Morgunblaðið - 28.10.1989, Síða 20

Morgunblaðið - 28.10.1989, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAffGARDAGUR 28. OKTOBEH 22. lands- þing NLFÍ Náttúrulækningafélag Is- lands, NLFÍ, heldur 22. lands- þing sitt helgina 28.-29. október nk. Þingstaður er heilsuhæli fé- lagsins í Hveragerði. Þingið sækja fulltrúar hinna tveggja aðildarfélaga NLFÍ, þ.e. frá Náttúrulækningafélagi Reykjavíkur, NLFR, og Náttúru- lækningafélagi Akureyrar, NLFA, auk stjórnarmanna í NLFI og gesta sem boðið hefur verið að sitja þing- ið. Helstu mál þingsins verða auk hefðbundinna þingstarfa félags- mál, heilsuhæli NLFÍ, manneldis- mál, tímaritið Heilsuvernd ogjörðin og húseignin Sogn. Úr myndinni „Á fleygiferð" sem Bíóhöllin hefúr tekið til sýninga. Bíóhöllin: „Á fleygiferð“ Bióhöllin sýnir _ um þessar mundir myndina „Á fleygiferð" þar sem John Candy og Donna Dixon eru meðal leikenda. Leik- stjóri er Jim Drake. Það er mikið um að vera í Wash- ington, því framundan er Cannon- ball-keppnin sem er nær 5000 km langur kappakstur. Mörg óvænt atvik gerast hjá keppendum og lög- reglustjórinn sker upp herör gegn þeim til að hindra keppnina. Fyrirlestur um heimsmynd nú- tímans HIÐ íslenska náttúrufræðifélag gengst fyrir fyrirlestri nk. mánudagskvld. Þá fy'allar Einar H. Guðmunds- son stjarnfræðingur um nýja heimsmynd nútímans. Einar mun ræða stöðu jarðar í veröld vetrar- brautanna, en fjalla sérstaklega um „kenninguna um heitan miklahvell" og þær tilgátur og athuganir sem hún byggir á, s.s. útþenslu al- heimsins og örbylgjukliðinn. Fyrirlesturinn, sem er öllum op- inn, verður í stofu 101 í Odda og hefst kl. 20.30. Opinn fundur með ráðherrum Alþýðubanda- lagsins Alþýðubandalagsfélag Garða- bæjar og Bessastaðahrepps stendur fyrir opnum fundi með ráðherrum flokksins mánudag- inn 30. október kl. 20.30. Fundurinn verður í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ. Ráðherrarnir munu flytja örstuttar framsöguræður og svara síðan fyr- irspurnum fundarmanna. Fundur- inn er öllum opinn. Leiðrétting í fréttatilkynningu frá Almenna bókafélaginu vegna útgáfu barna- bókarinnar Drekasögu eftir Iðunni Steinsdóttur með teikningum Búa Kristjánssonar, er birtist í Morgun- blaðinu í gær, föstudag, var sagt að Bernard Scudder hefði snúið íslenska textanum yfir á ensku í enskri útgáfu bókarinnar, The Good Dragon. Hið rétta er að Ing- ólfur Steinsson þýddi textann yfir á ensku en Bernard Scudder annað- ist lokafrágang textans. Eru hlut- aðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Þegar kemur að afborgunum lána er þ í þínum höndum borga á réttum tíma aöí húsnæðíslána nov. 16. nóv. leggjast dráttarvextír á lán'með lánskjaravísítölu. 1. des. leggjast dráttarvextír á lán með byggíngarvísítölu. Gjalddagar húsnæðislána eru: 1. febrúar - 1. maí - 1. ágúst - 1. nóvember. Sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins eínn. Greíðsluseðlar íyrir 1. nóv. hafa verið sendir gjaldendum og greíðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum. Óh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900 reksturinn á þínu heimili SYpflbékk1 'Z' Þar með sparar þú óþarfa útgjöld vegna dráttar- vaxta, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. ÞÚ SKIPULEGGUR Tríó Guðmundar Ingólfssonar leikur 1 Heita pottinum JASSTRÍÓ Guðmundar Ingólfs- sonar leikur í Heita pottínum í Duus-húsi annað kvöld, sunnudag. Gestir tríósins verða Stefán Stef- ánsson saxófónleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Guðmund- ur Steingrímsson trommuleikari og fleiri. Húsið verður opnað kl. 22.00. (Fréttatilkynning) Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulínan: 99 1002. TPIöfóar til XX fólks í öllum starfsgreinum! ptnrutmMofrifo

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.