Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 28
28; C. MORGUJ^BLAE)IÐ VELVAKAMDI jUNKUDAGUK 84[ SEPTEMBER ,1989 „Einhvem Uma hlýtur hann c& ^eícist upp " Með morgunkaffinu ^ O O O n a B n a n o n n n o n o n ^ n nno or» o Q o 0 733 o o POLLUX Ekkert með það, á morgun byrjar þú á því að létta þig um 20 kg og ekkert kjaft- æði... HÖGNI HREKKVÍSI Fllál 1 ' u3'\. • rO „ ÚOPPS.I #i§p§ ,,/Aé.R. ÞVXÞETfA t-EITT AIEO SOlTANN plNM, ■FWb!» Of fá götuljós Til Velvakanda. Mig langar til að spyija þá, sem hafa með götulýsingar að gera, hvort ekki sé hægt að auka götu- iýsingu við Meistaravelli en hún er nánast engin. Einnig vildi ég láta setja hraðahindranir á sömu götu. bví nær^i^gg^ Meistaravellir: Slæm efötu- lýsing Til Velvakanda. A Eg vil þakka íbúa við Meistara- velli fyrir að vekja athygii borgaryfirvalda á skorti á lýsingu við Meistaravelli, sern fram kemur í bréfi hans sem birt var í Velvak- anda 14. september sl. Núverandi ástand er þannig að allt of háir Ijósastaurar eru öðrum megin götunnar en nauðsyn er á hæfilegri lýsingu báðum megingöt- unnar frá Hringbraut að Flyðru- granda. Það er mikið lán að myrkr- ið á Meistaravöllum hefur ekki orð- ið neinum að íjörtjóni. Áður en byggingaframkvæmdir á BÚR-lóðinni hófust má heita að fært væri fótgangandi fólki öðrum megin Meistaravalla en svo er varla lengur. Þörf er á að gangstétt sé gerð báðum megin Meistaravalla frá Hringbraut að Flyðrugranda en lengi hefur verið hálfgróið moldar- flag við Meistaraveili austan hús- anna við Flyðrugranda. Strætisvagnar stansa nú á Meist- aravöllum við Hringbraut og á Kaplaskjólsvegi. Á milli þessara staða, t.d. við aðveitustöð Raf- magnsveitu Reykjavíkur, er full þörf fyrir áningarstað strætisvagn- anna þegar litið er til þess að við Meistaravelli eru nú 166 íbúðir og þeim fer ört íjölgandi. Við Flyðru- granda eru 144 íbúðir og þessi án- ingarstaður mundi einnig nýtast íbúum 60 íbúða fyrir aldraða í húsi sem nú er risið við Aflagranda. Ég veit að í mörg horn er að líta hjá borgaryfirvöldum, og að fram- kvæmdir þær sem hér er farið fram á munu kosta nokkurt fé, en hér er ekki aðeins verið að fara fram á manneskjuiegra umhverfi heldur fyrst og fremst meira öryggi fyrir þá sem á þessu svæði búa. Hilmar Biering Á FÖRNUM VEGI „Ég er svo sem ánægður með minn fullvirðisrétt, ég er líka ítiltölulega skuldlausu búi, en þaðerminnkandi kjötneysia í landinu." Sigurjón Samúelsson Göngum og réttum sleppir maður ekki Bolungarvík. Það er komið haust, 23. vika sumars, haustmánuður byijar. Hausttíma fylgja ákveðnar athafnir eins og göngur og réttir, sláturtíð með tilheyrandi og veðurfar verður annað. Fjallahringurinn hér í Bol- ungarvík er kominn með hvíta hettu enda hafa vindar verið norðlægir og kaldir. Líst illa ástöðuna Slátrun er hafin í sláturhúsi E.G. Þar hitti ég Siguijón Samúelsson bónda á Hrafnabjörgum í Ögur- hreppi í ísaijarðardjúpi. Siguijón hefur undanfarin haust unnið í slát- urhúsinu sem skotmaður. 180 dilka hafði hann fellt þennan daginn. „Mér sýnist féð koma almennt vel af fjalli," segir hann, og er þar með kominn inn í landbúnaðinn. „Mér líst illa á stöðuna þar,“ segir Sigur- jón, „og það sem ég hef mestar áhyggjur af er það að framleiðslu- rétturinn er orðinn svo rýr að end- urnýjun getur varla átt sér stað í greininni. Sko sjáðu, ég get sjálf- sagt haldið áfram að búa við þessar aðstæður en ungur maður sem vill heíja búskap getur það ekki þar sem fullvirðisrétturinn er orðinn það skertur að hann stendur ekki undir neinum fjárfestingum. Já, þetta er ekki gott ástand,“ segir Siguijón. „Ég er svo sem ánægður með minn fullvirðisrétt, ég er líka í tiltölulega skuldlausu búi, en það er minnk- andi kjötneysla í landinu.". Talið berst að áhugamáli Sigur- jóns en hann á mikið safn hljóm- platna. „Já, ég á eitthvað á 4. þús- und hljómplötur," og nú hýrnaði Víkverji skrifar Ari fróði segir í íslendingabók að svo hafi spakir menn sagt að á sex tigum vetra yrði Island albyggt. Islendingar hafa því byggt land sitt allt [gróðurkragann umhvei-fis há- lendið] í rúmar ellefu aldir. Dreifíng búsetu hefur hinsvegar breytzt mikið, einkum á tuttugustu öldinni. Á morgni hennar bjuggu níu af hveijum tíu landsmönnum í sveit. NÚ býr lunginn úr þjóðinni í þétt- býli; sex af hveijum tíu á höfuð- borgarsvæðinu. xxx Fólksstreymi úr sveitum til þétt- býlis og frá landsbyggð til [stór- ]borga er ekki séríslenzkt fyrirbæri. Iðnríki heims eru öll undir sömu „sök“ seld að þessu leyti. Búsetubreytingin hefur hinsvegar gengið hraðar fyrir sig hér en víðast hvar annars staðar. Við höfum trú- lega ekið breytingaveginn of hratt. Þessvegna sárari byggðaröskun [fleiri „umferðarslys"] hér en annars staðar. xxx Stóraukin almenn og sérhæfð menntun og þekking sem og tæknivæðing atvinnulífsins valda því að undirstöðuatvinnugreinar — land- búnaður og sjávaiútvegur — skila meiri og meiri framleiðslu með færri og færri starfsmönnum. Ört vaxandi þjóð kallar hinsvegar stanzlaust á fleirí og fleiri störf [at- vinnutækifæri]. Til að sinna þvi kalli hafa landsmenn umbylt atvinnuhátt- um sínum. Gjörbreytt byggðarmunst- ur fylgdi í kjölfarið. XXX Tæknin og þekkingin [en ekki stéttabai'áttan] hafa margfaldað þjóðartekjurnar og fært þjóðina — á rúmum mannsaldti — frá fátækt til velmegunar. Tæknin og þekkingin era einu vopnin í kjarabaráttunni sem hafa bitið, þegar grannt er gáð. A einum mannsaldri, máske einum og hálfum, höfum við byggt upp núverandi húsakost þjóðarinnar (íbúðar- og atvinnuhúsnæði), núver- andi samgöngut' (vegi, flugvelli, hafn- ir, bíla- flugvéla- og skipaflota), skólakerfi, heilbrigðisþjónustu, al- mannatryggingar o.s.frv. Við lepjum ekki lengui' dauðann úr skel, kjara- lega, eins og fymim. Við höfum í raun lifað „krafta- verk“. Að dómi Víkveija er mergur- inn málsins að varðveita auðlindir okkar til framtíðar: fiskistofnana og gróðurlendið, beizla fallvötnin, efla almenna og sérhæfða menntun og þekkingu og þróa hagkerfi okkar að hagkerfí annaira vestrænna ríkja. ítem að fá gjörbreytta og framsýna ríkisstjórn. Breyttum atvinnuháttum hefur fylgt byggðaföskun. Hún er sameiginlegt vandamál landsmanna. Það vandamál verður þjóðin að leysa með samátaki að dómi Víkveija. Ef við ætlum að fullnýta auðlindir láðs og lagar, að þeim mörkum sem hyggilegt er að beztu [vísinda]- manna yfirsýn, þá verðum við að byggja landið allt. Ekki endilega á nákvæmlega sama hátt og verið hef- ur í aldir. En með sem minnstri rösk- un — að teknu tilliti til hagfræði farsældarinnar, þ.e. að sækja það hráefni, sem aðstæður leyfa að tekið sé úr auðlindum okkar, með sem minnstum tilkostnaði og vinna það í sem verðmætasta vöru. Eignarréttur okkar á landinuí heimi ört vaxndi mannkyns, sem hungrar í lífsrými — byggizt ekki sízt á nýtingu þess. xxx Síðast en ekki sízt hefur Víkveiji áhyggjur af verklagi óvandaðra og skammsýnna stjórnmálamanna, sem ala á tortryggni og óvild milli stijálbýlis og þéttbýlis. Nær væri að leggja spilin á borðið með þeim hætti að samstaða vaxi — og leiði til samá- taks er leysi vandann. Sendum út á sextugt djúp sundur- lyndisfjandann!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.