Morgunblaðið - 28.10.1989, Síða 4

Morgunblaðið - 28.10.1989, Síða 4
4 <rvn ítjbodio .32 ;rv»v3r vnu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTGBER 1989 40. þing Landsambands hestamannafélaga: Samkomulagið við Eyfírðinga samþykkt Samkomulag sem stjórn Landsambands hestamannafélaga gerði við hestamannafélögin Funa, Létti og Hring í Eyjafirði um væntan- lega inngöngu félaganna í LH var staðfest af ársþingi LH sem nú er haldið á Hótel Ork í Hveragerði. Hlaut samkomulagið einróma stuðning þingheims eftir litla um- ræðu þar sem til máls tóku Leifur Jóhannesson fyrrverandi formaður LH og Ragnar Tómasson. í sam- komulaginu segir að stjórn LH skuli strax að loknu þingi skipa tvær fimm manna nefndir, önnur sem taki til endurskoðunar skipu- lag LH þar sem m.a. verði tekið tillit til breyttra aðstæðna vegna stofnunar Hestaíþróttasambands íslands, breytinga á búfjárræktar- lögum. Þá eigi hin nefndin að end- urskoða framtíðarskipulag stór- móta og verði þar ijallað um tillög- ur Eyfirðinga þar að lútandi. Gert er ráð fyrir að nefnd þessi muni skila áliti fyrir náesta ársþing. Þá segir ennfremur í samningnum að stjóm LH muni tryggja við úthlut- VEÐUR un reiðvegafjár 1990 að Eyfirðing- ar fái réttlátan hlut af þeim fjár- munum verði félögin orðin aðilar að LH. Fyrsta skrefið í þá átt að Eyfirð- ingar gangi til liðs við LH á nýjan leik hefur nú verið stigið með sam- þykkt ársþingsins á samningnum og eiga stjómir eyfirsku félaganna því næsta leik sem verður væntan- lega að þær leggi fram tillögu á aðalfundum félaganna um umsókn um aðild að LH. Verði tillaga um inngöngu samþykkt munu félögin öðlast full réttindi innan LH frá 1. janúar sem þýðir að Eyfírðingar verði gjaldgengir á Landsmótinu næsta sumar sem og öðrum hesta- mótum sem haldin verða í nafni samtakanna. Kvennalistakonur þinga í Básum í gær. Landsfimdur Kvennalistans: Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Staða kvenna innan hag- fi*æðinnar eitt höfiiðmálið Selfossi. STAÐA kvenna innan hagíræð- innar er eitt af höfuðmálum 7. Landsfundar Kvennalistans sem fram fer um helgina. Onnur aðal- IDAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa fslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 28. OKTOBER: YFIRLIT í GÆR: Yfir Norðaustur-Grænlandi er-1.010 mb hæð en allmikil 978 mb lægð á leið suðaustur og verður ó Grænlandshafi á morgun. SPÁ: Breytileg átt og léttskýjað í kvöld, en hætt við éljum á stöku stað við suöur- og vesturströndina. Gengur í sunnankalda í nótt. Áfram bjart veður norðan- og austanlands á morgun, en skýjað og dálítil súld við suðurströndina. Veður fer hlýnandi. VEÐURHORFUR NÆSW DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Vaxandi suðaustanátt og hlýnandi veð- ur. Slydda og síðan rigning um sunnan- og vestanvert landið en þurrt á Norðausturlandi. HORFUR Á MÁNUDAG: Austan- og suðaustanstrekkingur og hlýtt miðað vð árstíma. Rigning og súld um mest allt land, þó síst í inn- sveitum norðanlands. y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og flaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus \J Skúrir * * V El = Þoka — Þokumóða » , » Súld CO Mistur —[- Skafrenningur Þrumuveður m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri +3 skýjað Reykjavík +1 léttskýjað Björgvin 8 skúrir Helsinki 8 hálfskýjað Kaupmannah. 12 skýjað Narssarssuaq +7 skýjað Nuuk +1 skafrenningur Ósló 9 léttskýjað Stokkhólmur 8 léttskýjað Þórshöfn 6 skýjað Algarve 22 léttskýjað Amsterdam 14 þokumóða Barcelona 21 þokumóða Berlfn 14 skýjað Chicago 10 heiðskírt Feneyjar 10 þoka Frankfurt 18 heiðskírt Glasgow 5 rigning Hamborg 12 skýjað Las Palmas 26 léttskýjað London 17 mistur Los Angeles 12 heiðskirt Lúxemborg 17 léttskýjað Madríd 19 skýjað Malaga 21 þokumóða Mallorca 24 skýjað Montreal 11 þoka New York 13 mistur Orlando 19 rigning Paris 20 skýjað Róm 20 þokumóða Vin 18 mistur Washington 10 þokumóða Winnipeg 15 léttskýjað mál eru atvinnumál kvenna, dag- vistarmál, tengsl við Evrópu- bandalagið og EFTA. Einnig er þess vænst að mikil umræða verði um sveitarstjórnarmál og erindi kvenna inn á þann vett- vang. Landsfundurinn er haldinn í sam- komuhúsinu Básum í Ölfusi. Það var Ingibjörg Hafstað sem setti fundinn áður en hún hóf erindi sitt um „fáeinar stiklur úr feminískri hugmyndafræði". Landsfundurinn stendur fram á sunnudag. Á laugardag verða um- ræður um reynslu kvenna af sveit- arstjórnarmálum og störfum á þeim vettvangi. Þá verða stefnumál Kvennalistans í komandi sveitar- stjórnarkosningum reifuð. Spurningunni um það hvort kon- ur eigi að sitjaí bankaráðum verður svarað á sunnudagsmorgun. Þær konur sem rætt var við áður en fundurinn hófst aftóku ekki að Kvennalistakonur tækju sæti í bankaráðum. — Sig. Jóns. „Það læra börnin sem fyrir þeim erhaft“ Á myndinni sést Ingibjörg Kristleifsdóttir fóstra kenna börnunum í leikskólanum Staðarborg þulur, sem þau myndskreyta. Bömin hafa farið mikið í bókasöfn í vikunni enda sérstök bókasafnsvika. Þá hafa þau fengið rithöfunda í heimsókn í tilefni af málræktarátakinu í ár, að sögn Maríu Steindórsdóttur forstöðumanns Staðarborgar. Viðskiptavaki húsbréfa: Þrjú tilboð bárust VERÐBRÉFAMARKAÐUR Iðnaðarbankans hf., Landsbanki íslands og Landsbréf hf. og Kaupþing hf. skiluðu tilboðum um að taka að sér viðskiptavaka húsbréfa. Tilboðin voru opnuð í gær og segir Sigurður E. Guðmundsson forstjóri Húsnæðisstofhunar að farið verði yfir tilboð- in á næstu dögum. Hann segir að ógemingur sé að meta þau á þessu stigi. Útboð viðskiptavakans var lokað og var 11 aðilum gefinn kostur á að bjóða. Þijú tilboð bárust og var tilboð Landsbankans og Landsbréfa sameiginlegt. Viðskiptavaki sér um skráningu húsbréfa á Verðbréfaþingi íslands og markaðssetningu þeirra, setur fram tilboð í bréfin, er reiðubú- inn tii að kaupa þau og á að sjá til þess að viðskipti með þau gangi sem greiðast um allt land. Sigurður segir að gengið verði frá ráðningu forstöðumanns húsbréfa- deildar Húsnæðisstofnunar á næst- unni, en að sögn Sigurðar er ekki hægt að segja hvenær það verður gert. Staðan hefur verið auglýst. Annað starfsfólk verður einnig ráðið til deildarinnar, en reynt verður að halda ráðningum í lágmarki og að einhveiju leyti verður hægt að nýta starfskrafta sem þegar eru fyrir hendi í stofnuninni. f dag hefst kynningarátak þar sem húsbréfakerfið verður kynnt almenn- ingi með auglýsingum. Sigurður seg- ir að ekki hafi verið ákveðið hvaða vexti bréfin muni bera, það verði ekki fyrr en reglugerð hefur verið birt um bréfin, sem Sigurður bjóst ekki við að yrði fyrr en í lok næstu viku. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins verða vextirnir um 6%. Húsbréfakerfi á að koma til fram- kvæmda 15. nóvember næstkom- andi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.