Morgunblaðið - 18.10.1989, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989
Minninff:
Gunnar Eggert
Júlíusson, nuddari
Fæddur 8. ágúst 1959
Dáinn 8. október 1989
Þær eru æðimargar minningarn-
ar sem sækja á hugann, nú þegar
Gunnar vinur minn heldur á ókunna
stigu.
Þegar við kynntumst í Súðarvog-
inum fyrir um 15 árum var oft
unun að hlusta á laxveiðisögurnar
frá Kjarrá þar sem Gunnar starfaði
sem leiðsögumaður. Bílaáhuginn
var okkur sameiginlegur og var
Gunnar þar sem í öðra mikill keppn-
ismaður og vann til verðlauna í bíla-
íþróttum. Samt átti ballskákin hug
hans seinni árin og vann hann verð-
laun þar í september sl. í geysi-
sterku móti. Þegar hinn alvarlegi
sjúkdómur kom í Ijós fyrir ári,
reyndi á karlmennsku hans. Unn-
usta Gunnars, Jórunn, stóð eins og
klettur við hlið hans allan tímann.
Ástin flytur fjöll og þau uppskáru
dásamlegt vor saman. Mörgum
stundum eyddum við saman í
bílskúrnum hjá mér í sumar.
Áhugamál Gunnars voru m.a.
dúfur, en aðstöðuleysi kom í veg
fyrir áframhald. Hann gat töfrað
fugl ofan úr tré, og lagni hans við
hunda var aðdáunarverð. Gunnar
lærði nudd' sem ævistarf og lauk
meistarastigi þar í. Af hinum geysi-
stóra hópi viðskiptavina mátti sjá
hæfni hans. Gunnar var að ráðast
í að opna nýja stofu ásamt Tomma
vini sínum í World Class, Heilsu-
ræktinni, þegar hann tók hinn
illvíga sjúkdóm. Drottinn gaf og
drottinn tók. í einlægri þökk við
hinn æðsta höfuðsmið himins og
jarðar sem gæddi Gunnar heitinn
svo ríkulega þeim gáfum, sem bestu
menn prýða og munu verða honum
ljósið sem lýsir veginn um hulda
heima.
Elsku Jórunn, við Heiða vottum
þér og fjölskyldunni okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Böddi og Heiða
Þeir deyja ungir sem guðirnir
elska. Okkur finnst það samt ósann-
gjarnt þegar ungur maður í blóma
lífsins er hrifinn brott úr þessu lífi.
Það eru ekki nema tveir mánuðir
síðan hann varð þrítugur. Við ól-
umst upp saman í nokkur ár hjá
henni Guðrúnu ömmu okkar á
Fjölnisvegi, og ég leit á Gunna sem
litla bróður minn, enda kallaði ég
hann alltaf Gunna bróður. Hann
ólst síðan upp hjá móður sinni,
Þrúði Pálsdóttur, og fósturföður,
Þorgeiri Yngvasyni. Fyrir nokkrum
mánuðum fluttu Gunni og Jórunn
unnusta hans í nýja íbúð á jarðhæð
hjá foreldram Gunna, þar sem Þor-
geir hafði útbúið litla og fallega
íbúð fyrir þau. Fyrir ári veiktist
Gunni af alvarlegum sjúkdómi sem
hann barðist hetjulega við og hann
missti ekki trúna á lífið, enda hafði
hann svo margt til að lifa fyrir. Það
rofaði til í hans veikindum og allt
virtist svo bjart framundan. Þá kom
áfallið. Síminn hringdi hjá mér rétt
eftir kvöldmat þann 8. okt., og
Þrúður sagði mér að Gunni væri
dáinn. Gunni þessi fallegi, bjarti
ungi maður. Hann er hoffinn sjón-
um okkar, en hann lifir í hjörtum
okkar.
Elsku Jórann, Deddý, Þorgeir,
Júlíus og fjölskylda, systkini, börn
og aðrir aðstandendur, mínar inni-
legustu samúðaróskir til ykkar
allra. Ég veit að þið hafið misst
mikið, en hann skildi líka mikið
eftir sig hjá ykkur. Ég bið góðan
Guð að styrkja ykkur í sorginni.
Gunnrún og fjölskylda
Mig langar að minnast hans
Gunna, eins besta drengs sem ég
hef á ævi minni kynnst, með þessu
einfalda vísubroti sem bar fyrir
augu mín fyrir mörgum árum og
mér lærðist. Hún segir þó allt sem
þarf að segja.
Allar stundir okkar hér
er mér Ijúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Höf. ókunnur).
Elsku Fjölnir, Jórunn og aðrir
aðstandendur, ég sendi mínar inni-
legustu samúðarkveðjur í sorg ykk-
ar.
Jóna Margrét Guðmundsdóttir
Við kveðjum vin okkar, Gunnar
Eggert Júlíusson, með miklum
söknuði og trega, og óneitanlega
kemur sú stóra spurning í hugann
af hveiju hann? En við fáum víst
ekkert svar.
Við huggum okkur við að honum
hlýtur að vera ætlað eitthvað annað
og meira þar sem hann er nú.
Margar góðar minningar eigum
t
Eiginkona mín,
MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR
frá Kópaskeri,
Hamraborg 14,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 19. október
kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórhallur Björnsson.
Sveina Sveinbjörns-
dóttir - Minning
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu, við andlát' og
útför eiginkonu minnar, móður, dóttur og tengdadóttur,
HULDU RÓBERTSDÓTTUR,
Sólbarði,
Bessastaðahreppi.
Sveinbjörn Hrafn Sveinbjörnsson, Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir,
Björn Sveinbjörnsson, Margrét Sveinbjömsdóttir,
Þórlaug Guðmundsdóttir, Róbert Bjarnason.
Margrét Sveinsdóttir,
Við jafn hörmuleg tíðindi, sem
sviplegt og ótímabært andlát ungr-
ar eiginkonu, móður og góðrar vin-
konu, verður hugur manns alger-
lega tómur í fyrstu.
Því næst fyllist hann heitri samúð
tii aðstandanda og fyrir þeim eru
beðnar allar þ.ær bestu bænir sem
maður á til. Smám saman taka
sfðan minningarnar að leita á hug-
ann.
Ég minnist Sólveigar Sveinu, hér
um slóðir var hún alltaf kölluð
Sveina.
Þær komu tvær, að vori til 1967,
ungar kaupakonur nýkomnar í
sveitina og börðu að dyrum heima
+
Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur vinarhug og samúð
við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa, langafa og langalangafa,
JÓNS ÓSKARS PÁLSSONAR
frá Seljanesi,
Reykjabraut 9,
Reykhólum.
Ingibjörg Sveinsdóttir,
PállJónsson, Unnur Stefánsdóttir,
Sveinn Jónsson, Dagbjört Hafsteinsdóttir,
Magnús Jónsson, Dagný Stefánsdóttir,
Jón Hjálmar Jónsson, Svala Sigurvinsdóttir,
Sesselja Jónsdóttir, Wivi Hassing,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför,
GUÐMUNDAR EIRÍKSSONAR BREIÐ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á ellideild sjúkrahússins á Sauðár-
króki.
Jórunn Guðmundsdóttir,
Svanhildur Sigfúsdóttir,
Steindór Sigfússon,
Guðmunda Sigfúsdóttir,
Sindri Sigfússon,
Jón Guðmundsson,
Sigfús Steindórsson,
Haukur Sigfússon,
Jóhanna Óskardóttir,
Jón Björn Sigurgeirsson,
Erna Reynisdóttir,
og barnabarnabörn.
Skólavörðustíg 12
á horni Bergstaðastrætis
sími 19090
hjá mér. Sú ljósskolhærða með
slétta hárið og toppinn næstum
niðri í augum var svolítið feimin,
en spurði þó með svo hýru brosi,
hvort kaupakonan mín og sonur
minn, sem voru á svipuðum aldri,
vildu ekki koma út að labba með
þeim. Þetta var fyrsta heimsóknin
hennar Sveinu af ótal mörgum,
bæði þetta tiltekna sumar og svo
mörg eftir það, því að hún var eins
og farfuglarnir, hún kom á vorin
og fór á haustin lengst af.
Við kynntumst vel á þessum
árum, þegar unglingarnir gengu út
og inn hjá mér í frístundum sínum
og hlátrasköllin glumdu við, eða
þegar ég fylgdist með þeim í fót-
bolta á túninu fyrir utan eldhús-
gluggann minn.
Sveina var alltaf með sama hýra
brosið og með tímanum náði brosið
líka til augnanna, sem urðu svo
hlý, þó að ekki væra höfð mörg orð
um það.
Árin liðu og unga stúlkan hætti
að vera kaupakona. Það var svo
margt fleira sem þurfti að gera,
læra í almennum skóla og einnig í
skóla lífsins. Hún kom samt oft til
sinna fyrri húsbænda í sveitinni,
þar sem hún undi sér svo vel og
þá fengum við á mínum bæ líka
oft heimsókn lengri eða skemmri,
eftir því sem tíminn leyfði, stundum
var hún mikið að flýta sér og var
þotin á stundinni, en alltaf skildi
við um góðan dreng, sem of langt
yrði að telja upp hér en sérstaklega
viljum við minnast þess að seinni-
partinn í sumar fengum við að njóta
þess að fá Gunnar og Jórunni með
litla drenginn sinn til okkar í sumar-
bústaðinn, og dvöldu þau hjá okkur
í einn sólarhring í dásamlegu veðri,
og var margt sér til gamans gert
og erum við þakklát í hjarta okkar
fyrir þessar samverustundir.
Kæra Jórunn og Gunnar Eggert,
og fjölskyldan að Súlunesi 10, Guð
gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg.
Kær kveðja,
Nonni og Inga.
Vegir Guðs eru órannsakanlegir,
flaug í gegnum hugann, er ég frétti
ótímabært lát góðs vinar og gam-
als samstarfsmanns. í rétt eitt ár
hafði Gunnar Eggert barist við
skæðan sjúkdóm, sem hann ætlaði
sér að yfii-vinna. Með trú sinni, vilja-
styrk og bjartsýni að vopni, virtist
honum ætlast að takast það, en svo
kom snöggt bakslag, sem honum
var um megn. Gunnar hóf verklegt
nám 1981 í almennu nuddi á nudd-
stofunni Sauna, Hátúni. Dugnaður
hans og ósérhlífni voru í fyrirrúmi,
verkin látin tala í orðsins fyllstu
merkingu. Gunni starfaði síðan
sjálfstætt með breiðan hóp við-
skiptavina, m.a. í Sólarlandi
(Hamraborg) og í Dansstúdíói Sól-
eyjar. Réttindamál nuddara vora
honum hugleikin og átti hann sinn
þátt í því að endurvekja Félag
íslenskra nuddara 1985, og sitja í
stjórn þess fyrsta árið. Er það kald-
hæðnislegt nú við fráfall hans, að
loks hyllir endanlega undir lög-
verndun félagsins.
Hann var dagfarsprúður, hein-
skilinn og glaðsinna í góðum félags-
skap. Gunni hafði mikið dálæti af
hún eftir hlýjan og hressandi and-
blæ, sem fylgdi henni jafnan.
Þó að Sveina tæki ástfóstri við
Hranamannahrepp, þá var það
norður i Þingeyjarsýslu sem hún
settist að og þar voru hennar mestu
hamingjudagar.
Aldrei gleymdi hún þó gömlu
kunningjunum. Jóiakortin komu
reglulega og nokkur orð sem fylgdu
jólakveðjunni, báru því glöggt vitni
að þarna á indæla heimilinu sínu
hafði hún fundið hamingjuna, hjá
eiginmanni og börnum sínum elsku-
legum.
Þó að langt væri orðið á milli
okkar gat maður alltaf átt von á
að Sveina birtist einn góðan veður-
dag, bara svona rétt í leiðinni, eins
og hún sagði stundum og marga
kveðjuna fékk ég frá henni eftir
ýmsum leiðum. Svona var hún
tryggur vinur.
Nú er hún farin, að hausti, með
farfuglunum líkt og fyrrum og eftir
sitjum við hnípin, því að við vitum
að hún hefur verið kölluð inn á lönd
eilífðarinnar, og á þessari stundu
skiljum við ekki tilganginn.
Þessi fátæklegu orð eiga að vera
kveðjuorð frá mér og börnum
mínum, með þakklæti fyrir trygga
vináttu. Við geymum hana í minn-
ingunni.
Ég bið Guð að halda verndar-
hendi yfir börnunum hennar Sveinu
og að hann gefi manninum hennar
styrk í hans sáru sorg. Foreldrum
hennar, systrum og öðrum aðstand-
endum votta ég innilega samúð.
Hvíli hún í friði.
S.H.