Morgunblaðið - 28.10.1989, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.-OKTÓBER 1989
Pólland:
Mazowiecki vill breyting-
ar á Varsjárbandalaginu
Varsjá. Reuter.
TADEUSZ Mazowiecki, forsætisráðherra Póllands, krafðist í gær breyt-
inga á Varsjárbandalaginu og Comecon, cfnahagsbandalagi Austur-
Evrópuríkjanna. Kom þetta íram í veislu, sem hann hélt utanríkisráð-
herrum Varsjárbandalagsríkjanna í Varsjá.
í ræðu sinni lagði Mazowiecki
áherslu á, að sérhvert Varsjárbanda-
lagsríkjanna hefði rétt til að koma á
nauðsynlegum umbótum og sagði,
að þær væru forsenda friðar og sam-
einaðrar Evrópu. „Um allan heim
eiga sér stað miklar breytingar og
að þeim verður ekki unnið nema með
gagnkvæmri hreinskilni," sagði
Mazowiecki á fyrra degi utanríkis-
ráðherrafundarins. „Varsjárbanda-
lagið getur ekki staðið utan við þessa
þróun. Við megum ekki missa vonina
um heim, sem er laus við hemaðar-
bandalög; í framtíðinni verðum við
að tryggja friðinn með gagnkvæmu
öryggiskerfi."
Mazowiecki sagði líka, að rót-
tækra umbóta væri þörf innan
Comecon en aðild að því eiga Aust-
ur-Evrópuríkin sjö auk Víetnams,
Kúbu og Mongólíu. Þá hefur komið
fram, að Krzysztof Skubiszewski,
utanríkisráðherra Póllands, hafi lagt
til við Edúard Shevardnadze, ut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna, að
endurskoðað mánaðarlega ef þörf
krefur í samræmi við breytingar á
gengi helstu gjaldmiðla. „Eg tel að
þetta muni hafa í för með sér stór-
aukið innstreymni erlends gjaldeyr-
is sem mun hafna hjá bönkunum
en ekki svarta markaðnum," sagði
Valeríj Peksjev, aðstoðarbanka-
stjóri Gosbank, í samtali við mál-
gagn verkalýðssamtakanna, Trud.
Sagði hann, að gengisfellingin væri
örlítið skref í átt að alþjóðlegum
tekin yrði upp réttgjaldeyrisskráning
í ríkjunum og áætlunarbúskapur
lagður af, hornsteinn hins kom-
múníska hagkerfis.
Utanríkisráðherra Varsjárbanda-
lagsríkjanna vöruðu í gær við um-
ræðum um endursameiningu Þýska-
lands og sögðu, að það gæti haft
alvarlegar afleiðingar að hrófla við
landamærum Evrópuríkjanna eins og
þau hafa verið frá stríðslokum.
Reuter
Gengi rúblu fellt til að
bæta gjaldeyrisstöðuna
Moskvu. Reuter.
FYRIRHUGUÐ gengisfelling sovésku rúblunnar, sem skýrt var frá
síðastliðinn miðvikudag, mun stórauka erlendan gjaldeyrisforða
landsins, að sögn háttsetts bankamanns í Sovétríkjunum. Frá 1.
nóvember nk. geta útlendingar fengið sex rúblur og 26 kópeka fyr-
ir hvem Bandaríkjadollar eða tífalt hærra verð en nú.
Nýja verðið á rúblunni verður gjaldmiðli.
Vestur-þýskir lögreglumenn fjarlægja lík Maheshkumars Islania og
_______________ Nivrutu, sex mánaða gamallar dóttur hans, úr bílnum.
Hermdarverk IRA í Vestur-Þýskalandi:
Lýsa morði á sex mánaða
gömlu barni á hendur sér
Dublin og Bonn. Rcuter.
IRSKI lýðveldisherinn (IRA) viðurkenndi í gær að liðsmenn hryðju-
verkasamtakanna hefðu myrt breskan hermann og sex mánaða gamla
dóttur hans skammt frá bækistöð breska flughersins við Wildenrath í
Vestur-Þýskalandi. Atburðurinn varð á fimmtudag og komust tilræðis-
mennimir undan eftir að hafa skotið af vélbyssum á bíl hermannsins,
Maheshkumars Islania. Eiginkona hans slapp ósærð. IRA sagði í yfirlýs-
ingu sinni að hryðjuverkamennimir hefðu ekki tekið eftir barninu í
bílnum og harmaði mistökin.
Vestrænir sérfræðingar álíta að
gengi rúblunnar sé alltof hátt skráð
og segja raunhæft að átta til tíu
rúblur fáist fyrir hvern dollara.
Sovéskur almenningur á gnægð af
rúblum en það hjálpar lítið í landi
þar sem skortur er á hvers kyns
nauðsynjavörum. Fólk notar því
erlendan gjaldeyri, sem því tekst
að klófesta, fremur til vörukaupa
en að leggja féð í banka.
„Það væri engin þörf fyrir árásir
IRA í Vestur-Þýskalandi eða annars
staðar væri breski herinn ekki á
Norður-írlandi,“ sagði ennfremur í
yfirlýsingu IRA sem birt var í Dubl-
in. Islania var af indverskum ættum
og fluttist til Bretlands frá Tanzaníu
1974. Hann var liðþjálfi í breska
flughernum og hafði búið í Wildenr-
ath í tvö ár. Sjónarvottar komu að
eiginkonu hans, Smitu, eftir tilræðið
þar sem hún sat með lík bamsins í
fanginu. „Hún neitaði að láta það frá
sér, sat með teppi yfir sér og þrýsti
barninu sínu að sér. Þetta var skelfi-
legt,“ sagði einn þeirra. Konan var
flutt á sjúkrahús með taugaáfall.
Yfirvöld settu upp vegatálmanir en
morðingjamir em taldir hafa ekið í
átt að hollensku landamæmnum.
Undanfama 18 mánuði hefurírski
lýðveldisherinn drepið átta manns og
sært 50 í tilræðum gegn breskum
hermönnum og skylduliði þeirra víðs
vegar í Evrópu. í september skutu
IRA-liðar þýska eiginkonu hermanns
í breska setuliðinu í Vestur-Þýska-
landi og olli morðið því að samtökin
vom fordæmd um gjörvallt landið.
Fyrr í vikunni sagðist vestur-þýska
dómsmálaráðuneytið ætla að reyna
að fá framselda þijá meinta IRA-liða
frá Frakklandi og hugsanlega tvo
fanga í írlandi vegna gruns um að
mennirnir tengdust tilræðum í Vest-
ur-Þýskalandi. Hans Engelhard
dómsmálaráðherra lýsti í gær hryggð
sinni vegna morðanna við Wildenrath
og sagði ljóst að IRA-menn væm
gengnir af göflunum í ofstæki sínu.
Liðsmenn IRA era kaþólikkar og
krefjast þeir, auk brottflutnings
breska herliðsins frá Norður-írlandi,
sameiningar héraðsins og írlands
sem er að mestu kaþólskt.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÁSGEIR SVERRISSON
Afsögn Nigels Lawsons, ármálaráðherra Bretlands:
Staða Margaret Thatcher
að líkindum aldrei veikari
STAÐA Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hefúr að
líkindum aldrei verið veikari bæði innan íhaldsflokksins breska og
ríkisstjórnarinnar, að sögn breskra stjórnmálaskýrenda sem Morg-
unblaðið ræddi við í gær. í Lundúnum er sú skoðun almenn að af-
sögn Nigels Lawsons fjármálaráðherra á fimmtudag sé alvarlegasta
áfall sem Thatcher hefúr orðið fyrir frá því Michael Heseltine varn-
armálaráðherra sagði af sér árið 1986 er hann gekk af ríkisstjórnar-
fundi eftir að hafa deilt hart við forsætisráðherrann um hvórt ríkis-
stjórninni bæri að bjarga Westland-fyrirtækinu frá gjaldþroti. Þótt
þau Thatcher og Lawson hafi þráfaldlega verið ósammála um efna-
hagsstefnu ríkisstjórnarinnar eru menn á einu máli um að afsögn
Lawsons hafi komið breska forsætisráðherranum gjörsamlega í
opna skjöldu.
Lawson sagði af sér sökum
ágreinings við efnahagsráðgjafa
Thatcher, Sir Alan Walters, um
tengsl sterlingspundsins við evr-
ópska myntkerfið. Sagði Lawson í
afsagnarbréfi sínu að hann gæti
ekki gegnt embætti fjármálaráð-
herra á meðan Sir Alan væri ráð-
gjafi forsætisráðherrans. Segja
stjórnmálaskýrendur að með þessu
hafi Lawson í raun sett Thatcher
úrslitakosti og kunni það að hafa
verið mistök af hans hálfu, hafi
hann á annað borð ætlað sér að
halda ráðherraembættinu. John
Major, fyrram utanríkisráðherra,
tók við stöðu Lawsons á fimmtudag
en Douglas Hurd, sem gegnt hefur
stöðu innanríkisráðherra tók við
utanríkisráðherraembættinu. Alan
Walters sagði síðan einnig af sér
á fimmtudag.
Ösannfærandi forusta
„Þetta er alvarjegt áfall fyrir
Margaret Thatcher ekki síst sökum
þess að mál þetta snýst um forystu-
hlutverk hennar innan ríkisstjóm-
arinnar. Svo virðist sem hún hafi
fremur kosið að losa sig við fjár-
málaráðherrann en efnahagsráð-
gjafann, sem þykir mjög sérkenni-
legt. Þingmenn breska íhalds-
flokksins segja nú að hún hefði
fyrir löngu átt að gera sér ljóst að
þetta fyrirkomulag gengi ekki til
lengdar og grípa til nauðsynlegra
ráðstafana," sagði Robert Oakley,
stjórnmálaritsjóri Lundúnablaðsins
The Times í símaviðtali við Morg-
unblaðið í gær. Hann sagði engan
vafa leika á því að afsögn Lawsons
myndi veikja stöðu Margaret
Thatcher innan flokksins og ríkis-
stjómarinnar. „Stjórnmálaástandið
er nú þannig að Thatcher mun
tæpast geta vikið nýju mönnum,
þeim Hurd og Major, úr embættum
sínum. Þetta þýðir að pólitískur
styrkur þeirra verður mun meiri
en forvera þeirra og þeir munu því
geta staðið uppi í hárinu á forsætis-
ráðherranum," sagði hann.
„Enginn fjármálaráðherra hefur
setið lengur en Lawson frá því fyr-
ir stríð þannig að þetta er augljós-
lega gífurlegt áfall," sagði Tony
Bevins, stjórnmálaritstjóri The In-
dependent í viðtali við Morgun-
blaðið. Sagði hann að pólitískur
styrkur Lawsons, sem tók við emb-
ætti fjármálaráðherra árið 1983,
hefði verið mikill og því væra bæði
stjórnmálaskýrendur og þingmenn
sammála um að þetta gæti reynst
alvarlegasti stjómmálavandinn
sem Thatcher hefði þurft að gh'ma
við í tíu ára stjórnartíð sinni.
Ríkisstjórnin veikari en
áður
Skoðanakannir sýna að íhalds-
flokkurinn breski nýtur nú mun
Reuter
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hyllt á flokks-
þingi breskra íhaldsmanna fyrr í þessum mánuði. Forsætisráð-
herranum á hægri hönd er Nigel Lawson, sem sagði af sér emb-
ætti fjármálaráðherra á fimmtudag.
minna fylgis en Verkamannaflokk-
urinn en Tony Bevins benti á að
enn væri of snemmt að segja til
um hvort mál þetta myndi á ein-
hvem hátt breyta viðhorfi kjós-
enda. „Ríkisstjómin er veikari en
áður. En kosningar verða ekki fyrr
en eftir tvö eða þijú ár og ákveðin
móðursýki hefur gripið um sig. Við
getum ekki á þessari stundu gert
okkur fyllilega grein fyrir hveijar
afleiðingarnar verða, sagði hann.
Robert Oakley kvaðst telja óhjá-
kvæmilegt að fylgi flokksins myndi
minnka enn frekar. Thatcher
myndi nú draga það í lengstu lög
að boða til þingkosninga. „Fram
til þessa hefur verið talið að hún
boði til kosninga 1991 en lögum
samkvæmt þarf hún ekki að gera
það fyrr en sumarið 1992. Hún
hefði viljað að kosið yrði eftir tvö
ár en slær því líklega á frest ekki
síst sökum erfiðleika í efnahagslíf-
inu“.
Viðmælendur Morgunblaðsins
vora sammála um að frami John
Major sem tók við af Lawson á
fimmtudag hefði verið með ólíkind-
um skjótur. Því hefur verið haldið
fram að Thatcher hafi afráðið að
helja hann til valda vegna þess að
hann láti vel að stjórn en Major tók
við embætti utanríkisráðherra í
júlí er Thatcher gerði breytingar á
ríkisstjórninni. Neil Kinnock, leið-
togi Verkamannaflokksins, sagði á
þingi á fimmtudagskvöld að fjár-
málaráðherrann nýi hefði „tilhneig-
ingu til að haga sér eins og kjöltu-
rakki“ og haft hefur verið á orði
að Thatcher hafi verið að reyna
hollustu Majors er hún leiddi skoð-
anir hans gjörsamlega hjá sér á
leiðtogafundi ríkja breska sam-
veldisins fyrr í vikunni. „Þetta er
vitaskuld mikil upphefð fyrir Major
og það er óvenjulegt að maður með
svo litla reynslu gegni öðra valda-
mesta embættinu innan ríkisstjórn-
arinnar. Frami hans hefur verið
með ólíkindum, hann varð utanrík-
isráðherra í júlí og líkast til hefur
enginn gegnt því embætti skemur
í stjórnmálasögunni," sagði Robert
Oakley. Líkumar á því að Major
yrði næsti leiðtogi íhaldsflokksins
hefðu vissulega aukist við upphefð
þessa en almennt væri þó talið að
þeir Kenneth Baker, formaður
Ihaldsflokksins, og Michael Heselt-
ine, einn helsti andstæðingur for-
sætisráðherrans innan flokksins,
ættu meiri möguleika.