Morgunblaðið - 18.10.1989, Page 21
MOÉÖlíNklMÐlÐ MlÖVIKUDAGUR 18. 0KTÓBER 'ig89
2^
Turgut Ozal
Tyrkland:
Ozal í
framboð
til forseta
Ankara. Reuter.
TURGUT Ozal, forsætisráð-
herra Tyrklands, tilkynnti í gær
að hann yrði í framboði í forseta-
kjörinu, sem hefst á þinginu í
Ankara á föstudag. Miklar líkur
eru taldar á að Ozal beri sigur
úr býtum í kjörinu þar sem flokk-
ur hans hefur 289 þingmenn af
450. Ozal var í gær sá eini sem
tilkynnt hafði framboð, en frest-
urinn til þess rennur út á morg-
un.
Sex bíða bana í
eldsvoða í Ank-
ara
SEX manns biðu bana og ellefu
slösuðust þegar eldur braust út
eftir að bensínbrúsi hafði
sprungið á skemmtistað í mið-
borg Ankara í gærmorgun. Talið
er að mennirnir hafi allir starfað
á skemmtistaðnum og sofið þar
eftir að honum var lokað um
nóttina. Banamein þeirra sem
létust var reykeitrun.
Danmörk:
Átök á milli lög-
reglu og mót-
mælenda
Kaupmannahöfn. Reuter.
NÍU manns urðu fyrir meiðslum
og fimm voru handteknir þegar
óeirðalögregla kvað niður mót-
mæli 300 íbúa Kristjaníu í mið-
borg Kaupmannahafnar á
mánudagskvöld. Til átaka kom
á milli lögreglunnar og mótmæ-
lenda eftir að heimatilbúin
sprengja hafði sprungið fyrir
utan banka. Pjórar heimatilbún-
ar sprengjur fundust síðar í
grenndinni. Mótmælendurnir,
sem flestir hveijir hafa lagt und-
ir sig húsnæði í Kristjaníu, beittu
lurkum og steinum í átökunum.
Þeir voru að mótmæla mengun
og kynþáttahatri, auk þess sem
þeir kröfðust friðar í heiminum.
Blökkumenn
tilbiöji svartan
Jesúm
Lundúnum. Rcutcr.
MUHAMMAD Ali, fyn-um
heimsmeistari í hnefaleikum, tel-
ur að kristnir svertingjar eigi
að tilbiðja sinn eigin Jesúm,
svartan á hörund, að því er
breska dagblaðið Sun skýrði frá
í gær. Ali segir að þeir sem lýsi
Jesú, englunum og dýrlingunum
sem hvítum séu aðeins að renna
stoðum undir kenninguna um
yfirburði hvíta kynstofnsins og
telja svertingjum trú um að þeir
séu óæðri. Talsmaður katólsku
kirkjunnar kvaðst aðspurður
vera þeirrar skoðunar að þar sem
Jesús hafi verið frá Mið-Austurl-
öndum hafi hann verið nokkuð
sólbrúnn - en þó ekki svartur.
Óvissa í dönskum stjórnmálum:
Yiðræðum stjóm-
arinnar ogjafn-
aðarmanna slitið
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaösins.
VIÐRÆÐUFUNDUR minnihlutastjórnar Pouls Schliiters og fulltrúa
jafnaðarmanna um efiiahagstillögur stjórnarinnar varð árangurslaus
í gær og var honum slitið eftir skamma hríð. „Það er tilgangslaust
að halda þessu áfram,“ sagði Schliiter og bætti því við að svo langt
væri á milli sjónarmiðanna að ekki væri hægt að búast við samkomu-
lagi. Stjórn borgaraflokkanna mun meta stöðu sína næstu daga en
mörg dagblöð telja líklegt að nýjar þingkosningar verði í janúar.
Svend Auken, leiðtogi jafnaðar-
manna, sagði að viðræðurnar hefðu
aldrei hafist í alvöru. „Okkur voru
veittir þeir kostir að samþykkja eða
hafna tillögum stjórnarinnar.
Slíkum málatilbúnaði urðum við að
hafna þótt við værum komin til að
ræða um alvarlegt ástand í efna-
hagsmálum landsins," sagði Auken.
Stjómin getur nú lent í erfiðleikum
með að fá fjárlagafmmvarpið sam-
þykkt í þinginu nema hún semji um
stuðning Framfaraflokksins. Því
hafa borgaraflokkarnir sem standa
að stjórninni til þessa hafnað vegna
skilyrða Framfaraflokksins fyrir
stuðningi. Framfaraflokkurinn er
yst til hægri í dönskum stjórn-
málum.
Fyrr í mánuðinum urðu manna-
breytingar í stjórninni. Kent Kirk
frá Esbjerg, sem var áður talsmað-
ur íhaldsflokksins á þingi, tók við
stöðu sjávarútvegsráðherra en hann
er umsvifamikill útgerðarmaður.
Kirk vakti mikla athygli árið 1983
er hann sigldi togskipi sínu inn í
breska fiskveiðilögsögu til að mót-
mæla meintum brotum Breta á
samningum Evrópubandalagsins
um gagnkvæm fiskveiðiréttindi.
Var hann færður til hafnar í Bret-
landi fyrir vikið. Kirk var þá þing-
maður á Evrópuþinginu en ári síðar
var hann kjörinn á danska Þjóð-
þingið. Lars Gammelgaard, sem
áður var sjávarútvegsráðherra, tek-
ur við stöðu formanns þingflokks
íhaldsmanna en forveri hans í því
starfi, Hans Engell, varð dóms-
málaráðherra í stað H.P. Clausens
er tók við stöðu forseta Þjóðþings-
ins. Erik Ninn-Hansen, fyrrum
dómsmálaráðherra, hafði verið ætl-
uð sú staða en hann varð að víkja
eftir harðar deilur vegna lagasetn-
ingar um réttindi innflytjenda.
Við stöðu Kents Kirks sem tals-
maður á þingi tók nú Connie He-
degaard, sem er aðeins 29 ára að
aldri. Hún er dóttir söluturnseig-
anda á Sjálandi, þykir vera fram-
takssöm og eiga gott með að koma
fyrir sig orði.
Reuter
Sprengjutílræði íkólumbískri borg
Fjórir létust og sjö manns særðust þegar bílsprengja sprakk á mánu-
dag fyrir utan ritstjórnarskrifstofur dagblaðsins Vanguardia Liberal í
borginni Bucaramanga, í um 300 km fjarlægð frá höfuðborg Kól-
umbíu, Bogota. Grunur leikur á að eiturlyfjasalar hafi staðið að baki
sprengingunni. Þetta er alvarlegasta tilræði eiturlyfjasala gegn kól-
umbískum dagblöðum til þessa. Sprengjan, sem gerð var úr 50 kg
af dínamíti, sprakk í dagrenningu fyrir utan aðalinngang dagblaðsins.
Hinir látnu voru allir starfsmenn dagblaðsins svo og fjórir hinna særðu.
Þingkosning-
ar boðaðar í
Indlandi
Nýju Delí. Rcuter.
STJÓRN Rajivs Gandhis í Indlandi
ákvað í gær að boða til kosninga
22. nóvember nk. og tveim dögum
síðar verður síðan kosið í nokkr-
um afskekktum kjördæmum.
Gandhi hefur aflýst för sinni á
leiðtogafúnd ríkja breska sam-
veldisins sem hefst í Kuala Lump-
ur, höfúðborg Maiasíu, á morgun.
Gandhi hefur sætt sívaxandi gagn-
rýni vegna ásakana um hlutdeild
háttsettra ráðamanna í Bofors-
mútuhneykslinu sem valdið hefur
hörðum deilum í Indlandi í tvö ár.
Framan af var ekki talið að Gandhi
hefði sjálfur átt neinn þátt í lög-
brotum en undanfarnar vikur hafa
dagblöð gefið í skyn að forsætisráð-
herrann væri ekki með alveg hreinan
skjöld. Stjórnarandstæðingar hafa
hundsað fundi neðri deildar þingsins
síðustu mánuði og krafist afsagnar
Gandhis.
ÁRVÍK
ABMÚLI 1 -BEYKJAVlK- SlMI 687222 -TELEFAX 687295
BEGA útiljós
Bjartari framtíö
Það sem gerir byggingu að
listaverki er lýsingin og
þar er Bega i fyrsta sæti.