Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 30
r30 X iMORGUNBIAWÐ SAmAmmmmmm . SJBpTl$M«KR:.19í?9 ÆSKUMYNDIN... ER AF RANDVERIÞORLÁKSSYNILEIKARA Hallærislegt aðþekkja stelpur Randver Þorláksson er fæddur 7. október árið 1949. Elsta barn foreldra sinna, Þorláks Þórðar- sonar leiksviðsstjóra og Bjargar H. Randversdóttur. Yngri systur Randvers eru Sigríður og Mar- grét Þóra. Randver er alinn upp í vestur- bænum þar sem hann gekk í Melaskóla og síðar Hagaskóla. Skólaganga hans hófst þó í ísaks- skóla, þar sem hann lék í fyrsta skólaleikritinu sínu á móti ein- hverri stelpu. Randver var ekki sérlega hrifinn af stelpum á þess- um árum. Enda þótti hallærislegt að þekkja stelpur. Sigríður systir hans, sem er þremur árum yngri, fékk stundum ! að finna fyrir þessu áliti hans á kvenþjóðinni. Þetta var á þeim tíma þegar farið var reglulega í þrjúbíó til að horfa á hetjurnar, sem voru Roy Rogers og Trigger, og skipta á leikaramyndum. Rand- veri var ekkert vel við að hafa Siggu með í þessar bíóferðir, en lét undan eftir langar fortölur frá móður sinni. Skilyrðið sem hann setti fyrir því að þurfa að taka hana með var að hann þyrfti ekki að standa við hliðina á henni í strætó á leiðinni. Þorlákur, faðir Randvers, sem nú er leiksviðsstjóra á Litla sviði Þjóðleikhússins, starfaði þá þar sem leiktjaldasmiður. Randver eyddi miklum tíma í leikhúsinu, var þar eins og grár köttur, en neitar því þó að hafa verið heillað- ur af leikhúsinu. Hann var bara að afgreiða í sjoppunni baksviðs þar sem hann fékk að valsa um að vild. Tvær sýningar virðast þó hafa náð að heilla hann, Kar- demommubærinn og Skugga Sveinn. Fyrri sýninguna sá hann yfir tuttugu sinnum, en þá síðari hátt í tíu sinnum. Engu að síður var hann dugleg- ur að taka þátt í skólaleikritum. Ekki af neinum sérstökum áhuga, því það voru jú líka alltaf stelpur í þessum leikritum, heldur af því enginn af hinum strákunum fékkst til þess. Randver vann við ýmislegt fleira en sjoppuna í Þjóðleikhúsinu sem krakki. Níu ára gamall hóf hann störf sem pikkóló á Hótel Borg þar sem hann vann í tvö ár. Á þeim tíma var Ólafur Laufdal þar lærl- ingur og lýftan með sveif. Þá gistu margir mektarmenn á Borginni sem gerði starfið spennandi. Ólafur Noregskonungur var einn þeirra og bar Randver fyrir hann töskurn- ar, sem honum þótti mikill heiður. ÚR MYNDAS AFNINU RAGNAR AXELSSON Bush í lax George Bush, Bandaríkjaforseti, annars fyrir lax í Þverá í Borgar- hefur einu sinni heimsótt ís- firði ásamt Steingrími Hermanns- lendinga. Það var í júlí 1983, sem syni forsætisráðherra. Afraksturinn var að sönnu heldur rýr, Steingrímur og Bush veiddu einn lax hvor, sem vógu tæp fimm pund. Bush, þá varaforseti, kom ásamt konu sinni Barböru og fríðu föru- neyti. Varaforsetinn fór víða á meðan dvöl hans stóð og renndi meðal George og Barbara Bush skunda niður að Þverá. Á bak við þau má greina Steingrím Hermannsson og Geir Hallgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra. STARFIÐ KRISTJANA BENEDIKTSDÓTTIR BAÐVÖRÐUR Kristjana Benediktsdóttir Hreinlætið ífyrimími Segja má að Kristjana Benedikts- dóttir láti hreinlætið sitja í fyrir- rúmi, en hún starfar sem bað- vörður í Sundlaugum Laugardals og sér til þess að allir sundlaug- argestir þvoi sér vel og vandlega áður en þeir fara út í laugina. Kristjana hefur starfað sem bað- vörður í sundlaugunum síðast- liðin tvö og hálft ár og sagðist hún kunna vel við sig. Starfið felst aðal- . lega í því að halda kvennasturtu- klefunum hreinum og sjá til þess að enginn sundlaugargestur sleppi út í laug án þess að þrífa sig hátt og lágt. Eru það aðallega erlendir ferðamenn sem veigra sér við því að'fara í sturtu, enda fæstir vanir því að þurfa að þvo sér áður en þeir fara í sund. Kristjana sagði að nú væri mikið annríki í sundlaugun- um enda skólasundið hafið og því bættist fjöldi barna í hóp fasta- gesta. Hafði hún á orði að þessa dagana væri því oft mikið líf og fjör í sturtuklefunum. ÞETTA SOGÐU ÞAU ÞÁ . . . BroddiBrodda- son f réttamað- ur. Benevent- um, skólablað MH,nóv. 1968. Iliiglcióinguni jamberinpar. Busavígslur. Þeim fáránlega sið, að beygja nýja nemend- ur... Hvílík smekkleysa! Að beygja nemendur þegar þeir eiga að fá inngöngu í hið eðla samfélag! Þetta öpinberar svo ekki verður um villst barbarísk- an smekk og fáfengilegt hugar- far eldri nemenda til nemenda- samfélagsins. BÓIUN ÁNÁTTBORÐINU Harpa Hermanns- dóttir 10 ára Eg er núna að lesa bókina Pollý- anna í þriðja sinn. Mér finnst hún alltaf jafn skemmtileg. Ég les mjög mikið og vel mér alls konar bækur en finnst Pollýanna þó alltaf best. Asgeir Kristins- son sjómaður Þessa dagana er ég að lesa AA-bókina og finnst mér hún afar gagnleg lesning. Ég hef af- skaplega gaman af bókum og les svo til allt sem ég kemst yfir. PLATAN ÁFÓNINUM HéðinnJó- hannsson rekstrarfull- trúi Eg á eingöngu klassískar plötur og síðast hlustaði ég á verk eftir Wagner. Hef ég mest dálæti á tónlist hans en einnig eru verkin eftir Bach í miklu uppáhaldi hjá mér. Jóhann Trausta- son pípulagn- ingamaður Síðast var gömul plata með hljómsveitinni Cars á fóninum hjá mér. Plata þessi er mjög góð . og hef ég hlustað reglulega á hana frá því að ég keypti hana fyrir ell- efu árum. MYNDIN ÍTÆKINU Fanney Jóhanns- dóttir banka- starfsmaður íðast sá ég myndina Englar reiðinn- ar sem var góð og mjög spenn- andi. Ég er mest gefin fyrir gam- an- og spennumyndir og því verða þannig myndir fyrir valinu þegar ég legg leið mína í myndbandaleig- ur. Pálína Páls- dóttir vei'sl- unarmaður Myndin sem ég sá síðast heitir Accused. Mér fannst hún áhrifamikil og mjög góð. Ég er mest fyrir sannsögulegar myndir og eru ástralskar myndir í uppá- haldi hjá mér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.