Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANUAR 1990 41 Raðgreióslur I7S4® Félagar í FÍD og DÍ Framtíðarkort fyrir næstu 12 mánuði bregður upp mynd af því, hvort komandi ár verði ár framkvæmda, umbyltinga og almennra breyt- inga eða 'ár stöðugleika og lítilla breytinga. Framtíðarkort er ekki spákort, heldur segir frá orku næsta árs, bendir á hæðir og lægðir. Erum umboðsaðilarfyrir STJÖRNUKORT frá Gunnlaugi Guðmundssyni. * Persónulýsing * Framtíðarkort * Samskiptakort Afgreiðum kortin meðan beðið er eða tökum á móti pöntunum í símum (91) 623336 og 626265. beuRy#ip ^Laugavegi 66, símar 91-623336 og 626265. Áskriftarsíminn er 83033 FJÁRAUSTUR Yfirdrifin kattarást Söngkonan dáða Whit- ney Houston hefur sjaldan verið við karl- mann kennd, en þeim mun meira við ketti. Hún er margyfirlýstur Whitney Houston kattavinur og þykir sumum nóg um. Hún er þó hætt að sanka að sér fjölda dýra, enda segja ættingjar hennar og vinir að híbýli hennar hafi lyktað svo af kattaþvagi að til vandræða horfði um tíma. Ungfrúin losaði sig því við katta- hjörðina, en festi í stað kaup á tveimur hreinræktuðum persnesk- um kisum sem hún stjanar við hve- nær sem færi gefst. Er sagt að dýrin éti humar og rækjur í öll mál og skoli niður með mjólk og ölkeldu- vatni. Aðbúnaður þeirra sé slíkur að hver maður væri fullsæmdur af. Nýjustu vinarhót söngkonunnar við ketti sína hafa gengið fram af mörgum þótt ekki séu þau þeirra mál. Hún hefur fest kaup á tveimur ólum, alsettum demöntum og öðrum eðalsteinum. Reiddi hún fram 320.000 krónur fyrir ólarnar og þótti ekki of mikið. N Yt DANÍSKOUNN Takmarkaður fjöldi nemenda í hverjum tíma ar Fjölskyldufyrirtækið, Connery, HofBnan og Broderick. A inn- feldu myndinni er Connery ásamt hinni frönsku eiginkonu sinni Micheline. KYNÞOKKI Nærri sextugt kyn táknið fer hjá sér A„gamals aldri“, 59 ára gam- all, hefur skoski leikarinn Sean Connery verið útnefndur kynþokka- fyllsti núlifandi karlmaðurinn af lesendum hins víðlesna bandaríska tímarits People Magazine. í nýjasta tölublaði blaðsins er greint frá þessu og Connery sagður eldri, sköllóttari og betri en nokkru sinni fyrr! Connery er nánast í öngum sínum vegna þessa og roðnar und- antekningalaust er á þetta er minnst. „Ég botna ekkert í þessu, vissulega er heiður að þessu, en svona lagað má ekki taka of alvar- lega,“ segir hann. Eiginkona Conn- erys, hin franska Micheline, er sögð stríða karli sínum daglega vegna þessa og svo mjög að honum er eigi skemmt. „Þetta gengur of langt, hún stressar mig með stríðninni, en ég skil hana vel, þetta er ágætur brandari," segir fyrrum James Bond. Talið er að útnefning þessi eigi sér fleiri ástæður heldur en útlit karlsins, því að Connery hefur verið afar mikið í sviðsljósinu eftir að hlutverk hans í „The Untouchables“ færði honum hinn eftirsótta Óskar árið 1987. Hann lék í þriðju mynd- inni um Indiana Jones fornleifa- fræðing og þótti stela senunni frá Harrison Ford. Þá er hann í essinu sínum í nýrri kvikmynd, „A Family Business" þar sem úrvalsleikararnir Dustin Hoffman og Matthew Brod- erick mega hafa sig alla við til að falla ekki í skugga hans. Loks er Connery í aðalhlutverkum tveggja stórmynda sem væntanlegar eru á næstunni, „The Hunt for Red Oc- tober“ og „Russia House“. „Þetta er nú orðið einum of og ég ætla að veija mestu af nýja ár- inu í afslöppun," segir kyntröllið Sean Connery. HAFNARFJÖRÐUR Kennum í nýju húsnæði á Reykjavíkurvegi 72. Sími 65-22-85 REYKJAVÍK Kennum í Ármúla 17a. Sími 38830 Barnadansakennsla Gömludansakennsla Innritun frá kl. 14.00-20.00 Samkvæmisdansakennsla Kennsla hefst 8. janúar Standard Suður-amerískir Rokk/tjútt Bjóóum einkatíma eftir samkomulagi. Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.