Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 4
4'
MORGUNBLAÐp MIÐVIKUDAGUR, Jft. OKTÓljER 1989
Tuttugasta Kirkjuþingið sett í gær:
Kirkjan grundvöllurinn
sem allt annað byggir á
- sagði Óli Þ. Guðbjartsson, kirkjumálaráðherra
BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, setti 20. Kirkjuþing hinnar
íslensku þjóðkirkju í Bústaðakirkju í gær eftir guðsþjónustu, sem
þar var haldin. Að setningu lokinni flutti nýr kirkjumálaráðherra,
Óli Þ. Guðbjartsson, ávarp.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýr kiriyumáiaráðherra var viðstaddur setningu Kirkjuþings. Óli
Þ. Guðbjartsson til vinstri og biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur
Skúlason.
VEÐUR
Ráðherrann sagði að kirkjuþing
hefði þegar hafið undirbúning
kristnitökuafmælisins, m.a. með
samþykkt sinni 1986 um „að efling
kirkjulegs starfs skuli vera megin-
markmið hátíðahaldanna vegna
þúsund ára afmælis kristnitökunnar
árið 2000“. Þessa stefnu hefði
prestastefnan 1989 áréttað með
ályktun sinni um „að safnaðarupp-
bygging sé verðugt viðfangsefni
næsta áratugar sem aðdragandi
hátíðarhaldanna árið 2000“.
„Þegar sr. Pétur Sigurgeirsson
biskup lét af embætti nú í sumar
var hann spurður í blaðaviðtali
hvort hann væri ánægður með
/ DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 I gær)
VEÐURHQRFUR I DAG, 18. OKTOBER:
YFIRLIT í GÆR: Um 250 km suðvestur af Reykjanesi er 986 mb
lægð sem þokast austnorðaustur en yfir norðausturströnd Græn-
lands er 1019 mb heldur vaxandi hæð. Hiti breytist lítið.
SPÁ: Suðlæg átt um mest allt land, víðast gola eða kaldi. Skúrir
sunnan- og vestanlands, en þurrt og öllu bjartara veður á Norður-
og Austurlandi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Austanátt og fremur milt veður. Rigning
eða skúrir við austur- og suðausturströndina, en annars þurrt að
mestu.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðaustanátt og kólnandi um mest allt
land. Þurrt á Suður- og Suövesturlandi, en rigning eða slydda á
víð og dreif í öðrum landshlutum.
TAKN:
Heiðskírt
y, Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstlg.
. / / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V E'
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
- |- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 6 skýjað Reykjavík 9 skúr
Bergen 12 skýjað
Helsinki 8 skýjaft
Kaupmannah. 14 þokumóða
Narssarssuaq +1 skýjað
Nuuk t3 léttskýjað
Osló 6 þokumóða
Stokkhólmur 8 skýjað
Þórshöfn 10 skýjað
Algarve 22 hálfskýjað
Amsterdam 17 mistur
Barcelona 21 léttskýjað
Berlín 16 léttskýjað
Chicago 8 súid
Feneyjar 16 þokumóða
Frankfurt 12 mistur
Glasgow 13 rigning
Hamborg 14 þokumóða
Las Palmas vantar
London 19 heiðskirt
Los Angeles 15 þokumóða
Lúxemborg 13 léttskýjað
Madríd 16 þokumóða
Malaga 23 skýjað
Mallorca 21 alskýjað
Montreal 4 alskýjað
New York 21 mlstur
Orlando 23 skýjað
París 18 léttskýjað
Róm 19 heiðskírt
Vín 16 skýjað
Washington 21 skúr
Wlnnipeg 0 alskýjað
tengsl ríkis og kirkju hérlendis.
Hann svaraði: „Já, ég kem ekki
auga á betra form en þjóðkirkjuna.
En gætum þess að líta ekki á hana
sem ríkisstofnun. Hún er sjálfstæð.
Ríkið styður hana og styrkir, en
það er gagnkvæmt. Kirkjan á að
vera grundvöllur þess skipulags,
sem allt annað byggir á.“ Ég tel
að hinn mæti kennimaður hafi
þarna hitt naglann á höfuðið og
sagt það sem máli skiptir,“ sagði
Óli.
Ráðherrann sagði að þijú unnin
frumvörp hefðu legið í kirkjumála-
ráðuneytinu þegar hann bar þar að
garði fyrir fáeinum vikum og hefði
hann hug á að leggja þau öll fyrir
Alþingi. í fyrsta lagi væri um að
ræða frumvarp til laga um helgi-
dagafrið, sem lagt hefði verið fyrir
síðasta þing en varð ekki útrætt. í
öðru lagi er um að ræða viðamikið
frumvarp um kirkjugarða og þriðja
frumvarpið er um skipan presta-
kalla og prófastsdæma og um
starfsmenn þjóðkirkjunnar. Síðast-
talda frumvarpið sagði Óli að væri
mikilvægast því í því væri fjallað
um_ sjálfa stjórnskipan kirkjunnar.
Á Kirkjuþingi í dag leggur
kirkjuráð fram drög að nýrri reglu-
gerð um Hjálparstofnun kirkjunnar
til kynningar. Ályktun um líffæra-
flutninga og skilgreiningu dauðans
verður kynnt, en þar er gert ráð
fyrir að fram fari athugun á sið-
fræðilegum sjónarmiðum hér á
landi varðandi þetta efni. Sérfróðir
menn á sviði læknisfræði og sið-
fræði yrðu kallaðir til af biskupi
íslands og skal álit þeirra lagt fyrir
næsta Kirkjuþing. í greinargerð
með ályktuninni segir m.a. að mál
þetta fjallaði um spurningar, sem
vakna oft í hugum lækna og hjúkr-
unarfólks ekki síður en í hugum
sjúkiinga og aðstandenda þeirra.
Meðal þeirra atriða, sem fjalla þarf
um, eru tæknifijóvganir, fóstureyð-
ingar, líffæraflutningar og dánar-
Léleg loðnuvertíð:
>
Ottast að loðnan
hafi ekki getað far-
ið til hrygningar
- segir Jón Reynir Magnússon fram—
kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins
„LOÐNAN er laxfískur og ég óttast að þessi loðnuvertíð hafi verið
léleg vegna þess að loðnan hafi, eins og laxinn, ekki náð að byggja
sig upp í fitu til að geta farið til hrygningar," sagði Jón Reynir
Magnússon, framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins, í samtali
við Morgunblaðið. „Það er greinilegt að eitthvað er óvenjulegt í
hafinu, hvort sem það er nú hiti, sölt eða áta.“ Jón Reynir sagði að
laxinn hefði ekki náð að byggja sig upp í fitu í ár og því ekki geng-
ið upp í árnar nema að litlum hluta. „Lax í ám er aldrei horaður,
heldur feitur og pattaralegur."
Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, sagðist ekki
hafa tiltækar skýringar á lélegri
loðnuvertíð í haust. „Að vísu var
sáralftil áta útaf Norðurlandi í vor
og það voraði mjög seint,“ sagði
Jakob. „Við erum náttúrulega óró-
legir út af þessu. Eins árs gömul
loðna hefur verið mæld undanfarin
sex eða sjö ár og árgangurinn, sem
á að vera í veiðinni núna, á að vera
mjög þokkalegur." Jakob sagði að
Bjarni Sæmundsson og Árni Frið-
riksson, skip Hafrannsóknastofn-
unar, færu í árlegan loðnuleiðangur
1. nóvember næstkomandi.
Jón Reynir Magnússon sagði að
Jón Kjartansson SU og Harpa RE
hefðu fengið olíu hjá Síldarverk-
smiðjum ríkisins í haust fyrir 400
þúsund krónur, hvort skip, til að
íeita að loðnu. „Við erum orðnir
langeygðir eftir loðnu og þessi langi
tími á milli vertíða fer náttúrulega
ekki vel með fjárhaginn hjá okkur,“
sagði Jón Reynir. Hann sagðist
halda að verksmiðjurnar væru ekki
farnar að greiða sektir vegna þess
að þær gætu ekki uppfyllt fyrir-
framsamninga. „Það hefur afskap-
lega lítið verið selt fyrirfram af
loönu í ár og ég hygg að ekki þurfi
að afgreiða loðnuafurðir fyrr en í
nóvember," sagði Jón Reynir.
Jón Kjartansson SU og Börkur
NK leituðu að loðnu norðan við
miðlínuna á milli Islands og Græn-
lands á þriðjudag, svo og leitaði
Harpa RE norður af Húnaflóa.
Staumsvík:
Stækkun hafnarinnar
kostar 200 milljónir
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar
hefiir ákveðið að hafnarbakkann
í Straumsvíkurhöfn verði Iengd-
ur um 120 metra verði af stækk-
un Álversins í Straumsvík. Að
sögn Guðmundar Árna Stefáns-
sonar bæjarstjóra, er áætlaður
kostnaður talinn vera um 200
milljónir króna.
„Forsenda lengingarinnar er
stækkun Álversins," sagði Guð
mundur Árni. „Endanleg hönnui
liggur ekki fyrir en hún verðu
gerð í samráði við væntanlegi
eignaraðila. Þessa dagana erum vii
að átta okkur á hvað það er sen
þeir telja sig þurfa. Endanlegu
kostnaður liggur því ekki fyrir et
hann verður væntanlega ekki undi
200 milljónum króna.“