Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 25
O 2& jMINNING AR0E^%ík@IÆ}É8\ft)P®BM8aR' tóssn/ Júlíana Krisljáns- dóttir - Minning Fædd 1. júlí 1901 Dáin 14. septeinber 1989 Júlíana Kristjánsdóttir fæddist í Bolungai’vík, dóttir Margrétar Þor- láksdóttur og Kristjáns Hjálmars- sonar, en alin upp á Blámýrum við ísafjarðardjúp hjá fósturforeldrum sínum, þeim Andrési Jóhannessyni og síðari konu hans, Þorbjörgu Ólafsdóttur. Ung að árum fluttist Júlíana til ísafjarðarkaupstaðar, þar sem hún þjónaði í heimahúsum svo sem gerð- ist um ungar stúlkur á þeim tíma. Síðan fluttist hún til Reykjavíkur og gerðist þjónustustúlka hjá frú Auði Gísladóttur í Miðstræti. Taldi hún það mikla gæfu að hafa fengið að dveljast á því mikla menningar- heimili og bar þeirri fjölskyldu ætíð besta orð. Nokkrum árum eftir komuna til Reykjavíkur giftist hún Kristni Á. Sigurðssyni, sem var sjómaðuip á farskipum hjá Eimskipafélagi ís- lands. Kristinn slasaðist um borð í einu skipanna og eftir það stundaði hann ýmis störf í landi. Kristinn var einstakt snyrtimenni og góðum list- rænum hæfileikum gæddur. Júlíana og Kristinn bjuggu á ýmsum stöðum í Reykjavík uns þau fluttu í eigið húsnæði að Hringbraut 74, rétt fyr- ir síðari heimsstyijöldina, þar sem heimili þeirra var æ síðan. Þau eignuðust 5 börn, en þau eru: Eggert, kvæntur Ragnheiði Björnsdóttur, Kristín, gift Guðlaugi Þorvaldssyni, Esther, gift Þóri Þor- geirssyni, Ólöf, gift Jóhannesi Oskarssyni, og Kristinn, giftur Hrönn Árnadóttur. Esther býr á Laugarvatni og Kristinn í Grindavík, en hin börnin búa í Reykjavík. Júlí- ana átti einn son áður en hún gift- ist, Friðrik Ottósson, sem er kvænt- ur Elínborgu Sigurðardóttur og þau búa á Seltjarnarnesi. Júliana á stór- an hóp barna og barnabarna. Júlíana missti eiginmann sinn á nýársdag 1964. Hátt á annan áratug eftir það vann Júlíana utan heimilis Kveðjuorð: Ingibjörg Jónsdóttir Fædd 2. janúar 1917 Dáinll. september 1989 ' Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú íylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Já, kallið er komið, og nú skal ástvin kveðja, með trega, en full- vissa þess að veikindum hennar sé nú loks Iokið, létta ögn sárasta sökn- uðinn. Hún fær nú að hvíla hjá Ás- geiri syni sínum, sem hún saknaði svo'sárt, en hann lést í janúar 1983, tæplega 35 ára. lnga og Kiddi hafa alla tíð reynst mér góðir tengdaforeldrar, líka eftir að við Ásgeir slitum hjúskap og vil ég þakka Ingu mörg falleg og góð orð hennar til mín sem ég mun geyma í hjarta mínu. Inga og Kiddi áttu fjögur börn, þau Þórð, Eddu, Ásgeir og Erlu, og sex barnabörn. Elsku Kiddi afi, við sendum þér, börrium þínum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð styrki þig og blessi. Sigrún Guðgeirsdóttir, Vilhjálmur Geir og Ásdís Ásgeirsbörn. og bjó alltaf á sama stað, uns hún fluttist á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund fyrir nokkrum árum. Vinnustaðir Júlíönu utan heimilis voru Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, Hótel Saga og ísbjörninn. Ávallt bar hún húsbændum sínum og samstarfsfólki vel söguna og sannfærður er ég um það, að störf sín hefur hún innt af hendi af ein- stakri samviskusemi og dugnaði. Minningin um tengdamóður mína er mér afar kær. Hún var mikil sómakona til orða og verka, myndar- leg húsmóðir og henni tókst að gera heimili sitt og umhverfi hátíðlegt og aðlaðandi. Þótt aldrei væri þar auður í garði var það nánast sem að sitja jólaboð hvert sinn sem komið var á Hringbraut 74. Eitt hið fyrsta, sem ég tók eftir er ég tengdist fjölskyldu Júlíönu, var það hve annt henni var um að klæða börn sín vel og smekk- lega. Kristinn var ekki eftirbátur hennar í þeim efnum, slíkt snyrti- menni sem hann var. Ef ég ætti að lýsa tengdamóður minni, eins og ég þekkti hana, með einu orði, þá væri það húsbóndaholl- usta, en þó án alls undirlægjuhátt- ar, því að hún var líka stolt kona og mátti ekki va'mm sitt vita. í þessu sambandi koma mér oft í huga um- mæli hennar um Gísla Sigurbjörns- son á Grund, sem hún mat mikils sem húsbónda og bar jafnan gott orð við hvert tækifæri sem gafst. Órökstudda gagnrýni og fullyrðing- ar út í loftið, sem okkur Islendingum hættir um of til, þoldi hún ekki og lét engan komast upp með í skiptum sínum við hana. Síðustu árin, sem Júlíana lifði, bjó hún á EIli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Þar naut hún góðrar umönn- unar starfsfólks og hlýleika sam- vistarfólksins. Fyrir það vil ég og fjölskylda mín þakka sérstaklega. Um leið færi ég Gísla Sigurbjörns- syni, fjölskyldu hans og starfsfólki á Grund síðbúnar alúðarþakkir fyrir allan viðurgerning og vinsemd við foreldra mína, sem eru látin fyrir meira en áratug, en þau voru Stef- anía Tómasdóttir og Þorvaldur Klemensson frá Grindavík. Þau dvöldust á Grund á annan áratug. Júlíana Kristjánsdóttir var svo til alla ævi heilsuhraust kona, vinnu- söm, nægjusöm og glaðsinna. Ég kveð tengdamóður mína með inni- legu þakklæti fyrir allt sem hún var mér í þau 45 ár, er ég þekkti hana, og með mikilli virðingu fyrir henni og hennar lífsviðhorfum. Guðlaugur Þorvaldsson Aðfaranótt miðvikudagsins 14. september yfirgaf hún amma Júl þetta líf og hvarf til hins betra. Þær eru margar ljúfar minning- arnar sem koma upp í huga manns, en þá sérstaklega þar sem hún amma sat á rúmstokknum og pijónaði hos- ur eða vettlinga á einhvern úr fjöl- skyldunni og alltaf hafði hún áhyggj- ur af þvi hvort þetta væri of stórt eða of lítið. En því miður fór sjónin að dofna og þar af leiðandi gat hún ekki pijónað sl. fimm til sex ár. Hún amma var kristin og góð kona og voru það áfáar bænirnar sem maður lærði við eldhúsborðið með mjólkurglas og kex sér við hönd. Ég veit að hún amma er nú vel sett í hinu lífinu hjá ástkærum eigin- manni sínum sem lést fyrir 26 árum, en lengi og oft hefur hún amma talað um það' hversu tilbúin hún væri til að fara, en hún var alda- mótabarn og því orðin 89 ára. Hryggðarspor þín herra minn, í himnaríki mig leiða inn. I næturmyrkrum lá neyð á þér; 7 náðar og dýrðar ljós gafst mér. Vinir þér öngva veittu stoð, svo vinskap fengi ég við sjálfan guð. (H. Pétursson) Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir t Faðir minn, tengdafaðir og vinur, ÁMUNDI K.J.ÍSFELD, Uesturgötu 16 b, lést í Borgarspítalanum 22. september. Sigurður Ámundason, Eugenia Nilsen. Jóhanna Óskarsdóttir, t Móðir okkar, GUÐRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Hraunbrún 38, Hafnarfirði, andaðist á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, fimmtudaginn 21. sept- ember. Sigríður Jósefsdóttir, Sigurbjörn Jósefsson, Markús Jósefsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, HALLGRÍMUR FR. HALLGRÍMSSON fyrrverandi forstjóri, Vesturbrún 22, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 26. september kl. 13.30. Margrét Hallgrímsson, Þóra Hallgrímsson, Björgólfur Guðmundsson, Elína B. Hallgrímsson, Ragnar B. Guðmundsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍANA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hringbraut 74, Reykjavík, sem lést 14. september sl. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni i Reykjavík næstkomandi mánudag, 25. september kl. 13.30. Friðrik Ottósson, Eggert Kristinsson, Kristfn H. Kristinsdóttir, Esther M. Kristinsdóttir, Ólöf E. Kristinsdóttir, Kristinn B. Kristinsson, Elínborg Sigurðardóttir, Ragnheiður Bl. Björnsdóttir, Guðlaugur Þorvaldsson, Þórir Þorgeirsson, Jóhannes Ö. Óskarsson, Hrönn Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýnduð okkur hlýhug og sam- úð við andlát og jarðarför SIGURBJÖRNS KRISTJÁNSSONAR frá Kárastöðum, Skagaströnd. Guð blessi ykkur. Systkini og aðstandendur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, ÞÓRÖNNU RÓSU SIGURÐARDÓTTUR, Droplaugarstöðum. Sigurður Guðmundsson, Þórunn Ólafsdóttir, Guðmundur J. Kristjánsson, Þórlaug S. Guðnadóttir, Sigurbjörg Kristjánsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR MAGNÚS JÓNSSON, Grýtubakka 20, lést 19. september á Landsspítalum. Jarðsungið verður í Foss- vogskirkju, þriðjudaginn 26. september, kl. 13.30. Torfhildur Þorleifsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, SVEINS GÍSLASONAR flugstjóra. Hildur Sveinsdóttir, Helgi Viborg, Einar Sveinsson, Guðný Elfsabet Óladóttir, Astrid Sveinsdóttir, Javier Fernandes, Sigriður Gísladóttir, Guðlaug Gísladóttir, Eva, Ásthildur, Þóra og Sunna. t Útför ástkærar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HERBORGAR KRISJÁNSDÓTTUR, kennara, Vesturbrún 6, fer fram frá Áskirkju, þriðjudaginn 26. sept. kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélag íslands. Þórir Sigurðsson, Ágústa Rósa Þórisdóttir, HjörvarGarðarsson, Ingiríður Þórisdóttir, Þóra Björg Þórisdóttir, Guðrún Þórisdóttir, Sigurður Kristján Þórisson, og barnabörn. Ingvar Einarsson, Ámundi Sigurðsson, Jón Ingvar Pálsson, Ingibjörg Stefánsdóttir t Þökkum innilega öllum þeim, er auð- sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, móður okkar, systur, mágkonu, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR ÞORLEIFSDÓTTUR, Sigtún 39, Reykjavík. Sigríður Þórðardóttir, Björgvin Vilmundsson, Svala Þórðardóttir, Gísli Sveinsson, Sjöfn Þórðardóttir, Árni J. Sigurðsson, Gunnar Þorleifsson, Hildur Kristinsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.