Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 22
m. q MORGUNBLADjÐ . tyiENNINGARSTI 1989 MYNDLISTÆr Midbœjarkvosin najli alheimsins? Korpúlfsstaðir — hví ekki? Korpúlfsstaðir!? Miðstöð lista og menningar í Reykjavík framtíðarinnar? En ... en þetta er Iengst upp í sveit! Eru ekki byggingarnar í niðurníðslu, troðufúllar af gömlum skjölum og öðru drasli sem safii- ast hefúr saman í gegnum tíðina? Listasafn þarna, Iangt utan við bæinn? eftir Eirík Þorlóksson Þannig hafa eflaust margir hugsað, þegar fréttist að stefnt væri að því að byggja Korpúlfsstaði upp sem lista- og menningarmið- stöð Reykjavíkur í náinni framtíð. bhbm Korpúlfsstaðir sjást á leiðinni út úr bænum, eða áður en komið er aftur til sjálfrar höfuðborgarinnar; þannig tengja flestir staðinn frekar sveit en þéttbýli, þrátt fyr- ir þá staðreynd að þetta fyrrum stórbýli er innan borgarmarkanna, og eign borgarinnar. En þegar betur er að gáð, hefur þessi áætlun margt til síns ágætis. Staðurinn hefur eiginiega beðið eft- ir viðeigandi hlutverki, allt frá því búskap var hætt þar fyrir meira en tuttugu árum. Hús án hlutverks er eins og líf án markmiðs, frekar til- þrifalítið. Líkt og markmið gefa lífinu tilgang, mun nýtt hlutverk gefa Korpúlfsstöðum nýtt líf. Byggingarnar sjálfar eru athygl- isverðar, reisulegar og mjög traust- byggðar. Vegna fyrra hlutverks eru þarna stór, óinnréttuð rými, sem snjallir arkitektar hljóta að geta skipulagt þannig að þau falli vel að nýjum þörfum. Hugmyndirnar eru fljótar að koma; sýningarsalir á hlöðuloftinu, listaverkageymslur í ijósinu, vinnustofur í haughús- inu ... Möguleikarnir eru miklir og margvíslegir. Jafnframt er það ótvírætt kost- ur, að nú er stórt svæði umhverfis óbyggt og lítt skipulagt. Vegna þess er mögulegt að leggja þarna skrúðgarða og útivistarsvæði, sem falla vel að hlutverki staðarins og auka þannig nýtingu Korpúlfsstaða fyrir alla sem þangað munu sækja. Helstu andmæli gegn þessum fyrirætlunum eru væntanlega þau, að Korpúlfsstaðir séu allt of langt í burtu frá miðborg Reykjavíkur til að þar geti nokkum tíma orðið sú aðsókn sem þarf til að skapa lif- andi listamiðstöð; þetta verði aldrei annað en dýrt draugahús. — Þessi röksemd er rugl. Það er kominn tími til að vesturbæingar og aðrir, sem vart sjá austur yfir læk, geri sér grein fyrir því að miðbæjarkvos- in er ekki nafli alheimsins, og hefur í raun aldrei verið. Nú þegar býr meira en þriðjungur Reykvíkinga austan og sunnan Elliðaárdals, og þungamiðja höfuðstaðarinser sífellt að flytast austar. Listasafn borgar- innar á Kjarvalsstöðum er í austur- bænum; Borgarleikhús er austan Kringlumýrarbrautar; íþróttasvæði borgarinnar er enn austar, í Laug- ardalnum; og oft hafa Elíiðaárnar verið nefndar perlan í miðri höfuð- borginni. í þessu samhengi má benda á að eitt þekktasta og jafnfram vin- Hin ríkulega alda- gamla miðbygging í Louisiana-safninu þjónar enn sínu hlutverki. Korpúlfsstaðir — gífuriegir möguleikar. • I m MHHI sælasta listasafn á Norðurlöndum er ekki staðsett í höfuðborg, heldur nokkuð fyrir utan hana. Hér er um að ræða Louisiana-safnið í Humlebæk við Eyrarsund, rétt norðan Kaupmannahafnar. Þetta safn var stofnað sem sjálfseignar- stofnun fyrir rétt rúmum þremur áratugum, og byggðist út frá meira en 125 ára gamalli miðbyggingu, sem enn þjónar sínu hlutverki í safninu. Louisiana hefur þróast í að verða eitt besta safn Norður- Evrópu á sviði myndlistar á tuttug- ustu öld, og nýtur í starfi sínu mik- ils stuðnings einstaklinga, félaga og stofnana, sem styrkja sýningar- hald jafnt sem listaverkakaup. Þar eru ekki aðeins hýstar merkilegar listsýningar, heldur einnig tónleik- ar, leiksýningar, fundir og ráðstefn- ur. Þetta er lifandi staður í fallegu umvherfí, sem alltaf er gaman að heimsækja. Er nókkuð sem mælir á móti því að Korpúlfsstaðir geti orðið slík miðstöð í framtíðinni, og efli þannig lista- og menningarlíf í landinu? Vissulega standa öll efni til þess, að þá er bara að vona að vel takist til við allar framkvæmdir. Öllum hlutaðeigandi skal óskað góðs gengis. BLÚS7/vert var kjörhljóbfœri hóruhúsanna? Hnefaleikar ogblús BLÚSINN var í árdaga tónlist fyrir undirokaða þræla; einskonar samsteypa úr skemmtitónlist hvítra og afrískum rytma. Hann var sunginn til að veita hugarfró og leysa trega, en ekki síður til að vekja kátínu og gleði og sem undirspil fyrir fyllerí og skemmtan. Kassagítar var kjörhljóðfæri blúsins, enda hægt um vik að bera hann með sér og hann tiltölu- lega ódýr. í hórukössum og krám sem svertingjar sóttu var hinsvegar torvelt að láta heyrast í gítar fyr- ir drykkjulátum og píkuskrækjum. Þar var píanóið það eina sem dugði. Píanóblúshetj- urnar voru legíó sem vonlegt er, en flestar þeirra eru löngu fallnar frá; menn eins og Henry Roeland „Prof- essor Longhair" Byrd, Walter Dav- is, „Big“ Maceo Merriweather, Leroy Carr og Peter „Memphis SIim“ Chatman. Einn af þeim bestu, Champion Jack Dupree, er þó enn á lífi og enn að spila og taka upp plötur, kominn vel á áttræðisaldur. Willian Thomas Dupree fæddist í New Orleans í júlí 1910. Faðir hans var hvítur og frönskumæl- andi, en móðir hans var kynblend- ingur indíána og svertingja. Hjóna- bandið var litið hornauga af hvítum ofstækismönnum og þegar Dupree var tveggja ára kveiktu liðsmenn Klu Klux Klan í heimili hans og foreldrar hans brunnu inni. Dupree var sendur á upptökuheimili (sama heimili og Louis Armstrong var sendur á sem unglingur) og þar lærði hann að leika á píanó og syngja. Fjórtán ára hafði hann fengið nóg af heraganum sem ríkti á heimilinu og strauk. Hann hafðist við í hafnarhverfi New Orleans og framfleytti sér með betli og því að syngja á krám í hverfinu sem ekki voru par fínar. Með tímanum fékk Dupree mikinn áhuga á hnefaleik- um, enda lífsbaráttan hörð við höfn- ina. Hann lagði stund á íþróttina og fór að fara í keppnisferðalög víða um Suðurríkin. Sem hnefaleik- ari þótti Dupree efnilegur í meira lagi og þaðan er viðurnefnið „Champion Jack“ komið. í einu slíku ferðalagi kynntist hann Leroy Carr, sem þá var mikil stjarna og taldi hann á að helga sig tónlist- inni. 1940 tók Dupree upp sín fyrstu lög fyrir Okeh-útgáfuna í Chicago, en ári síðar var hann kallaður í herinn. Hann hélt þó áfram að fást við tónlistina og tók upp í leyfum fyrir ýmsa útgefendur. Þegar hann losnaði úr hernum flutti hann til New York og starfaði þar sem matsveinn meðan hann var að koma undir sig fótunum í tónlistinni á ný. 1958 var LP-platan orðin allsráð- andi og Dupree tók upp tvær slíkar fyrir Atlantic. Önnur var tekin upp í New York, en hin í London, þar sem hann var á tónleikaferð um Evrópu. Það fór fyrir Champion Jack eins og svo mörgum öðrum litum bandarískum tónlistarmönn- um að þegar þeir fóru til Evrópu og kynntust því hvernig komið var fram við blakka tónlistarmenn þar fluttu þeir snimhendis yfír hafíð og sneru helst ekki til Bandaríkjanna aftur. 1960 settist Dupree að í Sviss og síðan hefur hann búið í Bret- landi, Danmörku og Svíþjóð, en býr nú í Þýskalandi. Á Evrópuárunum hefur Dupree hljóðritað ótal plötur, sem flestar bera þess merki að ald- urinn er að færast yfir hann. Það hefur orðið til þess að margir blús- áhugamenn hafa afskrifað hann sem blússöngvara og þá gleymt því að það sem hann tók upp á árunum fram undir 1955 er á meðal besta píanóblús sem festur hefur verið á vínyl. Besta leiðin til að sannfærast um það er að verða sér út um Inter- state-plötumar Junker Blues og The First 16 Sides for Joe Davis. Á Junker Blues em fyrstu lögin sem Dupree tók upp, frá 1940/41. í þeim segir hann meðal annars frá fangelsisvist í Angola Blues og Chain Gang Blues, kókaín-, heróín- og marijuananeyslu í Junker Blues og Weed Head Woman, berklum í Bad Health Blues og næringar- skorti fátækra hvítra og svartra í Warehouse Blues. (Þess má geta hér að annar píanóleikari frá New Orleans, Fats Domino, samdi nýjan texta við Junker Blues, tók upp sem eigið lag undir nafninu Fat Man og var frægur fyrir.) Á Junker Blues heyrist að Dupree var ekki síður snjall textahöfundur en píanó- leikari og söngvari. Á The First 16 Sides for Joe Davis má og heyra að hann var hugvitssamur, því þar á eru lögin FDR Blues, sem harmar andlát Roosevelts, og God Bless our new President, sem fagnar Harry Truman sem nýjum forseta. Þessi tvö lög voru samin og tekin upp á methraða og komu út tveimur vik- um eftir forsetaskiptin. eftir Átna Motthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.