Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990 fólk í fréttum ÍÞRÓTTIR Karatemaður heiðraður í Kópavogi Helgi Jóhannesson tekur við verðlaunum úr hendi Snorra Konr- áðssonar formanns íþróttaráðs Kópavogs. Helgi Jóhannesson karate- maður úr Breiðabliki var kjörinn íþróttamaður Kópavogs á íþróttahátíð Kópavogs fimmtu- daginn 21. desember síðastliðinn. Hann er landsliðsmaður í karate og varð íslandsmeistari 1989 í kumite-80 kg flokki. Auk þess náði Helgi silfurverðlaunum á Norðurlandamótinu í karate á síðasta ári. Fékk Helgi bæði far- andbikar, eignarbikar og fjár- styrk frá Kópavogsbæ. Jón Júlíusson íþróttafulltrúi í Kópavogi lýsti kjörinu og rakti helstu íþróttaviðburði í Kópavogi á árinu. Greindi hann síðan frá vali mestu afreksmanna Kópa- vogs í yngri flokkum. í flokki 12 ára og yngri voru nefnd Atli Kristjánsson HK, Benedikt Ara- son UBK, Hildur Olafsdóttir UBK, Magnús Guðmundsson Ými og Sigurður Bjarnason Gerplu. I flokki 13 til 16 ára voru nefnd Guðmundur Þ. Brynjólfsson Gerplu, Hákon Sverrisson UBK, Oddbjörg Jónsdóttir UBK, Ólafur Eiríksson ÍF og Ragnar M. Steins-, en Ými. í flokki 17 ára og eldri voru nefnd Bjarni Frostason HK, Eiríkur Þorvarðarson UBK, Guð- rún Arnardóttir UBK, Helgi Jó- hannesson UBK og Óttar Hrafn- kelsson Ými. Þá heiðraði íþróttaráðið sérstak- lega Elísabetu Hannesdóttur íþróttakennara fyrir brautryðj- endastarf í þágu íþrótta fyrir aldr- aða í Kópavogi. KVENSEMI Don Johnson bauð frúnni að verja jólunum með sér! Woods með fyrrum konu sinni, Söru Owen. SKILNAÐUR Eitt „traustasta“ hjóna- bandið entist Sagt er að hvergi séu hjónabönd og sambúðir stormasamari heldur en meðal leikara og kvik- myndagerðarfólks vestur í Los Angeles og Hollywood. Nýlega fór eitt af þeim traustari að því að ta- lið var, í vaskinn, eftir aðeins fjóra mánuði. Um er að ræða hjónaband leikar- ans James Woods og verslunareig- andans Söru Owen. Kynni þeirra hófust í ársbyijun 1987 og uru þau fljótt afar samrýnd. Woods, sem jafnan var talinn villtur og mikill skapgerðarleikari sagði vinum sínum að Sara hefði þroskað sig og róað. Hún væri gæfa sín holdi klædd. í lok ársins 1987 slettist hins vegar töluvert upp á er Woods lék á móti Sean Young í kvikmynd- inni The Boost. Orðrómur fór þá á kreik um samdrátt vinnufélaganna. Því neitar Woods, en kunnugir telja að umræðan hafi tært samband hans við Söru. Víst var að Young var hrifin af Woods og tók það óstinnt upp er hann bar af sér sögu- fjóra mánuði sagnirnar. Upp frá því fóru þau Woods og Sara að fá heldur skugga- legan póst, myndir af sundurtætt- um líkum og afhausuðum brúðum. Woods kenndi Young um, sagði hana geðveika og fór í skaðabóta- mál. Young neitaði sakargiftum og dómur var aldrei kveðinn upp. Um þessar mundir var Woods farinn á taugum og Sara kærði hann einu sinni til lögreglunnar fyrir að veifa hlaðinni skammbyssu framan í sig. Hún sótti hann þó ekki til saka og í janúar 1988 virt- ist sem þau skötuhjú hefðu gert út um sín mál, því Woods hneig niður á hnén á fjölmennum veitingastað og bað Söru. Er hún játaði honum klöppuðu 100 manns ákaft og inni- lega, enda vita allir allt um alla á þessum slóðum. Brúðkaupið var í júlí, en skilnaðurinn í nóvember síðastliðnum. Kunnugir segja að atburðir allir hafi tekið svo á sam- band þeirra að hjónabandið hafi verið vita vonlaust, það hafi einung- is verið gerræðisleg tilraun af þeirra hálfu til að bjarga sambandinu. eir mörgu sem töldu að leikar- inn og popparinn Don Johnson myndi ekki halda lengi út sem ráð- settur heimilisfaðir eftir að hafa gengið að eiga Melanie sína Griffith öðru sinni, og átt með henni dóttur- ina Dakota, virðast hafa haft lög að mæla. Nú stundarhann næturlíf- ið af slíku offorsi að svo virðist sem hann sé að vinna upp þann tíma sem til spillis fór í kring um um- rætt brúðkaup og hveitibrauðs- dagana. Og það sem eiginkonunni finnst verst er, að Don er nú bendl- aður við ýmsar konur, þar á meðal fyrri sambýliskonu sína, Patti D’Ar- banville. Johnson tilkynnti eiginkonu sinni fyrir jólin að hann ætlaði að vetja hátíðunum í skíðaskála sínum nærri Aspen í Kolóradó og tvær vinkonur hans yrðu þar, umrædd Patti og svo annar gamall blossi, leikkonan Jennifer Conelly. Þá yrði sonur þeirra Patti, Jesse, einnig meðal gesta. Melanie var tjáð að hún mætti einnig koma! Haft er eftir vinum þeirra hjóna, að Melanie hafi vitað að svona myndi fara, hún geti hins vegar ekki án stuðnings Dons verið, hún sé frábær leikkona, en afar veik á svellinu í baráttunni við Bakkus og pillurnar. Ein geti hún ekki verið, hvað þá eftir að barnið kom til sögunnar. Woods leikur á móti Sean Young. Kennsla hefst áný 10. janúar Byrjenda- og framhaldsflokkar frá 4ra ára aldri. Innritun og allar upplýs- ingar í síma 680515 frá kl. 11.00-14.00 daglega Endurnýjun skírteina fer fram í skólanum þriðju- daginn 9. janúar frá kl. 17.00-19.00 LETT Atk: Eldri nemendur Kennsla fyrir byrjendur og lengra komna. BALLE TTSKOLI Guðbjargar Björgvins, Iþróttahúsinu, Seltjamarnesi. Félag ísl. listdansara. COSPER Pabbi, þarna kemur maðurinn, sem þú skvettir drullunnui á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.