Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 5
hvítvínssopa í staupi og taka hressi-
lega í hendur þeirra, að vísu með
egg falið í lófanum.
Aðfarir Verslunarskólanema er
öllu dömulegri og þar þekkist ekki
orðið „busi“.
Börkur Gunnarsson, formaður
nemendafélagsins, sagði að tekið
væri á móti nýnemum með því að
halda . skemmtikvöld. Stjórnin
kynnti sig, sungnir væru baráttu-
söngvar, farið í samkvæmisleiki og
síðan dansað. Ofan á allt saman
bættust svo kökurnar sem borðin
svignuðu undan. Þar sem nýnemar
hafa nú heyrt margt misjafnt um
hátterni eldri nema, er ekki óal-
gengt að þeir horfi flóttalega á
kræsingar í fyrstu vegna grun-
semda um falin efni, þ.e. laxerolíu.
Það má svo deila um hvort þessar
hlýju móttökur séu kænskubragð
eitt, gert til að fá nýnemana sem
fyrst í félagsstörfin svo eldri nemar
losni við þrasið sem þeim fylgir.
Umkomuleysi
Fylgst var með busavígslu í FB
nú á dögunum, og þegar blaðamað-
ur mætti til leiks hafði busunum
þá þegár verið safnað saman í
matsal skólans sem er í kjallara
hússins. Þar sátu þeir kófsveittir,
stressaðir og tússaðir í framan, en
vígalegir böðlar í plastpokabrynju
stóðu við allar útgöngudyr. Sögðu
busarnir farir sínar ekki sléttar,
höfðu verið dregnir með valdi frá
kennurum sínum um morguninn og
látnir þræla við arfatínslu og önnur
niðurlægjandi störf fram til hádeg-
is.
Böðiarnir hleyptu þeim út í „holl-
um“ og var þeim hálffleygt út á ióð
bak við skólann þar sem svæði hafði
verið girt af. Stóðu þau inn í girð-
ingunni ein og umkomulaus, úttúss-
uð í framan meðan eldri bekkingar
hentu gaman að þeim. Allra elstp
nemendur stóðu aftur á móti út-
skeifir við alla glugga og horfðu
letilega á vígsluna meðan þeir
tuggðu kókómjólkurrör. Að lokum
opnaðist gluggi á efri hæð, út foss-
aði íslenskt vatn í slöngu og var
nú businn þrifinn og spúlaður af
mikill nostursemi.
Þar með var hann vígður og
mátti taka töskuna sína og fara
heim til mömmu.
Af öllu þessu má vera ljóst, að
það er ekkert grín að vera busi.
Honum til huggunar skal þó bent
á, áð margir merkismenn þjóðarinn-
ar og ráðamenn voru eitt sinn bus-
ar þótt ótrúlegt sé, og þraukuðu
árið litlir, feimnir og lítt föngulegir.
Steingrímur: Haldnar voru
áhrifamiklar ræður um heilbrigt
mannlíf og þjóðrækni.
Steingrímur var félagslega sinn-
aður og varð því fljótlega formaður
skáknefndar, selnefndar og síðan
inspector scholae. Hann segir þó
að sér hafi aldrei liðið verr en þeg-
ar hann stóð í fyrsta sinn fyrir fram-
an nemendur, rektor og kennara
og átti að halda ræðu. „Mér var
öllum lokið. Ég fann mig vanmátt-
ugan í ræðumennsku og vissi að
þarna þurfti ég að taka mig á.“
Pálmi Hannesson var rektor á
þessum tímum og læsti hann ætíð
skólanum klukkan átta þannig að
þeir sem seinir voru máttu bíðaúti.
„Nemendur byijuðu daginn með því
að koma á sal og syngja ættjarðar-
söngva," segir Steingrímur. „Hélt
síðan Pálmi áhrifamikiar ræður um
heilbrigt mannlíf og þjóðrækni.
Þessi ár voru var mjög þroskandi
og mér fannst ég hafa tekið stórt
skref í átt til hinna fullorðnu. Ég
held að sá agi sem alltaf hefur ver-
ið ríkjandi í skólanum eigi í raun
mjög vel við unglinga. Það þarf
sterkar taugar til að sinna námi og
taka jafnframt þátt í félagslífi."
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1989
C 5
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁOHÚSTORGI
IkvnclasJk'
1
.ynaisKosaia
stendur adeins í 3 daga
Rýmum fyrir nýjum skóm,
50—80% afsláttur
Skóverslunin
Laugavegi 97
sími 624030
Haustvörur í:j i ;• t-TuP
nýkomnar
Mikid úrval
Póstsendum ‘ t' . ■■ J ' 1
DRAKTIN
Klappastíg 37 Kreditkortaþjónusta
Viftskiptavinii
vinsamlegast athugið að afgreiðslutími
TRYGGINGAMIÐSTÖÐVARINNAR HF.,
verður framvegis frá kl. 8.30-16.30.
(Ijv) TRYGGINGAMIÐSTÓÐIN P
AÐALSTRÆTI 6 - 101 REYKJAVlK - SlMI 26466
INDIANA JONES OG
SÍDASTA KROSSFERDIN
Hún er komin
nýjasta
ævintýramyndin med
Indiana Jones.
Ilinar tvær myndirnar með
„Indy“,
Rániö á týndu örkinni ojj
Indiana Jones og musteri
hinna dæmdu,
voru stórkostlcgar
en þessi er enn betri.
Harrison Ford sem
„Indy“
cr óborganicgur.
Sean Connery sem pabbinn
bregst ekki
frekar en fyrri daginn.
Wré ihe
Alvöru ævintýramynd sem veldur
þér örugglega ekki vonbrigóum