Morgunblaðið - 22.10.1989, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OK-TÓBER
4 CP
um skilningi. Bók hans „Awlád
Háritná" eða „Börn okkar hverfis“
vakti mikla ólgu hjá egypskum trú-
arleiðtogum. Mótstaðan varð til
þess að Mahfouz hætti að skrifa í
nokkur ár. Það er fróðlegt að fá
álit rithöfundai', sem kemur úr
sama umhverfi og Rushdie. Og ég
spyr: — Hvað finnst þér um þann
úlfaþyt, sem bók Rushdies, „Sálmar
Satans“, hefur vakið? Mahfouz tek-
ur viðbragð og það er greinilegt að
þessi stillti maður getur reiðst.
Hann kveður fast að orði, þegar
hann segir: „Það hlýtur alltaf að
verða stríð á milli svona afbrigði-
légra skrifa og siðmenntaðs þjóð-
félags. Túlkun hans fer langt yfir
velsæmismörk. Hinaeðlilegu túlkun
á trúarbrögðum kóransins getur þú
fundið bæði í háleitum trúarritum
og hjá öllu venjulegu fólki. Það
þarf ekki að leita skýringa hjá öfga-
mönnum eins og Rushdie." — Mega
rithöfundar þá ekki skrifa eins og
þeim býr í bijósti? „Ég geri það,“-
segir Mahfouz ákveðinn, en það
má ekki ofbjóða siðferðiskennd
fólksins.
Við förum út í að ræða um þá
fordóma og skilningsleysi, sem
arabaþjóðir hafa oft mætt hjá vest-
rænum þjóðum. Og ég spyr hvort
hann álíti að aukinn ferðamanna-
straumur. muni spilla menningu
Egypta? „Öll samskipti þjóða, sem
fara fram í bróðerni eins og ferða-
þjónusta eru til góðs. Þau auka
skilning á beggja högum." Og við
komum inn á Palestínuvandamálið.
Ég segi frá viðtaii, sem ég átti við
fólk frá vesturbakkanum og að ég
hafi mikla samúð með málstað Pal-
estínumanna. Mahfouz segir að
vandamálið sé fyrst og fremst á
milli ísraelsmanna og araba. Þeir
þurfi sjálfir að leysa sín mál. Auð-
vitað geti Bandaríkin hjálpað til
þess, að allir setjist hlið við hlið til
að ræða um úrlausn. „Palestínumál-
ið er á lokastigi til blessunar fyrir
alla,“ segir Mahfouz. „Allt mann-
kynið á að geta lifað saman í friði.“
— Sérð þú fyrir þér að araba-
þjóðirnar sameinist eins og Evrópu-
ríkin? Þessi spurning finnst honum
mjög sniðug og hann hlær mikið,
en segir síðan: „Arabaríkin eru
mjög mismunandi. Nokkur eru kon-
ungsríki, eins og Saudi-Arabía og
Persaflóaríkin. Við hérna í Kaíró
búum við flokkakerfi fólksins. En
arabar hljóta að stefna í efnahags-
lega heild og — já, ég sé fyrir mér
að arabaríkin muni öll vinna saman
á endanum eins og Evrópuríkin."
Aðstoðarmaðurinn birtíst aftur í
gættinni og horfir áhyggjufullur
ýmist á klukkuna eða mig. En
Mahfouz lætur sem hann sjái hann
ekki. Ahmed segir hvort ég vilji
ekki vita um lífsferil nóbelsskálds-
ins. „Ég tók próf í heimspeki frá
ofþreyti sig. Við erum líka búin að
spjalla saman í 45 mínútur, lengur
en ég hafði getað látið mig dreyma
um. Ótal spurningar brenna ennþá
á mér, en ég stend upp. Við tölum
um að ég sendi honum eina eða
tvær, bækur Halldórs Laxness í
enskri þýðingu og ég gef honum
eintök af Lesbók Morgunblaðsins,
sem geyma ferðagreinar frá Egypt-
alandi í Ferðablaði. Honum þykir
vænt um það. Ég get ekki stillt
mig um að kyssa þennan viðfelldna
mann á kinnina um leið og ég kveð
og fæ koss á báðar kinnar á móti
— að arabasið.
Þegar stefnt er á ný í norðurátt
yfir árósa Nílar, reikar hugurinn
um einstakar minjar og sögu
Egyptalands. En yfir allar sýnir
kemur brosandi andlit Mahfouzs
sterkast upp í hugann. Umveíjandi
manngæska hans og lífsspeki gefa
vonir um bjartari framtíðarsýn og
betri heim.
háskóla Farouks konungs 1934,
sem núna heitir Kaíró-háskóli. Á
skólaárunum starfaði ég sem blaða-
maður. En síðan hef ég unnið í hin-
um ýmsu ráðuneytum þangað til
ég fór að helga mig skriftum 1972.
Ég er giftur og á tvær dætur. Það
má segja að ég hafi allt mitt líf
unnið sem opinber starfsmaður á
daginn, en verið rithöfundur á næt-
urnar,“ segir Mahfouz og hlær mik-
ið.
— Og íslenskur biaðamaður spyr
hvort hann vinni á tölvu? Mahfouz
réttir fram hendurnar og segir hlæj-
andi: „Þetta eru mínar tölvur! Ég
Fiskimenn rétt hjá Luxor
Greinarhöfimdur og Nóbelsskáldið - Hann er svo grannholda og rýr, að líkami hans sýnist örsmár i
hinni geysistóru skrifstof. En ér er ekki búin að vera lengi í samvistum við manninn, þegar ég finn
að persónuleiki hans fyllir út í skrifstofuna og nær langt út fyrir veggi hennar.
síns tíma, sem reynir að leysa hin
mannlegu vandamál með skrifum
sínum.
— Ertu að vinna að bók núna?
„Eitt annasamasta ár ævi minnar
er að baki og núna ætla ég að hvíla
mig, áður en ég fer að munda penn-
ann aftur.“ Mahfouz hefur haldið
fyrirlestra í Bandaríkjunum og
víðar á nóbelsárinu, og ekki haft
frið fyrir blaðamönnum heima.
„Síðastliðin tvö ár hef ég ekki verið
víð góða heilsu," heldur Mahfouz
áfram. „Ég er orðinn gamall maður
ein§ og þú sérð. Núna bíð ég eftir
endalokunum." Það er brosandi en
ekki sýnilega lífsþreyttur maður,
sem mælir þessi orð. — Trúir þú á
líf eftir dauðann? „Ég læt mig
dreyma um að byija nýtt líf,“ segir
Mahfouz og skellihlær.
Aðstoðarmaðurinn gengur nú inn
og segir við Ahmed að viðtalstíminn
geti ekki verið lengri. Kannski er
hann áhyggjufullur að Mahfouz
hef alltaf notað penna og blað við
öll mín skrif — ekki einu sinni rit-
vél. Hendurnar eru miklu mann-
legri og áhrifameiri tæki en tölvurn-
ar.“ En hann er áhugasamur að fá
að vita hvernig ég skrifa og spyr
margs um „tölvuskrif", eins og
hann kallar þau! Það er ótrúlegt
að hann skuli hafa handskrifað yfir
30 skáldsögur og meira en 100
smásögur. Hann hefur einhvern
tíma setið við að næturlagi!
. Það segir kannski eitthvað um
átök i verkum Mahfouz að fyrsta
skáldsaga hans frá 1939 ber nafn—
ið„Dagur hins rnikla stríðs“. Síðasta
skáldsagan er líka kennd við stríð,
„Hetjuljóð um stríð". Hún kom út
í franskri þýðingu í byijun þessa
mánaðar. — Ei' þetta stríðssaga?
„Því verða lesendur að svara,“ seg-
ir Mahfouz brosandi. „Þetta er sag-
an um hann Muhammed E1 Harab-
is. Hún greinir frá mannlífi . í
Egyptalandi, en líka frá lífi manna
alls staðar í heiininum. Mannlíf á
íslandi er mér ekki óviðkomandi,
alveg eins og líf hér í Egyptalandi
er þér ekki óviðkomandi. Við erum
öll eitt á þessari jörð. Ef þig langar
til að lesa söguna, þá get ég hugg-
að þig með því áð hún er hvorki
,of löng né of stutt," segir Mahfouz
brosandi. í arabaheiminum er beðið
með ofvæni eftir hveiri nýrri bók
frá Mahfouz. Hann er spámaður |
„Faðir óttans“ eða vörður Giza pýramidanna sem rís
upp úr myrkrinu eins og hann hefúr gert síðan 2600
f.Kr.
rSPÁMAÐURn
EgyptalandS
RÝMINGARSALA - RÝMINGARSALA
Gallabuxur j asar, 1.600,- Joggingbuxur 495,-
Flauelsbuxur j acj~ 1.600,- Úlpur 3.900,-
Vinnuskyrtur Samfestingar 895,- 1.900,- Vinnuvettlinar 100,-
VINNUFATABUDIN
Hverfisgötu 26,
sími 28550.