Morgunblaðið - 18.10.1989, Qupperneq 29
MORGJJNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 1989
Sambýli:
Lokaskrefið í endur-
hæfingu geðsjúkra
Geðverndarfélag íslands er 40
ára um þessar mundir. Tilgangur
þess hefur einkum verið að vinna
að bættum aðbúnaði og meðferð
geðsjúkra og efla þá þjónustu sem
heilbrigðiskerfið veitir. Um mörg
undanfarin ár hefur Geðverndarfé-
lagið beitt sér fyrir uppbyggingu
endurhæfingarþjónustu fyrir geð-
sjúka.
Geðverndarfélagið hefur hins
vegar yfir engu íjármagni að ráða
öðru en því sem kemur frá fólkinu
í landinu. Geðsjúkdómar og geðræn
vandamál eru það algeng, að flestir
þjóðfélagsþegnar hafa af þeim bein
eða óbein kynni. Með aukinni
fræðslu og opnari umræðu hefur
óttinn við þessa sjúkdóma smám
saman vikið fyrir velvild almenn-
ings til úrbóta á þessu sviði og
áhuga fyrir því að leggja geðsjúkum
lið.
Þetta hefur hvað skýrast komið
fram í starfi Kiwanis-hreyfingar-
innar á íslandi, sem hefur tekið
þessi mál upp á sína arma í sam-
vinnu við Gerðverndarfélagið og
beitt sér fyrir fjársöfnun til stuðn-
ings málefnum geðsjúkra. Viðbrögð
almennings hafa orðið frábærlega
góð og mikið fé safnast. Var það í
fyrstu lagt til uppbyggingar endur-
hæfingaraðstöðu við Kleppsspítal-
ann, en síðan í byggingu áfanga-
staðar fyrir geðsjúka í endurhæf-
ingu í Álfalandi 15 í Reykjavík, sem
tók til starfa fyrir nokkrum árúm.
Fyrir 40 árum, þegar Geðvernd-
arfélagið var stofnað, var Klepps-
spítalinn eina geðsjúkrahúsið á
landinu. Þá var meiri hluti legurýma
bundinn af langlegusjúklingum,
sem við þáverandi aðstæður áttu
litla möguleika á að komast út í
lífið á nýjan leik. Þetta takmarkaði
mjög þann hóp sjúklinga sem hægt
var að sinna, og sjúklingar sem
útskrifuðust á ári hveiju fylltu vart
hundraðið. Síðan hafa orðið
stórstígar framfarir í lækningum
geðsjúkra hvað snertir lyfjameð-
ferð, sállækningar og félagslegar
aðgerðir. Þótt leguplássum hafi
fækkað á þessum tíma, hefur að-
búnaður allur stórbatnað og nú fara
um 1700 innlagðir sjúklingar 1
gegnum meðferð á Geðdeild Land-
spítalans (en Kleppsspítaiinn er nú
hluti af henni) á ári hverju, auk
mikils fjölda sem sækir göngudeild-
arþjónustu.
Þessi árangur hefur m.a. náðst
með síaukinni áherslu á endur-
hæfingu geðsjúkra, bæði með að-
gerðum til að koma í veg fyrir að
sjúklingar staðni í sjúkdómsástandi
sínu og með því að þjálfa til sjálfs-
hjálpar þá sem lengi hafa dvalið á
geðdeildum vegna varanlegra geð-
sjúkdóma. Þannig hefur tekist að
fækka langlegusjúklingum á geð-
deildum. Við þetta hefur meðferð-
arkeðjan teygst út fyrir veggi
sjúkrahússins, en lokaþáttur hennar
er að skila þjóðfélaginu fólki, sem
getur lifað sjálfstæðu og hamingju-
sömu lífi á eigin heimilum og í at-
vinnulífinu.
Flestir sjúklingar sem leggjast
inn á geðdeildir fara heim og til
fyrra lífs eftir að hafa fengið með-
ferð á móttöku- og meðferðardeild-
um. Nokkur hópur er þó haldinn
þrálátum og langvarandi sjúk-
dómum, sem gerir þá ófæra að lifa
sjálfstæðu lífi og margir þeirra eiga
ekki heimili eða fjölskyldu, sem
hefur aðstöðu til að taka við þeim.
Margir þessara sjúklinga hefðu áð-
Brids
Arnór Ragnarsson
Bridsdagur í Keflavík
Bridsfélag Suðurnesja gengst fyrir
Bridsdegi í Keflavík laugardaginn 21.
október í sal Karlakórs Keflavíkur í
Vesturbraut 17 (KK-húsið).
Hátíðin hefst með aðalfundi félags-
ins kl. 13.00 og strax að honum loknum
verður keppni í tvímenningi þar sem
peningaverðlaun eru í boði. Þátttöku-
gjald er kr. 500 á spilara. 1. verðlaun
verða 6.000 krónur, 2. verðlaun 4.000
kr. og 3. verðlaun 2.000 kr.
Kl. 19.30 hefst síðan árshátíð félags-
ins á sama stað þar sem borðaður verð-
ur tvíréttaður hátíðamatur og strax
eftir borðhald verða verðlaun fyrir
síðasta keppnistímabil afhent. Eftir
verðlaunaafliendingu er svo farið niður
í Glaumberg og horft á skemmti- og
rokksýninguna Rokk, sviti og pilsaþyt-
ur. Verð er aðeins kr. 2.500 á mann.
Stjórnin hvetur alla meðlimi félags-
ins til að tilkynna þátttöku til Jóhannes-
ar Sigurðssonar í síma 12621, Heiðars
Ragnarssonar í síma 14810 og Þórðar
ur orðið langlegusjúklingar. Nú er
hins vegar lögð áhersla á að skapa
sem best skilyrði til endurhæfingar
þeirra, svo að þeir geti snúið til
hins daglega lífs utan spítalans á
ný-
Endurhæfingin hefst inni á
sjúkrahúslnu á áfangadeildum, þar
sem þeir eru þátttakendur í daglegu
iífi, samveru og samvinnu fólksins
á deildinni og taka á sig ábyrgð
og skyldur, eins og hvert annað
heimilisfólk. Þeir fá tækifæri til að
þjálfa huga og hönd í iðjuþjálfun,
og á dagdeildinni geta þeir sótt
markviss námskeið í félagslegri
þjálfun og sjálfshjálp. í tengslum
við geðdeildirnar er einnig rekið
fyrirtæki, Bergiðjan, sem framleiðir
vörur, sem þegar hafa unnið sér
tryggan sess á almennum markaði.
Þetta er verndaður vinnustaður, þar
sem sjúklingum gefst kostur á að
sækja vinnu og fá þar starfsþjálf-
un, sem býr þá undir störf á hinum
almenna vinnumarkaði. Margir
dveljast einnig um lengri eða
skemmri tíma á Reykjalundi, þar
sem markviss endurhæfing af þessu
tagi fer fram.
Næsta skref endurhæfingarinnar
er áfangastaður utan sjúkrahúss-
Kristjánssonar í síma 14441. Einnig
er áhugafólki um brids bent á þetta
góða tækifæri til að horfa á og kynna
sér hvernig keppnisbrids fer fram.
Stórmót í parakeppni
Laugardaginn 18. nóvember verður
haldið sjlfurstigamót í parakeppni, hið
fyrsta sinnar tegundar i sögu brids-
íþróttar á íslandi. Mótshaldari er Brids-
klúbbur hjóna, fyrirkomulag og stiga-
gjöf er samkvæmt reglum Bridssam-
bands íslands. Spilaður er barómeter
með tölvuútreikningi. Verðlaun sem
veitt verða eru:
1. kr. 80.000.
2. kr. 50.000.
3. kr. 30.000.
4. kr. 15.000.
Helmingur allra verðlauna verða
peningaverðlaun ti! parsins sem daman
tekur á móti fyrir hönd parsins. Síðari
helmingur verðlaunanna skiptist í
tvennt, annar helmingur sér verðlaun
til dömunnar og hinn helmingur sér
verðlaun til herrans. Spilastaður er
Sigtún 9. Skráning í mótið er í síma
Bridssambandsins.
Gylfi Ásmundsson
„Kiwanis-hreyfingin
ætlar nú enn á ný að
beita sér fyrir flársöfn-
un í þágu geðsjúkra, og
hefiir verið ákveðið að
verja fénu til stofnunar
sambýlis fyrir þá sem
hafa lokið endurhæf-
ingu vegna geðsjúk-
dóma.“
ins, nokkurs konar verndað heimili,
þar sem vistmönnum gefst tæki-
færi, undir nauðsynlegri leiðsögn
og stuðningi, til að læra að taka
ábyrgð á sjálfum sér, eigum sínum
og fjármálum, að umg-angast og
mynda tengsl við aðra innan og
utan heimilisins, að venjast því að
1
fara út að vinna, mæta á réttum
tíma og standa við skuldbindingar
sínar, svo eitthvað sé nefnt.
Lokaskrefið er síðan að hverfa
til síns heima og skapa sér sjálf-
stæða tilveru. Það skref getur þó
orðið mörgum hið erfiðasta eftir
langvarandi vernd. Því er hætt við
að heimilið, sem átti aðeins að vera
áfangastaður á leiðinni, ver§i dval-
arstaður til lengri tíma. Þar með
teppist leiðin fyrir aðra, sem þurfa
að fara þessa endurhæfingarleið. Á
þessu verður að finna lausn, sem
hjálpar þessum einstaklingum að
eignast eigið heimili og um leið
greiðir fyrir endurhæfingu annarra
sjúklinga.
Kiwanis-hreyfingin ætlar nú enn
á ný að beita sér fyrir fjársöfnun í
þágu geðsjúkra og hefur verið
ákveðið að veija fénu til stofnunar
sambýlis fyrir þá sem hafa lokið
endurhæfingu vegna geðsjúkdóma.
Á síðustu árum hafa verið stofn-
uð sambýli fyrir fólk úr hinum
ýmsu hópum fatlaðra. Hér er um
að ræða raunveruleg og varanleg
heimili, þar sem 5-6 einstaklingar
búa saman og hafa sameiginlegan
heimilisrekstur. Ekki er minnst um
vert, að þeir hafa félagsskap og
stuðning hver af öðrum. Þessi sam-
býli hafa gefist vel. og fyrir geð-
sjúka að lokinni endurhæfingu virð-
ist þetta vera hin ákjósanlegasta
lausn, ef þau væru fyrir hendi. Með
átaki Kiwanis-hreyfingarinnar og
stuðningi almennings nú sem
endranær verður stigið stórt'fram-
faraspor í endurhæfingarmálum
geðsjúkra.
Höfitndur er sálfræðingur.
íslandsmót kvenna og yngri
spilara
Skráning í íslandsmót kvenna og
yngri spilara í tvímenningi stendur nú
yfir, en mótið fer fram helgina 21.—22.
október. Spilaður er barómeter, með
sömu spilum fyrir báðar keppnir.
Keppnisstjóri er Agnar Jörgensen og
reiknimeistari Kristján Hauksson. Rétt
til þátttöku í yngri spilaramótinu hafa
allir þeir sem fæddir eru 1. janúar
1965 og síðar. Vegna fyrirkomulags
mótsins þar sem raða þarf spilum fyrir-
fram, eru þeir sem hug hafa á að taka
þátt í mótinu beðnir að skrá sig hið
fyrsta i síma Bridssambandsins,
689360. Áætlað er að spilamennska
hefjist kl. 13.00, laugardaginn 21. októ-
ber.
Ilw Jé
SJÁLFSTŒDISFLOKKURINN
FÉLAGSSTARF
Aðalfundur
sjálfstæðisfélagsins
Ingólfs, Hveragerði
verður haldinn laugardaginn 21. október á
Hótel Örk, ráðstefnusal, kl. 17.00.
Dagskrá;
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Kl. 19.00.
Mæting á enska barnum fyrir sjálfstæðisfólk og maka þeirra.
Kl. 20.00.
Sameiginlegur kvöldverður.
Árni Johnsen mætir með gitarinn og stjórnar fjöldasöng.
Helgi Þorsteins og Kristinn Kristjáns þenja nikkurnar.
Sýnum samstöðu og mætum öll.
Stjórnin.
Sauðárkrókur
- sjálfstæðiskonur
Fundur verður i Sjálfstæðiskvennafélagi Sauðárkróks i Sæborg mið-
vikudaginn 18. október kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Ný afstaðinn landsfundur.
2. Jólabasar.
3. Önnur mál.
Sjálfstæðiskonur verið velkomnar og takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
Þorsteinn og Davíð
á Selfossfundi
um þjóðmálin
Fundur verður haldinn í Hótel Selfossi miðvikudaginn 18. okt. kl.
20.30. Þar munu Þorsteinn Pálsson, alþingismaður, formaöur Sjólf-
stæðisflokksins, og Davíð Oddsson, borgarstjóri, varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, ræða þjóðmálin og væntanlegar sveitarstjórnakosn-
ingar. Fundurinn er öllum opinn.
Sjálfstæðisfélögin á Suðurlandi
og kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins
á Suðurlandi.
smá auglýsingar
fÉLAGSLÍF
□ GLITNIR 5989 18117 = 1
I.O.O.F. 9 = 17110188’/! =
I.O.O.F. 7 = 17110187’/! = 8.I
- 9.II.
□ HELGAFELL 598910187
IV/V 2.
Stúkan Einingin nr. 14
Fyrsti fundur vetrarins i Templ-
arahöllinni i kvöld kl. 20.30.
Haustdagskrá í umsjón hag-
nefndar. Mætum öll.
Æðstitemplar.
ÉSAMBAND ISLEN2KRA
____f KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssambandið
Almenn samkoma i sal kristni-
boðssambandsins, Háaleitisbraut
58-60, 3. hæð, i kvöld kl. 20.30.
Mikill söngur og einsöngur.
Friðrik Hilmarsson talar.
Þu ert velkomin.
Hörgshiíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma i kvöld
kl. 20.00.
M útívist
Fjallaferð um veturnætur -
óvissuferð! - 20.-22. okt.
Ein af hinum sigildu, vinsælu
Útivistarferðum. Upplýsingar og
miðar á skrifstofu, Grófinni 1,
kl. 12-18. Simar: 14606 og
23732. Sjáumst!
Útivist.
IBÍj Útivist
Myndakvöld Útivistar
Fyrsta myndakvöld vetrarins
verður haldið fimmtudaginn 19.
október i Fóstbræðraheimilinu,
Langholtsvegi 109 og hefst kl.
20.30. Sýndar verða myndir ur
Jökulsárgljúfri. Góðar kaffiveit-
ingar i hléi.
Sjáumst,
Útivist.