fita skorin í burtu og jafn- vel eitthvað kjöt líka, ef svo má að orði komast. Nú er hins vegar búið að ná tökum á fjárhagsmálum fyrir- tækisins. Vandamálið var stórt sem var við að etja þegar stöðvarnar tvær voru í harðri samkeppni, en sameinaðar eru þær mjög öflugur miðill. Þetta hefur skilað sér í veru- legum auglýsingatekjum, sem hafa þrefaldast frá því Bylgjan og Stjarnan sameinuðust,“ sagði Jón. Hann kvaðst þeirrar skoðunar, í ljósi . reynslunnar, að ekki væri svigrúm nema fyrir eina öfluga út- , varpsstöð í samkeppni við Ríkisút- varpið. Það hefði komið berleg í ljós á meðan að Bylgjan og Stjarnan slógust um athygli hlustenda. „Við teljum hins vegar að það þurfi að vera til stór öflug einkastöð til að keppa við Ríkisútvarpið, enda veitir slík samkeppni aðhald og er af hinu góða,“ sagði Jón Ólafsson. Jón sagði að sameiningin hefði vissulega verið erfið að því leyti að með henni hefðu verið leiddir saman ólíkir hópar, sem áður hefðu unnið í harðri samkeppni gegn hvor öðrum. „Þetta hlaut að valda tauga- titringi hjá sumum þegar samein- ingin átti sér stað,“ sagði hann. „Afleiðingar af þessu hafa verið að koma í ljós að undanförnu þar sem ákveðnir aðilar hafa yfirgefið út- varpsstöðvarnar og farið í annað. FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLANNA (Óheyrilegs athæfisdeild) Bandaríska alríkislögreglan hafði hafið eftirlit með honum vegna áhuga hans á sovéskri ljóð- list. Monrunblaðið, Reutersfiétt. Sj ónvarpsstöðv- ar í sápustríði Coronation Street ur náð yfirhöndinni um hylli breskra sjónvarpsáhorfenda ef marka má nýjustu tölur. Myndin til vinstri sýnir atriði úr nýja ITV- sjónvarpsþættinum Heima og heiman, sem stefht er gegn BBC-þættinum Grönnunum Bretland: BRESKA ríkissjónvarpið BBC og óháðu sjónvarpsstöðvarnar ITV heyja nú harða baráttu um hylli sjónvarpsáhorfenda þar sem svonefiidum „sápuóperum" er beitt fyrir vagninn. Eftir að BBC hefur nú um þriggja ára skeið haft yfirburði á listanum yfir 10 vinsælustu þættina náði ITV aftur forystunni í byijun þessa árs með þættinum Coron- ation Street, sem lengi hefur verið skrautQöður þeirra á þessum vettvangi og notið mik- illar hylli breskra sjónvarpsá- horfenda. Nýjustu tölur um sjónvarpsá- horf gefa til kynna að þáttur- inn, sem sýndur er á Granada sjónvarpsstöðinni, hafi komist yfir helstu keppinautana hjá BBC, Austurbæingana (EastEnders) og ástralska sápuþáttinn Grannana (Neighbours). Ekki er þó allt sem sýnist í þessum efnum og hafa sumir gert því skóna að tölur um sjónvarpsáhorf hafi löngum reynst varhugaverðar. Þannig hafi ITV nú tekið upp gamalt bragð, sem tíðkast hefur hjá BBC, að leggja saman tölur um fjölda áhorfenda á nýrri röð þátta í fram- haldsmyndaflokki og áhorfendur að eldri þáttaröð í sama fram- haldsmyndaflokki, þegar hún er endursýnd. Allt frá árinu 1985, þegar BBC hóf endursýningar á eldri þáttaröðum af Austurbæing- unum og siðar af Grönnunum, máttu ITV-menn horfa upp á töl- ur um stórkostlega fjölgun áhorf- enda að þessum þáttum, án þess að fá nokkuð að gert. Nú hafa þeir hins vegar tekið upp sömu aðferðir og hafið endursýningar á eldri þáttaröðum um Coronation Street, með fyrrgreindum afleið- ingum. ITV hefur nú einnig hafið sýningar á nýjum framhaldsþætti, Heima og heiman (Home and away), og er honum einkum stefnt gegn Grönnunum á BBC. ISSi 2 FLUG OG BÍLL VERÐ FRÁ KR. 25.800 (Verö m.v. bíl í c flokki í 2 vikur og A MANN 2 fullorðna og 2 börn 2-11 óro) SALZBURG er ein fallegasta borg Evrópu með glæsilegum byggingum, leikhúsum, tónleikasölum, fjölmörgum kaffihúsum, veitingahúsum, ölkjöllurum og stórgóðum skemmtistöðum. Til Salzburg er flogið í beinu áætlunarflugi og gefst farþegum Urvals kostur á ýmsum gerðum hótela, bílaleigubíla auk dvalar á hinum vinsæla sumardvalarstað WALCHSEE í WALCHSEE er Úrval með aðalbækistöð sína í Austurríki. Þaðan skipuleggja fararstjórar Úrvals, þau Ingunn og Rudi, vikulega dagskrá með skoðun- arferðum, íþróttum, leikjum og grillveislum. Þeir farþegar, sem kjósa frekar að dvelja í ZELL AM SEE, geta líka tekið þátt íflestu því sem Ingunn og Rudi skipuleggja ÍWALCHSEE. Tekið er á móti farþegum á flugvellinum í Salzburg og þeir aðstoðaðir við að fá afgreiðslu á bílaleigubílum o.fl. Einnig er boðið upp á rútuferð frá flugvelli og til WALCHSEE við komu og brottför. íbúð í viku frá kr. 12.600 WALCHSEE VERÐ FRÁ KR. 35.050 A MANN * Innifalið: Flug, flutningur til og frá flugvelli í Salzburg, gisting í íbúð með einu svefnherbergi íTvær vikur og íslensk fararstjórn. (Verð m.v. staðgreiðslu og 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára). FARKORT! FÍF FiRDASKRIFSTOFAN URVAL ■ fólk sem kann sill fag! Pósthússtrœli 13 - Simi 26900 FLUCLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.