Morgunblaðið - 18.10.1989, Síða 41

Morgunblaðið - 18.10.1989, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989 rrr VELNAKANDI SVAR/R í SÍMA I 69128ÍKL. 10-12 , FRÁ NÁNUDEGI 1^tí TIL FCSTUDAGS P . ívr u-Tfti U~Y uM'U Enn um hraðahindranir EKKITIL GÓÐS Til Velvakanda. Ég vil leyfa mér að koma á framfæri nokkrum athugasemd- um varðandi bréf Margrétar Sæ- mundsdóttur forskólafulltrúa þann 12. október sl. Telur hún að hraða- hindranir, séu þær rétt úr garði gerðar, séu skaðlausar ökutækjum á löglegum hraða. Ef svo er, eru ótrúlega margar hraðahindranir hér í bæ ekki „rétt“ gerðar. Hraða- hindranir bæjarins eru hver með sínu móti; ávalar, kúptar, með hvössum brúnum, og Garðbæingar státuðu til skamms tíma af einni tveggja hæða, sem engum bíl var óhætt að fara yfir hraðar en sem nemur gönguhraða skjaldböku. En ekki aðeins hraðahindranirnar eru misjafnar, heldur bílarnir líka. Ég hef setið í Citroén-bíl, sem smýgur aldrei mýkra yfir hraðahindranir en þegar ekið er á kolólöglegum hraða. Aftur á móti á ég sjálfur bandarískan bíl, sem (og ég tek það fram að bíllinn er í fyllilega lögmætu ástandi) ég veit af bit- urri reynslu að getur ekki farið yfir hraðahindrun á 30 km hraða, án þess að eiga á hættu að reka trýnið í götuna. Fleiri dæmi veit ég um, og væri gaman að heyra fleiri bíleigendur tjá sig um þetta. Svr mikið er víst, að ekki er hægt að alhæfa um hámarkshraða bíla yfir hraðahindranir, og ætti það eitt sér að nægja til þess að sanna gagnsleysi þeirra. En það sem er þó verra, er að hraðahindranir eru oft hinar verstu slysagildrur. Vil ég hér benda á nokkur dæmi: 1) Við Rauðarárstíg var nýlega sett upp hraðahindrun. Leið um- talsverður tími frá því að gerð hennar var lokið, þar til aðvaranir af nokkru tagi voru settar upp til að vara ökumenn við breyting- unni. Þarf vart að taka fram hvílík slysahætta hlýst af þessu. 2) Við norðanverðan Reykja- veg (nálægt Sundlauginni í Laug- ardal) eru tvær hraðahindranir á stuttum kafla, sem eru svo kúpt- ar, að enginn bíll kemst yfir þær með eðlilegu móti. Undirritaður hefur enn ekki þorað að fara yfir þær á fullra 30 km hraða, slík er byltan á jafnvel enn minni ferð. 3) Út um allan bæ eru hraða- hindranirnar illa merktar og illa staðsettar. Slíkt er stórhættulegt í vetrarumferð, þar sem allur slíkur óvæntur ófögnuður getur komið mönnum til að nauðhemla, og við nauðhemlun í hálku verða flestir árekstrar. Kæra Margrét Sæmundsdóttir. Þú nefnir að hraðahindranir eigi að hafa „vit“ fyrir slæmum öku- mönnum og „stýra aksturslagi þeirra“. Venjulegu fólki er yfirteitt ekki mikið gefið um að láta hafa „vit“ fyrir sér, en það er þó nauð- synlegt í þessu tilviki. Hins vegar álít ég, að hraðahindranir séu það versta, sem hægt er að gera um- ferðarmenningu okkar íslendinga. Slæmur, stressaður og skapstirður ökumaður verður að mínu mati aðeins enn verri, stressaðri og skapstirðari — og þar með hættu- legur umhverfi sínu — ef hann þarf að brölta yfir hundruð mal- biksþústna til þess að komast leið- ar sinnar. Er ekki vel hugsanlegt, að þessi slæmi ökumaður spæni af stað á ofsahraða eftir að hafa lokið malbiksþúfnarallíinu? Kannski keyrir hann þá niður lítið barn. Og hveijum hafá hraða- hindranirnar þá gagnast? Að „stýra aksturslagi" ökumanna með þessum hætti, held ég að verði aðeins á verri veg. Við minnkum ekki hraðann og streituna í umferðinni með því að hindra fólk í að komast leiðar sinnar. Það verður aðeins gert með róttækri hugarfarsbreytingu, fræðslu, og fyrst og fremst með meira eftirliti. Hraðahindranir Til Velvakanda. Mörg mistök hafa stjórnarherr- ar okkar geit um dagana, og hef- ur þeim fjölgað ískyggilega síðustu'árin. Eitt af alvarlegu mistökunum, sem verið er að gera þessa dagana og verður því miður ekki lagfært (eins og erlendar skuldir okkar) er að nú skal, samkvæmt ákvörðun og beiðni frænda okkar í Skand- inavíu, með allri skírskotun til mannúðarsjónarmiða og svo fram- vegis, flytja inn og gera að íslend- ingum 60 Kínvéija. Ég er þess fullviss að mikill meirihluti íslend- inga er andsnúinn þessu, hvort sem þeir láta það í ljós eða ekki, enda er einu sinni of oft í þessu máli. Ég er sannfærður um, að ef til stæði að flytja inn til Banda- ríkjanna 60.000 Kínveija, mundi heyrast hljóð úr horni, en 60.000 eiga aðeins að finnast við staði eins og.skóla, þar sem þeirra er ótvíræð þörf. En fyrirbæri eins og sjö hraðahindranir í röð á stuttum kafla, eins og er víða í Breiðholt- inu, skapa aðeins óþægindi, ama og slysahættu. Fækkum hraða- hindrunum, og þá munu eflaust fleiri brosa í umferðinni. Bíleigandi innflytjendur til þeirra samsvara 60 til okkar litlu þjóðar. Ég efast stórlega um, að verið sé að gera þessu fólki gott með flufningi þess til okkar norræna landg, svo ekki sé minnst á önnur vandamál, sem uppkoma vegna litarháttar-, tungu- og gerólíkrar hugsunar. Sameinumst um að styrkja bú- setu þess í þeirra eðlilega um- hverfi, en látum vera að reyna að gera það að íslendingum. Ein- hvern veginn get ég ekki hugsað mér Kínveija að ferðast um heim- inn með íslenskt vegabréf. J.B. hemladiska á öllum gerðum bíla, án þess að taka þá af bílnum! rijót og ódýr þjónusta. BÍLABORG H.F. FOSSHÁLS11, SÍMI 68 12 99 Innilegar þakkir til allra, sem heiöruðu mig á sjötíu ára afmœlinu 6. október síðastliðinn. Eg þakka af alhug heimsóknir, gjafir, heilla- skeyti og umfram allt fögur orð og mikinn hlýhug í minn garð. Guð blessi ykkur öl/. Þorsteinn Ólafsson, kennari. lm ein M'fjP'f*4, oktober í okkar Samvinnuferdir-Landsýn Austurstrœti 12-«91-69-10-10 ■ Hótel Sögu viðHagatorg • «91-62-22-77 Suðurlandsbraut 18 ■ S 91 -68-91 -91 ■ Akureyri: Skipagötu 14 • S 96-2-72-00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.