Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 16
MOEGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1989
16 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1989
C 17
Það var ekki hlaupið að því að
komast til Víetnam. Til að verða
hleypt inn í landið þurfti ég að skiia
þremur - umsóknum um vegabréfs-
áritun og með hverri umsókn urðu
að fylgja þrjár myndir. Einnig komst
ég að því að ég þyrfti að afhenda
myndir þegar ég héldi frá landinu. í
flugvélinni á leið frá Bangkok þurfti
ég síðan að fylla út fjórar skýrslur
þar sem fram varð að koma hve
mörg úr ég væri með og hverrar
gerðar, hve mikið af peningum og í
hvernig seðlum eða mynt, hve marg-
ar myndavélar og filmur, hvað ég
væri að fara að gera og hvort ég
þekkti einhvern í Víetnam. Skýrsl-
urnar eru á rússnesku og víetnömsku
eða frönsku og víetnömsku.
Ton San Nhut-flugvöllurinn er
kapítuli út af fyrir sig. Air France-
vélin var eina erlenda flugvélin á
vellinum, en þar voru einnig fjórar
Tupolev Air Vietnam-vélar og á bak
við girðingar grillti í úr sér gengnar
herflugvélar. Flugstöðin er lítið
stærri en stöðin á Reykjavíkurflug-
velli. Hún er ekki loftkæld og það
fyrsta sem allir taka eftir þegar þeir
koma til Víetnam er hitinn og rakinn
sem líkist engu fremur en að maður
fái blautt handklæði framaní sig
þegar stigið er út úr flugvélinni.
Tollgæslan er ströng, enda stend-
ur svartamarkaðsbrask með miklum
blóma í borginni. Stutt er reyndar
síðan það hætti að vera ólöglegt að
selja smyglvarning á svartamarkaðn-
um í miðborginni, en það er enn ólög-
legt að flytja hann inn. Flestir verða
fyrir því að breitt er úr farangrinum
í frumeiningum á borð tollþjónanna
og hann grandskoðaður og ef menn
eru með uppsteit, er farangurinn
bara skoðaður enn betur.
Á flugvellinum var fjöldi grátandi
fólks að kveðja ættingja sína sem
eru á leið í frelsið á Vesturlöndum.
Aðrir ferðalangar bera sig vel, en
þeir eru þó ekki á leið til Vestur-
landa, heldur er ferðinni heitið til
Ungveijalands eða Sovétríkjanna.
Þar strita þeir fyrir lítið kaup, en
Víetnömsk stjórnvöld ýta undir þetta
og oft á tíðum senda þau beinlínis
fólk í einkonar þrældóm og greiða
með því skuldir landsins við Sovétrík-
in og fleiri kommúnistaríki. Þrátt
fyrir þetta virðast allir vilja fara
þangað, því þótt kaupið sé skert, þá
er það þó margfalt á við það sem
býðst heima fyrir. Inni í borginni
má sjá langar raðir fólks bíða utan
við atvinnumálaskrifstofuna eftir því
að fá atvinnuleyfi í Ungveijalandi.
Það setur mikinn svip á borgina
að hvert sem litið er eru reiðhjól;
allir eru á reiðhjólum. Komi bíll fram-
hjá taka menn eftir því og horfa á
eftir honum; velta því fyrir sér hver
sé þar á ferð, en þumalputtareglan
er sú að víetnamskir embættismenn
keyra um á rússneskum eðajapönsk-
um bílum, en Rússarnir á banda-
rískum bílum. Ríku krakkarnir eru á
skellinöðrum og með armbandsúr,
sem eru ekki almenningseign. Þeir
sem berast mest á eru með kókdós
í grind framan á skellinöðrunni.
Skellinöðrur hafa þó ekki sést al-
mennt nema frá því á síðasta ári,
því fram að því var bensín ekki fáan-
legt nema á svörtum markaði. Víet-
að höfðu með Bandaríkjamönnunum
og fyrir þá fá yfirleitt ekkert að
gera og framfleyta sér með því að
selja lottómiða eða eitthvert drasl,
eða þá að þeir hanga inni á börunum
og gera ekki neitt. Þar sér maður
líka Víetnama sem viija berast á.
Þeir drekka Heineken-bjór og gæta
þess að dósirnar eru ekki fjarlægðar
af borðinu þegar þær tæmast; þá sjá
allir að við borðið sitja méktarmenn
sem hafa efni á að kaupa sér innflutt-
an bjór og það mikið af honum.
Eg hitti þríhjólaökumann, sem
namar eiga yfirleitt ekki bíla, en þó
sjást stöku bílar frá því fyrir 1970
hökta eftir götunum. Reiðhjólin eru
flest kínversk, því kínversku reið-
hjólin eru svo ódýr að þau eru að
setja innlenda reiðhjólaframleiðendur
á hausinn. Stjórnvöld þora þó ekki
að skrúfa fyrir innflutning frá Kína,
en reka þess í stað áróður í blöðurn
um að kínvérskar vörur séu lélegri
en innlend framleiðsla. Innan um
reiðhjólin og skellinöðrurnar eru svo
þríhjólavagnar, sem eru einu farar-
tækin sem standa ferðamönnum til
boða.
Allir sem ég talaði við töluðu um
Bandaríkjamennina með söknuði og
vildu fá þá aftur, en sá söknuður var
blendinn biturð yfir þeim „svikum“
að hafa gefið þá á vald Norður-
Víetnömum. Sífellt eru menn að
koma upp að manni og segja „ég var
liðsforingi (eða ámóta) í s-víet-
namska hernum“, en þeir sem starf-
Götumynd.
í ágúst síðastliðnum var fyrsta bandaríska kvikmyndin sýnd í Saigon
frá „frelsun“ borgarinnar. Fyrir valinu varð „Dirty Harry“.
Á svarta markaði Saigon, sem reyndar er löglegur nú, þó enn sé
ólöglegt að flylja varninginn til landsins.
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
starfað hafði fyrir bandaríkjaher sem
túlkur við yfirheyrslur á Víetcong-
mönnum. Hann hafði séð sitthvað
ófagurt í þeim yfirheyrslum, en eftir
stríðið fékk hann ekkert að gera og
var atvinnulaus í tólf ár. Hann var
þó lánsamur því hann slapp við end-
urhæfingarbúðirþær sem flestir voru
sendir í (um 150.000 manns voru
sendir í slíkar búðir og voru menn í
þeim í allt að sjö ár). Hann sagði
að Bandaríkjamennirnir hefðu lofað
að taka sig með þegar Saigon var
við það að falla, en ekkert stóðst.
Það varð honum til láns að ástralsk-
ir sjónvarpsmenn sem komu til Saig-
on 1987 réðu hann sem túlk og þeg-
ar þeir sneru heim aftur gáfu þeir
honum þríhjólavagn sem hann hefur
lifað á síðan.
Kona sem seldi póstkort fyrir utan
túristahótelin talaði framúrskarandi
ensku og hafði verið á skiptiborðinu
á þandarísku hersjúkrahúsi. Hún
hafði ekki fengið neitt að gera síðan
1975 og framfleytti sér með því að
selja allskyns skran.
Piltur sem langaði mikið til að
læra ensku þar sem hann hugðist
flytja úr landi, eins og reyndar allir
sem maður talar við, ók stoltur um
á 30 ára skellinöðru sem faðir hans
átti. Hann fékk að eiga kókdósir sem
við drukkum úr og hafði þær í grind
framan á skellinöðrunni og drakk
úr þeim vatn með röri til að telja
öðrum trú um að hann hefði efni á
að kaupa sér kók. Hann bjó einnig
til úr kókdósunum drykkjarker, því
það var miklu merkilegra að drekka
vatn úr kókdós, en úr glasi. Hann
átti ættingja í Bandaríkjunum, Mala-
Það er til marks um breytta tíma að í fyrsta sinn frá valdatöku kommúnista
var valin fegurðardrottning Saigon-borgar. Hér sést Ái Xuan, 16 ára, sem
hafnaði í öðru sæti. Allar stúlkurnar þurftu að fara í læknisskoðun til að stað-
festa að þær hefðu varðveitt meydóm sinn.
Reiðhjolaviðgerðarmenn skipta hundruðum og eru á hveriu götuhorni
THOIVISON
STRÍÐ
OG FRIÐUR
IVIETNAM
ysíu og Ástralíu og það var sótt um
leyfi fyrir hann til að flytjast úr landi
fyrir átta árum. Hann átti von á
svari eftir þijú ár, en ætlaði þó ekki
að bíða eftir því svari, sem gat eins
orðið neikvætt, því aðspurður um
hvenær hann ætlaði sér að fara sagði
hann að vegna monsúnstorma á sjón-
um ætlaði hann sér ekki að fara al-
veg strax. Það lá því í orðum hans
að hann ætlaði sér að fara með „báta-
fólki“ og hann var sannfærður um
að það væri ekkert mál, enda ætti
frændi hans heima í þorpi við sjóinn
sem væri stökkpallur fyrir þá sem
hyggðust flýja land. Það eina sem
hann setti fyrir sig í því sambandi
var að farið kostaði þijár únsur af
gulli; um fjórar milljónir donga (um
70.000 ísl. kr.), en mánaðarlaunin
eru nálægj. 30.000 dongum (um 500
ísl.kr.). Hann gaf lítið fyrir allar frá-
sagnir af hörmungum bátafólks sem
reynt hafði að flýja og því hve ömur-
legt líf í flóttamannabúðum í Ilong
Kong væri. Hann var montinn af því
að kynnast hvítum manni og bauð
mér í ökuferð á skellinöðrunni og fór
með mig inn í hverfið sitt til að allir
sæju að hann þekkti hvítan mann.
Það þótti svo merkilegt að sjá hvítan
mann að á köflum var erfiðleikum
bundið að taka myndir. Hvar sem
ég kom hópaðist um mann 20 til 30
forvitnir Víetnamar og það voru full-
orðnir jafn sem börn. Mæður eltu
mig með börn sín og táningar og
fullorðnir menn í bland við barna-
skara. Sumar mæðurnar bentu á mig
og sögðu börnunum að svona hefðu
Bandaríkjamennirnir verið. Þegar
myndavélin var svo munduð fóru all-
ir fram fyrir hana, því aliir vildu láta
taka af sér mynd.
í Saigon eru bara til tvennskonai'
útlendingar; Ameríkanar og Rússar,
en í éinni búð sem seldi kínverska
lakkmuni spurði afgreiðslumaðui'inn
hvaðan ég væri. Eg sagði „frá Is-
landi“ og hann spurði að bragði: „úr
höfuðborginni Reykjavík?“ í ljós kom
að hann kannaðist við Reykjavík og
ísland vegna frétta af leiðtogafund-
inum.
Víetnamar af bandarísku faðerni
(sem kallast Amerásar) eru nú um
15.000 í Saigon. Þeir halda sig sér,
telja sig frekar Bandaríkjamenn en
Víetnama og reyna að klæða sig
samkvæmt því. Þeir tala stöðugt um
það að þeir séu á leið til Banda-
ríkjanna og segjast hafa rétt til þess,
en fátt verður um svör þegar gengið
er eftir því hvernig eigi að komast
þangað. Þeir eru yfirleitt stærri, með
brúnt hár og öðruvísi augu en Víet-
namarnir, jafnvel blá. Innanum eru
nánast blökkumenn. Þeir fá heldur
ekkert að gera og flestir selja lottó-
miða eða eitthvert handunnið dót.
Þeir halda flestir til í garði við ka-
þólsku kirkjuna og í ákveðnu fá-
tækrahverfi í borginni. Flestir sofa
úti.
Það sjást ekki margir hermenn á
götum Saigon, en í landinu öllu eru
miiljónir fyrrverandi hermanna, enda
hafa Víetnamar háð stríð í yfir fjóra
áratugi. Elstu hermennirnir börðust
við Frakka, miðaldra börðust við
Bandaríkjamenn og ungu mennirnir
börðust í Kambódíu. Ein milljón
manna dó fyrir kommúnismann,
samkvæmt upplýsingum stjórnvalda,
og ein og hálf milljón særðist (50.000 -
hermenn hafa fallið í Kambódíu og
um 50.000 særst). Allir þeir hermenn
sem særðust cigaT'étt á eftirlaunum
frá hinu opinbera eftir því hve örorka
þeirra er mikil. 100% ötykjar fá rétt
nóg til að framfleyta sér, en aðrir
fá allt niður í 4000 dong á mánuði
(um 60 ísl. kr.), sem hrekkur
skammt. Allir sem geta á annað
borð gengið verða því að vinna og
þar sem Víetnam er eitt af fátækari
íöndum heims er ólíklegt að ástandið
batni í bráð. Samkvæmt opinberum
tölum hafa um 60.000 mannst misst
hönd eða fót. Á síðasta ári var allt
fullt af bækluðum betlurum í Hanoi,
en einn daginn þegar menn komu á
fætur var hvergi að finna betlara á
götum úti. Aðspurð sögðu stjórnvöld
að þeim hefði verið safnað saman
um kvöldið og þeir fluttir á hæli utan
við borgina þar sem þeir hefðu það
mun betra.
Á kaffihúsi í Saigon hitti ég Nguy-
en Thanh Tri (nafninu er breytt),
26 ára hermann, sem barist hafði
Beðið eftir viðskiptavinum.
Amerasar í garðinum við kaþólsku kirkjuna.
átta ár í Kambódíu. Hann hafði særst
illa þegar flugskeyti sprakk í höndun-
um hans þegar hann var að skjóta-
á eftir Rauðum khmerum við landa-
mæri Thailands. Hann var fluttur á
sjúkrahús 15 kílómetra frá Saigon
og þegar búið var að gera að sárinu
var honum sagt að hann mætti fara.
Hann þurfti að ganga til Saigon og
þar sat hann nú peningalaus og velti
því fyrir sér hvemig hann ætti að
komast til Mekong-árósanna þar sem
hann átti konu og þrjú börn sem
hann hafði ekki séð í yfir fjögur ár.
Verst þótti honum að fjölskylda hans
vissi ekki hvort hann væri lífs eða
liðinn. Aðspurður um hvort Rauðu
khmerarnir væru góðir bardagamenn
brosti hann og ^gði að heyrðu þeir
í víetnamska hemum hlypu þeir eins
og kanínur. Fólk á kaffíhúsinu gauk-
aði flest smápeningum að Nguyen
þegar það fór. Þríhjólaökumaður sem
var þar staddur sagði mér að allir
vissu að særður hermaður ætti enga
peninga, því hann fengi ekkert frá
stjórnvöldum. Þegar ég kvaddi rétti
ég Nguyen 10.000 dong (um 150
ísl.kr.), sem dugði ríflega fyrir rút-
unni heim og í gleði sinni seildist
hann í töskuna sína og gaf mér
kínverska sápu.
Við förina frá Saigon hitti ég
blaðamann New York Times á flug-
vellinum. Við virtum fyrir okkur
ijöldann sem var að fara úr landi í,
erfiðisvinnu í Ungveijalandi og hann
velti því fyrir sér hvað yrði um landið
ef ferðahömlum væri aflétt. Líklega
myndi það tæmast af'fólki, því allir
virðast vilja fara. „Það er einkenni-
legt,“ sagði hann. „Það virðist ekk-
ert mál fyrir Víetnama að heyja stríð
í 30 ár, en þeir ráða ekki við friðinn.“
Hárskeri í Kínahverfinu.
Sneinma á þessu ári var banni við bifreiðum í einkaeign aflétt og
þá fóru að sjást stöku fjörgamlir leigubílar af Renault-gerð á götun-
um.
I