Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1989 ... ............IVAWJl 3KIOM iluOAU Sigurlaug Bjömsdótt- irfíú Veðramóti Fædd 25. janúar 1896 Dáin 15. september 1989 Öllum sem þekktu hana þótti vænt um hana. Svo var mælt í mín eyru við andlát elskulegrar nöfnu minnar og móðursystur, Sigurlaug- ar Björnsdóttur frá Veðramóti. Hún lést að morgni 15. september sl. og verður útför hennar gerð á morgun kl. 15.00 frá Dómkirkjunni. Sigurlaug var fædd á Veðramóti í Gönguskörðum 25. janúar 1896, yngst tólf barna foreldra sinna, Björns Jónssonar bónda og hrepp- stjóra frá Háagerði á Skagaströnd og konu hans, Þorbjargar Stefáns- dóttur frá Heiði í Gönguskörðum. Tíu barnanna komust til fullorðins- ára, sex synir og fjórar dætur, öll hið mesta atgervisfólk. Með Sigur- laugu er hið síðasta Veðramóts- systkina horfið úr tölu lifenda. Veðramótsheimilið hafði á sér orð fyrir rausn og myndarskap. Hjónin samhent í besta lagi og systkinin félagslynt og glaðvært fólk, sem setti svip á mannlífið í sveitinni og hafði forgöngu um ýmis menningar- og framfaramál í Skagafirði. Hulda heitin Stefánsdóttir skóla- stjóri kemst svo að orði í æviminn- ingum sínum um heimsókn til frændfólks síns á Veðramóti: — Ég efast um, að nokkurs staðar til sveita hafi veri jafn fríður hópur gjörvilegra systkina og glaðværra. Þegar komið var í bæinn á málum, kváðu við hlátrasköll og heitar umræður um landsins gagn og nauðsynjar. Það var enginn dauða- doppuháttur á fólkinu. Mikil gleði og vaskleiki fylgdi þeim systkinum. Og við, systkinabörnin, fengum seinna okkar hlutdeild í ævintýra- heim Gönguskarðanna á fyrri tíð. Við lifðum okkur inn í ljóslifandi lýsingar af umhverfinu, ótal skrítnar sögur af ýmiskonar bralli og uppákomum á hinum mann- marga Veðramótsheimili og af mannlífinu í Skarðshreppi. Þetta stóð okkur allt lifandi fyrir hug- skotssjónum og við sáum í hillingum Veðramótshnjúkinn, Gönguskarðs- ána, Nafirnar og Krókinn. En yfir hinum fjölmörgu frásögn- um frá glöðum bemsku- og æsku- dögum þeirra Veðramótssystkina hvíldi þó einn dimmur skuggi. Það var þegar dauða Þorbjargar ömmu bar að sem reiðarslag yfir heimilið. Hún var aðeins 47 ára gömul og fimm af tíu börnum þeirra hjóna innan fermingaraldurs. Lauga litla, yngst þeirra, aðeins sjö ára gömul. Þetta var mikill og þungbær missir fyrir Bjöm afa og barnahópinn stóra, sem sáu á bak ástkærri eigin- konu og móður svo langt fyrir aldur fram. Við Vigursystkini minnumst þess, að allt fram á gamals aldur gat Björg móðir okkar ekki minnst þessa sorgartíma, sem var ferming- arvorið hennar, án þess að vikna. En árar vom ekki lagðar í bát á Veðramóti, þótt á móti blési. Björn bóndi hélt saman hópnum sínum og með samheldni og dugnaði stóð' heimilið af sér þetta mikla áfall. Sigurlaug frænka naut þannig móður sinnar sorglega stutt en varð því hændari að föður sínum, er gerði allt sem hans valdi stóð til að bæta henni og börnunum öllum upp móðurmissinn, elskuríkur og umhyggjusamur. Guðrún, elsta systirin á sautjánda ári, tók þá við húsmóðurhlutverkinu og stóð sig þar með mikilli prýði. Yngstu systk- inum sínum, ekki síst Sigurlaugu, gekk hún í móður stað af fremsta megni. Alla tíð upp frá því voru þær systurnar einstaklega samrýndar og einkar kært með þeim. Það átti raunar við um þaú systkinin öll. Þau nutu þess síðar á lífsleiðinni að hittast, þegar færi gafst — í afmælum eða á öðrum tyllidögum. Þá var jafnan mikil gleði í ranni, mikið talað — og stundum hátt! — hlegið og sungið. Við af yngri kyn- slóðinni, sem eftir lifum, eigum margar hugljúfar og skemmtilegar endurminningar frá þeim gleðifund- um. En þar kom, að systkinahópurinn tvístraðist og heimdraganum hleypt frá föðurhúsum á Veðramóti. Leiðir lágu í allar áttir til náms og starfa. Öll hlutu þau systkinin einhveija skólagöngu, sem mætti koma þeim að gagni í lífinu. Sigurlaug fór í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan námi rúmlega tvítug með góðan vitnisburð enda bæði námfús og vel greind. Nokkrum árum síðar hélt hún utan til Kaupmannahafnar til náms í verslunarfræðum. Fékk síðan atvinnu sem bókhaldari hja' Gyldendahl bókaforlaginu. Hún undi vel hag sínum í Höfn, kynntist þar mörgu góðu og skemmtilegu fólki og kunni vel að meta það sem gamla góða Borgin við Sundið hafði upp á að bjóða í fjölbreyttu menn- ingarlífi, sem sveitastúlkan norðan úr Gönguskörðum hafði ekki átt kost á að kynnast áður. En það var gamla sagan. Heimþrá íslendings- ins sagði til sín og enda þótt Sigur- laugu stæðu ýmsar leiðir opnar þarna úti, hélt hún heim til Islands — forfrömuð og glæsileg ung stúlka, ríkari af lífsreynslu og þroska eftir rúmlega þriggja ára dvöl í Kaupmannahöfn. Skömmu eftir heimkomuna lá leið hennar vestur í Vigur til Bjarg- ar systur sinnar og frænda síns Bjarna og var þar til heimilis næstu sjö til átta árin. Á þeim tíma stund- aði hún nám í einn vetur við Hús- stjórnarskólann á ísafirði, auk þess sem hún dvaldi einnig um lengri eða skemmri tíma hjá öðrum systk- inum sínum og var þeim til halds og trausts, ef einhveija erfiðieika bar að höndum. Dvöl „Laugu frænku“ heima í Vigur var okkur öllum mikils virði. Björgu systur sinni, sem hafði stóru heimili að sinna, rétti hún hjálpar- hönd með ýmsum hætti, sinnti börn- unum, saumaði og bakaði og fór allt einkar vel úr hendi. Var auk þess alltaf svo fín og glöð og skemmtileg — og öllum þótti vænt um hana. Svo fæddist líka heima einkadóttir hennar, Þorbjörg Bjarn- ar Friðriksdóttir, sólargeislinn í lífi hennar. Þeim mæðgum báðum höf- um við Vigurfólk æ síðan verið tengd tryggðaböndum elskulegrar frændsemi og vináttu, sem aldrei hefir borið neinn skugga á. Úr Vigur lá leið Sigurlaugar og litlu dóttur hennar norður í land. Til Guðrúnar systur hennar, sem þá bjó á Knarrarbergi við Eyjafjörð með bónda sínum Sveinbirni Jóns- syni og einkasyni þeirra Birni, þá fimm ára gömlum. Nokkur ár var hún síðan búsett á Akureyri eða þangað til hún fluttist suður til Laugarvatns þar sem hún dvaldi næstu sex árin. Starfaði þar sem matráðskona við Héraðsskólann, síðan við hótelstjórn, þar til hún tók við starfi skólastjóra við Hús- mæðraskólann á Laugarvatni, sem þá var nýstofnaður. Árið 1945 flutt- ist hún svo til Reykjavíkur og gerð- ist kennari við Hússtjórnarskólann þar. Því starfi gegndi hún í 12 ár — til sinna starfsloka. í kennslustarfinu naut Sigurlaug í senn virðingar og vinsælda, gekk þar heil til verks sem og hveiju því starfi er hún tók að sér. Hún var reglusöm og stjórnsöm, stjórnaði þó aldrei með harðri hendi, heldur af sanngirni og velvilja. Nemendur hennar fundu það vel og enginn vildi gera henni á móti skapi. Hún kastaði aldrei hendi til neins og ætlaðist til þess sama af öðrum. Um árabil var hún heimavistar- stjóri á Grenimel 29 við útibú frá heimavistinni á Sólvallagötu 12. Þetta ver á þeim árum, þegar hús- stjórnarskólarnir blómstruðu og færri komust að en vildu. Því var gripið til þess ráðs að færa út heimavistina og „Melflugurnar", eins og stúlkurnar kölluðu sig gjarnan, undu sér mæta vel undir verndarvæng Sigurlaugar, sem hafði lag á að skapa þarna notaleg- an og heimilslegan anda. „Hún var skólans prýði“ — sagði Katrín Helgadóttir, fyrrum skóla- stjóri í samtali við undirritaða, er hún var að festa þessi minningarorð a'blað — „traust, samviskusöm og hlý. Okkur kennurum og nemend- i.]a,-nibiOM---------------------------- imrþótti "öllum vænt um 'hana." - Sigurlaug var fríð kona sýnum, hispurslaus og stolt í fasi. Allt fram til hins síðasta, er hún var rúmföst orðin, gekk hún teinrétt í baki og bar höfuðið hátt. Hún var hrein- skiptin og einörð í skoðunum, öll undirmál voru henni fjarri skapi. Eftir að hún lét af störfum sem kennari bjó hún til æviloka hjá Þorbjörgu dóttur sinni. Samband þeirra mæðgna var alla tíð náið og kærleiksrík. Þorbjörg mat að verð- leikum, hve góða móður hún átti og reyndist henni eftir því. Síðustu árin, þegar heilsa Sigurlaugar var þrotin, annaðist hún hana af ástúð og umhyggju. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir - segir gamalt spak- mæli. Mér finnst það eiga vel við Sigurlaugu frænku, sem nú er horf- in okkur yfir hin miklu landamæri eftir langt og dáðríkt ævistarf. Per- sónuleiki hennar einkenndist í senn af styrk og mildi og óvenjulega ríkri réttlætiskennd, samúð með öllum þeim, sem voru minni máttar og hjálparþurfi. Þessir eðliskostir hennar komu ekki hvað síst fram í fölskvalausri ást á dýrum og bar- C 11 -----------------------5—m - áttu hennar fyrir -bættri- meðférð- þeirra. Hún var ritfær vel og skrif- aði margar merkar blaðagreinar um dýravernd. Það duldist engum, að þar fór einlægur dýravinur. Og hún sýndi það í verki. Ekki einungs, að hún dekraði við heimilisköttinn sinn heldur áttu vanhirt villikettir engu síður greiðan aðgang að hjarta hennar. Oft lýsti hún líka áhyggjum sínum yfir útigangshrossunum fyrir norðan í vetrarhörkum og jarð- banni. Á uppvaxtarárum sínum höfðu hestar og útreiðar verið henn- ar líf og yndi. Nú, þegar Sigurlaug frænka er öll, skulu henni að leiðarlokum færðar heilar og hlýjar þakkir frá stórum frændgarði, sem fékk að njóta mannkosta hennar, frænd- semi og vináttu. Við þökkum for- dæmi hennar, manndóm og mann- gæsku. Mynd hennar mun lifa í minningunni, björt, hlý og hrein. Guð blessi hana. Þorbjörgu dóttur hennar og elskulegri frænku okkar færum við einlægar samúðarkveðjur. Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur. ^LAG ÞJÓÐDANSAFÉLAG REYKJAVÍKUR />STOf^V ' im & 6ÖMLIIDAHSARNIR OKKAR SÉRGREIN Sundlaugavegur Við höfum kennt dans frá 1951 og stuðlað að utbreiðslu hans með kennslu í barnadönsum, þjóðdönsum og gömlu dönsunum. Þú hlýtur að finna eitthvað við þitt hæfi. Gömlu dansarnir hefjast mánudaginn 2. október. Þeirverða tvískiptir: Kl. 20.00-21.00 Byrjendahópur þar sem grunnspor eru kennd ítar- lega. 10 skipti á 4.000,- kr. Kl. 21.00-23.00 Opnir tímar fyrir lengra komna. Þú mætir þegar þér hentar og kvöldið kostar 500,- kr. (ath. 120 mín.). Við byrjum á rælum, polkum og stjörnupolka. Harmoniku- leikari hjá báðum hópum. 2. október. Rælar, pþlkar og stjörnupolki. 9. október. Skottís, Óli skans og kátir dagar. 16. október. Vínarkruss, skoski dansinn og Tennessee polki. 23. október. Mars, vals og hambó. 30. október. Týrólavals og hopsa, svensk maskerade og mazurka. BARNADANSAR 11 tíma námskeið hefjast 25. sept. 1989. Mánudaga Fimmtudaga 3- 4 ára kl. 16.00-16.30 kr. 2.100,- 4- 5 ára kl. 16.40-17.10 kr. 2.100,- 6-8 ára kl. 17.15-18.00 kr. 3.200,- 9-11 ára kl. 18.05-19.05 kr. 4.200,- 3-4 ára kl. 17.00-17.30 kr. 2.100,- 12-15 ára kl. 17.40-18.40 kr. 4.200,- Systkynaafsláttur er 25%. ÞJÓÐDANSAR Hafið þið áhuga á að læra íslenska og erlenda þjóðdansa? Verið þá með á fimmtudögum og lærið fjöruga og skemmtilega dansa. Hvernig væri að dusta rykið af dansskónum, stunda skemmtilega hreyf- ingu og auka jafnframt þolið. Athugið málið og gerið verðsamanburð. ÞJÖÐDANSAFÉLAG REYKJAVÍKUR, SUNDLAUGAVEGI 34, SÍMAR 681616, 687464, 675777. Askriftarsíminn er 83033 85.40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.