Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 1989. 25 Morgunblaðið/Árni Helgason Héraðsráð Snæfellinga frá vinstri: Guðmundur Albertsson, Gunnar Már Kristófersson, Sturla Böðvarsson, Guðbjartur Gunnarsson, Kristján Guðmundsson og Stefán Jóhann Sigurðsson. Stykkishólmur: Héraðsnefiid Snæ- fellsnes- og Hnappa- dalssýslu stofiiuð Stykkishólmi. STOFNFUNDUR Héraðsnefiidar Snæfellinga var haldinn nýlega. Hér- aðsneíndin tekur við eignum og skuldum sýslunefndar. Öll sveitarfélög í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu eru stoftiaðilar, þau eru Neshrepp- ur utan Ennis, Ólafsvíkurkaupstaður, Fróðárhreppur, Eyrarsveit, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Skógarstrandarhreppur, Kolbeins- staðahreppur, Éyjahreppur, Miklaholtshreppur, Staðarsveit og Breiðuvíkurhreppur. Sveitarfélögin gerðu sérstakt samkomulag um meðferð eigna sýsl- unnar. Rekstur byggðasafna verður helsta sameiginlegra rekstrarefni héraðsnefndar. Samkv. samþykkt- um héraðsnefndar eru helstu verk- efnin sem héraðsnefndum er falið með lögum: Samgöngumál, skóla- og félagsmál, almannávarnir og ör- yggismál, svæðaskipulag og byggðaáætlanir, heilbrigðismál, safna- og menningarmál, sameigin- leg hátíðahöld í héraðinu og önnur sveitarstjórnarmál sem varða sýsl- una í heild svo og tillögur um hvað- eina, sem verða má Snæfellingum til gagns og framfara. Formaðúr héraðsnefndar Snæfell- inga var kjörinn Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi en í hér- aðsráð voru kjörnir auk formanns þeir Gunnar Már Kristófersson sveit- arstjóri á Hellissandi og Guðbjartur Gunnarsson oddviti í Miklaholts- hreppi sem aðalmenn og til vara Stefán Jóhann Sigurðsson bæjarfull- trúi í Ólafsvík, Kristján Guðmunds- son oddviti á Grundarfirði og Guð- mundur Albertsson oddviti Kolbeins- staðahrepps. Á fundinn mættu fyrir hönd sýslu- nefndar þeir Jón Magnússon sýslu- maður og bæjarfógeti og Gissur Tryggvason ritari sýslunefndar. Af- henti sýslumaður formanni héraðs- nefndar eignir sýslunefndar og ýmsa sjóði sem héraðsnefndin tekur við. - Árni Fiskverð á uppboðsmörkuðum 17. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verðfkr.) Þorskur 85,00 35,00 71,36 2,529 180.487 Þorskur(ósl.) 35,00 35,00 35,00 0,016 543 Þorskur(smár) 47,00 47,00 47,00 0,167 7.849 Ýsa 105,00 98,00 103,28 2,878 297.240 Ýsa(ósL) 94,00 94,00 94,00 2,090 196.460 Ýsa(smá) 25,00 25,00 25,00 0,244 6.101 Ufsi 45,00 38,00 44,47 1,406 62.504 Ufsi(ósL) 38,00 38,00 38,00 0,023 874 Steinbítur 76,00 60,00 72,57 1,524 110.590 Langa 46,00 40,00 44,24 0,875 38.710 Langa(ósl.) 40,00 40,00 40,00 0,047 1.880 Lúða 190,00 180,00 182,47 0,142 25.911 Samtals 75,64 12,460 942.375 I dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 86,00 30,00 79,52 13,680 1.087.834 Ýsa 113,00 80,00 104,38 12,465 1.301.001 Karfi 42,00 40,00 40,81 5,858 239.065 Karfaflök 132,50 132,50 132,50 0,200 26.500 Ufsi 45,00 38,00 44,78 13,984 626.203 Steinbítur 67,00 49,00 57,91 0,285 16.503 Hlýri+steinb. 50,00 50,00 50,00 1,433 71.650 Hlýri 45,00 45,00 45,00 0,160 7.200 Langa 50,00 50,00 50,00 2,616 130.792 Luða 250,00 75,00 202,12 0,403 81.455 Skötuselur 185,00 185,00 185,00 0,160 29.600 Samtals 63,76 51,551 3.631.324 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 80,00 49,00 74,03 17,303 1.281.013 Þorskur(umál) 50,00 49,00 49,55 0,132 6.541 Ýsa 112,00 52,00 103,42 4,927 509.571 Karfi 40,50 30,00 38,70 1,404 54.328 Ufsi 43,00 15,00 28,03 0,754 21.136 Steinbitur 47,00 35,00 41,17 0,211 8.687 Langa 32,00 20,00 27,54 0,886 24.400 Lúða 300,00 70,00 219,14 0,041 8.875 Keila 20,50 10,00 17,72 1,282 22.720 Tindaskata 8,50 8,50 8,50 0,334 2.839 Samtals 70,97 27,553 1.955.365 Selt var úr Þorsteini Gíslasyni GK, Víði KE, Jóni Garðari KE og Sæmundi HF. I dag verður selt úr línu- og netabátum. SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 9. til 13. október. Þorskur 121,81 17,934 2.184.493 Ýsa Ufsi Karfi Grálúða Samtals 114,41 2,710 89,14 51,560 87,22 487,554 117,66 1,650 87,00 592,536 310.042 4.596.072 42.525.052 194.142 51.550.159 Selt var úr Engey RE 9. október, Ljósafelli SU 11. október og Víði HF 12. október. Selt var úr öllum skipunum í Bremerhaven. „Neyðar- fundur“ um málefhi geðsjúkra KIWANISHREYFINGIN á ís- landi efiiir til „neyðarfundar“ um málefni geðsjúkra í dag. Fundurinn er á Hótel Borg og hefst kl. 17. Til fundarins er boðið alþingisinönnuin, borgar- fúlltrúum, embættismönnum, íbúum sambýla og áfangastaða, starfsfólki í geðheilbrigðiskerf- inu ö.fl. Fundirinn er öllum op- inn. Sex sérfræðingar flytja stutt erindi á fundinum: Bjarney Kristj- ánsdóttir, yfirfélagsráðgjafi á Landsspítalanum, Bragi Guð- brandsson, félagsmálastjóri í Kópa- vogi, Jón G. Stefánsson, yfirlæknir á geðdeild Landsspítalans, Magnús Þorgrímsson, sálfræðingur og for- maður Geðhjálpar, Margrét Bárðardóttir, sálfræðingur á Kleppsspítala og Ólafur Ölafsson landlæknir. Á laugardaginn munu Kiwanis- menn svo selja K-lykilinn til styrkt- ar geðsjúkum en hagnaði af söl- unni verður varið til byggingar sambýlis í Reykjavík. Þjóðviljinn á laugardögum FRAMKVÆMDASTJÓRN Þjóð- viljans hefúr ákveðið að endur- vekja laugardagsblaðið. Vegna samdráttar í útgáfu blaðsins í apríl sl. var ákveðið að fella blað- ið niður. „Við höfum náð útgjölduni niður og staðan er mun betri nú. Auk þess lofuðum við því að þetta yrði ekki til langframa," sagði Árni Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans. Blaðið verður með svipuðu sniði og virka daga en fastir þættirverða í laugardagsblaðinu, að sögn Árna. Vetrarfundur SÍR og SÍH VETRARFUNDUR Sambands íslenskra rafveitna og Sambands íslenskra hitaveitna verður hald- inn að Hótel Loftleiðum 19. og 20. október næstkomandi. Á vetrarfundinum verða flutt fjölmörg erindi, og auk þess munu sérstakir umræðuhópar fjalla um ákveðin málefni. Þá mun Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra ávarpa fundargesti. Selfoss: Sigurdur Einars- son í Listasafiiinu Selfossi. SIGURÐUR Einarsson opnaði málverkasýningu í Listasafni Árnesinga laugardaginn 14. október. Myndefiii Sigurðar er landið og fólkið. Á sýningu Sigurðar eru 30 smá- myndir auk 17 olíumynda á striga og stór vatnslitamynd. Sigyirður hefur haldið þrjár einkasýningar, eina á Hornafirði og tvær í Þrasta- lundi. Hann hefur sýnt fimm sinn- um með Myndlistarfélagi Árnes- sýslu og átti myndir á sumarsýn- ingu Gallerís Nýhafnar í Reykjavík í júlí. Sýning Sigurðar er opin daglega klukkan 17.00-19.30 og lýkur 22. október. — Sig. Jóns. Afhenti trúnað- arbréf Nýlega afhenti Hjálniar W. Hannesson, sendiherra, Dr. Kurt Waldheim, forseta Austurríkis, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Austurríki, með aðsetri í Bonn. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hallgrímur Sigurðsson og Saga Jónsdóttir i Frúnni í Hamborg. Vestmannaeyjar: Arnarflug sækir um áætlunarleyfi V estmannaeyj u m. ARNARFLUG efndi fyrir skömmu til kynningar á starf- semi sinni í Eyjum. Kynningin fór fram á veitingastaðnum Mun- inn en einnig var fólki boðið í flugferð með Dornier-vél félags- ins. Arnarflug hefúr nú sótt um leyfi til áætlunarfiugs til Vest- mannaeyja, en um næstu áramót rennur núverandi áætlunarleyfi út. Á kynningu félagsins var aðal- áhersla lögð á að kynna áætlunar- staði félagsins erlendis. Bæklingar með upplýsingum lágu frammi og á staðnum var Frúin í Hamborg, sem tók á móti gestum á skemrhti- legan hátt, og hengdi í þá merki og ýmislegt skraut. Áuk þess að kynna millilanda- flug félagsins þá var einnig í gangi kynning á innanlandsdeild Arnar- flugs. Arnarflug hefur um nokk- urra ára skeið haldið uppi áætíun- arflugi til ýmissa staða innanlands. Nú hyggjast þeir auka þá starfsemi sína og hafa sótt um leyfi til áætl- unarflugs til Eyja. Arnarflug hefur staðið fyrir undirskriftasöfnun í Eyjum af þessu tilefni og hefur fjöldi Eyjamanna skrifað undir meðmæli með því að félagið fái leyfi til áætlunarflugs til Eyja. Þegar kynning félagsins stóð í Eyjum var bæjarstjórninni og fleir- um boðið til flugs með Dornier-vél félagsins, en þeir hyggjast nota slíkar vélar í flugið til Eyja ef leyf- ið fæst. Grímur Ný verslun með náttúrusteina BERGLIST, ný sérverslun með náttúrusteina og skartgripi úr náttúrusteinum, hefur verið opn- uð á Laugavegi 11 við Smiðju- stíg. Þar verður einnig ýmislegt ann- að á boðstólum, meðal annars heilsusnakk og drykkir. Opnunartími er milli klukkan 1 og 6 virka daga. Eigandi er Leifur Leopoldsson. landsflugi sem bæði sýmr þraut- seigju varðandi þjónstu við hina smærri staði á landsbyggðinni svo og sérstaklega mikilli þjónustu- tryggð við Siglfirðinga. Daglegt flug Arnarflugs innanlands hf. til hinna minni staða á landsbyggðinni er mjög mikilvægt í sambandi við vöxt og viðgang hvers sveitarfé- lags. Bæjarráð Siglufjarðar skorar því á háttvirtan samgöngumálaráð- herra, Steingrím J. Sigfússon, að veita Arnarflugi innanlands hf. fleiri sérleyfi til að fljúga á og með því treysta framtíðarrekstur fé- lagsins. Aukin verkefni með fleiri sér- leyfuni gerir félaginu kleift að end- urnýja flugvélakost sinn og um leið auka enn frekar og bæta þjón- ustuna við þau sveitarfélög sem Arnarflug nþ þjónar, íbúum sveit- arfélaganna til mikilla hagsbóta. Bæjarráð Siglufjarðar veitir Arnarflugi innanlands hf. bestu meðmæli sín fyrir góða og trygga þjónustu á undanförnum árum og væntir þess að njóta sömu þjónustu . og áður og vonar um leið að fleiri sveitarfélög á landsbyggðinni fái notið hennar á komandi árum.“ - mj Námskeið í kvennaft’æðum HELGA Siguijónsdóttir, heldur námskeið í kvennafræðum, um sögu kvennabaráttu, stefnur og strauma í kvennapólitík, kvenna- inenningu og fleira í Menntaskól- anum í Kópavogi við Digranes- veg næstu vikurnar. I næstu viku hefst sex vikna byijendanám- skeið fyrir kon- ur og flögurra vikna frani- haldsnámskeið fyrir þær konur sem hafa verið áður á nám- skeiðum hjá Helgu. Kennt er eitt kvöld í viku á hvoru námskeiði, tveir og hálfur til þrír tímar í senn. Auk þess geta kvennahópar og aðrið námshópar pantað sérstakt námskeið. SigluQörður: Styðja umsókn Arnarflugs Siglufirði. BÆJARRÁÐ Siglufjarðar hefúr lýst yfir trausti sínu og ánægju með að Arnarflug innanlands hf. skuli sækja um endurnýjun á flugsérleyfi sínu á leiðinni Reykjavík-Siglufjörður-Reykja- vík. I samþykki bæjarráðsins segir: „Arnarflug hefur í fjölda mörg ár þjónað Siglfirðingum vel og dyggi- lega með reglubundnum beinum ferðum milli Reykjavíkur og Siglu- fjarðar og flugmenn félagsins búa yfir allt að 30 ára reynslu á innan- Mæisku- og rök- ræðukeppni ITC FYRSTA mælsku- og rökræðu- keppni III ráðs ITC á starfsárinu 1989-1990 verður baldin í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi, A-sal, klukkan 14, sunnudaginn 22. október 1989 ITC Ösp frá Akranesi legg- ur fram þá til- lögu að göng verði lögð undir Hvalfjörð og hafist verði handa strax í nóvember 1989 ITC Melkorka styður tillöguná en ITC Ösp er á móti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.