Morgunblaðið - 08.10.1989, Page 4

Morgunblaðið - 08.10.1989, Page 4
* 4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER ! 1 í Símar 35408 og 83033 GRAFARVOGUR Miðhúsog nágr. FÍI AnFI FÍA 1 lUr&UL/L/l 1/m rORLAG 91-20735. KVIKMYNDAHÁTÍÐ LISTAHÁTÍÐAR 1989 HANUSSEN Kvikmyndir Sttœbj'óm Valdemarsson Leikstjóri: István Szabó. Hand- rit Szabó, Petér Dobai. Aðal- leikendur: Klaus Maria Brand- auer, Erland Josephson. Ung- verjaland/Þýskaland 1988. * Iþriðja sinn leggjum við upp í félagsskap Szabós og Brandau- ers og ferðinni heitið til Þriðja ríkisins. Myndin hefst í fyrri heimsstyijöldinni, Brandauer verður fyrir slysi sem verður þess valdandi að hann sér fyrir óorðna hluti. Vinur hans, læknirinn Er- landson, hvetur hann til að nota þessa náðargáfu í þjónustu læknavísindanna en Brandauer kýs frekar að gerast skemmti- kraftur, heldur skyggnilýsingar og spáir fram í tímann í samkomu- húsum. Leiðin liggur til Þýska- lands þar sem Hitler og árar hans eru að grafa um sig. Foringjanum líkar vel er sjáandinn spáir honum kanslaraembættinu en forspá um Þinghúsbrunann hentar áróð- ursmaskínu Göbbels ver svo Brandauer mætir örlögum sínum í kjölfar hennar. Heldur risminni en hinar mynd1 irnar í þrennunni, Mephisto og Redl ofursti, engu að síður kjarn- mikil og litrík skoðun á uþpgangi nasismans og þeim hættum sem honum fylgdu. Hversu skammt var á milli frægðar og falls. Hér koma frægar persónur til sögunn- ar, líkt og áróðursmeistarinn, ljós- mýndarinn og kvikmyndaleik- stjórinn Leni Riefenstahl í eftir- minnilegu atriði, ekki síður áhri- farík er sú mynd sem hann dreg- ur upp af hinu lævi blandna og gjörspillta andrúmslofti og ástandi í Berlín þriðja áratugar- ins. Persónan sjálf er ýkt og sjálf- sagt margir orðnir leiðir á tilþrifa- miklum en steinrunnum leik Brandauers. Josephson traustur að vanda, sömuleiðis allir þeir kvenleikarar sem koma við sögu sem ástkonur hins þurftaríka sjá- anda. Langt frá því að vera besta verk Szabós, engu að síður ögrandi viðfangsefni sem einn af mestu snillingum evrópskrar kvik- myndagerðar í dag vinnur eins og honum er einum lagið. Undir- strikar jafnframt hina sögulegu hefð sem Ungverjaland hefur sem eitt af ríkjum Mið-Evrópu, honum falla sjálfsagt vel þær breytingar sem í aðsigi eru í föðurlandi hans. PÍSLARGANGA JUDITH HEARNE Kvikmyndir Amaldur Indribason Píslarganga Judith Hearne („The Lonely Passion of Judith Ilearne'j. Leikstjóri: Jack Clay- ton. Helstu hlutverk: Maggie Smitli og Bob Hoskins. Bretland. 1987. Bíómynd um piparkerlingu á ír- landi eftir stríð hljómar kannski ekki freistandi nú á dögum 50 milljóna dollara tækniþrillera og Batmanísa. En eins og „The Lon- ely Passion of Judith Heame“ sýn- ir svo snilldarlega þarf ekki marga dollara til að gera góða bíómynd heldur yfirlætisleysi góðrar sögu og pínulítið af þessu sem kallast leikiist og Hollywood hefur næstum tekist að úthýsa úr myndum sínum. En Hollywood er heldur ekki bresk. „Judith Hearne“ er „bresk“ í þess orðs jákvæðustu merkingu, þeirri merkingu sem við tengjum við góðar, bókmenntalegar og frá- bærlega vel leiknar myndir, sem krækja í þig á fyrstu fimm mínút- unum og neita að sleppa þegar þær eru búnar og eru sönnun þess að það jafnast engir fyllilega á við Breta þegar kemur að því að kvik- mynda bækur. Myndinni er leikstýrt af einum þekktasta leikstjóra Breta af gamla skólanum, Jack Clayton („Room at the Top“, „The Innocents", „The Great Gatsby'j, og segir á lág- stemmdan, dapurlegan hátt en með réttu ögninni af breskri tragikómík, einmanalega sögu piparkerlingar- innar Judith Heame, sem Maggie Smith leikur á stórkostlega áhrifa- KLAKAHÖLLIN Klakahöllin („Is-slotten‘j. Leikstjóri: Per Blom Aðal- hlutverk: Line Storesund og Hilde Nyeggen. Norsk, 1987. Klakahöllin er óhemju þunglynd- isleg lítil saga um stelpu sem miss- ir vinkonu sína og hefur þrúgandi dapurleg, vonleysisleg áhrif á þig. Þetta er mynd sem myrðir hægt og rólega alit sem heitir andleg upplyfting. Bókin eftir Taijei Vesaas (hefur komið út á íslensku) er ekki auð- veld lesning og myndin gérir ekki síður kröfur til áhorfenda. Hún ber þig fyrirvaralaust inn í sína þung- búnu innilokunarkenndu veröld kulda og myrkurs norska skóglend- isins. Hún leggur ofuráherslu á nærmyndatökur, myndavélin dvel- ur við andlit fólksins og'dregur upp tilfinningar þess en opnar sig sjaldnast út í víðáttuna. Myndin er níðþung í framsögn og stíl og það er aldrei slakað á, engin von gefin. Sama dökka þunglyndið rík- ir frá upphafi til enda án þess að veita neina lausn. Á sama hátt er Klakahöllin ótrú- lega spör á samtöl og orð. Þarna ræður þögnin ríkjum. Það eru at- riði í myndinni sem ættu að frysta í þér hjartað eins og dauði stelpunn- ar í klakahöllinni og það er dulúð- ugur, skandínavískur rökkursvipur yfir myndinni allri en viðburðaleys- ið, þögnin, nærmyndirnar stefna okkur óumflýjanlega á þennan arma stað sem kallast leiðindi. ríkan máta. Lífið fór hjá henni á meðan hún hugsaði um gamla frænku sína og hún hefur piprað í millitíðinni en flyst úr einu leigu- herberginu í annað. Judith er leiðinlegi gesturinn á sunnudagssíðdögum, sem börnin flissa að og bóndinn flýr. „Þetta er bara ég,“ segir hún eins og af- sökun fyrir tilveru sinni. Hún er sífellt að hörfa undan eigin van- mætti, hún drekkur til að bókstaf- lega deyfa einmanakenndina og hafa skemmtun af sjálfri sén. Það er harmsaga œvi hennar að einangrast í eigin óframfærni, verða veiklulegt aðhlátursefni, útskúfuð piparkerling. Smith leikur hana eins og hungui-vofa í framan en hana hungrar eftir virðingu annarra og stöðu eiginkonu í sam- félaginu. Og þegar hún hittir mögulegan vonbiðil (Bob Hoskins), mann sem sýnir henni velvilja og virðingu — að vísu á öðrum for- Bob Hoskins og Maggie Smith í Píslargöngunni. sendum en hún heldur — kviknar nýtt líf með henni sem verður þó á endanum aðeins til að færa hana á barm örvæntingar og guðsafneit- unar. Sögusviðið er Dublin eftir stríð og Clayton endurskapar andrúms- loft tímabilsins mjög vel eins og við mátti búast og tilfinning hans fyrir persónum hversdagsins er við- brugðið. En það er sársauki Judith Hearne sem fylgir þér útúr bíóinu og heim. Hann kallar á vorkunn- semi og hluttekningu og eðlilegar, jarðbundnar tilfinningar, sem fáum tekst að skapa svo vel sé eða kæra sig um að skapa í dag. HEILBRIGD S fl L I HRAUST

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.