Morgunblaðið - 28.10.1989, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.10.1989, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTOBER 1989 mmmn ^Konurn fínnstgott ab fcC sér Sprett cx eftir póstinum." Ást er... . að svífa um loftin blá. TM Reg. U.S. Pat Off.— all riflhts reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Gerðu mér bjarnar- greiða... mánudaginn kemur frá skattrannsóknardeildinni___ HÖGNI HREKKVÍSI h/ : ■A\ „ HÖLPUM OKKTUR VIP PAB> AÐ LETTA AÐ KÚLUNNI !" Þessir hringdu .. Hvað um rannsóknarréttinn? Ami Freyr Sigurlaugsson - hringdi: „Sr. Jón Habets ritar grein um trúmál í Velvakanda 26. október þar sem stendur orðrétt. „Undir öruggri stjórn þessara skipstjóra (postula og biskupa) hefur fari kirkjunnar verið farsællega stýrt gegn gegnum brotsjói nítján alda samkvæmt orðum Jesú í Mt. 28,20. Mig langar að spyija Sr. Jón Habets hvort krossferðirnar, spænski rannsóknarrétturinn, galdraofsóknir, sala aflátsbréfa og fleiri verk kirkjunnar í þessum dúr falli undir þessa fullyrðingu hans.“ Skjár Kona hringdi: „I þættinum Fólkið í landinu fyrir nokkru voru einhverjir menn að velta því fyrir sér hvað orðið „skjár“ þýddi. Ég hélt að flestir vissu að það skjár þýðir gluggi.“ Lyklakippa Lyklákippa á brúnu refaskotti tapaðist fyrir utan Litaver fyrir nokkru. Finnandi er vinsamlegst beðinn að hringja í síma 685575. Hringur Gullhringur með steinum var tekinn í Þjóðleikhúskjallaranum sl. laugardag. Um er að ræða fornan ættargrip. Vinsamlegast hringið í síma 42878 ef hringurinn hefur komið í leitirnar. Látið vita Ég vil beina því til bílstjóra að þeir láti vita ef þeir verða fyrir því að keyra yfir dýr ef þau eru merkt. Ef dýrin slasast verður að sjá til þess að þau séu aflífuð svo þau skríði ekki einhvers staðar í skjól og krókni úr kulda. Það er napurlegt til þess að vita_ hversu illa er farið með dýrin. Ég varð fyrir því nýlega að ekið var yfír kettling sem ég var með. Nú óska ég eftir fallegum kettling en síminn hjá mér er 656121. Góðir útvarpsþættir Hlustandi hrindi: „Ég vil þakka Pétri Péturssyni fyrir dásamlega þætti sem hann er með á laugardagsmorgnum, Góðan daginn, góðir hlustendur. Pétur hefur einstakt lag á að velja góð lög. Það var mjög gaman að heyra Pétur lesa ur Ævisögu Árna Þórarinssonar. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort Pétur væri ekki fáanlegur til að lesa Spítalalíf eftir Guðmund Daníels- son sem miðdegissögu. Miðdegis- sögurnar hafa verið fremur slapp- ar undanfarið en það yrði örugg- lega gaman að heyra Pétur lesa þessa sögu.“ Hátíðnifælur Katrín hringdi: „Fyrir nokkrum áram sá ég auglýstar hátíðnifælur sem áttu að fæla í burt mýs og ef til vill fleiri dýr. Langar mig til að spyij- ast fyrir um hvort þær séu ein- hvers staðar fáanlegar." Tveir kettlingar Tveir kettlingar, báðir svartir með hvíta bringu og hvítar hosur en annar með hvíta rönd í fési, fundust í Vesturbænum og við Dómkirkjuna. Upplýsingar í síma 29957 og 14710. Úlpa Dökkblá og græn Steffensúlpa fannst við við Hjallabraut í Hafn- arfirði. Þá fannst kasettutaska við Landsspílann fyrir nokkru. Upp- lýsingar í síma 53134. Taska Ung heyrnarlaus stúlka varð fyrir því óhappi er hún var í Fé- lagsheymili heyrnarlausra að Klapparstíg 28 hinn 19. október að skólataskan hennar var tekin ófijálsri hendi. Þetta er tilfinnan- legt fyrir stúlkuna þar sem hún var búin að hafa mikið fyrir bók- unum sem í töskunni vora. Sá sem töskuna tók getur ekki haft gagn af þessum bókum og er vinsam- legast beðinn að skila henni sem fyrst á skrifstofu Félags heyrnar- lausra að Klapparstíg 28 eða í heimavist Heyrnleysingjaskólans við Vesturhlíð. Köttur Brún- og svartbröndóttur fress- köttur með hvítar bringu, trýni og loppur, er búinn að vera í óskil- um í Nökkvavogi í tvo mánuði, Nökkvavogi. Upplýsingar í síma 32188. Liðlegheit strætisvagnabílstjóra Til Velvakanda. Það var þriðjudaginn 17. október khikkan hálf fimm að ég tók Haga- vagninn á Dunhaganum og fór með honum niður í miðbæ. Ég varð var við að lítill drengur, svona 5-6 ára, var í vagninum og virtist í hálfgerð- um vandræðum. Kona, sem var farþegi þarna einnig og hafði tekið eftir drengnum, hafði orð á því við vagnstjórann að drengurinn hefði líklga farið vagnvillt því hann ætti Víkverji Fyrir skömmu ræddi Víkveiji um þá breytingu sem orðin er á þörf fyrir öldungadeildir; þörfín sem áður var knýjandi á menntaskólastigi er nú á háskólastigi. Víkveiji var varla búinn að sleppa orðinu þegar endurmenntunardeild Háskóla Is- lands kynnti nýja möguleika á öld- ungadeildamámi við háskólann. Námið verður hægt að stunda með vinnu og fyrsta námsbrautin með þessum hætti verður á sviði við- skipta- og hagfræði. Víkveiji er þess fullviss að ásókn í þetta nám verður mikil og ekki verður hægt að anna eftirspum fyrst í stað. Ef svo fer að stjómendur endurmenntunar við há- skólann skynja slíkan þrýsting er Víkveiji þess viss að framhaldsnám á þessum vettvangi tekur mikinn fjör- kipp á næstu árum. xxx Verslunarráð íslands beindi ný- lega þeirri áskoran til fjármála- ráðherra, að hann beitti sér fyrir því að endurskoða viðskiptasiðferði ríkis- stofnana, sem Verslunarráðið telur lélegt. Víkveiji tekur svo sannarlega undir þetta, en bendir á, að viða er heima á Seltjarnarnesi. Vagnstjór- inn talaði við drenginn og bað hann að vera rólegan, hann skyldi koma honum í réttan vagn. Með það sama kallaði hann upp Nesvagninn og spurði hvar hann væri staddur. Sá var ekki lagður af stáð frá Torginu, en fékk að vita um drenginn. Bílstjórarnir höfðu svo samband aftur og Hagavagninn stöðvaði neðst í Túngötunni og beið Nesvagnsins. Þegar hann svo kom skrifar pottur brotinn i þessum efnum, ekki síður hjá einkaíýrirtækjum en ríkis- stofnunum. Það sem átt var við í tilfelli ríkisins var, að ríkisstofnanir virðast ekki telja sér skylt að greiða fyrir þjónustu eða vörur á gjalddög- um og því síður að greiða dráttar- vexti í þeim tilvikum. Víkveiji sat nýlega fund með nokkrum prentsmiðjueigendum sem bára saman bækur sínar. Þeir ræddu m.a. um hvernig kaupendur prent- þjónustu haga sér gagnvart prent- smiðjunum. Nefndu þeir dæmi um að óskað væri eftir tilboðum í ákveð- in verk frá nokkrum smiðjum. Þegar þau væru fengin væri sjaldnast haft fyrir því að svara tilboðum sem ekki væri tekið og oft sögðust þeir reka sig á það að slík tilboðagerð þjónaði þeim tilgangi einum að pressa verðið ennþá neðar hjá þeim sem lægst biði. Þar af leiðandi væra tilboð nánast aldrei opnuð samtímis að bjóðendum viðstöddum. Einnig sögðust þeir hafa orðið alloft varir við það, að menn væra í föstum viðskiptum í einni prentsmiðju, en bæðu um tilboð í öðrum, einungis til að geta séð hvem- ig verðlagið væri annars staðar. Slík tilboðagerð er auðvitað gerð á röng- um forsendum og mikil ókurteisi að fór vagnstjórinn með drenginn yfir í hinn vagninn, vildi auðsjáanlega koma honum heilum yfir vegna mikiliar umferðar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef orðið vitni að liðlegheitum þessara manna er vögnunum aka. Mér finnst sjálfsagt að geta þess sem vel er gert fyrir okkur far- þegana og hafi þeir bestu þakkir fyrir. Móðir á Fálkagötunni ætlast til að lögð sé mikil vinna í gerð tilboðs, þegar fyrirfram er ákveðið að ekki eigi að taka því, í hveiju svo sem tilboðið muni felast. Víkveiji nefnir prentiðnað í þessu sambandi, en ljóst er að í öðram iðn- greinum er við svipað að fást. Það væri vel til fundið að Verslunarráðið beitti sér fyrir því að samræma regl- ur um útboð og tilboð íslenskra fyrir- tækja, bæði hvað varðar framkvæmd og siðferði. xxx Stór liður í útgáfukostnaði tíma- rita er póstdreifing þeirra. Víkveiji veit þess dæmi að íslenskir útgefendur láti prenta tímarit sín í útlöndum og senda þau þaðan til viðtakanda á íslandi. Astæðan er há póstgjöld hérlendis. íslenskur prent- iðnaður stendur berskjaldaður gagn- vart þessu, prentsmiðjumar era í mörgum tilvikum vel samkeppnis- hæfar bæði hvað varðar verð og gæði prentverksins, en verða að láta í minni pokann fyrir erlendum keppi- nautum vegna þess að í tilboðum þeirra er dreifingin innifalin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.