Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 19
$ cie
t
‘MÖllÖ(]»8lSÁÍ)!© FJÖLWIIÐLAR SHNNUDAGllá feí. SEPT.EMBER; 19B9
Nýr ritstjóri Þjóðviljans
Ólafur kominn heim?
NÝR RITSTJÓRI, Ólafur H.
Torfason mætir til starfa hjá Þjóð-
viljanum í næsta mánuði. Ferill
Ólafs er mótsagnakenndur. Mað-
urinn er óútreiknanlegur.
*
Olafur fæddist 27. júní 1947.
Uppalinn í vesturbæ Reykjavík-
ur, sonur Torfa Ólafssonar og Jó-
hönnu Gunnarsdóttur. Ólafur er
kvæntur Signýju Pálsdóttur leikhús-
fræðingi. Þau hjónin eiga þrjú börn,
Melkorku, Torfa og Guðrúnu.
Ólafur tilheyrir hinni almennu
kaþólsku kirkju og hefur tekið þátt
í starfi kaþólskra leikmanna og tók
t.a.m. þátt í undirbúningi fyrir komu
Jóhannesar Páls II páfa til íslands.
Þess má geta að páfi hefur hvatt
kaþólska til að láta þjóðfélagsmál
ekki afskiptalaus. Þó er ótrúlegt að
lesendum Þjóðviljans verði boðuðhin-
„harðari“ tilmæli páfastóls. Ólafur
er sagður hafa helgi á Þorláki bisk-
upi Þórhallssyni, víst er að hann
vinnur að heimildarmynd um dýrling-
inn fyrir ríkissjónvarpið.
Heimildir segja Ólaf rólyndan
mann sem eigi auðvelt með að um-
gangast fólk. Æskuvinur hans Pétur
Gunnarsson rithöfundur segir þó að
undir rólegu og öguðu yfirbragði búi
sprengikraftur; Ólafur sé gífurlegur
skapmaður. Allir hafa orð á því hve
áhugamál, hæfileikar, reynsla og
kunnátta ritstjórans væntanlega séu
fjölbreytileg, t.d. vakti Ólafur strax
athygli í Menntaskólanum í
Reykjavík. Ein skólasystir, Steinunn
Sigurðardóttir, lætur svo ummælt:
„Hann var einfaldlega fjölhæfasti
maðurinn á svæðinu. Jafnvígnr á
myndlist og ritlist og fékkst líka við
kvikmyndagerð."
Það má hafa til marks um mynd-
listarhæfileika Ólafs að hann var um
árabil einn helsti teiknari Faunu þar
sem birtar eru skoplegar teikningar
af nemendum. Einnig vitnar það um
hagleik Ólafs að það kvað hafa verið
honum leikur einn að búa^ til (falsa)
aðgöngumiða á dansiböll. Ólafur hef-
ur haldið alls átta einkasýningar á
myndverkum sínum, e.t.v. má lýsa
mörgum myndum Ólafs sem draum-
kenndum, huglægum landslags-
myndum.
Samstúdentar frá menntaskólaár-
unum telja flestir að Ólafur hafi ekki
verið pólitískari en „tíðarandinn bauð
uppá“, þ.e.a.s. heldur til vinstri. En
1969-70 var hann ritstjóri Punkta,
blaðs Verðandi, félags vinstri manna
og hann skipaði sæti á framboðslista
Alþýðubandalagsins í sveitarstjórn-
arkosningunum 1970. Ólafur hefur
ekki verið virkur í pólitísku starfi
Alþýðubandalagsins síðan 1982, á
seinni árum hefur hann verið
óflokksbundinn. Magnús Gunnarsson
nú framkvæmdastjóri hjá Sölusam-
bandi íslenskra fiskframleiðenda var
pólitískur andstæðingur og og átti í
orðaskaki við Ólaf um 1970. „Hann
var skemmtilegur við að eiga. Ölafur
var ekki einn af þessum þungbúnu
alvörumönnum sem létu eins og ver-
öldin væri að farast og hann æsti
sig ekki upp. Hann var málafylgju-
maður, málefnalegur en ég held að
hann hafi haft ánægju af rökræðum,
rökræðnanna vegna.“
Á unglingsárunum var Ólafur
efnilegur júdómaður. í þeirri íþrótta-
grein er átak andstæðingsins gjarnan
notað honum til falls. Einn æskuvin-
ur sagði hann vera sterkan júdómann
í pólitískri umræðu; líkindi eru til að
hann reyni að fella andstæðinginn á
eigin rökum.
Ólafur stundaði nám í kvikmynda-
og fjölmiðlafræðum við Kaupmanna-
hafnarháskóla 1970-73. Margir
þeirra sem til Ólafs þekktu urðu
„kjaftstopp" þegar hann gerðist
kennari í Stykkishólmi árin 1975-82.
Pétur Gunnarsson segir að Ólafi láti
vel að uppfræða menn á skemmtileg-
an hátt og: „Ég treysti honum til
að breikka Þjóðviljann og gera hann
skemmtilegan."
Árið 1982 fluttist Ólafur til Akur-
eyrar, gerðist þar lausráðinn dag-
skrárgerðarmaður við útvarpið. Erna
Indriðadóttir deildarstjóri ríkisút-
varpsins á Akureyri segir Ólaf hafa
verið rólegan og yfii-vegaðan með
næmt auga fyrir skemmtilegum og
mannlegum atriðum og hann hafi
haft töluverðan áhuga á landbúnað-
armálum. Á Akureyri var hann auk
annars umsjónarmaður mánaðarrits-
ins Heima er best,
margir töldu það til
merkis um frum-
leika og hæfileika
hans til að koma
mönnum á óvart.
Viðtöl Ólafs voru
aðal þess blaðs og vitnisburður um
áhuga á íslenskri þjóðmenningu.
Árið 1986 varð Ólafur forstöðumað-
ur Upplýsingaþjónustu bænda.
Greinar hans til varnar bændastétt-
inni þóttu allar athygli verðar en
einnig má benda á að starf og bar-
áttutækni Ólafs var víðfeðmari.
SVIPMYND
eftir PálLúóvík Einarsson
Hann lagði áherslu á að kynna mál-
staðinn í skólum og beitti sér mjög
fyrir heimsóknum barna' af höfuð-
borgarsvæðinu á sveitaheimili.
Þriðjudaginn 19. september gerði
Þjóðviljinn ráðn-
1 ingu Ólafs heyrin-
kunnuga. Kunnug-
ir telja að Ólafur
hafi tæpast ráðið
sig upp á önnur
kjör en þau að
Þjóðviljinn verði sjálfstæðari vett-
vangur fyrir þjóðfélagsumræðu og
höfðaði í ríkara mæli til landsbyggð-
arinnar. Pétur Gunnarsson telur að
þeir menn sem hafa framfæri sitt
af leiðaraskrifum í dagblöðum hafi
öðlast verðugan andstæðing. „Mað-
urinn er mjög frumlegur og feiknar-
Alfræðingurinn Ólafur H. Torfason sest að á
lega slyngur í pólitískri umræðu.
Loksins er Ólafur kominn heim, sest-
ur í þann stól þar sem allir hæfileik
ar hans fá að njóta sín.“
SPARAÐU
VIÐHALD
NOTAÐU ÁL,
I
li lllliii
Korrugal álklœðning
LANGTÍMALAUSN
Korrugal álklœðning á þök, veggi og í loít.
Korrugal er sœnsk gœðavara.
Korrugal er ein mest selda álklœðning í Evrópu.
Korrugal er jafn vinsœl á íbúðarhús, verksmiðjur, útihús o.fl.
Korrugal þarínast ekki viðhalds, ryðgar ekki, þolir vel hita-
breytingar, upplitast ekki og þart mikið hnjask til að aflagast.
Korrugal gerir skemmd og illa einangruð hús íalleg og hlý./
Korrugal álklœðning stenst örugglega tímans tönn.
Nú íinnst víst flestum íullstórt upp í sig tekið, en við höfum dœmi.
um kirkju í Róm með álþaki frá 1897, sem alltaf er jafn fallegt.
Korrugal fœst í 16 litum, ásamt öllum fylgihlutum.
Korrugal - 20 ára reynsla á íslandi.
Gerum verðtilboð þér að kostnaðarlausu.
rcKORRUGAI
Haínarhúsinu, Tryggvagötu 17. Pósthólí 1026.
Sími 622434. Teleíax 622475.