Morgunblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANUAR 1990
27
Hafskipsmál:
Einn þrig'gja endurskoð-
enda í tvo daga í vitnastúku
VALDIMAR Guðnason löggiltur endurskoðandi lauk við að gefa vitnis-
burð sinn fyrir sakadómi í Hafskipsmálinu í gær og höfðu þá sækjend-
ur og verjendur beint til hans spurningum í tvo daga. Valdimar gaf
skiptarétti skýrslu um efnahag og reikningsskil Hafskips skömmu eftir
gjaldþrotið og liðsinnti RLR við frumrannsókn málsins. Næstu vitni
verða kollegar hans, Atli Hauksson og Stefán Svavarsson sem voru
ráðgjafar sérstaks ríkissaksóknara um það sem tengdist ijárhag Haf-
skips.
skoðendur beittu 19 mismunandi
aðferðum við endurmat og hvað réði
þá vali á aðferðum. Valdimar sagðist
ekki þekkja til þess, til væru tvær
leiðir en hins vegar gætu þær gefið
af sér mismunandi niðurstöður. Loks
spurði Jón Steinar Valdimar hvort
niðurlagsorð skýrslu hans um að for-
svarsmenn Haskips hefðu viljað
fegra efnahag Hafskips væri ekki
það alvarleg að hann hefði átt að
bera þessar ályktanir undir þá og
leita skýringa, sagðist Valdimar telja
að þess hefði ekki verið þörf. Þarna
hefði verið um svo mörg og stór til-
vik að tilviljun hefði ekki getað ráðið
heldur hefði hlotið að koma til ásetn-
ingur.
Jón Magnússon, lögmaður Ragn-
ars Kjartanssonar, spurði Valdimar
meðal annars um við hvað hann hefði
stuðst þegar hann fjallaði um verð-
mæti skipastólsins og sagðist Valdi-
mar hafa aðallega stuðst við almenn-
ar upplýsingar frá skiptarétti en ekki
hafa gert sjálfstæðar kánnanir þar
að lútandi. Valdimar gerði grein fyr-
ir því að breytt álit hans á rétti
Björgólfs Guðmundssonar og Ragn-
ars Kjartanssonar til hagnaðarhlut-
deildar, frá því að vera 11 milljón
króna inneign í 3 milljón króna skuld
um áramót 1984 væri þannig til
komið að inneignin byggðist á for-
sendum Helga Magnússonar en
skuldin á síðar gerðri sjálfstæðri at-
hugun sem hann teldi hafa gefið
rétta niðurstöðu.
Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl,
veijandi Björgólfs Guðmundssonar,
spurði Valdimar meðal annars hvort
hann hvort ekki hefði verið eðlilegra
að annar endurskoðandi en hann
hefði verið RLR innan handar við
lögreglurannsókn þar sem skýrsla
hans fyrir skiptaráðendur hefði verið
eitt þeirra gagna sem taka þurfti
afstöðu til við rannsóknina og því
hefði hann í raun verið að athuga
eigin verk. Valdimar sagðist hafa
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl,
veijandi Helga Magnússonar fyrrum
löggilts endurskoðanda Hafskips,
benti Valdimar meðal annars á nokk-
ur atriði þar sem skýrslum hans
annars vegar og Atla og Stefáns
hins vegar bæri ekki saman og spurði
hann fyrst hvort hann væri sammála
kollegum sínuni um að við ársreikn-
ing ársins 1984 hefði átt að miða
uppgjör við áframhaldandi rekstur
fyrirtækisins. Valdimar sagði þetta
vera álitamál, hann væri ekki fylli-
lega sammála kollegum sínum og
vísaði hann þar einkum til áritunar
endurskoðanda Hafskips á ársreikn-
inginn. Lögmaðurinn vakti einnig
athygli á að í endurskoðendaskýrsl-
unum tveimur væri mismunandi að-
ferðum beitt og komist að ólíkum
niðurstöðum um ýmis atriði. Sérstak-
lega spurður um mismunandi afstöðu
til verðmætis skipastóls félagsins
sagði Valdimar, að þótt töluleg niður-
staða væri mismunandi í skýrslunum
tveimur, hefðu í báðum tilfellum ver-
ið beitt góðri reikningsskilavenju;
leitast væri við að sýna raunvirði
skipanna en fram kæmu mismunandi
skoðanir á hvert raunvirði hefði ver-
ið. Spurningu lögmannins um hvort
hann vissi dæmi þess að eitthvert
íslenskt fyrirtæki hefði fært niður
verð í ársreikningi samkvæmt því
sem segir í hlutafélagalögum og
ákæra vegna ofmats á skipastóli
byggist á svaraði Valdimar neitandi
og sagði að 'könnun hefði leitt í ljós
að það hefði ekki verið gert í árs-
reikningi Eimskipafélags Islands árið
1984.
Jón Steinar Gunnlaugsson spurði
Valdimar hvenær byijað hefði verið
hérlendis að endurmeta verðmæti
eigna með tilliti til verðbólgu og svar-
aði hann því til að það hefði verið
með gildistöku nýrra skattalaga
1979. Lögmaðurinn spurði hvort það
væri rétt sem kæmi fram í skýrslu
Ragnars Kjartanssonar að endur-
kaþólskra leikmanna sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að reglurnar
segðu fyrir um að ekki eigi að vera
fleiri en 21 nunna í svona klaustri.
Hann sagðist hafa þær upplýsingar
frá systrunum að yfirmaður regl-
ÁRNAÐ HEILLA
PA ára afmæli. í dag, 10.
OUjanúar, er sextug frú
Unnur Árngrímsdóttir,
Grænuhlíð 20 hér í Rvík.
Hún og eiginmaður hennar,
Hermann Ragnar Stefánsson,
ætla að taka á móti gestum
nk. föstudag, 12. þ.m., í
Sóknarsalnum, Skipholti 50,
milli kl. 16 og 19.
r A ára afmæli. í gær, 9.
OUjanúar, varð fimmtug-
ur Ágúst M. Haraldsson,
Njálsgötu 7, hér í Rvík,
kaupmaður og fyrrum vél-
stjóri hjá Landhelgisgæsl-
unni. Nafn hans misritaðist
hér í blaðinu í gær. Er beðist
velvirðingar á því.
fengið tilmæli frá RLR sem hann
hefði orðið við þar sem hann hefði
verið kominn vel inn í málið og því
talið sig getað hraðað rannsókninni.
Lögmaðurinn sagði að þrisvar í
skýrslu Valdimars hefðu verið sett
upphrópunarmerki á eftir atriðum
úr bókhaldi Hafskips og spurði hvers
vegna. Valdimar sagði það gert til
að lýsa hneykslun á atriðum sem
hann hefði ekki getað komið heim
og saman. Lögmaðurinn lét þá í ljós
að með þessum greinarmerkjum
væri látin í ljós huglæg afstaða sem
vart ætti heima í skýrslu sem unnin
væri fyrir skiptarétt og spurði hvort
Valdimar hefði verið beðinn um að
kveða upp dóma í málinu. Valdimar
kvað svo ekki vera en kvaðst hafa
talið sig verða að túlka niðurstöðurn-
ar fyrir skiptaráðendur.
Eiríkur Tómassón hrl veijandi Sig-
urþórs C. Guðmundsonar fyrrum
aðalbókara Hafskips beindi til Valdi-
mars nokkrum spurningum meðal
annars um hlutverk aðalbókara við
gerð ársreikninga og svaraði Valdi-
mar neitandi spurningu um að aðal-
bókari tæki ákvarðanir um livemig
þar væri að málum staðið.
Jónatan Þórmundson, sérstakur
ríkissaksóknari, og Tryggvi Gunn-
arsson hdl fulltrúi hans, spurðu
Valdimar að lokum og kom þá meðal
annars fram að hann teldi að aðeins
í tveimur þeirra tilvika sem skýrsla
hans tók til hefði reynt á hans eigið
mat, í öðrum tilfellum hefði yfirleitt
verið unnt að komast að niðurstöðu
með tilvísun til bókhaldslaga.
Morgunblaðið/Kári Jónsson
Áramótabrenna á „Setanum" í Dýrafírði.
Dýrafjörður:
Brenna á Setanum
Áramótaveðrið eins og á besta vordegi
Núpi, Dýrafirði.
JÓL OG áramót voru friðsamleg hér I Dýrafírði og veður frem-
ur gott. Rafinagnslaust varð tvisvar, í klukkustund í hvort skipti,
en olli ekki tilfinnanlegri truflun á jólahaldi.
Séra Gunnar Hauksson mess-
aði á Núpi og á Ingjaldssandi
annan dag jóla.
Kvenfélagið stóð fyrir árlegri
jólatrésskemmtun þann 29. með
tilheyrandi heimsókn jólasveins-
ins, Þvörusleikis. Venjulega er
haldin sér skemmtun á Ingjalds-
sandi, en nú brá svo við að fært
var yfir Sandsheiði svo sameina
mátti þessar skemmtanir í eina.
Jólaspilavistin var svo haldin um
kvöldið.
Endurvakin var sú hefð í sveit-
inni að halda sameiginlega ára-
mótabrennu á „Setanum“, innri
enda Mýrafellsins gegnt Þingeyri,
sést sú brenna víðast hvar að úr
firðinum. Eru það um það bil tíu
ár síðan síðast var safnað saman
í brennu á þessum stað. Veður var
hlýtt eins og á besta vordegi en
nokkur strekkingur á brennu-
staðnum.
- KJ
SmiNG
Karmelklaustrið:
Nunnurnar aldrei fleiri
TVÆR pólskar nunnur bættust í hóp systranna í Karlmelklaustrinu í.
í Hafiiarfirði fyrir nokkrum dögum. Eru nunnurnar þá orðnar 25
íalsins í klaustrinu og hafa aldrei verið fleiri.
Torfi Ólafsson formaður Félags unnar hafi leyft þetta vegna þess
að þegar frá líður á að skipta
klaustrinu í tvennt og stofna nýtt
klaustur. Ekki sagðist Torfi vita
með vissu hvar það verður, en hann
hefur heyrt því fleygt að það verði
í Noregi.
M
A HYBREX StMKERRJM
OG SAMSKIPTABÚHAfil
HYBREXAX
er eitt fullkomnasta símkerfi sem völ er á á íslandi í dag
HYBREXAX
er meö sveigjanlegan fjölda innanhússnúmera
NYJUNG A
ÍSLANDI
• íslenskur texti á skjá-
tækjum.
Allur texti sem birtist á
skjám tækjannaer á
íslensku.
• Vandaður íslenskur
leiðavísir fylgir öllum
símtækjum.
LATTU SJA ÞIG
Sértu að hugsa um símkerfi
þá er rétti tíminn núna.
Komdu og rabbaðu við
okkur.
JANUARTILBOÐ
I tilefni sýningarinnar erum
við með sérstakt tilboð á
Hybrex símkerfum.
Hybrex 408 ásamt 5 skjá-
tækjum:
Verðkr........ 87.392,-
VSK ......,.... 21.411,-
Stgr.kr .... 108.803.~
Heimilistæki hf
Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI69 15 00
> i semauk^unb
* Ofangreint verð er miðað við gengi USD. 03.01 .’90