Morgunblaðið - 02.12.1989, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 02.12.1989, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 C 13 Laugarneskirkja Kirkju- dagur í Selljarnar- neskirkju Seltjarnarnessöfnuður heldur kirkjudag sinn hátíðlegan að venju fyrsta sunnudag í jólaföstu hinn 3. desember nk. Er þetta í fyrsta skipti sem dagurinn er haldinn há- tíðlegur í kirkjunni eftir vígslu hennar í febrúar sl. Guðsþjónusta verður kl. 11 ár- degis með þátttöku fermingarbarna og kveikt verður fyrsta Ijósið á að- ventukransinum. Stólvers syngur Anna Júlíana Sveinsdóttir, óperu- söngkona, við undirleik Gyðu Hall- dórsdóttur og sóknarpresturinn, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, pré- dikar og þjónar fyrir altari. Um kvöldið verður kristileg sam- koma og hefst hún kl. 20.30. For- maður sóknarnefndar, Kristín Frið- bjarnardóttir, setur samkomuna. Ræðumenn verða Neskirkjuprestar. Sr. Frank M. Halldórsson segir frá aðventu og jólum í Texas í máli og myndum og sr. Guðmundur Óskar Ólafsson flytur hugvekju. Sigrún Valgerður Gestsdóttir, óperusöng- kona, syngur við undirleik Gyðu Halldórsdóttur. Þá verða kertaljósin tendruð frá altarinu og dagskránni lýkur með ritningarlestri og bæn sr. Solveigar Láru Guðmundsdótt- ur. Eftir samkomuna bjóða konur úr Vinasamtökunum til kaffi- drykkju á neðri hæð kirkjunnar. Kirkjudagurinn hefur alltaf verið ijölsóttur af Seltirningum og er ekki að efa að svo verði einnig í þetta sinn þar sem þeir fagna kom- andi jólahátíð og fá jafnframt tæki- færi til þess að þakka Neskirkju- prestum, sem stóðu við hlið safnað- arins við uppbyggingu innra og ytra starfs í 12 ár eða allt frá því að sérstakt safnaðarstarf hófst á Seltjarnarnesi árið 1974 og þar til söfnuðurinn fékk sinn eigin prest fyrir rúmum þremur árum. (Fréttatilkynning frá sóknarnefnd) Ferinnálang flest heimili landsins! steinsteypu. Léttir j meöfærilegir viðhaldslitiir. Avalli (yilrMgajandi. G6ð varahluiapjÓDUsta. »_ i_ Gdo varamutapjonusia. uo Þ. ÞORGRlMSSON & CO , iniiiliiiua. iumlmíiu - nrni NWni itLii iiErrnsicn - niiiiClii siumos - iinu imitiau. Aðventukvöld í Laugarneskirkj u Sunnudaginn 3. desember er fyrsti sunnudagur kirkjuársins og fyrsti sunnudagur í aðventu. I Laugarneskirkju verður haldið upp á þennan dag að venju, en nú með sérstökum hátíðarblæ, því í desem- ber eru 40 ár liðin frá því að Laug- arneskirkja var vígð. Kl. 11 árdegis verður messa með fjölbreyttum söngog hljóðfæraleik, einnigverður kveikt á aðventukransinum við há- tíðlega athöfn. Um kvöldið verður svo aðventuhátíð með íjölbreyttri dagskrá. Ræðumaður kvöldsins verður borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson. Börn sýna helerileik. Kirkjukórinn syngur nokkur lög undir stjórn Ann Tonl Lindstad sem einnig leikur á orgel kirkjunnar. Þá mun Sigrún Gústafsdóttir leika einleik á blokkflautu við undirleik föður síns Gústafs Jóhannessonar og Ásrún Atladóttir leikur einleik á orgel. Einnig verður almennur safn- aðarsöngur og sóknarpresturinn flytur ritningarorð og bæn. Eftir stundina í kirkjunni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smá- kökur í safnaðarheimilinu, en það hafa konur úr Kvenfélagi Laugar- nessóknar séð um undanfarin ár. Hátíðahald vegna afmælis kirkj- unnar heldur svo áfram annan sunnudag í aðventu, 10. desember, en þá hefst tónlistarvika í Laugar- neskirkju með ijölbreyttu tónleika- haldi og sunnudaginn 17. desember verður sjálf afmælismessan. Það er von okkar að Laugarnes- búar og aðrir velunnarar kirkjunnar fjölmenni til helgihalds og samveru í kirkjunni á aðventunni og fylgist vel með hinni ijölbreyttu dagskrá sem raunar verður allan mánuðinn. Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur. Hlutabréf - bein hiutdeild í verðmætasköpun þjóðarbúsins HMARK HUJTAjÍKtrAMAKKAPUKINN HF © 1089, HMARK, 1 jliilabréfainarkailurinii lil ’ 400 Vísitala HMARKS Visitala Spariskírteina ríkissjó s Lánskjaravísitala Myndin sýnir hækhun á vísitölu HMARKS, vtsitölu Sparishírteina ríhissjóðs og lánshjaravísitölu frá 31.12.1986-09.11.1989. Vísitölurnar voru 100 þawt 31.12.1986. Raunávöxtun islenshra hlutabréfa hefur verib 34% ad meðaltali á ári síðustu þtjú ár. Á sama tíma var raunávöxtun ríhisshuldabréfa um 7-8% á ári. Raunávöxtun almennra shuldabréfa hefur á þessum tima yfirleitt verid 9-15% á ári. Hlutabréf - 37,74% af kaupverði getur fengist endurgreitt frá skattinum Endurgreiðsla frá skattinum eykur ávöxttui hlutabréfa enn frekar. Samkvæmt lögum er heimilt að draga kaupverð hlutabréfa frá tekju- skatts- og útsvarsstofni upp að vissu marki. Aðeins er þó um að ræða hlutabréf í hlutafélögum sem hlotið hafa samþykki ríkisskattstjóra. Einstaklingur sent nýtir sér þessa heimild síria til fulls og kaupir hluta- bréf fyrir 85-90.000 krónur getur fengið endurgreiddar um 32-34 þúsund krónur frá skattinum í ágúst á næsta ári. Hjón geta fengið alll að 64-68 þúsund krónur endurgreiddar. Hlutabréf eru einnig eignarskatts- frjáls upp að vissu marki. Erlendis þykir sjálfsagt mál að eiga hluta spariíjárins í hlutabréfum. Reynslan þar hefur sýnt að þegar til lengri tíma er litið gefa hlutabréf mun betri ávöxtun en skuldabréf. Hins vegar má búast við meiri sveifl- um í ávöxtun hlutabréfa þegar til skemmri tírna er litið. Þó að hluta- bréfamarkaður hafi ekki starfað lengi hérlendis virðist allt benda til þess að það sama gildi hér. Hlutabréf henta þannig vel til langtímaávöxtúnar en fela í sér nokkra áhættu til skemmri tíma. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30 HMARK-afgreiösla, Skólavörðustíg 12, Reykjavík. Sími 21 677. Með því að blanda saman liluta- bréfa- og skuldabréfaeign má þannig slá tvær flugur í einu höggi - njóta góðrar ávöxtunar hlutabréfa en jafn- framt öryggis góðra skuldabréfa. Nú hður að áramótum og þeim tíma árs sem eftirspurnin er mest. Reynsla síðustu ára hefur einnig sýnt að þetta er sá tími þegar verð hlutabréfa hækkar hvað mest. Hringdu eða komdu við í afgreiðsl- um HMARKS hjá VIB í Ármúla 7 eða á Skólavörðustíg 12. Ráögjafar HMARKS geta gefið þér allar nánari upplýsingar um kosti hlutabréfa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.