Morgunblaðið - 28.10.1989, Page 7
7
MORGUNBLAÐIÐ im
Ný sundlaug verður vígð í Hafnarfirði í dag, Suðurbæjarlaug.
Morgunblaðið/Emilía
Hafharfjörður:
Ný útísundlaug vígð í suðurbænum
NÝ útisundlaug, Suðurbæjarlaug í suðurbæ HafnarQarðar, verð-
ur formlega tekin í notkun í dag. Laugin er 12x25 m og er
íullbúin fyrir alþjóðakeppni. Kostnaður við laugina eru tæpar
170 milljónir króna en með fullbúinni innisundlaug er heildar-
kostnaður um 190 milljónir króna. Laugin og svæðið umhverf-
is er hannað og byggt sem alhliða útivistarsvæði með aðstöðu
til líkamsþjálfunar og útiveru.
Útisundlaugin tengist sérstakri
bamalaug, með vatnsrennibraut
og stórum vatnssvepp í vaðlaug
fyrir yngstu börnin. Þá er útisund-
laugin tengd innisundlauginni
með sérstakri rennu, en í frétt frá
Hafnarfjarðarbæ segir, að slík
tenging sé alger nýjung hérlendis.
Innilaugin er 8x12,5 m og verður
hún fullbúin næsta vor. Hún er
fyrst og fremst hugsuð sem
kennslulaug.
Sundlaugarhúsið er á tveimur
hæðum, samtals 1.040 fermetrar,
með búningsaðstöðu fyrir rúm-
lega 400 gesti og kaffisal en einn-
ig eru sérstakir búningsklefar við
útisundlaugina. Þrír heitir pottar
eru á sundlaugarsvæðinu og 250
m löng malbikuð og upphituð
hlaupabraut, auk þess 9 mini-golf
brautir á útivistarsvæði við laug-
ina.
Undirbúningur að byggingu
laugarinnar hófst fyrir réttum
áratug og var fyrsta skóflustung-
an tekin haustið 1984. Búnings-
hús vom fokheld tveimur áram
síðar og á síðustu þremur áram
hefur sundlaugarmannvirkið verið
reist og unnið að lokafrágangi
útilaugar, útisvæðis og búnings-
aðstöðu.
Arkitekt er Sigurþór Aðal-
steinsson og aðalverktaki að fulln-
aðarfrágangi er Reisir sf., Hafn-
arfirði. I byggingamefnd Suður-
bæjarlaugar eiga sæti þeir Erling-
ur Kristensson formaður, Daníel
Pétursson forstöðumaður laugar-
innar, Lúðvík Geirsson, Sigurður
Þorvarðarson og Þór Gunnarsson.
Starfsmenn laugarinnar era tíu.
Undirskriftasöftiun
gegn nýju ft*umvarpi
STARFSFÓLK á dagvistarheimilum, jafiit menntaðar fóstrur sem
ófaglærðar, gangast þessa dagana fyrir undirskriftasöfnun sín á
meðal, á dagvistarstofiiunum um allt land, til þess að mótmæla þeim
áformum, sem fram koma í frumvarpi félagsmálaráðherra um félags-
þjónustu sveitarfélaga, að dagvistarmál flytjist úr menntamálaráðu-
neyti í félagsmálaráðuneyti. A mánudaginn kl. 16 hyggst starfs-
fólkið halda útifúnd við Alþingishúsið og aflienda forsætisráðherra
undirskriftalistana.
Að sögn Kristínar Dýríjörð, fóstru,
eru um 600 fóstrar á landinu og
ófaglært starfsfólk dagvistarheimila
um þrisvar sinnum fleira. „Við ætlum
að vera komin með rúmlega 2.000
undirskriftir í hendurnar í kvöld,“
sagði hún. Kristín sagði að þetta
væri fyrsta skrefið í baráttu starfs-
fólks dagvistarheimila fyrir því að
dagvistarmálin tilheyrðu áfram
menntamálaráðuneytinu. „Þetta er
breiðfylking starfsfólks dagvistar-
heimila í landinu gegn félagsmála-
ráðherra," sagði Kristín.
„ Ráðstenfa Félags viðskipta- og hagfræðinga um frumvarp
til fjárlaga 1990 verður haldin í Holiday Inn mánudaginn 30.
október nk. kl. 15-18.
Fjárlagafrumvarpið 1990
Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri á Iðnþingi: ^
\
Horfið verði ft*á kerfi ríkis-
ábyrgða og opinberra lánasjóða
Dagskrá:
1. Fjárlagafrumvarpið frá sjónarhóli stjórnmálanna:
Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra,
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
2. Fjárlagafrumvarpið frá sjónarhóli hagfræði- og
efnahagsstjórnar:
Már Guðmundsson, efnahagsráðunautur
fjármálaráðuneytisins,
Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur
Vinnuveitendasambands íslands.
SEM fyrst þarf að gera áætlun um afnám hafta á allar flármagns-
hreyfingar á milli Islands og erlendra ríkja og því verki þarf að
vera lokið í síðasta lagi á árinu 1992 vegna þeirrar víðtæku sam-
vinnu við Evrópu sem framundan er. Þetta kom meðal annars fram
í erindi Jóhannesar Nordals, seðlabankasljóra, sem hann flutti á
Iðnþingi í gær. Þá telur hann ennfremur nauðsynlegt að horfið
verði með öllu frá kerfi ríkisábyrgða og opinberra lánasjóða til
þess að hér þróist heilbrigður opinn Qármagnsmarkaður „þar sem
öll mismunun og ríkisafskipti af Qárfestingum fyrirtækja er úr
sögunni."
í erindi Jóhannesar kom enn-
fremur fram að nauðsynlegt sé að
markaðsöfl hafi vaxandi áhrif á
landbúnaðarframleiðsluna og sam-
keppni sé aukin meðal annars með
innflutningi landbúnaðarvara frá
öðrum löndum, sem hlytu þó fyrst
í stað að vera háðar allháum tollum.
Þá þurfi að stefna að því að auka
þýðingu frjálsra uppboðsmarkaða
og afnema opinbera verðákvörðun
á fiski og leita leiða til þess að
kvótakerfið standi ekki í vegi fyrir
eðlilegri samkeppni.
Jóhannes sagði að það væri eng-
inn vafi að meginforsenda þess að
íslendingar geti orðið hlutgengir í
því aukna samstarfí Evrópuþjóða,
sem verið væri að móta, sé að verð-
bólga komist hér niður á sama stig
og í nágrannalöndunum. Stjórnvöld
hafi verið alltof undanlátssöm
gagnvart þrýstihópum og stöðug-
leiki í gengismálum sé líklegasta
leiðin til að skapa til lengdar grand-
völl heilbrigðrar verðlagsþróunar.
Hann hafi ekki trú á að frjáls geng-
isskráning henti okkur til lengdar
og að efnahagslegt jafnvægi verði
tryggt með aðhaldssamri fjármála-
og peningamálastefnu. Megin-
ástæðan sé sú að íslendingar búi í
heimshluta þar sem allar aðrar þjóð-
ir stefni í átt til fastgengis sín á
milli og hafi jafnvel í huga að taka
fyrr eða síðar upp sama gjaldmiðil.
3. Fjárlagafrumvarpið frá sjónarhóli vinnumarkaðarins
og atvinnufyrirtækja.
Karl Steinar Guðnason, varaformaður
Verkamannasambands íslands,
Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambands íslands.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri
Verslunarráðs íslands.
Ráðstefnustjóri er Lára Margrét Ragnarsdóttir.
Ráðstefnan er öllum opin. Þátttökugjald er kr. 1.000,-.
Stjórnendur fyrirtækja - viðskipta- og hagfræðingar:
Þetta er ráðstefna sem þið megið ekki missa af.
Höflim opnað glæsílega teppaverslun
að Fákafeni 9 Teppl
Nýjar sendingar nýkomnar af vönduðum ullargólfteppum.
Nýjar gerðir, nýjir litir. Mikið úrval til á lager.
EURO samningar - VISA raðgreiðslur. Næg bílastæði.
Velkomin í glæsilega sérverslun með golfteppi.
ILPPAVERSUIN
FRIDRIKS BERTFLSEIN
FÁKAFENI 9 SÍMI 686266