Morgunblaðið - 28.10.1989, Side 15

Morgunblaðið - 28.10.1989, Side 15
M0RG15NBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1989 15 Fyrirlestur um sljarnfræði C.J. PETHICK frá Norrænu rann- sóknastofnuninni í atómvísindum í Kaupmannahöfn heldur fyrirlest- ur á vegum Eðlisfræðifélags ís- lands og Stjarnvísindafélags Is- lands þriðjudaginn 31. október 1989 kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Superflu- idity in the laboratory and in the cosmos". C.J. Pethick er prófessor í kenni- legri eðlisfræði við Nordita í Kaup- mannahöfn og University of Ulinois, Urbana, og jafnframt forstöðumaður Nordita. Hann er þekktur fyrir mikla fjölhæfni í eðlisfræðirannsóknum og hefur lagt mikilvægan skerfaf mörk- um á sviðum eins og eðlisfræði þétt- efnis, stjarneðlisfræði og kjarneðlis- fræði. Fyrirlesturinn er öllum opinn. (Fréttatilkynning) Sjóferðir um helgina Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands og Eyjaferðir standa fyrir sjóferðum í dag, laugardaginn 28. október, með farþegabátnum Hafrúnu. Þetta verða síðustu sjó- ferðirnar í haust. Klukkan 10 verður siglt inn Við- eyjarsund fyrir Geldinganes og um Þerneyjarsund með Álfsnesinu inn undir Kollafjarðarbotn. Síðan út með Brimnesi og fyrir Hofsvík. Þaðan sveigt að Lundey og síðan um En- geyjarsund til Reykjavíkur. Gerðar verða ýmsar mælingar á leiðinni, botndýralíf skoðað með botnsköfu og skoðað verður í krabbagildrur. Klukkan 14 verður farin skoðunar- ferð suður í Skerjafjörð. Siglt verður út álinn fyrir Akurey og innundir Grandahólma og út með Seltjarnar- nesi, fyrir Gróttu og Suðurnes og haldið inn á Skeijafjörð með Ból- staðaeyrinni inn á Seiluna. Þaðan fyrir Bessastaðanesið og Eskines- eyrar inn á Arnarvog, fyrir Kópavog og inn á Fossvog. Til baka verður farið út fjörðinn að norðanverðu. Skemmtileg útsýnisferð. Báðar ferð- irnar taka um tvo klukkutíma. Öllum er heimil þátttaka í ferðunum. Farið verður frá Grófarbryggju neðan við Hafnarhúsið. Rokksýning í Keflavík „ROKK, sviti og pilsaþytur" heitir rokksýning sem sett hefúr verið upp í Glaumbergi í Keflavík. I sýningunni er fylgst með ungum sveitapilti, Lúðvík Líndal að nafni, og hans fyrstu ferð til stórborgarinn- ar. Lúðvík Líndal er saklaus sveita- strákur í meira lagi og lendir hann í hinum ýmsu ævintýrum þegar til borgarinnar kemur. I sýningunni er fjöldi dansara og söngvara ásamt stórsveit rokkabillybands Reykjavík- ur. Söngvarar eru Einar Júlíusson, Anna Vilhjálms, Bjarni Arason, Guð- mundur Hermannsson og Haraldur Helgason og syngja þau þakkt dans- og dægurlög frá árunum 1950— 1960. Dansarar eru Jón Ólafur Magnússon, Eydís Eyjólfsdóttir, María Huldarsdóttir og Jóhannes Bachmann sem jafnframt leikur Lúðvík Líndal. Einnig koma við sögu kunnir dansarar af Suðurnesjum. Kynnir og sögumaður er Gunnlaugur Helgason. Hraðfrystihús Olafsvlkur 50 ára Ólafsvík. Hraðfrystihús Ólafsvíkur held- ur í dag upp á 50 ára afmæli sitt. Hóf verður fyrir starfsfólk og við- skiptavini í félagsheimilinu á Klifi. Stofndagu'r mun vera 28. október 1939 og er húsið númer 13 í Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. Samkvæmt upplýsingum Ingólfs Gíslasonar sem starfað hefur við fyrirtækið frá upp- hafi var hins vegar fyrsti vinnsludag- ur í húsinu 29. ágúst 1939 og var þá unninn koli. - Helgi fólks í verslunum og framleiðenda. Frumkvæði iðnrekenda hefur verið vel tekið og hafa þegar verið haldn- ir slíkir dagar í Kaupstað og Mikla- garði í ágúst, hjá KEA á Akureyri og í öllum matvöruverslunum í Vestmannaeyjum. Megin tilgangur þessa átaks er að kynna íslenskar byggingavörur og minna á nauðsyn þess að efla innlenda framleiðslu ög fjöiga þar með atvinnutækifærum í landinu. Alla vikuna verða vörur kynntar sérstaklega og boðið upp á kynning- ar ætlaðar atvinnukaupendum. Formleg opnunarhátíð verður í timbursölu BYKO í Breidd mánu- daginn 30. október kl. 16 og mun Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra opna kynninguna. Rætt um áhrif fjárlaga FÉLAG viðskipta- og hagfræð- inga gengst n.k. mánudag fyrir ráðstefhu um fjárlagafrumvarp- ið og áhrif þess á atvinnulífið. Ráðstefhan hefst kl. 15 á Holiday Inn. Á ráðstefnunni verður fjallað um fjárlagafrumvarpið frá þremur mismunandi sjónarhornum. Frum- mælendur eru Ólafur Ragnar Grímsson, Þorsteinn Pálsson, Már Guðmundsson, Hannes G. Sigurðs- son, Karl Steinar Guðnason, Þórar- inn V. Þórarinsson, og Vilhjálmur Egilsson. Sýning á íslenskum myndverkum í Hull FYRSTA sjálfstæða yfirlitssýning í Bretlandi á verkum íslenskra myndlistarmanna verður opnuð í Hull í Englandi í dag, laugardag 28. október. Menntamálaráðherra Svavar Gestsson opnar sýninguna og Kammersveit Reykjavíkur mun flytja íslenska tónlist við opnunina. b Það v_ar sendiherra íslands í Bret- landi, Ólafur Egilsson, sem átti frumkvæði að þessari sýningu en íjölmargir aðilar, bæði á íslandi og á Bretlandseyjum, hafa tekið þátt í undirbúningi hennar. í tengslum við sýninguna hefur verið gefin út vegleg sýningarskrá sem ber heitið Landscapes from a High Latitude, sem jafnframt er heiti sýningarinnar og var hún unn- in af Listasafni Islands og Brighton Polytechnic*Gallery. I sýningarskrána rita: Sigurður A. Magnússon, Halldór Björn Run- ólfsson, Bera Nordal, Magnús Magnússon og Michael Tucker. Rit- stjóri er Julian Freeman en hann, ásamt Michael Tucker, sá um val mynda á sýninguna. Kostnaður við útgáfu sýningarskrárinnar er greiddur af ríkissjóði. Sýningin nær yfir sögu íslenskrar myndlistar allt frá frumkvöðlinum Þórarni B. Þorlákssyni (1867— 1924) og Ásgrími Jónssyni (1876— 1958) til nútímans. Yngsti lista- maðurinn sem á verk á sýningunni er Georg Guðni Hauksson sem er fæddur 1961. LADA - umboðid kynnir: Argeró 1990 lEICBd Staðgr.verö Atborganarverð Lada 1200 Safír fólksbifreið 4ra gíra Uppseld Uppseld Lada 1300 Safír fólksbifreið 4ra gíra kr. 372.760 kr. 384.289 Lada 1500 Lux fólksbifreið 4ra gíra Uppseld Uppseld Lada 1600 Lux fólksbifreið 5 gíra kr. 456.819 kr. 470.947 Lada 1500 Station skutbifreið 4ra gíra kr. 421.648 kr. 434.689 Lada 1500 Station Lux skutbifreið 5 gíra kr. 459.267 kr. 473.471 Lada 1300 Samara fólksbifreið 4ra gíra, 3ja dyra kr. 422.640* Kr. 435.711 Lada 1500 Samara fólksbifreið 5 gíra, 3ja dyra kr. 474.219* kr. 488.886' Lada 1300 Samara fólksbifreið 4ra gíra, 5 dyra, m. bónus Uppseld Uppseld Lada 1500 Samara fólksbifreið 5 gíra, 5 dyra Uppseld Uppseld Lada 1600 Sport jeppabifreið 4ra gíra m/léttstýri kr. 664.277 kr. 684.822 Lada 1600 Sport jeppabifreið 5 gíra m/léttstýri kr. 726.194 kr. 748.695 UAZ 2206 Bus frambyggður Rússi m/gluggum Uppseld Uppseld Argeró 1989 Tegcnd Stiðgr.verð kllitgiaamrt Lada 1200 Safír fólksbifreið 4ra gíra kr. 306.839 kr. 316.329 Lada 1300 Safír fólksbifreið 4ra gíra kr. 338.450 kr. 348.918 Lada 1500 Lux fólksbifreið 4ra gíra kr. 386.822 kr. 398.786 Lada 1600 Lux fólksbifreið 5 gíra Uppseld Uppseld Lada 1500 Station skutbifreið 4ra gíra Uppseld Uppseld Lada 1500 Station Lux skutbifreið 5 gíra Uppseld Uppseld Lada 1300 Samara fólksbifreið 4ra gíra, 3ja dyra Uppseld Uppseld Lada 1500 Samara fólksbifreið 5 gíra, 3ja dyra Uppseld Uppseld Lada 1300 Samara fólksbifreið 4ra gíra, 5 dyra, m. bónus kr. 443.167 kr. 456.873 Lada 1500 Samara fólksbifreið 5 gíra, 5 dyra kr. 470.883 kr. 485.446 Lada 1600 Sport jeppabifreið 4ra gíra m/léttstýri Uppseld Uppseld Lada 1600 Sport jeppabifreið 5 gíra m/léttstýri kr. 657.865 kr. 678.211 UAZ 2206 Bus frambyggður Rússi m/gluggum kr. 670.988 kr. 691.740 Verð eru gefin með fyrirvara. Háð breytingum. 27.10.89 * Metallic litir kr.11.000-. Ofangreint verð er miðað við að bif reiðarnar séu ryðvarðar og tilbúnar til skráningar. Innifalin er einnig 6 ára ryðvarnarábyrgð samkvæmt skilmálum ryðvarnarstöðvar. (Fréttatilkynning-)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.