Morgunblaðið - 22.10.1989, Síða 22

Morgunblaðið - 22.10.1989, Síða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER I NUDDI RAGNAR SIGURÐSSON NEMI í NUDDI VAR ÞRJÚ ÁR I AUSTURLONDUM MIKILMGAST AÐ UPPUFA AUGNABUKH) -OG NJÓTA ÞESS „EG FERÐAÐIST um Austurlönd í tæp þrjú ár þar sem ég lærði ýmislegt um austræn trúarbrögð, heimspeki og lifhaðarhætti. Þessi reynsla nýtist mér í nuddinu núna þó þessir hlutir séu ekki beinlinis tengdir nuddi,“ segir Ragnar Sigurðsson nemi í nuddi. Rágnar er 29 ára og varðandi ferðalagið um Austurlönd seg- ir hann: „Ég var í stærðfræðinámi í Noregi þegar ég ákvað að taka mér stutt frí frá náminu og fara í nokkra mánaða ferðalag-um Asíu. Ég varð hins vegar svo heillaður af þessum löndum að dvölin varð á endanum tæp þrjú ár. Og þar með lauk ferli mínum sem stærð- fræðinema." Hvemig kom það til að þú fórst að kynna þér búddatrú? „Það var meira af tilviljun en ásetiiingi, en þau ár sem ég var I' Asíu reyndi ég að viða að mér þekk- ingu og_ reynslu um búddíska heim- speki. Ég varð einnig þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta hans heilagleika Dalai Lama og dvaldi meðal annars í búddísku klaustri í nokkra mán- uði. Þar átti ég þess kost að stunda íhugun og kynnast klausturlifnaði. Ég er samt ekki Búddatrúar," segir Ragnar, „er skráður í íslensku þjóðkirkjuna. Hins vegar má segja að ég trúi á trúna hversu undarlega sem það kann að hljóma og mér finnst margt heilbrigt og gott í þeim trúarbrögðum sem ég hef kynnst." Hvernig lítur þú á búddatrú? „Markmiðið í búddatrú er að stöðva hina elífu hringrás endur- fæðingarinnar og ein af forsendum þess er að maðurinn uppljómist. Ferlinu, eða tilveitinni lýkur ekki endilega með uppljómuninni sem slíkri heldur þarf að ná þessu þroskastigi til að geta orðið öllu sem lifir að gagni. Maðurinn fæð- ist, deyr og endurfæðist oft á þess- ari þroskaleið því sálin þarf oft mörg líf til að öðlast uppljómun. Það var Shakyamuni Búdda sem kenndi mönnum leiðina til uppljóm- unar. Það er mikil viska og mannkær- leikur í því sem Búdda kenndi og hann benti á leiðir til að skilja og öðlast irinsæi í hluti eins og sjálf- ,ið, þjáninguna og hverfulleikann. 'Ég held að það felist mikil viska í að skilja hverfulleikann. Við erum svo gjörn á að halda í það sem við höfum. Ég er hins vegar sannfærð- ur um að ekkert sé varanlegt, hvorki andlegt né veraldlegt ástand. Við fæðumst og deyjum, erum heilbrigð og sjúk, enim glöð og döpur, erum rík og íatæk, og okkur líður vel og illa. Allt virðist þetta ganga í bylgjum og ekkeit virðist varanlegt. Búddisminn er raunar eins og öli önnur trúarbrögð, heilmikil heimspeki sem öllum væri holtt að vita eilítið um.“ Ragnar Sigurðsson nemi í nuddi: „Meðan ég er að nudda hef ég hugfast að einmitt það sé mikilvægast í augnablikinu. Eg held að allir vinni betur og geri sitt besta ef þeir hugsa á þennan hátt.“ hversu mikla tilhneigingu hugurinn hefur til að leita út fyrir stað og stund. Ég, held að það geri lífið meira lifandi að njóta andartaks- ins, en þetta þýðir samt ekki að maður eigi að gleyma fortíðinni eða hugsa alls ekkert um framtíðina. Við verðum hins vegar að finna hinn skynsamlega meðalveg. Við- horfin til augnabliksins skipta nefnilega máli.“ Hafði ferðalagið um Asíu áhrif á að þú ákvaðst að læra nudd? „Nei, það held ég ekki. Ég hafði verið í svæðanuddnámi hjá Kristj- áni (Jóhannessyni) áður en ég fór til Noregs. Skömmu eftir að ég kom heim úr ferðalaginu hitti ég Kristj- án og ákvað að halda áfram nudd- náminu. Þetta er töluvert nám hér á landi, bæði verklegt og bóklegt, og það er mikilvægt að fólk sem nuddar viti hvei-nig líkaminn starf- ar, hvernig á að nudda ákveðna vöðva, hvað á við hverju sinni og að fólk geti treyst því að nuddarinn kunni sitt fag.“ Ætlarðu 'að vinna sem nuddari þegar þú hefur lokið náminu? „Já, það þykir mér líklegt. Nudd- ið er gott og gefandi starf sem veitir mér mikla gleði. En sjáðu til. Ég er í eðli mínu ferðamaður og mér finnst lífið oft vera eitt ferðalag. Ég veit ekki, frekar en aðrir, hvað framtíðin ber í skauti sér. Það er mikilvægast hjá mér þessa mánuðina að læra nudd jafn- framt því sem ég vinn við að að- stoða og endurhæfa ungan mann. Bæði störfin hafa veitt mér ómælda ánægju og verið lærdómsi’ík, enda hef ég fengið tækifæri til _að kynn- ast mörgu úi’valsfólki. Ég reyni samviskusamlega að lifa frá einu andartaki til annars án þess að sökkva mér of djúpt ofan í framtí- ðaráætlanir. Að vísu er ég búinn að ákveða hvað ég.ætla að gera um næstu páska!“ segir Ragnar og glottir. „Að sjálfsögðu verða alltaf vendipunktar í lífi fólks. Suma get- ur maður undirbúið en aðra ekki,“ sagði nuddneminn, hugsuðurinn og mannvinurinn Ragnar Sigurðsson. í svæðanuddi er gengið út frá því að ákveðnir punktar í fótum svari til sérhvers líkamshluta. Með því að þrýsta á punktana örvast taugaendar og á þann hátt er hægt að hafa áhrif á sam- svarandi líkamshluta. Að upplifa augnablikið .. . Þótt Ragnar sé ekki búddatráar er augljóst að hann hefur tileinkað sér margt úr austurlenskum fræð- um. Hann reynir að þroska andann og virðist leggja minna upp úr ver- aldlegum gæðum. En hvernig skyldi þessi lífsstefna nýtast hon- um sem nuddnema á' Islandi? „Hún nýtist mér á óbeinan hátt, í daglegu lífi og þar með í öllum mínum athöfnum, hvort sem það er vinna, nám eða annað. Einbeit- ing verður auðveldari og meðan ég er að nudda hef ég hugfast að ein- mitt það_ sé mikilvægast í augna- , blikinu. Ég held að allir vinni betur ef þeir hugsa á þennan hátt. Við getum ímyndað okkur mann sem er að þvo upp og í stað þess að hafa hugann við það sem hann er að gera, er hann að hugsa um te- ið sem hann ætlar að drekka að uppþvottinum loknum. En það er líklegt að þessi sami maður verði aftur með hugann við eitthvað allt annað en tedrykkju þegar að henni kemur og þannig gengur þetta koll af kolli. Það er merkilegt KRISTJÁN JÓHANNESSON SJÚKRANUDDARI Kristján nudd- ar Oðin Svans- son félaga sinn. „Fólk á ekki að finna fyrir sárs- auka þó verið sé að nudda aurn svæði. Maður verður að vinna með likamanum, ekki á móti honum.“ PERSONULEG SAMSKIPIT Þ AÐ FYLGIR því sérstök tilfínning að koma inn á Nuddstofu Reykjavíkur í Breiðholtinu. Inni er heitt og rakt, stofan er lítil, fúll af fólki en kyrrðin er algjör. Nuddararnir, Kristján, Oðinn og Ragnar, eru að störfúm og tveir viðskiptavinir sem bíða eftir að komast á nuddbekkina fara fyrst í gufubað og síðan út á stétt til að kæla sig. Þeir hvíslast á til að raska ekki rónni og virðast heimavanir á þessum stlóðum. etta er ekta tyrkneskt gufubað og nuddið heldur mér gang- andi,“ hvíslar annar mannanna úti á stéttinni þegar blaðamaðúr innif þá eftir nuddinu. „Ég kem hingað reglu- lega og væri örugglega kominn með kryppu af vöðvabólgu ef ég gerði það ekki. Maður er svo stressaður dags daglega að það er ómögulegt annað en láta nudda þetta úr ser.“ Kristján kemur fram skömmu síðar, berfættur í hvítum fötum. Hann talar lágt, bíður komumanni kolsvart og rótsterkt kaffi í litlu hlý- legu herbergi þar sem húmanískar bækur af öllum gerðum fylla hillurn- ar. „Stofan er ekki stór, en ég vil fyrst og fremst að hún sé heimilis- leg, að fólki líði vel hérna,“ útskýrir Kristján. „Hér eru ekki sérstakir karla- og kvennaklefar og bæði kyn- in fara saman í gufubað. Ég hef ekki orðið var við annað en fólki líki þetta ágætlega," segir hann bros-' andi. Kristján er eigandi nuddstofunnar. Margir sem stunda „nudd og gufu“ kannast við hann, því áður en hann opnaði eigin stofu vann hann hjá Ola Þ. Jónssyni í Hamrahlíð og vest- ur á Seltjarnarnesi. Hann lærði nudd hjá Óla í Hamrahlíðinni og eftir að hafa tekið þátt í námskeiðum hér á landi og erlendis fékk hann réttindi sem sjúkranuddari, 1987 þegar reglugerð um sjúkranudd var gefin út. Hvað gerir sjúkranuddari? Kristján segir að allir sem komi til hans hafi læknisvottorð, þar sem læknir tilgreini sjúkdómseinkenni viðkomandi og hvaða líkamssvæði þurfi sérstaka meðferð. „En ég tek sjálfur skýrslur af öllum sem koma í nudd til mín, þar sem ég skrái líkamsástand þeirra og slðan nudd- meðferðina sem þeir fá. Auk hins . hefðbundna nudds, nota ég stundum rafmagnstæki til að teygja á spennt- um vöðvum og mýkja þá. Með tæk- inu fæst skjótari árangur og ég nota það samhliða nuddinu. Þó tækið sé gott og fljótvirkt getur það aldrei komið í staðinn fýrir mannshöndina og þess vegna hefur nuddið forgang. Ég legg áherslu á að hver nudd- meðferð sé persónuleg og miðuð við þarfir þess sem er á nuddbekknum í það skiptið. Mér finnst mikið atriði að fólki líði vel þegar verið er að nudda það, og það finni að það er í öruggum höndum. Fólk á ekki að finna fyrir sársauka þó verið sé að nudda aum svæði. Maður verður að vinna með líkamanum en ekki á móti honum. Það er erfitt að alhæfa um nudd, hvers kyns nudd sé best eða vinsæl- ast. Þetta fer bara eftir hvetjum og einum,“ segir Kristján og hefur nú loksins komið spyrlinum í skilning um að nudd sé fyrst og fremst per- sónuleg samskipti tvegja einstakl- inga. Tyrkneskt gufubað Varðandi gufubaðið segist Krist- ján hafa tekið þá ákvörðun þegar hann opnaði nuddstofuna að setja upp svokallaða blautgufu. „Það hefði verið einfaldara fyrir mig að hafa þurrgufu, eða sauna eins og hún er oftast kölluð, því það er ótrúlegt við- hald á þessu hjá manni og blautguf- an'er orkufrek. Vatn er soðið upp í 130 gráður og gufan, um 115 gráðu heit, er leidd inn í klefann. Þetta veldur því að rakinn e mjög mikill og hitastigið um 40-44 gráður. Margir úða 65-80 gráðu heitu hitaveituvatni inn í gufuklefana, en þess háttar gufubað er ólíkt blaut- gufunni hjá mér. Ég sótthreinsa gufubaðið á hverjum degi og mála það að innan þrisvar til fjórum sinn- um á ári. Ég ákvað að fara út í þessa tegund gufubaðs því mér fannst hún henta betur.þeim sem hingað koma. Auk þess getur blautgufan haft mjög góð áhrif á fólk með kvef eða bólgur í ennis- og kinnbeinsholum. Ég veit ekki til þess að svona gufubað sé á öðrum nuddstofum í Reykjavík. .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.