Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 18
18 €
MOROUNBLAÐIB FJOUVIIÐLAR sjjnnudac lUR ,g4. SERTEMgER;I9S9
FÓLK
í fjölmiðlum
■ HLUSTENDUR og áhorfend-
ur ríkissjónvarpsins og útvarps-
ins munu fá að sjá og heyra
meira til fulltrúa ríkisútvarpsins
í Miinchen; Arthúr Björgvin
Bollason kemur til landsins um
næstu mánaðamót og mun sinna
menningarmáium í þessum fjöl-
miðlum næsta
vetur. í út-
varpinu verð-
ur Arthúr
með sam-
ræðuþátt um
heimspeki og
vísindi, „Ugl-
an hennar
Mínervu".
Eins og marg-
ir útvarpshlustendur minnast var
Arthúr með þætti um sömu efhi
1984-85. Rætt verður við einn
mann í hverjum þætti um ákveð-
ið afmarkað e&ii.
Á mánudagskvöldum verður
hann með menningarþáttinn
„Litróf ‘ í sjónvarpinu. Fyrsti
þátturinn verður sendur út 23.
október. Leitað verður fanga á
öllum sviðum menningarinnar í
„víðustu merkingu orðsins“, ekki
bara „hákúltur" heldur verður
einnig leitast við að ná tíðarand-
anum í þjóðlífinu. Arthúr sagðist
þurfa að flýta sér að draga að
sér hinn sérstæða íslenska tíðar-
anda því hann hefði dvalist lengi
í Þýðverjalandi.
Hlustendum morgunútvarps
rásar 2 er vel kunnugt um að ein
helsta fréttalind Arhurs er „stað-
arblaðið góða“. Arthúr tjáði
Morgunblaðinu að um væri að
ræða Abendzeitungú tgefið í höf-
uðborg Bæjaralands, Múnchen.
Mikið öndvegisrit. Aðspurður
taldi Arthúr ekki Ijarri að lýsa
blaðinu sem „léttpoppuðum
Mogga“; fréttablað með Iéttu og
írónísku ívafi. Arthúr hefur gert
rástafanir til að fá helgarútgáfu
„staðarblaðsins góða“ senda
hingað til lands i þeim tOgangi
að tapa ekki tengslum við hinn
bæverska tiðaranda.
LJÓSVAKANS ÖLDU-
DALIR OG -TOPPAR
■ Er farið ad hausta hjá einkaút-
varpsstöðvunum?
I Eru talmálsþættir rfkisútvarps
að rydja tónlistarþáttum einka-
stöðva úr vegi?
ÚTVARP hefúr verið í fréttum að undanfornu. Eftir að hafa geng-
ið með stjörnur í augum við hlið helsta keppinautar uppað altari,
heimtuðu Bylgjumenn skilnað þegar þeim var að fúllu ljós meint
óstjórn og sukk brúðarinnar í fjármálum. Trúlega var það jafngott
að þeir slepptu af henni hendinni áður en hún fór alveg yfirum.
Misheppnað hjónaband er svo sem ekkert tilefni til djúpra þanka
en sjaldan er ein báran stök í ölduróti Ijósvakans. Auglýsingatekjur
Eff Emm eru vart slíkar að Qárhagsstaða þeirrar stöðvar geti tal-
ist trygg og því getur brugðið til beggja vona á þeim bæ. Ekki
þarf síðan að minna á að stöðvar á borð við Ölfú og Hljóðbylgjuna
sem fyrr á þessu ári glöddu áheyrendur, hafa nú lagt upp laupana.
Á sama tíma hefúr ríkisútvarpi, hljóðvarpi, vaxið fiskur um hrygg,
sérstaklega Rás 2, og um sali útvarpshússins ómar ekki lengur sá
sultarsöngur sem fyrir um ári var alla að æra.
Orsakir erhðleika einkaútvarps-
stöðva eru ugglaust æði marg-
ar. í fyrsta lagi má nefna almenn
skilyrði til atvinnurekstrar hér á
landi. Útvarpsstöðvar eins og aðrir
eiga við erfið lán að glíma og stór
hluti af breytilegum tekjum hverfur
í bankahít. I
öðru lagi hafa
tekjur ekki ver-
ið eins miklar
og ráð var fyrir
gert í upphafi.
Efnahagur fyr-
irtækja hefur versnað á síðustu
misserum og þau hafa ekki sömu
íjárhæðir til þess að eyða í auglýs-
ingar. Auk þess hefur harðnandi
samkeppni fjölmiðla um auglýs-
ingar haldið birtirigarkostnaði eitt-
hvað niðri. I þriðja lagi má nefna
þá staðreynd að almenningur hlust-
ar ekki eins mikið á útvarp og al-
mennt var talið. Síðasta hlustenda-
könnun Gallups á íslandi staðfestir
það svo ekki verður um villst. Þrír
fjórðu hlutar þjóðarinnar virðast
ekki hlusta á útvarp og samkvæmt
könnuninni hefur hlustun dregist
saman um 10% frá því í sumar.
Þann varnagla skal þó slá að um-
rædd könnun var gerð á föstudegi
og það er órökstudd trú margra
að hlustun þá daga sé um margt
frábrugðin
hlustun á öðr-
um virkum dög-
um. Að undan-
sögðu má því
ljóst vera að nú
þegar útsend-
ingastundir útvarps hafa nær tug-
faldast á þeim fimm árum sem eru
frá upphafi íslenskrar ijölmiðla-
byltingar sjást á lofti teikn dvínandi
áhuga almennings á hljóðvörpum.
Uppsveiflan hjá ríkisútvarps-
stöðvunum á sér eins og annað
margvíslegar skýringar. Víst er að
með tilkomu nýs menntamálaráð-
herra breyttist afstaða yfirvalda til
ríkisrekins útvarps og í kjölfar þess
vænkaðist hagur Brúnku. Auk þess
virðast aðhaldsaðgerðir síðasta
BAKSVIÐ
eftir Asgeir Fridgeirsson
Úr húsnæði
útvarpsrás-
anna.
vetrar hafa borið ávöxt. Auglýs-
ingar hafa heldur ekki látið á sér
standa svo mjög, jafnt á samtengd-
um rásum sem sjálfstæðum. Heldur
má ekki horfa fram hjá því að
dagskrár ríkisútvarps eru öðru-
vísi,— talað mál er meira og auð-
velt er að gera því skóna að slíkt
dagskrárefni, svo fremi það falli
einhveijum í geð, öðlist traustari
hlustendahópa en hreinar tónlistar-
dagskrár. Dagskrá síðdegis á rás
2 er t.d. orðið vinsælasta dagskrár-
efni sem sent er út að undanskild-
um fréttum. Það er því nokkuð ljóst
að á sama tíma og kreppir að hjá
einkaútvarpsstöðvunum rýmkar
úm ríkisstöðvamar um leið og þær
síðarnefndu virðast bjóða upp á
efni sem heldur frekar velli á tímum
minnkandi áhuga á útvarpi.
Þegar litið er til nágrannalanda
kerrrur í ljós að á undanförunum
fimm til átta árum hafa útsend-
ingatímar margfaldast en þar hafa
svæðisútvörp breiðst örast út, —
útvörp sem fjalla um hlustendur
og reyna að taka á atriðum sem
skipta máli fyrir þá milli þess sem
gömlu góðu lögin eru leikin. Hér á
landi hafa tónlistarútvarpsstöðvar
verið í miklum meirihluta. Spurn-
ingin er hvort tími þriggja eða
fleiri tónlistarrása-sé á enda og upp
séu að renna tímar þar sem vandað-
ir talmálsþættir verða beittustu
vopnin í harðri samkeppni. Það
skyldi þó aldrei verða að viðskipta-
fræðingar einkaútvarpsstöðvanna
fari að reyna markaðssetja masið
og þrasið.
Venjast þau ofbeldinu
Um síðustu helgi hefur
sjálfsagt mörgum
brugðið í brún er
þeir lásu og heyrðu um það,
að ofbeldi virðist fara mjög
í vöxt í borginni. í grein hér
í Morgunblaðinu var sagt frá
því að ofbeldið felist að
mestu í hnefahöggum og
spörkum, þótt hnífa- eða
vopnaburður þgirra sem að
árásunum standa hafi aukist.
Sjaldgæfara er að vopnunum
sé beitt — ennþá að minnsta
kosti. Stór hluti ofbeldisins
virðist án tilefnis en í vissum
unglingaklíkum er álitið að
um nokkurs konar „mann-
dómsvígslur“ sé að ræða eins
og segir í greininni.
Foreldrar, kennarar, aðrir
uppalendur sem og fræðing-
ar af ýmsum toga geta nú
velt fyrir sér hinum ýmsu
mögulegu ástæðum þess að
hluti unglinga á íslandi grípi
í auknum mæli til ofbeldis.
Úti í hinum stóra heimi eru
mörg ár síðan menn fóru að
velta fyrir sér hvort ofbeldis-
hneigð einstaklings stæði í
einhverju samhengi við það
magn af ofbeldi sem þessi
sami einstaklingur væri vitni
að frá sjónvarpsskjánum.
Sjónvarpið, áhrifamesti fjöl-
miðill nútímans, hefur
víkkað sjóndeildarhring okk-
ar og opnað fyrir okkur nýja
heima, en það má ekki sofna
á verðinum og líta fram hjá
mögulegum neikvæðum
áhrifum þessa miðils.
Það er nauðsynlegt að
vera vakandi varðandi það
sem er að gerast í fjölmiðla-
málum á íslandi í dag. Tækn-
in gengur svo hratt fyrir sig
að það er rétt svo að menn
geti fylgst með í dag, hvað
þá á morgun. Fyrir um það
bil tveimur árum sagði Thor
Vilhjálmsson rithöfundur í
sjónvarpsþætti að vegna
hinnar miklu afþreyingar
sem í boði væri í myndmiðl-
um nútímans væri komið að
því að fólk þyrfti að byggja
sig upp, svona eins og að
taka inn B-vítamín. Það er
staðreynd að litla þjóðin okk-
ar mun á næstu árum standa
frammi fyrir því að tungu
hennar og menningu sé ógn-
að vegna þeirrar byltingar
sem er að gerast í ijarskipta-
tækni. Það er því ekki óskilj-
anlegt að menn kalli á varn-
armúr. Og sem betur fer er
byijað á múrnum þótt betur
megi ef.duga skal.
Fyrir rúmum þremur
árum varð nokkur umræða
í kjölfar reglugerðar sem
þáverandi menntamálaráð-
herra setti um íslenskt tal
og texta í sjónvarpi. Um
þetta leyti kom fram sú krafa
að þegar í stað yrði tekið í
taumana til að stöðva þá
amerísku sjónvarpsstarfsemi
sem færi fram undir merkj-
um íslenska sjónvarpsins.
íslensk böm í dag hafa yfir
að ráða tveimur íslenskum
sjónvarpsstöðvum, mynd-
bandstæki þykir sjálfsagður
hlutur á hveiju heimili, gervi-
hnattasendingar og kapal-
kerfi eru ekki lengur langt
inni í framtíðinni, það er
hægt að fá sér gervihnatta-
disk í dag sem býður upp á
allt að þijátíu sjónvarsstöðv-
ar. Við erum ef til vill ekki
svo ýkja langt frá áhyggjum
Bandaríkjamanna í þeirra
mikla fjölmiðlaþjóðfélagi. í
skýrslu fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings á síðasta ári
um óhóflegt sjónvarpsgláp
barna og leiðir til úrbóta,
kemur fram, að þegar meðal
barn í því þjóðfélagi, hefur
náð átján ára aldri, hefurþað
eytt frá tíu þúsund til fimmt-
án þúsund klukkustundum í
að horfa á sjónvarp. Að með-
altali hefur barnið eytt meiri
tíma í að horfa á sjónvarp
en í skólaveru. Vegna þessa
stóra hlutverks, sem sjón-
varpið gegnir í lífí barna í
Bandaríkjunum, hefur
Bandaríkjaþing séð ástæðu
til að fylgjast með eðli sjón-
varpsefnis og áhrif þess. á
börn.
Það má segja að rann-
sóknir og athuganir á áhrif-
um ofbeldis af sjónvarps-
skjánum byggi á ijórum
spurningum: 1. Herma börn
eftir því ofbeldi sem þau sjá
í kvikmyndunum? 2. Verða
börn ofbeldishneigðari af því
að horfa mikið á kvikmyndir
sem innihalda ofbeldisatriði?
3. Venjast börn ofbeldi með
því að sjá reglulega ofbeldi
í kvikmyndum og verða þar
með sljórri gagnvart notkun
ofbeldis? 4. Hvers konar
mynd af raunveruleikanum
fá þau börn og þeir ungling-
ar sem horfa mikið á kvik-
myndir sem innihalda of-
beldi?
Þegar við veltum fyrir
okkur þessum spurningum
og áhrifum fjölmiðla yfirleitt
þarf að sjálfsögðu að taka
tillit til ýmissa annarra
áhrifa sem einstaklingurinn
verður fyrir. Heimur barna
og unglinga í dag ásamt eig-
inleikum þeirra til að með-
taka boðskap fjölmiðlanna
gefur okkur mynd af aðstæð-
um þeirra sem fjölmiðlanot-
endur. íslensk börn og ungl-
ingar í dag búa mörg hver
við það að bæði foreldri vinni
utan heimilis og er vinnudag-
urinn jafnvel mun lengri en
gengur og gerist víða í kring-
um okkur. Ofan á þetta kem-
ur síðan að skóladagur þess-
ara barna og unglinga er
styttri en hjá jafnöldrum
þeirra í nágrannalöndunum.
Það þýðir ekki lengur að líta
fram hjá þeirri staðreynd að
hópur barna og unglinga hér
á landi notar tímann eftir að
skóla lýkur til að horfa á
kvikmyndir í myndbands-
tækjum heimilanna, og sú
horfun bætist oftast ofan á
það efni sem þessi hópur fær
úr dagskrá sjónvarpsrás-
anna. Það er ekki alltaf spurt
hversu gamalt barnið er þeg-
ar myndband er tekið á leigu
og það er ekki alltaf einhver
heima til að fylgjast með því
sem barnið sér.
Manndómsvígslurnar sem
sagt er frá í áðurnefndri
grein eru nefnilega nokkuð
algengar í hörðum kvik-
myndum þar sem klíkur beij-
ast um völdin. Kröfur um
ijölmiðlakennslu í því formi
að kenna börnum og ungl-
9
• • • •
ingum að umgangast fjöl-
miðla nútímans og þekkja
áhrif þeirra eru sjálfsagðar
í dag. Eins sjálfsagðar eru
kröfur um aukið framboð á
innlendu efni, svo og efni frá
nágrannalöndum okkar. Og
það eru sem betur fer ekki
allir sem sofna á verðinum
varðandi varnarmúrinn. Á
nýafstöðnum fundi mennta-
og kennslumálaráðherra
Norðurlandanna var ákveðið
að stofna sjóð til þess að
efla gerð norrænna kvik-
mynda og er eitt hlutverk
sjóðsins meðal annars það
að styrkja kvikmyndagerð,
sjóvnarpsefni og mynd-
bandagerð fyrir börn og
unglinga. Þróunin má ekki
leiða til einhæfrar fjölda-
menningar með ef til viil
miður heppilegum áhrifum á
yngstu neytendurna hvort
heldur er um að ræða áhrif
á málfar, sljóvgandi áhrif og
mikillar sjónvarpsnotkunar
eða bein áhrif á hegðun
þessa áhorfendahóps í sam-
skiptum við aðra. þjóðfélags-
þegna.
Guðrún
Birgisdóttir