Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 14
i4 8
—A .; MOUGlÍSELiÍDID SUÁMU
kiiósð
HOM
A TONLEIKUM
ICENTRAL
PARK
Takturinn
Indoda Mahlathini; „Maðurinn“ Mahlathini.
Dægurtónlist
eftirÁma Matthíasson
SUÐUR-afrísk tónlist hefur
sótt í sig veðrið á
Vesturlöndum í seinni tíð og
þá sérstaklega eftir að
samskiptabann vestrænna
útgefenda og
tónlistarmanna hætti að ná
til litra íbúa landsins. Einn
af þeim sem átti mikinn þátt
í að Iosa um hömlurnar var
Poul Simon, en plata hans,
Graceland, sem hann vann í
samvinnu við s-afríska
tónlistarmenn, seldist í
milljónum eintaka um heim
allan.
Frægustu tónlistar-
menn S-Afríku eru án
efa Myriam Makeba,
Hugh Masakela og
Dollar Brand, sem öll
hafa starfað í Banda-
ríkjunum í áratugi.
Síðustu ár hefur söng-
flokkurinn Ladysmith Black
Mambazo notið vaxandi vinsælda á
Vesturlöndum í kjölfar samstarfsins
við Paul Simon og Simon Nkab-
inde, sem náð hefur mikilli hylli í
Bretlandi og Frakklandi, virðist
ætla að leika sama leikinn í Banda-
ríkjunum.
Simon Nkabinde, sem líklega er
þekktari undir nafninu Mahlathini,
hefur sungið mbaqanga, suður-
afríska popptónlist, síðan á sjötta
áratugnum. Fremsta mbaqanga-
sveit S-Afríku er tvímælalaust
Makgona Tsole-sveitin, sem Mahl-
athini hefur sungið með frá því
sveitin var sett á stofn 1965. Nafn
Iv.
hljómsveitarinnar þýðir „hljóm-
sveitin sem veit allt“, en hana stofn-
uðu West Nkosi, Marks Mankwane,
Joseph Makwela, Lucky Monama
og Vivian Ngubane. Þrjár söng-
konur sem kallast Mahotella drottn-
ingarnar, hafa einnig sungið með
sveitinni í svipaðan tíma.
Mbaqanga-tónlist verður trauðla
lýst nema sem einskonar blöndu af
jass, rytmablús, þjóðlegri afrískri
tónlist og rokki. Mbaqanga varð til
sem rafmögnuð kwela-tónlist sem
naut mikillar hylli uppúr 1950, en
kwela er stórborgatónlist með
sterkar rætur í þjóðlegri hefð og
mbaqanga hefur sama yfirbragð.
Mbaqanga-afbrigðið sem Makgona
Tsole-sveitin leikur með Mahlathini
og Mahotella drottningunum kalla
þau mgqashiyo; taktinn ódauðlega,
og í sumar ferðaðist sveitin um
Bandaríkin til að fylgja eftir fyrstu
plötu sveitarinnar sem gefin er út
í Bandaríkjunum. í þeirri för lék
Mahlathini dansar.
Mahlathini og Ma-
hotella drottning-
sveitin meðal annars á tónleikum í
Central Park.
Strigabassi eða geitarödd
Áhorfendabekkir voru þéttskip-
aðir í Central Park og líklega hafa
áheyrendur verið eitthvað á annað
þúsund. Makgona Tsole-sveitin hóf
leikinn og lék éitt lag áður en Ma-
hotella drottningarnar komu á svið
þjóðlegum búningi. Þær sungu
eitt lag og
loks kom
Mahlathini
upp á svið-
ið. Hann
var þjóð-
lega klædd-
ur á svipað-
an hátt og
þær • og
kemur víst
ætíð þannig
fram.
Söngur í
mbaq-
anga-tón-
list byggist
mikið á
samspili
þéttra
kvenradda
og karl-
raddar sem
kalla má
striga-
bassa.
Karlsöngv-
ari sem
syngur með
þannig rödd kallast „groaner" uppá
ensku í S-Afríku, eða er sagður
vera með „geita“rödd. Mahlathini
er með slíka rödd og það svo dimma
að glös hristast á veitingastöðum
þegar hann fer hvað lengst niður.
Mahlathini er kominn á sextugs-
aldur, en ekki var það að merkja á
sviðsframkomunni, því hann var
ótrúlega líflegur á sviðinu og dans-
aði og stökk sem hann ætti lífið
að leysa. Lét hann það lítið á sig
fá þó annar fóturinn væri vafinn
upp á mitt læri vegna einhverra
meiðsla. Mahotella drottningarnar
létu ekki sitt eftir liggja og dönsuðu
honum til samlætis. Það fór ekki á
milli mála að dansarnir tengdust
textum laganna og auðveldaði það
áheyrendum skilninginn, því sungið
var á zulumáli.
Viðstaddir virtust kunna hið
besta við tónlistina, því ekki var
sveitin búin að leika mörg lög, þeg-
ar þorri áheyrenda þusti að grind-
unum frama við sviðið til að dansa
og láta ýmsum látum. Alls lék sveit-
in í tvær og hálfa klukkustund, þar
á meðal nær öll lögin af plötunni
nýju, Thokozile, og einnig lög af
eldri plötum. Það brá einnig fyrir
nokkrum lögum af plötunni Paris
Soweto, sem gefin var út í Frakk-
landi snemma á þessu ári.
Það fer ekki á milli mála að
Mahlathini og sveit hans eru vel í
stakk búin til að leggja undir sig
Bandaríkin og velgengnin í Bret-
landi og Frakklandi bendir til þess
að það verði ekki á brattann að
sækja. Undirtektir áheyrenda í
Central Park þennan sumardag
sýndu svo ekki verður um villst að
mbaqanga nær til áheyrenda hvar
sem er.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir