Morgunblaðið - 28.10.1989, Page 12

Morgunblaðið - 28.10.1989, Page 12
12 - MORGUNBEAÐIÐ LAUGARÐAGUR 28. OKTOBER 1989- ORKIDEA CYMBIDIUM Blóm vikunnar Ágústa Björnsdóttir 146. þáttur Með þessum fáu línum ætlar einn úr hópi áhugamanna i garð- rækt að reyna að greina stuttlega frá reynslu sinni af orkideu nokk- urri er ber fræðiheitið Cymbidium. Reyndar er hér um að ræða eitt af fjölmörgum ræktunarafbrigðum sem komið hafa fram út af Cymbid- ium lowianum en sú tegund er líklega með þeim harðgerustu þeg- ar miðað er við heimkynni hennar, sem eru m.a. Miðaustur-Asía. Þessi orkidea er almennt talin tiltölulega auðveld í ræktun víða á norður- hveli jarðar ef vissum grundvallar- umhverfisskilyrðum er fullnægt, t.d. að sumarhiti sé um 20° C eða rúmlega það og vetrarhiti um 10° og fari helst ekki niður fyrir 7°. Umrædd orkidea er kröftug planta þar sem sígrænt og leður- kennt lauf hennar, mjótt og fjaður- magnað, sprettur upp af einskonar hálflauk (gervilauk) ofan á rótum hennar, ofanjarðar, og sveigir sig í allar áttir allt að 60-70 sm langt. Á sumrin er plantan höfð í köldum gróðurskála en þó þannig að sólin nái ekki að skína óhindrað á hana. Hún þarf að standa til baka við annan gróður og forðast ber í hvívetna að dragsúgur leiki um hana. Á haustin þegar hitastig í skálanum fer að falla og nálgast 10°, sem oft er um mánaðamótin september-október, er orkidean sett í annað húsnæði, svokallað kalt port og stendur þar í góðri birtu við suðausturglugga. Hiti þar yfir vetrarmánuðina helst yfirleitt um 10-12° með einstaka frávikum. Þar hefst hvíldartími þessa dekur- bams, sem þýðir að vökvun er þá mjög í hófi, rétt nægileg til að Cymbidium ræturnar þorni aldrei, andstætt því sem gerist á sumrin, sérstaklega þegar heitt er í veðri, þá vökvar maður gjaman ríkulega og notar jafnframt óspart áburðarvatn, þó helst með hálfum styrkleika á við það sem flestum öðrum plöntum er hollt. Aðalhvíldartíminn er svo nóvember-desember og í janúar en áður en honum lýkur er þegar far- ið að brydda á mjórri nál útundan þroskavænlegustu hálflaukunum, sem er byijunin á blómstönglum orkideunnar. Á skömmum tíma teygja þeir sig í allt að 40-50 sm hæð. Meðan á þessu stendur nýtur hún aukabirtu frá viðeigandi gróð- urlampa enda veitir ekki af að bæta henni upp birtuleysið í okkar svartasta skammdegi. Hin undur- fögm blóm þessarar orkideu með sínum margbreytilegu pastellitum og skrautlegu „vör“ byija vanalega að opna sig fyrri partinn í mars og standa í blóma með ólíkindum lengi, t.d. þetta árið stóðu sum þeirra allt fram í júní úti í köldum gróðurskálanum. I lokin er vert að geta þess að ofangreind orkidea komst í hendur eiganda fyrir um 6 árum, þá nýlega sem fullveðja planta með vel þroskuðum hálflauk og tveim blómstönglum. Síðan hef- ur hún tvisvar verið umpottuð, þ.e. sett í örlítið stærri potta stuttu eftir að blómgun lauk. Notuð var fijósöm mómold blönduð hvítmosa- mold ásamt örlitlu af vikri og muldu einangrunarplasti, því mikil- vægt er að hafa pottamoldina sem loftkenndasta. Þórhallur Jónsson Neftid falið að kanna fæð- ingarorlof HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hef- ur skipað nefhd til að kanna og gera tillögur um jafnrétti kvenna til fæðingarorlofs. Við gerð kjarasamninga í vor ákvað ríkis- stjórnin að fæðingarorlof yrði tekið sérstaklega til athugunar, með tilliti til álitsgerðar nefiidar sem samdi frumvarp til laga um fæðingarorlof fyrir tveimur árum. Nefndin er skipuð eftir tilnefn- ingum frá Tryggingastofnun ríkis- ins, ASÍ, VSI, þingflokkum stjórn- arflokkanna, Sambandi íslenskra bankamanna og samninganefnd bankanna. í nefndinni eru: Dögg Pálsdóttir, formaður, Vilborg Þ. Hauksdóttir, Lára V. Júlíusdóttir, Hannes G. Sigurðsson, Elín Líndal, Heiðrún Sverrisdóttir, Eva Eðvarðsdóttir, Kristín Karlsdóttir, Hulda Guð- mundsdóttir, Friðbert Traustason, Sigurður Hafstein og Svanhvít Jakobsdóttir, ritari nefndarinnar. % NÝVERSLUN í ÁRMÚLA 24 Rafkaup ÁRMÚLA 24 • S: 68 15 18 VIÐ HÖFUM OPNAÐ STÓRGLÆSI- LEGA VERSLUN í ÁRMÚLANUM OG BJÓÐUM VIÐSKIPTAVINUM OKK- AR ENN FJÖLBREYTTARA VÖRU- ÚRVAL EN NOKKRU SINNI FYRR. STÓRKOSTLEGT ÚRVAL AF ALLS- KYNS LJÓSUM OG LÖMPUM, HEIM- ILISTÆKI FRÁ SEVERIN , HLJÓMFLUTNINGSTÆKI OG SJÓN- VÖRP FRÁ TELEFUNKEN OG SABA , RAFLAGNAEFNI, RAF- MAGNSVERKFÆRI OG FLEIRA OG FLEJRA ... SJON ER SOGU RIKARI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.