Morgunblaðið - 02.12.1989, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.12.1989, Qupperneq 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 Aulasósíalismi eftir Jón Hafstein Jónsson Mér var að berast bæklingur frá KÍ sem ber heitið _,,Stefnumörkun Kennarasambands Islands í Kjara- málum“. Ég las hann að vísu ekki til enda, en hnaut þó um klausu, sem varð mér tilefni til að láta í ljós álit mitt á "stefnunni (eða stefnuleysinu) sem ríkt hefur í málefnum framhaldsskólans síðan: landsprófið var lagt af. Þessi bækl- ingur er snotur og vandaður að allri ytri gerð, og innihald hans er því trúlega vel yfirvegað. Mismunun eftir atgervi Nefnd klausa er vel afmörkuð, og yfirskrift hennar, sem er með lit og stóru letri, hljóðar svo: AT- VINNA VERÐI TRYGGÐ FYRIR ALLA. Orðrétt stendur síðan „Tryggja verður að allir eigi rétt til atvinnu og búi við atvinnuör- yggi. Þá verður að tryggja þau grundvallarmannréttindi að fólki sé ekki mismunað við stöðuveitingar eftir búsetu, kynferði eða andlegu og líkamlegu atgervi." Lengri er þessi grein ekki, en ný og glæsileg yfírskrift trónar svo yfir þeirri næstu og þannig birtist stefnu- mörkunin lið fyrir lið í stuttum og hnitmiðuðum greinum á 16 síðum. Ekki er ætlun mín að ræða, hvað hafa skuli að leiðarljósi við stöðu- veitingar í skólum, en varla er ástæða til að óttast að andlegt at- gervi ungra umsækjenda um stöður í skólakerfinu ógni veldi þeirra „uppeldis- pg kennslufræðinga“ sem þar ráða ferðinni. Það æsku- fólk, sem hefur slíka lesti í fartesk- inu, sækir á önnur mið. Greinin sem ekki var rædd í byrjun júnímánaðar birtist í Morgunblaðinu grein, sem ég í-ein- feldni minni taldi að myndi verða upphafíð að tímabærri umræðu um hið íslenska skólakerfi og úttekt á því. Grein þessi nefndist „Skóla- kerfi á villigötum" og var eftir Sigríði Teódórsdóttur kennara við Menntaskólann við Hamrahlíð. Ég hlakkaði til að sjá framhaldið, en hef hins vegar orðið fyrir vonbrigð- um með að allir þeir mætu menn og konur sem mótað hafa stefnuna í skólamálum síðustu tvo áratugi og óneitanlega fengu sína ádrepu í grein Sigríðar, skuli ekki hafa sýnt þann manndóm að ræða málin og játa afglöp sín eða hafa að öðr- um kosti uppi varnartilburði af ein- hvetju tagi. Sigríður talaði um aulasósíalisma í sambandi við viðhorf þau sem ráðið hafa ferðinni í þróun fram- haldsskólans og mér finnst við hæfi að fá þetta nafn að láni sem yfirskrift yfir hugleiðingar um einn þáttinn í framvindu þeirri, sem hinn íslenski framhaldsskóli má þola. Staða stærðfræðinnar Um margt er ég Sigríði sammála og um annað tel ég mig ekki geta dæmt, en mér fannst loksins komin grein um skólamál sem var vel fram sett, skýr og yfirveguð. Sigríður spyr m.a. um orsakir þess, að eftir- spurnin eftir stærðfræðimiðuðu námi sé á niðurleið. Þessa spyija margir fleiri og svörin og úrræðin eru sjálfsagt jafnmörg og spytjend- urnir. Ég hef oft heyrt þær raddir m.a. í Félagi raungreinakennara, að það þurfi að gera fræðin skemmtileg svo að nemendurnir laðist að þeim. Ég vil þessu til stað- festu nefna grein eftir formann umrædds félags í síðasta frétta- bré|i þess þar sem hann fjálglega vegsamar fegurð stærðfræðinnar og talar um þann möguleika að kenna skemmtilega stærðfræði í stað leiðinlegfar. En hyer á að meta skemmtilegheitin? Ég er t.d. þeirrar skoðunar að bækur dr. Ólafs Daníelssonar séu skemmtilegustu kennslubækur sem notaðar hafa verið í stærðfræði í íslenskum fram- haldsskólum, en talsmenn skemmti- legheitanna eru vísast ekki að biðja um slíkar bækur. Engir þröskuldar Þá er sagt að það sé meinsemd í námsefninu og kennslunni ef stærðfræðin er fallgrein eða meðal- einkunn í henni lægri en í öðrum greinum. Þess er krafist að gerðar séu breytingar sem ráði hér bót á, þannig að fallprósentan lækki (hverfí?) og allir fái áð kynnast þeirri fagurfræðilegu reynslu, sem stærðfræðiiðkun er. Mín skoðun er að sérhver tilraun til að ná þessu marki eftir leiðum skemmtilegheit- anna verði aðeins til þess að fjar- lægjast þetta mark og fækka þeim, „Stærðfræðin verður ekki skemmtileg fyrr en sigrast hefiir verið á einhverjum erfiðleikum og fyrir þá sem forðast vilja erfiðið og leiðindin verður stærðfræði því aldrei skemmtileg.“ sem fái þessa eftirsóknarverðu reynslu. Hvers vegna skyldu meðal- einkunnir námsgreinanna vera jafn- ar og hvað er athugavert við það, að stærðfræðin taki að sér það hlut- verk að vera flöskuhálsinn í fyrsta bekk framhaldsskólans? Það hefur t.d. sýnt sig að stærðfræði-' og íslenskueinkunnir á grunnskólastigi segja meira en einkunnir annarra greina um væntanlega frammistöðu nemandans á næsta skólastigi fyrir ofan og sennilegt er að þetta eigi einnig við á öðrum þáttaskilum í skólakerfínu. Ekki má búast við því að allt sé það skemmtilegt sem ganga þarf í gegnum til að komast leiðar sinnar. Mér er nær að halda að hver einasti nemandi þurfi af og til að beita sjálfan sig hörðu til að ná tökum á nýju efni í stærð- fræði. En uppskeran af þessum erf- iðu (og leiðinlegu) köflum er getan til þess að komast áfram og ná valdi 4 því sem áður virtist-óviðráð- anlegt. Án þess að glíma við þann vanda og vinna sigur er ekki hægt að koma auga á fegurð greinarinn- ar. Sá málflutningur, að leiðin út úr ógöngunum, sem skólinn er í sé að draga úr kröfum (velja skemmti- lega stærðfræði í stað leiðinlegrar) og þá muni fyrir nemendum uppljúkast fegurð fræðanna, er ekki trúverðugur. Skemmtileg stærðfræði Óskin eftir skemmtilegri stærð- fræði felur því miður í sér kröfu um að hún sé auðveld. En stærð- fræðin verður ekki skemmtileg fyrr en sigrast hefur verið á einhvetjum erfiðleikum og fyrir þá sem forðast vilja erfiðið og leiðindin verður stærðfræði því aldrei skemmtileg. Þannig myndast vítahringur. Eng- inn skilji orð mín svo að allir sem eitthvað vilja á sig leggja geti náð tökum á stærðfræði framhalds- skólastigsins. Sem betur fer eru áhugamál og upplag fólks með ýmsu móti og því miður er greindin ekki alltaf sú, sem nemandinn sjálf- ur telur, uppörvaður af háum ein- kunnum á grunnskólastiginu. Þetta síðara veldur mörgum vonbrigðum þegar þeir koma upp í framhalds- skólann. Við þessu er lítið að gera en verst það að reyna að skjóta öllu uppgjöri á frest með því að setja nýtt efni fram í sama tón og gamla efnið hafði. Því miður er það nú samt víða fangaráðið og það jafnvel hjá kennurum sem kunna sitt fag út í æsar. Landspróf Sú var tíðin að meiriháttar próf í stærðfræði voru landspróf, sem hinir einstöku skólar fengu send frá stjórnskipuðum prófdómara. Þessi próf voru innsigluð og einkunna- gjöfín var ekki eingöngu í höndum kennarans. Ekki er erfitt að sjá, hvað felst í þeirri breytingu, að gera prófín að innanskólamáli, þar sem kennarinn semur próf fyrir sína eigin nemendur og gefur einn ein- kunnir fyrir úrlausnirnar. Hætt er við að ólík viðhorf, vorkunnsemi og góðar óskir geti sett mark sitt á lokatölurnar og þá að sjálfsögðu í m isríkum mæli eftir skólum og kennurum. Það er augljóst að þessi skipan býður heim lækkandi kröf- um. En eru kennararnir ekki líka að gefa sjálfum sér einkunn? Að hreinsa sig af öllum grun Það voru ekki alls fyrir löngu samdar skýrslur um þann vanda, sem stafar af fákunnandi og van- hæfum kennurum. Það er eins og verið sé að benda þeim sem gætu tekið þennan áfellisdóm til sín á, að hægt sé að hreinsa sig af öllum grun með einkunnum nemenda sinna. Fyrir nokkrum árum sagði stærðfræðingur nokkur við mig kíminn á svip: „Það eru ekki lengur til góðir og lélegir nemendur, það eru bara til góðir og lélegir kennar- ar.“ Hvað á að hafa forgang? Ég er þeirrar skoðunar að lágar einkunnir í stærðfræði séu eðlileg afleiðing af ástundun og vinnu- brögðum nemandans og ekkert sé við þeim að segja annað en það, að e.t.v. hafi nemandinn valið leið sem honum sé ofviða, eða að um- hverfið hafi náð að trufla hann frá aðalstarfi hans sem er námið. Að leita annarra skýringa og lausna á vanda hans er að fella gengi fags og menntunar. Mér finnst það næsta undarlegt að launuð vinna nemenda og eyðsluvenjur þeirra skuli ekki fá svipaða umfjöllun í skýrslum og á ráðstefnum, sem skólafrömuðir standa að, og aðrir þættir í vanda skólanna. Þó liggja fyrir nokkrar upplýsingar um þessa hluti og kennarar háfa lengi vitað að varðandi starf þeirra eru þeir stór og truflandi þáttur. En heilögu kýrnar eru því miður fleiri og skal hér aðeins nefna ofþensluna í fé- lagslífinu í þess orðs viðustu merk- ingu. „Ungdomskulturer“ Fyrir skömmu hafði ég aðstöðu til að benda á þennan þátt í erfíð- leikum skólastarfs og spytja hvort hann væri ekki verðugt umijöllun- arefni (ásamt öðrum dagskrárlið- um) á samnorrænni ráðstefnu raun- greinakennara, sem haldin verður á sumri komanda. Þar fékk ég stað- festingu á því, sem ég raunar taldi mig vita, að þessi hlið erfiðleikanna er bannhelgt feimnismál. Viðbrögð viðstaddra voru þögn þar til spurn- ingin endurtekin knúði fram svar sem hljóðaði svo „Man má ikke bekæmpe ungdomskulturer". Til- svarandi hugtak á grunnskólastig- inu er víst listræn sköpun. Verðskulduð umbun Virðing kennara fyrir starfi sínu ætti að birtast í kröfunni um að námið hafi forgang rétt eins og vinnuveitandinn krefst þess af þeim sem fara út á vinnumarkaðinn að starfið hafi forgang. Spurningin er hvort skólinn eigi að vera dvalar- eða vinnustaður og er þess að vænta að samfélagið virði störf kennara og meti þau til hárra launa ef það fyrra er svarið (svo ég tali nú ekki um, ef leggja skal bann við því, að andlegt atgervi hafi áhrif á stöðu- veitingar í skólum). Ég vísa til ráð- stefnu sem Félag raungreinakenn- ara og Stærðfræðafélagið héldu fyrir einu og hálfu ári. Þar var frá ýmsum hliðum íjallað um starf og vanda skólanna, en ekki hirt um að skoða vandann, sem felst í því, að námsstörfin hafa ekki forgang og að þeim er ekki (skv. ríkjandi skólastefnu) ætlað að taka sér hann. Ég vil ljúka þessum fátæklegu hugleiðingum með því að færa Sigríði Theódórsdóttur síðbornar þakkir fyrir grein hennar í vor og láta þá von í ljós, að hún hafi náð að ýta við einhveijum skólafrömuð- um, þó að enginn þeirra hafi treyst sér til að ræða við hana. Höfundur er kennari við S Verslunarskóla íslands. ÞIIMGBREF 'STEFÁN FRIÐBJARNARSON Verðmætasta eignin er heilbrigði einstaklingsins íslenzk heilbrigðisáætlun ii (Löfðlyfir AQmgil ||2, „Heilbrigði er meðal þeirra lífsgæða sem nú eru mest met- in. Heilbrigði er hvort tveggja í senn dýrmætasta eign hvers einstaklins og verðmætasta auðlind hverrar þjóðar. I stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna segir m.a. að það sé grundvallarrétt- ur hvers manns að fá að njóta beztu heilsu sem völ er á, án tillits til kynþáttar, trúar- bragða, stjórnmáiaskoðana, efnhagslegra eða félagslegra aðstæðna". Þannig heQast aðfaraorð að tillögu til þingsályktunar um íslenzka heilbrigðisáætlun, sem heilbrigðisráðherra hefúr mælt fyrir á Alþingi. I Tillagan tekur í aðalatriðum mið af stefnumörkun Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, sem hefur að yfirskrift: „heilbrigði allra árið 2000“. Hún felur í sér stefnumót- un í heilbrigðismálum, heilsu- gæzlu, heiibrigðiseftirliti, rann- sóknum á þessum vettvangi, kennslu og fleiri skyldum þáttum. Heilbrigðisáætlunin hefur það í stuttu máli að meginmarkmiði að bæta heilsufar þjóðarinnar og ná betur fram heilsufarslegu jafn- rétti, ef svo má að orði komast. Breyttar aðstæður margs kon- ar kalla á nýjar áherzlur í heil- brigðisþjónustu, jafnvel ný mark- mið. í greinargerð segir að þrennt beri hæst: 1) Heilsurækt, sem miði að því að hver einstaklingur hafi aðstöðu til að styrkja og auka eigið heilbrigði með hollum lífsmáta, 2) Heilsuvernd, sem beinist að áhættuþáttum, m.a. í umhverfi okkar (mengun, reykingum, offitu, blóðfitu, há- þrýstingi o.fl.) og viðleitni til að dragá úr þessari áhættu, 3) Læknisþjónustu, , sem tekur við sjúkum og slösuðum og kostar kapps um að koma þeim til heilsu á ný. Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra sagði í framsögu að Ragnhildur Helgadóttir, fýrr- um heilbrigðisráðherra, hafí haft frumkvæði að þeirri vinnu, sem að baki liggi tillögunni um íslenzka heilbrigðisáætlun. Til- lögugerðin eigi og rætur í sam- þykktum sem Islendingar hafi staðið að á alþjóðavettvangi með þátttöku í starfi Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar. Aðeins tveir þingmenn, auk ráðherra, tóku til máls við fyrstu umræðu: Ragnhildur Helgádóttir (S-Rv) og Guðrún Agnarsdóttir (SK-Rv.). Oft hafa fleiri tölt upp í ræðupúlt þingsins, þótt tilefnið væri minna. Guðrún Agnarsdóttir sagði m.á:: „í þessari heilbrigðisáætlun, sem er útfærð í samræmi við íslenzka staðhætti og lífsmáta, er, eins og í öðrum aðildarlöndum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, lögð megináherzla á það að ein- staklingurinn verði virkari í að gæta eigin heilsu, taki virkari Forsíða tillögu að íslenzkri heil- brigðisáætlun. þátt í forvörnum og fyrirbyggj- andi starfi. En til þess að honum sé þetta í raun kleift, bæði efna- hagslega og félagslega, verða stjórnvöld að samræma aðgerðir sínar á hinum ýmsu sviðum . ..“ Þingmaðurinn vék í máli sínu að opinberri stefnumótun í mann- eldismálum, m.a. að „verðstýr- ingu“ til neyzlu hollrar fæðu, og spurði í því sambandi um matar- skatta á hollvöru og ráðgerða beitingu stjómvalda á virðisauka- skatti. Áætlun eins og þessi á ekki aðeins að vera „fallegt plagg“, sagði Guðrún, það þarf að fylgja henni eftir svo hún verði virk í framkvæmd og skili ár- angri í heilbrigði fólks. III Ragnhildur Helgadóttir sagði í sinni ræðu: „Mér er það mikið gleðiefni að sjá að því starfi, sem hófst og var lagt fyrir Alþingi í minni ráðherra- tíð, hefur verið haldið áfram ná- kvæmlega með þeim hætti sem bæði við sem að því stóðum þá svo og Alþingi hefur ætlast til. Skýrsla sú um íslenzka heilbrigð- isáætlun, sem lögð var fram á síðari hluta þings 1986-87, var í því formi, að gæti orðið umræðu- grundvöllur sem víðast um þjóð- félagið meðal þeirra sem fjalla um þá þætti er hér skipta máli. Sú var einmitt raunin og því ber að fagna.“ Rök hníga til þess að hyggilegt sé að setja saman opinbera heil- brigðisáætlun, eins og að er stefnt, ekki sízt að því er varðar fyrirbyggjandi heilbrigðisvarnir. Þess verður þó að gæta vel að ganga ekki á sjálfsákvörðunarrétt og valfrelsi fólks. Máske er meg- inmálið að fyrir liggi haldgóðar upplýsingar og að til staðar sé viðvarandi almenn fræðsla á sviði heilsuverndar og heilsuræktar. Með öðrum orðum að það verði gildur þáttur í uppeldi og kennslu að árétta ábyrgð hvers og eins á eigin heilbrigði, sem að dijúgum hluta til ræðst af lífsmáta og umhverfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.