Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAfíip MIISINIMGAR SUyNUpf4(;UR.24. SEPTKMBER 1989
C 15
Stefanía Gissurar-
dóttír Hraungerði
Dauðinn kemur alltaf á óvart og
skilur eftir sig sár og sársauka.
Gildir þá einu, hvort sá, sem frá
fellur, er ungur að árum eða aldrað-
ur og farinn að heilsu og kröftum.
Eftirsjáin og tómarúmið verður það
sama. Skarð er fyrir skildi, sem
ekki reynist auðvelt að fylla í eða
bæta. Svo er að minnsta kosti við
fráfall vinkonu okkar, frú Stefaniu.
Stefanía Gissurardóttir fæddist
9. febrúar 1909 á Byggðarhorni í
Flóa. Foreldrar hennar voru Gissur
Gunnarsson og Ingibjörg Sigurðar-
dóttir og áttu þau 16 börn. 10 ára
gömul fór Stefanía í fóstur til séra
Olafs Sæmundssonar í Hraungerði,
. en hún hét nafni móður hans, Stef-
aníu Siggeirsdóttur. Árið 1934 gift-
ist Stefanía séra Sigurði Pálssyni,
sem var prestur í Hraungerði og
síðar á Selfossi. Fluttust þau að
Selfossi árið 1956. Eignuðust þau
7 börn, sem öll eru á lífi. Mann
sinni missti Stefanía í júlí 1987.
Bjó hún áfram í húsi sínu á Sel-
fossi eftir það, en síðla í júní síðast-
liðnum kenndi hún lasleika þess er
leiddi hana til dauða. Stefanía lést
á Vífilstaðaspítala þann 13. septem-
ber síðastliðinn áttræð að aldri.
Frú Stefanía hafði oft í mörgu
að snúast sem móðir og prestsfrú.
Það var mjög gestkvæmt á heimili
þeirra. Hún sagði mér eitt sinn er
við töluðum um búskap þeirra í
Hraunprýði, að oft hefði hún ekki
haft mikinn tíma til undirbúnings
væntanlegra gesta, en þegar ró
færðist yfir á kvöldin, allir sofnað-
ir, þá byijaði hún að baka og búa
til mat og hafði þetta að orði „ég
get aiveg vakað eins og unglingarn-
ir á böllunum."
Ég sem barn man eftir messum
í Hraunprýði. Mér er minnisstæðast
sú mikla rödd, sem frú Stefanía
hafði. Hún söng yndislega. Hún
fyllti kirkjuna söng. Sá siður var
hafður á eftir messu að gefa kirkju-
gestum kaffi og heitt súkkulaði,
fyrst fullorðna fólkinu, síðan við
börnin. Ég sé enn fyrir mér langa
borðið í borðstofunni með öllum
kökunum, tertunum og brauðinu
á, svo var náttúrulega heitt súkku-
laði drukkið með. Allt þetta hafði
frú Stefanía búið til, þar hafa mann-
kostir hennar og dugnaður komið
í góðar þarfir. Jafnframt umsvifa-
miklum heimilisstörfum hefur frú
Stefanía ávallt gefið sér tíma til að
sinna ýmsum félags- og menningar-
málum. Til dæmis stofnaði hún
kirkjukvenfélag á Selfossi, undir
forystu hennar hefur það vaxið og
látið mikið og gott af sér leiða.
Það hrannast upp minningar og
gullvæg orð hennar. Hún var mjög
artarsöm, orðheldin, glaðleg og
bjartsýn kona, lét aldrei deigan
síga.
Ég var 40 ára þegar ég átti
yngsta barnið mitt. Ég bar kvíða
fyrir framtíð þess, vegna veikinda
minna. Ég ræddi það við frú Stef-
aníu, en hún sagði „Þetta fer allt
vel, sannaðu til. Ég var 44 ára er
við Sigurður eignuðumst Öggu
Settu, yngsta barnið okkar, og nú
er hún ljósmóðir norður á Blöndu-
ósi, vel gift og þriggja barna móðir
og ég lifi enn,“ sagði hún og hló
við. Glaðværð hennar og hlátur
komu öllum í gott skap og létti
manni lund.
Eitt sinn komu prestshjónin í
heimsókn og frú Stefanía tók tvö
yngstu bömin okkar á sitt hvort
hnéð og söng „Ríðum heim til Hóla,
pabba kné er klárinn minn“ o.s.frv.
Það var alltaf svo glatt í kringum
hana. Maðurinn minn hafði það á
orði að hún lifði alltaf í anda þess
tíma sem var.
Mér er það mjög ljúft að minn-
ast þeirra hjóna, því ég elskaði og
virti þau, eins og allir gerðu á mínu
heimili. Mig langar að minnast á
eitt atvik. Síminn hringdi. Þetta var
frú Stfaníu. „Hann er hjá mér, son-
ur minn Brandur, og langar skelfing
mikið að veiða á stöng. Ertu nokk-
uð að fara í veiði?“ Já, já, við förum
á morgun. „Má hann og Ólafur
sonur minn fara með.“ Alveg sjálf-
sagt. Og við fórum saman, með
nesti og von um fisk. Ólafur og
Brandur kom nýbakaða súkkulaði-
tertu. Svona var hún frú Stefanía,
kom manni alltaf skemmtilega á
óvart. Hún virtist alltaf hafa nógan
tíma til alls.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að vera samferða góðum
hjónum og eiga þau að vinum.
„Og ungmenni nokkurt sagði:
„Ræddu við okkur um vináttuna,“
og hann svaraði og sagði: „Vinur
þinn er þér allt. Hann er akur sálar-
innar, þar sem samúð þinni er sáð
og gleði þín uppskorin. Hann er
brauð þitt og arineldur. Þú kemur
til hans svangur og í leit að friði.““
(Úr spámanninum eftir Kahíl
Gibran.)
Við biðjum Guð að blessa börn
þeirra og ástvini.
Helga H. Sörensen
Mikil lifandi ósköp kann barnið
af ljóðum og lögum, sagði séra Ólaf-
ur Sæmundsson prófastur í Hraun-
gerði, þegar níu ára gömul telpa,
sem hét hans móðurnafni, var ný-
komin á heimilið, eftir boði hans.
Barnið nýkomna söng næstum
því allan daginn, alltaf nýtt og nýtt
lag, til þess að hugga sjálft sig,
með því að rifja upp allt sem þau
höfðu sungið systkinin í 16 barna
hópnum, heima í Byggðarhorni hjá
móður sinni. Stefanía Gissurardótt-
ir, var nálægt því að vera í miðjum
hópnum, níunda barn, fædd 9. febr-
úar 1909. Fögur og skær hefur
barnsröddin verið, sem hljómaði þá
um Hraungerðisbæinn.
Það er athyglisvert sem prestur-
inn sagði. Sé vor dýri laugskálatími
fyrir börn borinn saman við orð
prestsins, þá gæti enginn skóli
nestað níu ára barn með svo mik-
illi kunnáttu. Auk þess var litla
stúlkan fullkomlega læs og las ekki
í belg og biðu, eins og nú er jafn-
vel 'kennt. Þarna var húsmóðir með
þann mikla barnahóp, kennarinn,
ef til vill einnig amma á heimilinu,
sem hjálpaði til við heimanám. Börn
áttu að koma læs í skóla 10 ára
gömul. Það tókst nokkuð misjafn-
lega til, en tæpast misjafnara en
úr skólum nú. í fjölmörgu var upp-
eldi þessa stóra heimilis þroskandi.
Þetta níu ára barn, sagði aldrei
móður sinni frá því, hvað henni
leiddist mikið á nýja heimilinu, þar
sem engin börn voru. Huggun
barnsins lá mikið í því, sem barnst-
ölvan hafði verið mötuð á.
„Hið eilífa sanna um Guð og mann,
um lífsins og dauðans djúpin."
í þessu dæmi blasir ísland bók-
menntanna við. Versin innst lögð
fyrst, og það sem fyrst er lagt í
minni barnsins, geymist lengst.
Vinna snemma kennd. Góð undir-
staða undir bóknám, að kunna verk.
Ótal ljóð og lög. Skemmtiatriðin öll
heima valin og holl. Þannig lærðist
móðurmálið best í ljóðum. Þeir sem
kunnu mikið af kvæðum, gátu fylgt
skáldum og allskonar fræðum, því
að æðri hugsun var snemma þrosk-
uð.
Fagur hefur verið jólasálmasöng-
ur barnanna mörgu í Byggðar-
horni. Allur undirbúningur jólanna,
jólaþvotturinn, hreingjört hús,
hvítskúrað baðstofugólf. Það vissu
börnin, að gert var af því að „Kon-
ungur þinn kemur til þín.“ Fæðing
frelsarans í fjárhúsjötu, þar sem
Betlehemsstjarnan sendi birtu um
nótt, eins og sól, og englabirtan
lýsti líka upp ijárhúshellinn, eins
og birta þeirra hvítu herskara ljóm-
aði í kring um fjárhirðana á Betle-
hemsvöllum. Flest eða öll börn á
íslandi kunnu þá orðin. „Yður er í
dag frelsari fæddur, sem er Kristur
Drottinn í borg Davíðs." (Lúk.
2-11).
Öll önnur gæði, heimagerðar
gjafir og jólamatur, var til þess að
fagna komu hans.
„Ég lifi og þér munuð lifa.“
_ Ein fögur söngrödd, hefur bæst
í Islandskór eilífðarinnar. „Sjá þann
hinn mikla flokk.“
En ég get ekki gert að því, að
nú finnst mér tómlegt á Selfossi,
einkum að líta yfir ána. Og að sjá
það hús, sem vígslubiskupshjónin
byggðu, með sama hugarfari, og
hjá þeirri fornkonu, sem byggði
skála sinn um þjóðbraut þvera.
Ástsamleg kveðja til aðstand-
enda frá húsi mínu.
Rósa B. Blöndals
Stefanía litla, hefur hugsað til
jólanna heima, fyrstu jólin á öðrum
bæ. Hún, þetta níu ára barn, lét
móður sína eða föður aldrei vita að
henni leiddist, vildi ekki auka þeim
áhyggjur út af sér. Snemma kom
sú gerð í ljós, það var samt óvenju-
legur þroski. Én þannig var hún til
æviloka.
Þegar við hjónin kynntumst
henni fyrst var hún orðin prests-
kona í Hraungerði. Ein hin ógleym-
anlegasta stund þaðan, var þegar
séra Sigurður Pálsson, kailaði gesti
þeirra út í nýuppgerða Hraungerð-
iskirkju og bað konu sína að syngja
nokkur lög fyrir okkur. Hún valdi
lög sem stigu hátt, líkt og þjóðsöng-
ur vor. Hin mikla og fagra rödd
fyllti húsið, tónninn alhreinn. Ekki
heyrðist minnsta þvingun á hæstu
tónum. Mér finnst ég aldrei hafa
heyrt jafn fagra kvenrödd. Hún
hafði líka fallega blæbrigaríka tal-
rödd. Hún sinnti kvenfélagsmálum
ekki mikið á Hraungerðisárum.
Heimili þeirra hjóna var eins
konar félagsmálastofnun, styrk-
laust í einkarekstri. Inn í þá stofnun
fæddust sjö börn, sem tóku þátt í
uppbyggilegu starfi, hver eftir
sínum aldri og sinni getu.
Frú Stefanía bar gæfu til þess
að hjúkra manni .sínum á hans
síðustu veikindaárum, þegar kraft-
ar voru að þijóta. Sjúkrahúsvist
varð um rúma viku. Hún var einnig
þar hjá honum hans síðustu stund,
en börnin áður til skiptis líka. Hún
beið lengi eftir mikilli aðgerð, eftir
að hann var látinn. Ekki gætti þar
kvíða. Aðgerðin heppnaðist vel,
þegar að því kom.
Síðan varð stund milli stríða.
Veikindi komu fram, en erfitt var
fyrir aðra að átta sig fyllilega á
því. Miklum starfsdegi er lokið.
Mörg var gleði, margir sigrar, en
efalaust ýmisleg þraut. Mikil fram-
kvæmd gerist ekki af sjálfu sér.
Síðustu samfunda okkar, mun ég
minnast svo lengi sem minnið end-
ist.
Síðasta laugardaginn sem hún
lifði, hún sem var áttræð kona og
sjúkdómurinn hafði merkt hana.
Þá var barið að dyrum. Þegar ég
opnaði voru þar óvæntir gestir.
Þarna stóð hún, ásamt frú Ingveldi
dóttur sinni, á húströppunum.
Heimsókn, sem bæði gerði að
hryggja mig og gleðja. Sjúklingur,
búinn að ganga upp tröppurnar og
stóð við dyrnar i roki og rigningu.
„Ég mátti til með að líta inn til
ykkar,“ aðeins lægra, „það verður
máske í síðasta sinn.“ Ótrúlega
hress í bragði og þó svo sjúk sem
sást. Hér mátti sanna orð (Jes. 40,
29-31.) „Hann veitir kraft hinum
þreytta og gnógan styrk hinum
þróttlausa. Ungir menn þreytast og
lýjast og æskumenn hníga. En þeir
sem vona á Drottinn fá nýjan
kraft.“
Nú kveð ég hana með þeim orð-
um sem blindur maður kvaddi vini
sína með, síðasta árið sem hann
lifði: „Guð gefi þér gleðilega eilífð.“
Þökk fyrir þá hjartanlegu hugul-
semi að koma til okkar, hvílíkt þrek
í miðjum deyð. Ég þakka dóttur
hennar fyrir þá heimsókn og að hún
sagði mér snemma morguns frá
andláti móður sinnar og þakka
sóknarpresti okkar, sem talaði við
mig litlu síðar.
Hún var húsmóðir til æviloka.
Ritningin segir „Guð elskar glaðan
gjafara." Lát hennar vekur sorgar-
hljóm á jörðu, og himneska von um
nýjan morgun upp runninn, sér í
lagi þeim sem næstir standa. Orð
Jesú eru huggunarrík.
Stefanía Gissurardóttir, biskups-
frú á Selfossi, er í dag til moldar
borin. Hún var níunda í röð af sext-
án börnum þeirra hjóna Ingibjargar
Sigurðardóttur og Gissurar Gunn-
arssonar í Byggðarhorni í Sandvík-
urhreppi. Hún fæddist 9. febrúar
1909 og lést 13. september sl. Hún
náði háum aldri og hafði átt auðugt
líf.
Frá tíu ára aldri ólst Stefanía
upp hjá sr. Ólafi Sæmundssyni í
Hraungerði. Þar gekk hún að öllum
störfum að þeirrar tíðar hætti. Þeg-
ar hún stóð á tvítugu braust hún
til eins vetrar náms í Kvennaskólan-
um í Reykjavík. Veturinn 1934 fór
hún kynnisför erlendis og dvaldist
einkum í Uppsölum. Hún naut vist-
arinnar og nýtti hverja stund, enda
var menntun með þessum hætti
sjaldgæf með alþýðu manna um
þær mundir. Fór svo hér sem oft-
ar, þegar gott upplag tengist góðri
þjálfun og víðsýni, að Stefanía varð
fjölhæf og allra manna best verki
farin, enda brugðust henni aldrei
handtök né féllust hendur, að hveiju
sem ganga skyldi, hvort sem mat-
reitt var, saumað eða samræður við
hafðar. Var glæsibragur yfir henni
jafnan. Má og sérstaklega til þess
að taka að tónlistargáfa var Stef-
aníu gefin ríkulega, og söngur
hennar fagur var lengi sterk undir-
staða í helgihaldi í byggðarlaginu.
Rödd hennar er mér mjög minnis-
stæð, og svo mun um fleiri, en eng-
in orð duga til að þakka þá guðs-
gjöf.
Nokkrum dögum áður en Stef-
anía fór utan, 9. janúar 1934, gift-
ist hún sr. Sigurði Pálssyni, frá
Haukatungu í Hnappadal, sem þá
var tekinn við við prestsskap í
Hraungerði. Hófu þau búskap um
vorið og bjuggu þar uns þau fluttu
að Selfossi, 1956, og var þar heim-
ili þeirra til hinstu stundar. Um sum
hjónabönd má segja að maður og
kona séu þar eitt. Sé það rétt, þá
er það sérstaklega rétt um hjóna-
band þeirra Stefaníu og sr. Sigurð-
ar, enda fannst mér jafnan og finnst
enn sterkar nú, að þau hafi í raun
bæði gegnt prestsembættinu. Þar
kom ekki einasta til þátttaka Stef-
aníu í þjónustugjörðinni með söng
sínum, heldur einnig hitt, að sú ein-
drægni og samheldni sem augsýni-
lega ríkti innan þeirra stóru fjöl-
skyldu átti sér samstæðu i fágætri
reisn, gestrisni og höfðingsskap út
á við. Þar var fjölskyldan og emb-
ættið eitt. Það gilti ekki einungis
sóknarbörnum þeirra, sem bæði
voru mörg og tíðkomu til þeirra,
sem og héraðsmönnum miklu fleiri,
heldúr "éinhig" ”íjörmöfgúfh ' gafú-
mönnum höfuðborgarinnar og of-
vita um nokkurra áratuga skeið.
Legíó er tala þeirra skálda, lista-
manna, lífsspekinga, sagnfræðinga
og prédikara sem til þeirra komu
og virtust ekki án þess geta verið,
og voru vissulega misjafnlega mikið
prestlærðir, misjafnlega vel trúaðir
og misjafnlega breyskir. En öllum
var þeim eitt sameiginlegt: þeim lá
eitthvað á hjarta. Og þarna á heim-
ili þeirra Stefaníu og sr. Sigurðar,
við kaffikönnuna á kringlótta borð-
inu fræga, fundu þeir þá akademíu
sem veitti útrás andríki þeirra og
tjáningarþörf. Þeir komu aldrei að
tómum kofanum, og komu þó sum-
ir trekk í trekk, ef þeir settust þá
ekki upp til lengri eða skemmri
tíma. Gilti einu hvaða skoðunar-
kerfi menn menn aðhylltust. Sjálfur
upplifði ég slíkar mótttökur í fyrsta
sinn austur í Hraungerði, þegar ég
var unglingur í menntaskóla, og er '
mér sú nótt ógleymanleg gersam-
lega. Oft sat ég við borð þeirra síðar
og sakna nú mjög.
Sú gestrisni, sem hér er reynt
að muna til, átti sér vissulega lengi
stað á prestssetrum á íslandi víða,
og eru þess margir vottar. En
reyndar var gestanauð jafnan tengd
samgönguháttum, og talsvert fyrir-
tæki var það að fara ríðandi frá
Reykjavík austur að Hraungerði og
ekki títt til þess gripið. En aðdáun-
arvert er að halda út þessa reisn í
hálfa öld eftir að bílaöld gengur í
garð og fjarlægðin verður að
steinsnari, eins og Stefanía og Sig-
urður gerðu. Aldrei sá ég hik á
hjartahlýju þeirra og umhyggju-
semi.
Sr. Siguður andaðist fyrir tveim
árum rúmum, og hafa þau Stefaníu
nú hist aftur. Þau eignuðust 7 börn:
Pál (1934), sem er járnsmiður í
Seltjarnarneskaupstað, Ólaf
(1936), fréttamann í Garðabæ,
Ingibjörgu (1940), húsfreyju í New
York, Ingveldi (1942), þroskaþjálfa
í Reykjavík, Sigurð (1944), sóknar-
prest á Selfossi, Gissur (1947),
fréttamann í Reykjavík og Agötu
Sesselju (1953), ljósmóður á
Blönduósi. Átján eru orðin barna-
börnin sem í dag kveðja ömmu sína
og tvö barnabarnabörnin.
Þegar ég var barn, hugsaði ég
eins og barn og ályktaði eins og
barn. Yfir mér gnæfði fullorðna
fólkið eins og fjöllin. Ég komst að
því að systurnar frá Byggðarhorni
voru óteljandi. Ég þekkti bara þijár
þeirra. Fyrst kynntist ég Möggu
ljósu. Hún var svo kölluð vegna
þess að hún var ljósmóður á Sel-
fossi. Hún hjálpaði mér inn í þenn-
an heim. Síðan var Margrét í Ás-
heimum, sem bjó í næsta húsi við
okkur lengi vel og það var hrein
tilviljun hvoit ég lenti inni hjá henni
eða hjá mömmu þegar ég varð
svangur eða þurfti huggun eða varð
að láta snýta mér. Og svo var það
Stefanía sem söng í kirkjuni eða
við heimaskírn, stundum alein, og
skammaði okkur aldrei, enda þurfti
hún þess ekki því að hún var alltaf
skellihlæjandi. Það er með ólíkind-
um hvað svona fólk getur læknað
mikið út frá sér. Blessuð séu nöfn
þeirra systra.
Þór Vigfusson
Legsteinar
MARGAR GERÐIR
Mmorex/Gmít
Steinefnaverksmiðjan
Hetluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
um
Í| S.HELGASON HF
ISTEINSMIÐJA
■ SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677