Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 8
e rj 8—e- 686 r .MÖR' MÍSi^WIANNLÍFSáMttillA^N TÆKNI//ívv eru svörin vib spumingunni Hvaða gagn er að geimferðum, pabbi?“ FYRIRSOGNIN gæti verið lögð í munn þröngsýns manns, sem er ein- skorðaður við hagnýti hlutanna. Reyndar heyrðist þessi spurning oft á fyrstu árum geimferðanna og heyrist enn, þó svo að nú orðið hafí hver Vesturlandabúi daglega gagn af geimferðum og tæknibúnað úti í geimn- um. Gagninu má í fljótu bragði skipta í tvennt, semsé tæknilega nýt- ingu, svo sem fjarskipti, staðsetningu hluta, athuganir á ástandi náttúru og umhverfis frá degi til dag og hins- vegar gildi vísinda- legra rannsókna, sem hafa ekki alltaf auðsæilegt hagnýtt gildi að séð verður sem stendur. Vísindalegar grunnrannsóknir eftir Egil eru oft þess eðlis Egilsson að með þeim er leit- að þekkingar þekkingarinnar vegna, en ekki með tilliti til hagnýts gildis, nema þá e.t.v. einhvern tímann þegar fram í sækir. Þeim er haldið við meðal stórra þjóða sem smárra, vegna þeirrar reynslu mannkynsins, að oft opni þær leið til stórstígustu framfara mannkyns. Nægir þar að- eins að benda á hagnýtingu kjarnorku (að svo miklu leyti sem hún hefur verið notuð skynsamlega) og á tilurð tölvutækninnar. Hér verður hins veg- ar einblínt á beina hagnýta notkun geimferða og geimtækni, eins og Kún er orðin og eins og hún verður innan fyrirsjáanlegrar framtíðar. Ég ætlar mér ekki þá dul að þessi greinargerð sé tæmandi, en aðeins er tekið það helsta sem upp kemur við myndun fljótlegs yfirlits. 1 Fjarskipti Þarna er um að ræða eina elstu og helstu hagnýtingu geimtækninn- ar. Greinarhöfundur minnist fyrstu sjónvarpsútsendingar með gervi- tungli yfir Atlantshafið frá jarðarför Kennedys forseta haustið 1963, í svart/hvítu vitaskuld. Myndin var vægast sagt óskýr. Sjónvarpsefni er það sem leikmenn hafa hvað mest af að segja af þessari grein. En íjar- skipti eru vitaskuld margrar annarrar gerðar, í tengslum við samgöngur skipa, flugvéla o.fl. Innan sjónmáls er að hver bíll geti verið í íjarskipta- sambandi við gervitungl og fái sífeilt upplýsingar um legu sína á henttinr um. 2 Könnun Hér má til teljast landfræðileg könnun þeirra svæða sem eru enn ekki fullkönnuð. Einnig að það er fylgst er með jarðfræðiiegum, jarð- eðlisfræðilegum og öðrum náttúru- farslegum þáttum jarðarkringlunnar, Innan sjónmáls er að hver bíll geti verið í fjar- skiptasambandi við gervitungl og fái sífellt upplýsingar um Iegu sína á hnettinum. svo sem breytilegu (og því miður oft- ast hnignandi) gróðurfari, veðurskil- yrðum, útbreiðslu íss, og skilyrðum hafsins almennt. Veðurspár nútímans byggjast á þessum athugunum. Þær eru orsök þess að hægt er að gera sæmilega áreiðanlega nokkkurra daga spá nú orðið, í stað sólarhrings spár fyrir nokkrum áratugum. 3 Umhverfisþættir Þekktustu og umtöluðustu atriðin sem varða áhrif mannsins á um- hverfi jarðarkringlunnar eru eyðing ósonlagsins, súra regnið, sem eyðir skógum á norðurhveli jarðar og eyð- ing regnskóga hitabeltisins og (skylt því) gróðurhúsaáhrifin, sem stafa af of mikilli brennslu kolefnis meðal mannkyns. Við öll þessi atriði nýtist geimtæknin til athugana á efnafræði- legu ástandi andrúmslofts og ástandi gróðurs. Þetta er mikilvægt fyrir það að þarna eru á meðal atriði sem geta ráðið úrslitum um það hvort mannin- um verði á að vinna óbætanlegan skaða á umhverfi sínu. 4 Geimtækni Innan fyrirsjáanlegrar framtíðar ryður sér til rúms ný tækni, sem er aðeins framkvæmanleg í þyngdar- leysi úti í geimnum. Einkum er hér um að ræða efnis- og málmtækni. En þyngdarleysið gerir kleift að búa til efni með annars konar kristallag- erð, og þar með aðra eiginleika en efni unnið á jörðu niðri. Einkum eru Japanir langt á veg komnir með slík áform. 5 Hráefhi Þegar lengra er litið fram og geim- ferðir verða ódýrari verða tiltæk efni úti í sólkerfinu sem fyrirfinnast í miklu ríkari mæli en á jörðunni. Eink- um má nefna ýmsar gerðir vetnis, sem mætti t.d. sækja til reikistjörn- unnar Júpíters. En margt annað mætti nefna, svo sem málma. Varla þarf að taka fram að atriði no. 5 er miklu lengra undan en hin fyrr- nefndu. Hér er aðeins stiklað á stóru og ekki hefur verið minnst á afar veiga- mikla hlið umsvifanna í geimnum. Það er hernaðarbröltið. Því hefur verið sleppt, þar sem fyrirsögnin gef- ur tilefni til að einskorða sig við gagn- semi. SWATON MATGERÐ KEISARANS FÍNA í KÍNA MATSEÐILL Fiskisúpa Keisárans í Kína Humar fyrir hermanninn að austan Kjúklingur Swaton steiktur við múrinn. Hörpudiskur pönnusteiktur m/lauk Lambakjöt í súrsætri sósu Shanghai Krabbakjöt með sveppum og Swatonsoði Cha Chi Kai: kjúklingur létt steiktur Nautakjöt: woksteikt í mildu kryddi TILBOÐ FYRIR TVO Fiskisúpa • Humar • S watonkj úklingur Krabbi meö sveppum»Nautakjöt»Kaffi 1190 kr. pr.mann faldri samsetningu réttana. Swaton héraðið er þekktfyrir góða matgerð og matreiðslumeistarar Kínversku keisaranna voru ævinlega frá Swaton en þar er heimspekingurinn Konfúsíus fæddur. Næstu vikur verður Swaton matur á matseðilinum á veitinga húsinu Shanghai og Ijóst og dökkt Tsing tao öl frá Kína . Kínverska veitingahúsið Laugavegi 28b • Sími 16513 SÁLARFRÆÐI/G^to aórir svarab því hver mabur er?__ Vanmetakennd Þetta. er eitt af þeim hugtökum úr klínískri sálarfræði sem löngu er orðið almenningseign, enda er kvilli sá sem það lýsir al- gengur. Það er oftast kennt við austuríska geð- lækninn Alfred Adler, sem notaði það sem einn af hornsteinum kenninga sinna, hvort sem hann hefur búið þetta hugtak til eða ekki. eftir Sigurjón Björnsson Eins og orðið segir er hér um það að ræða að viðkomandi van- metur sjálfan sig, hæfileika sína, skapgerð, líkamsútlit eða hvað það nú kann að vera. Oftar en hitt er vanmatið nokkuð almennt og tekur til margs. Þá eru einatt notuð orð eins og lágt sjálfsmat eða neikvæð sjálfsmynd, sem eru víst amrískir bastarðar. Einstaklingurinn vantreystir getu sinni, andlegri og/eða líkamlegri. Honum hættir til að verða hik- andi, hlédrægur, kjarklaus, óöruggur og lítt upplitsdjarfur í návist annarra. Líðan hans er sjaldnast góð. Stundum kann að brá af honum og getur þá borið á steigurlæti, jafnvel að því er virð- ist nokkrum hroka og hann getur átt það til að taka mikið upp í sig. En það sem er þó líklega mest einkenn- andi er að hann virðist ekki hafa getað gert sér mælikvarða til að dýpra en flesta aðra. Hann þarf mjög á því að halda og leitar oft fast eftir því, þó að hann þori sjaldn- ast að trúa hrósyrðum. Túlkanir hans á framkomu annarra eru oft afar huglægar og eiga lítið skylt við raunveruleikann. Einmitt vegna þess hve hann er háður mati ann- arra, er hann í raun alltaf að spyrja aðra hver hann sé og fær að vonum sundurleit svör. Hið endanlega svar við spurningunni hlýtur að koma frá manni sjálfum. Ollum þeim sem haldnir eru van- metakennd að einhvetju marki er í rauninni illa við sjálfa sig. Þeir fyr- irlíta sig fyrir aumingjaskapinn og ósjálfstæðið. En þeim er líka yfír- leitt illa við aðra vegna þess hve mikið vald þeir telja að þeir hafi yfir þeim. Þannig er viðkomandi læstur inni í slæmum vítahring, sem hann kann sjaldnast ráð til að losna úr. Orsakir þessarar persónuleika- Öllum þeim sem haldnir eru vanmetakennd að einhverju marki er í rauninni illa við sjálfa sig. Þeir fyrirlíta sig fyrir aumingjaskapinn og ósjálfstæðið. En þeim er líka yfirleitt illa við aðra vegna þess hve mikið vald þeir telja að þeir hafi yfir þeim. meta sjálfan sig rétt. Þar af leið- andi er eins og hann viti aldrei hver hann er, hvað hann getur eða hvernig hann er. Hann sveiflast milli öfga, sem hann treystir þó aldrei. Við þessar aðstæður leggur sá sem haldinn er vanmetakennd óhóflega mikla áherslu á mat ann- arra á sjálfum sér. Hann verður úr hófi viðkvæmur fyrir því sem aðrir segja um hann eða við hann eða láta í ljós með öðrum hætti, t.a.m. augnatilliti eða svipmóti. Hin minnsta gagnrýni eða það sem hann telur gagnrýni sárnar honum mjög eða hann reiðist. Hrós snertir hann truflunar eða þroskamisfellu, sem verið getur' á mjög mismunandi háu stigi, eru margvíslegar og margt fléttast þar einatt saman. En venju- legast hafa þó einstaklingar sem svo háttar um átt erfiða bérnsku eða eitthvað hefur gengið úrskeiðis snemma á ævinni. í mjög mörgum tilvikum er unnt að ráða verulega bót á vanmeta- kennd með viðeigandi meðferð. En batahorfur ráðast þó af mörgu: heildarpersónuleika, greind, innsæi, andlegum þrótti og raunverulegum vilja og löngun til að leita orsak- anna hjá sjálfutn sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.