Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 4
4 C
HÖRGUNBLAÐIÐ S'UNNUDAGUR 24: SEPTEMBER '1989
sinni hafði Davíð t.a.m. haldið dyr
opnum fyrir eldri stúlkurnar. Það
sem angraði þau mest væri þó að
rata um skólann. Öll kveið þau fyr-
ir busavígslunni en voru þó sam-
mála um að „smáhasar" væri nauð-
synlegur í því sambandi svo framar-
lega sem enginn meiddist.
Upprétt eða á hvolfi
Tollering og busavígsla fer fram
fyrsta mánuðinn í skólanum og
gáfu stjórnir nemendafélaga í
nokkrum framhaldsskólum borgar-
innar raungóða lýsingu á þeim at-
burði.
í MR eru þeir enn tolleraðir eins
og Indriði Einarsson forðum og
sagði Inspector scholae, Kristrún
Stundum reyna þeir í barnslegri
einlægni sinni að komast í samband
við eldri nemendur með því að
skrifa orðsendingu á borðið sitt, ef
þeir deila stofu með þeim, sem
hljóðar oft svona: Hæ hæ, ég heiti
Gunna í 3.bekk, hvað heitir þú?
Þar sem piltar eru oft veikir fyr-
ir aðdáun yngri stúlknanna svara
þeir þessu af karlmennsku, setja
orðsendingu upp á töflu þar sem
öllum námsmeyjum á busaári er
boðiðí „rosalegt partý“ á tilteknum
stað og tíma.
Kætast ungmeyjamar að vonum
og mæta uppdubbaðar og eftir-
væntingarfullar að tilteknu húsi —
sem reynist síðan vera heimili rekt-
ors.
Ofan á ýmsar hrakningar sem
businn verður fyrir meðan verið er
að gera hann að manni, hrúgast
svo námsfög með hrollvekjandi
nöfnum sem businn verður að
kunna skil á með góðu eða illu.
Oftast illu, því kennarar eru óspar-
ir á verkefni sem þeir eru vissir um
að businn ræður ekki við, og njóta
þess að semja stafsetningarpróf
sem hver heilvita þjóðfélagsþegn
skilur hvorki upp né niður í. Uppá-
haldssetning lærimeistaranna er
síðan þessi: „Þið fallið öll um jól-
in.“ Sögð lágt og hægt.
Rætt var við nokkra busa í
Menntaskólanum í Reykjavík og
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti um
þær tilfinningar sem bærðust í
bijóstum þeirra á þessum tímamót-
um og sögðu Ásdís og Guðrún Rína
í MR þetta vera mikil viðbrigði.
Bæði væri námið, fögin og kennar-
arnir öðruvísi en þeir ættu að venj-
ast, þætti þeim t.a.m. skrýtið þegar
kennarar legðust á dyrnar til að
varna þeim inngöngu sem væru of
seinir fyrir, en að öllu samanlögðu
kviði þeim mest fyrir náminu.
DAVÍÐ ODDSSON
BORGARSTJÓRI___
WER LITU EKKI
VIÐ OKKUR
MEÐ HEFÐBUNDNUM hætti
var Davíð Oddsson borgarstjóri
tolleraður og flaug ekki skemur
en aðrir að sögn. Telur hann að
þar með hafi hann orðið fullgild-
ur í því helga lífi sem fram fór
í skólanum.
Þeir gerðu í því eldri nemar að
sýna okkur andlega yfirburði
sína,“ segir Davíð, „og ég man að
mér þótti þetta heljarmenni sem
voru í 6» bekk. Þeir gengu auðvitað
í augun á yngri stelpunum, sem litu
ekki við okkur jafnöldrum sínum,
litlum og bólóttum. Ég held ég hafi
hvorki fyrr né síðar orðið var við
aðra eins stéttaskiptingu og ríkti
þá milli aldursflokka í skólanum.
Annars vorum við busarnir síðdegis
í skólanum á þeim árum og sáum
oft lítið af þessum eðalmennum.“
Davíð var formlega klæddur
fyrsta árið sitt, í jakka og öllu til-
heyrandi, en segir að klæðnaður
hafi orðið fijálslegri þegar fram liðu
stundir. Þó fór hann aftur í jakkann
þegar hann var kosinn Inspector
scholae, starfsins vegna.
„Skólasystir mín sagði að ég
TOLLERAÐIR eftir að hafa skemmt
eldri nemendum með söngi, dansi og
armbeygjum.
Annars reyndu þær að láta lítið
fyrir sér fara, hefðu heyrt að slíkt
borgaði sig, en ekki væri laust við
að tolleringin ylli þeim nokkrum
áhyggjum. Hefðu þær margoft
fengið að heyra að það kæmi iðu-
lega fyrir að menn gleymdu að
grípa busana í öllum látunum.
Bjarki, Davíð, Iris og Ágústa í
FB sögðust leggja sig fram við að
þegja þegar eidri nemendur hefðu
orðið og gera sitt besta til að vera
prúð og viðráðanleg. Oftar en einu
BÖÐLAR OG BUSAR
Businn komst ekki upp með neitt
múður o g var hálffleygt út á lóð.
Davíð: Maður sá nú oft lítið af
þessum eðalmennum.
hefði verið gamaldags og karlalegur
á þessum árum, en þegar ég sé
myndir af mér þá sé ég ekki betur
en að ég hafi verið mjög ókarlaleg-
ur.“
Það var árið 1964 sem Davíð
byijaði í MR og var hann hvorki
feiminn né kvíðinn að bytja í nýjum
skóla? „Auðvitað fann ég fyrir þeim
ríkjandi hefðum sem fylgt höfðu
skólanum áratugum saman, en ég
flutti oft sem barn og var því orð-
inn vanur að ferðast miili skóla.
Uppeldisfræðingar halda því fram
að slæmt sé fyrir börn að skipta
oft um skóla, en ég held það sé
tómt bull. Það er ágætt að hafa
verið í nokkrum skólum eins og var
hér áður en grunnskóiar urðu til,
því ósköp er það tilbreytingalaust
að vera alltaf í sömu skólastofunum
og umgangast sama húsvörðinn.“
GUÐRÚN HELGADÓTTIR
FORSETI SAAAEINAÐS ÞINGS
MIHNSTt
STRÁIO
LÍTIL OG skelfingu lostin í
þröngu pilsi og bomsum var Guð-
rún Helgadóttir forseti Samein-
aðs þings tolleruð af hávöxnum
karlmönnum fyrir utan MR árið
1951.
Eg var minnsta stráið í hreppn-
um,“ segir Guðrún. „Laus við
allan elegans og lafhrædd við strák-
ana í 6. bekk sem mér fannst vera
harðfullorðnir karlmenn. Tollering-
m var örlítið áhyggjuefni, en þröngu
Álafosspilsin björguðu þó nokkru."
Árgangur Guðrúnar gekk í boms-
um og reyndi Guðrún að troða há-
hæluðum skóm inn í bomsurnar til
að bæta um sentimetrana. Á næt-
urna var svo sofið með rúllur til
að vera vel útlítandi þegar gengið
var inn í hina virðulegu stofnun.
„Þetta var eins og að koma inn í
kirkju, næstum heilög stofnun þar
sem flestir merkismenn þjóðarinnar
höfðu setið og reyndar þeirra ætt-
bogi allur, svo maður var hálf mun-
aðarlaus.“
Guðrún kom þó ásamt vinkonu
sinni úr Hafnarfirði inn í skólann
Guðrún: Þetta var eins og að
koma inn í kirkju.
en að öðru leyti þekkti hún ekki
sálu. Henni fannst hálf ævin vera
á milli sín og efribekkinga. „Eitt-
hvað var um efribekkjarhroka, en
allt var það þó góðlátlegt. En kenn-
ararnir bókstaflega gáfu okkur það
inn með skeið að við værum ekki
í neinum venjulegum skóla, þannig
að maður fór nú að finna ansi drjúgt
til sín. En ekki get ég sagt að þetta
hafi verið demókratískur skóli og
bráðróttæk varð ég ekki af dvöl
minni þar.“
Guðrún skipti sér lítið af pólitík
á þessum árum, en aftur á móti
gerðist hún leikkona í Herranótt
og skrifaði í skólablaðið, „því ég
varð að reyna að vinna upp þessa
sentimetra á einhvern hátt.“
Heimisdóttir, að náð væri í busa inn
í stofurnar og þeir látnir skríða nið-
ur stigana og út, en þá kæmi rekt-
or oftast æðandi og tæki fyrir það,
síðan yrðu þeir að skemmta eldri
nemendum með söngi, dansi, arm-
beygjum og öðru er til félli, og loks
stimplaðir og tolleraðir.
Finnur Björnsson, tækjavörður í
Menntaskólanum við Sund, sagði
að busavígslan í ár yrði með öðru
sniði og breyttum áherslum frá því
sem var. Hefði vígslan verið komin
út í tóma vitleysu og fantaskap,
menn baðað sig í sinnepi og tómat-
sósu sem væri fyrir neðan allar
hellur. Hér eftir yrði eingöngu not-
að vatn til vígslunnar, en áður en
busar verða bleyttir fer fram
grípandi myrkraathöfn á sal.
I Menntaskólanum við Hamrahlíð
varð ritari nemendafélagsins Hug-
rún Hólmgeirsdóttir fyrir svörum,
og sagði hún að „sullið" sem til-
heyrði busavígslum væri að leggjast
niður í MH. Væru busar óhressir
með það því þeim þætti gaman að
sulla, en það þýddi ekki að deilavið
„efri hæðina“.
Vígslan yrði þó að öllum líkindum
með sama sniði og í fyrra, en þá
máttu busar aðeins ganga eftir viss-
um brautum, urðu að bera sérstök
númer og ekki leyfður aðgangur
að sjoppu eða matsal skólans allt
að þremur dögum fyrir vígslu. Hart
var tekið á mönnum sem reglurnar
brutu og þurftu þeir að sæta þeirri
refsingu að kyssa formanninn. Á
vígsludaginn voru þeir teymdir í
bandi upp í Oskjuhlíð, stillt undir
Beneventum-klett og síðan hellt
einhverri vætu yfir þá, misjafnlega
þykkri.
Skyr að launum
í Kvennaskólanum eru u.þ.b. 50
piltar á móti 250 stúlkum, og mætti
því ætlá að mjúkum höndum væri
farið um busa. En það er öðru
nær, á vígslan lítt skylt við kvenleg-
ar dyggðir og sannast reyndar hið
fornkveðna „köld eru kvennaráð“.
Að sögn Sólrúnar Kristjánsdótt-
ur, formanns nemendafélagsins,
eru byijendur busaðir ærlega. Hefst
athöfnin á því að svartir böðlar
raða sér fyrir framan stofur og láta
ófriðlega. Eru fórnarlömbin síðan
dregin út upprétt eða á hvolfi, látin
gera hinar erfiðustu þrautir og fá
svo að launum vel útilátinn skammt
af skyri eða súrmjólk, útvortis.
Að lokum er businn látinn játa
að eldri nemar séu honum æðri.
Fellur þá allt í ljúfa löð og bjóða
eldri nemendur busunum upp á
STEINGRÍMUR HERMANNSSON
FORSÆTISRÁÐHERRA
VANMÁTTUGUR í
RiEÐUMENNSKU
EFTIR ALLHÖRÐ átök var
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra yfirbugaður, toll-
eraður og tekinn upp í hersveit-
ina ódauðlegu. Hafði hann þá
lengi barist um á hæl og hnakka
fyrir utan MR einn haustdag árið
1942.
jr
Eg man vel eftir busaárinu,"
segir Steingrímur. „Þarna
mætti ég með slifsi og í jakkafötum
því sá var siðurinn, nokkuð feiminn
en þó ekki svo að til vandræða
horfði. Það var litið niður á okkur
busana að sjálfsögðu og okkur
óspart gefið til kynna að við ættum
að líta upp til eldri nemenda.
Reyndar ætlaði ég að verða smið-
ur og tjáði það föður mínum sem
tók því vel, enda báðir afar mínir
smiðir, en hann sagði að ég yrði
ékki síður góður smiður þótt ég
færi í Menntaskólann. Hann var
nokkuð Iaginn að tala menn til.“
Steingrímur féllst á þetta og hóf
undirbúningsnám hjá Einari Magn-
ússyni. Á þessum árum þurftu
menn að þreyta samkeppnispróf til
að komast inn í 1. bekk og ríkti
því mikil spenna.