Morgunblaðið - 28.10.1989, Page 10

Morgunblaðið - 28.10.1989, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1989 Fjármálaráðherra villist á vösum eftir Guðrúnu Árna- dóttur ogKristján Thorlacius Dagblaðið Tíminn birtir 24. þ.m. viðtal við Má Guðmundsson, aðstoð- armann fjármálaráðherra, um 500 milij. kr. skerðingu á framlagi ríkis- sjóðs til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem flárlagafrumvarp fyrir 1990 gerir ráð fyrir. Vegna þeirra ummæla sem blaðið hefur eftir aðstoðarmanni ráðherra viljum við undirrituð fulltrúar BSRB í stjórn lífeyrissjóðsins taka eftirfar- andi fram: Þótt nafnið á sjóðnum sé Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins eiga miklu fleiri þar aðild að en ríkissjóð- ur og ríkisstarfsmenn. Fjöldi þeirra starfsmanna sem greiddu iðgjöld á árinu 1988 var 16.600. Þar af greiddi ríkissjóður fyrir 13.000 starfsmenn. Aðrir aðil- ar, um 200 launagreiðendur, greiddu iðgjöld fyrir 3.500 starfsmenn. Meðal þessara 200 launagreiðenda eru 50 sveitarfélög svo og lands- hlutasamtök sveitarfélaga, sparisjóð- ir og uppeldis- og heilbrigðisstofnan- ir reknar af styrktar- og líknarfélög- um. Það er því mikill misskilningur hjá efnahagssérfræðingi íjármálaráð- herra, að lífeyrissjóðurinn sé aðeins hluti af ríkissjóði. Því fer víðs fjarri. Ríkissjóður ber þannig alls ekki einn allar skuldbindingar lífeyrissjóðsins. Á honum hvíla hins vegar skuld- bindingar gagnvart sjóðnum lögum samkvæmt eins og aðrir launagreið- endur sem aðilar eru að sjóðnum takast á hendur. Það er furðulegt að sérfræðingur fjármálaráðherra, sem vitnar í við- talinu í reglur Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, skuli ekki kynna sér ákvæði íslenskra laga um málefni sem hann fjallar um opinberlega, áður en hann setur fram fullyrðingar, sem stang- ast algerlega á við lög. Ef tii vill er ákvörðun fjármálaráðherra um nið- „Lögbundin lífeyris- réttindi eru hluti af starfskjörum opinberra starfsmanna, og verður þeim kjörum ekki breytt með tilvitnun aðstoðarmanna §ár- málaráðherra í túlkun Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins á því hvað sú al- þjóðastofiiun telji til ríkisútgjalda.“ urskurð í fjárlagafrumvarpinu byggð á þessum misskilningi. Ef ríkissjóður greiðir ekki að fullu tilskilin framlög til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er hann kominn í vanskil, sem öðrum aðilum að sjóðn- um líðst ekki. Spytja má efnahagsráðunaut fjár- málaráðherra hvort hann telji að sveitarfélög og aðrir aðilar að lífeyr- issjóðum í landinu geti leyft sér að ákveða það einhliða með fjárhagsá- ætlun hvort þeir standa í skilum með lögboðin eða umsamin lífeyrissjóðsið- gjöld fyrir starfsmenn sína. Ekki vit- um við um aðra sem komið hefur slíkt í hug og þar með greiðslur í lífeyrissjóð. Lögbundin lífeyrisréttindi eru hluti af starfskjörum opinberra starfs- manna, og verður þeim kjörum ekki breytt með tilvitnun aðstoðarmanna fjármálaráðherra í túlkun Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins á því hvað sú al- þjóðastofnun telji til ríkisútgjalda. Þar duga ekki heldur áætlanir í fjár- lögum né fjárhagsáætlanir sveitar- stjórna eða annarra aðila að lífeyris- sjóðum landsmanna. Höfundar eru fulltrúar BSRB í stjórn Lifeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Til sölu á Eyrarbakka Einbýlishús og stórt útihús Einbýlishúsið er 5 herb., 147,7 fm, byggt að hluta '81. Útihúsið er hlað- ið, 114 fm, tilvalið fyrir atvinnustarfsemi. Þá fylgir 30 fm hesthús og 5000 fm garðland. Húsin standa á 3048 fm leigulóð. Áhvíl. lán frá byggingarsj. ríkisins. Uppl í síma 98-31341. Æfámrihft rrpfiD Umsjónarmaður.Gísli Jónsson 510. þáttur Góða fréttin: „Til bæjarins og frá honum“, sagði fréttamað- ur útvarpsins. Þetta er til fyrir- myndar, þar sem forsetningarn- ar til og frá stjórna hvor sínu falli. Einnig er hægt að segja: að og frá bænum, því að for- setningarnar að og frá stjórna báðar þágufalli. Vonda fréttin kemur frá Matthíasi Eggertssyni í Reykja- vík. Hann skrifaði orðrétt úr fréttum sama útvarps: „Bæði forsætisráðherra og íjármála- ráðherra sáu ekkert athugavert við það að Stefán Valgeirsson fengi aðstoðarmann.“ Hér vilj- um við Matthías nota samteng- inguna hvorki - né: Hvorki forsætisráðherra né ijármála- ráðherra sáu nokkuð (neitt) at- hugavert, o.s.frv. Matthías telur að hyorki - né og fornöfn, samsett af * ne (svo sem nokkurt, nokkuð, neitt) eigi nú undir högg að sækja. Þá minnir hann á að þátíð ri-sagna sé með e, ekki é, það er: neri, sneri, reri og greri. Hann segist sjá stafsetninguna „néri“ o.s.frv., jafnvel í „metnað- arfúllum texta“. ★ sem hafa verið mér ofarlega í huga. Fyrst er það fleirtölunotkun orða sem aðeins eru til í eintölu. Algengasta dæmið er verð. Það er eintöluorð í hvorugkyni og fær því endinguna ið (ekki in) þegar greinir bætist við. Orð sem standa með því eru að sjálfsögðu einnig í eintölu. Margir segja og skrifa góð verð í staðinn fyrir gott verð og verðin hafa hækk- að, en ekki verðið hefur hækk- að eins og rétt er. Sl. sumar sá ég auglýsingu í blaði þar sem stóð: Síðustu skrifstofuhús- næðin til sölu. Hvað kemur næst? Hugsanlega verður farið að snúa fleirtöluorðum í eintölu og segja t.d. ég klippti með skærinu og hann fór í buxuna! Annað atriðið er síst betra. Þá er sögn í lýsingarhætti nútíðar höfð fremst í setningu, oftast sögnin að tala. Dæmi: Talandi um nýja bátinn o.s.frv. Þetta er óhæft í íslensku, en sést hins vegar og heyrist oft í ensku og fyrirmyndin greinilega sótt þangað. Tökum dæmi: I enskum texta stendur: „Being a good boy, he was loved by his par- ents.“ Samviskusömum þýðanda dytti aldrei í hug að íslenska þetta svo: „Verandi góður drengur, var hann elskaður af foreldrunum.“ Hér þarf að raða orðunum upp á nýtt, t.d. þannig: „Hann var góður drengur, og þess vegna elskuðu foreldrarnir hann (eða: foreldranum þótti vænt um hann).“ Slíka notkun lýsingarháttar má stundum sjá í óvönduðum þýðingum bóka, einkum frá fyrri tíð, en tiltölu- lega stutt er síðan hún kom til sögunnar í talmáli, að ég held. I þriðja lagi vil ég nefna kveðjuorðin hæ og bæ. Þau heyrast einkum hjá börnum og unglingum og eru næsta algeng. Hér er um að ræða orð úr ensku sem eru hvimleið í íslensku. Hæ er að vísu til sem upphrópun og borið fram eins og enska orðið hi. Hvort þar er einhver skyld- leiki á milli skal ósagt látið, en vilji fólk eitthvað stutt og lag- gott, eru til orð eins og sæll eða sæl, ýmist þegar heilsað er eða kvatt, og kveðjuorðið bless. Oll fela þau i sér góðar óskir til handa þeim sem kveðjuna fær. Ég hef stiklað á stóra og vafa- laust hefði mátt tína sitthvað fleira til um öll þessi atriði. En nú þegar stórátak í málrækt er á dagskrá, þótti mér ekki úr vegi að minna á sumt af því sem getur orðið illgresi í garði íslenskrar tungu ef ekkert er að gert. Þar vantar alltaf garð- yrkjumenn og ekkert skrýtið, þó löngun vakni til að hlúa að einni og_einni plöntu öðra hveiju. í lokin koma hér tvær limrur sem ég bögglaði saman, svona til að halda við „hefðinni". Önn- ur tengist efni bréfsins og er svona: Ég hlýt mínum ferðum að fækka, ef fara ekki verðin að lækka. En talandi um það er mér tjáð - nema hvað! - að þau séu heldur að hækka. Hinni er fremur beint til þín persónulega [og umsjónarmaður sleppir henni]. Kær kveðja. E.S. Mér líst nokkuð vel á uppástungu Kristjáns frá Djúpa- læk um orðið þátíðarþrá yfir nostalgíu. Ef til vill er þó dálítið „málfræðibragð" að henni. Ég hef velt þessu fyrir mér og vil stinga upp á orðinu fortíðar- þrá.“ ★ Umsjónarmaður þakkar þetta mikla bréf. Það er ekki lítils virði, þegar þýðendur, . hvort heldur bóka eða kvikmynda- texta, eru svo málvandir og málhagir sem bréfritari. ★ Aðsent: Skelfing er að sjá hvernig blöðin skipta milli lína. Viðurkenna skal þó að stundum er hægt að skipta á fleiri en einn veg svo að vitglóra sé í. Viljið þið spreyta ykkur á þessu?: borgarauður, dagskrá, framafréttir, freysteinn, haustönn, heimskreppa, ístruflanir, járnstöng, ormstunga og trésmiðja. Óskar Ingimarsson í Reykja- vík skrifar mér gott bréf, og fer meginefni þess hér á eftir: „Góði sveitungi!. . . Mig hefur lengi langað til að skrifa þér og þakka þér fyrir pistlana um íslenskt mál í Morg- unblaðinu. Þeir hafa verið fróð- legir og skemmtilegir í senn. Ég hef um árabil reynt að fylgjast með rituðu máli og mæltu í blöðum og öðram íjöl- miðlum vegna þýðingarstarfa minna. Og sannast að segja þyk- ir mér sem málkennd hafi hrak- að mjög á undanfömum áram. Þar er af alltof mörgu að taka til að unnt sé að tíunda það í stuttu bréfi, og því miður hef ég oft gleymt að skrifa hjá mér það sem ég hef heyrt eða séð og það því farið forgörðum. Mig langar þó til að nefna þijú atriði 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. LOGG. FASTEIGNAS. Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Sundin blá Stórt og vandað parh. í norðanverðum Laugarásnum. Útsýnisstaður. Skipti mögui. á minna húsnæði t.d. sérhæð miðsvæðis í borginni. í þríbýlishúsi í Vesturbænum 4ra herb. miðhæð 101,7 fm nettó skammt frá háskólanum. Sólsvalir. Laus strax. Skuldlaus. Nýtt og glæsilegt einbýlishús á vinsælum stað í Garðabæ 121 x 2 fm auk bílsk. 49 fm. Á hæð er 5 herb. íb. I kj. 2 einstaklíb. m.m. Úrvalsfrág. á öllu. Ódýr íbúð í gamla bænum 4ra herb. ekki stór en vel skipul. í reisul. steinh. á 3. hæð. Þarfnast máln. o.fl. Skuldlaus. Laus strax. Góð eign á góðu verði Mikið endurn. 4ra horb. íb. á 1. hæð v/Hraunbæ. Ágæt sameign. Geymsla í kj. Þurfum að útvega m.a.: Litla íb. einstaklíb. helst miðsvæðis í borginni. Góða 3ja herb. íb. í Kleppsholti eða Sundum. Skipti mögul. á 4ra-5 herb. íb. í Seljahverfi m/sérþvottah. og bílhýsi. 3ja herb. íb. á 1. hæð eða í lyftuh. í borginni gegn útborgun. 2ja herb. íb. í Heimum eða nágrenni. Sérhæð miðsvæðis í borginni eða á Nesinu. Margskonar eignaskipti. Margir bjóða útborgun fyrir rétta eign. Opið í dag laugardag kl. 10.00-16.00 Fjöldi fjárst. kaupenda. AIMENNA FASTEIGNASAL AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Erindi um trú og’ trúarlíf Dr. Sigurbjörn Einarsson flytur er- indi í Seltjarnarneskirkju DR. Sigurbjörn Einarsson heldur erindi í Selfjarnarneskirkju næstu fjóra sunnudaga. Erindin fjalla um trú og trúarlíf. Erindin verða í kjallara kirkjunnar eftir fjölskylduguðsþjónustu í kirkjunni, sem hefst klukkan 11. f.h. og verður hið fyrsta 29. október og hin næstu 5., 12. og 19. nóvember. Dr. Sigurbjörn Einarsson Að lokinni guðsþjónustu klukkan 11 gefst fólki kostur á að kaupa sér iéttan hádegisverð á vægu verði og að honum loknum mun dr. Sigur- björn halda erindi sín. Að loknum erindunum verður tími til fyrir- spuma og umræðna. Hér er á ferðinni einstakt tæki- færi til að ræða trúarleg málefni, sem brenna á okkur öllum, við þenn- an mikilsvirta kennimann. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri. Neskirkja Kaffisala og söluhorn KVENFÉLAG Neskirkju verður með kaffisölu á sunnudag, 29. októ- ber, í safnaðarheimili kirkjunnar. Kaffisalan hefst kl. 15:00 að lok- inni gnðsþjónustu hjá sr. Guðmundi Óskari Ólafssyni. Auk kaffiveitinganna verða kon- urnar með dálítið söluhorn, þar sem seldir verða handunnir munir við vægu verði. Alveg frá því að söfnuðurinn fyrst var stofnaður hafa konurnar í kvenfélaginu leitast við að hlúa að og bæta starfsaðstöðuna fyrir innra starf kirkjunnar. Skora ég á alla góða velunnara að koma og kaupa af þeim sunnu- dagskaffið fyrir alla fjölskylduna og styðja þannig gott málefni. Ágætu kvenfélagskonur, hafið þökk fyrir fórnfýsina og dugnaðinn. Guð blessi allt ykkar starf. Frank M. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.