Morgunblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 36
36 MORÓUNÉLÁÐIÐ MIDVIKUDAGUR 10. JANÍIAR 1990 fclk f fréttum RIKISBORGARARETTUR Þorpsbúar hö&uðu Jóní Laxdal að nota kjallarann á sumrin. Skot- mennirnir tóku því illa og spruttu af þessu leiðindi. Sveitarstjórinn; Wemer Fuhrer, sem lét af emb- ætti einmitt sama kvöld og Jón var felldur, sagðist álíta að þessar deilur hefðu ráðið mestu um úrslit- in. En hann taldi að framhleypni Jóns og sú staðreynd að hann hefur búið með karlmanni öll þessi ár hefðu einnig haft sitt að segja. Nýi sveitarstjórinn, Schweri skólavörður, sem er á bandi byssu- manna, vildi ekki tjá sig um mál- ið, Hann sagðist þó halda að marg- ir smáir hlutir hefðu ráðið niður- stöðunni og hún hefði beinst gegn Jóni persónulega en ekki útlend- Ztirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara 68 íbúar svissneska þorpsins Kaiserstuhl í kantónunni Aar- gau neituðu íslenska leikaranum Jóni Laxdal um svissneskan ríkis- borgararétt um miðjan desember. Jón hefur búið undanfarin 17 ár í þorpinu en alls 21 ár í Sviss. Svissnesk yfirvöld og yfirvöld í Aargau höfðu samþykkt að veita honum ríkisborgararétt en íbúar sveitarfélagsins áttu síðasta orðið. Og þeir sögðu nei. 260 manns hafa kosningarétt í smábænum Kaiserstuhl, sem stendur í brekku við Rínarfljótið, landamæri Sviss og Vestur-Þýska- lands. 122 sóttu borgarafundinn þar sem tekin var afstaða til ríkis- borgararéttar Jóns. Gerast fundir ekki fjölsóttari í þorpinu. Strax í upphafi var farið fram á leynilega atkvæðagreiðslu og helmingur fundarmanna samþykkti það. Sveitarstjórnin studdi Jón en 68 þorpsbúar greiddu atkvæði á móti honum og 51 með. 2 skiluðu auðu og einn seðill var ógildur. Morgunblaðsins. Jón lýsti yfir að hann óttaðist hugrenningarnar sem réðu afstöðu meirhlutans og skálmaði af fundi. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér hefðu fallist hendur þegar úrslitin voru kunn. „Margir sem greiddu atkvæði gegn mér höfðu smjaðrað fyrir mér, bukkað sig og beygt þegar þeir hittu mig fram að þessu. En þarna féll grím- an og það kom í ljós hversu falskt fólk getur verið.“ Jón telur að ágreiningur við skammbyssuklúbb þorpsins vegna leikhúss síns í æfíngakjallara klúbbsins hafi ráð- ið mestu um úrslitin en einnig afturhaldsamar, fordómafullar og þjóðemislegar skoðanir nokkurra annarra þorpsbúa. * Jón hefur rekið sumarleikhús i kjallara gamla ráðhússins í þorp- inu síðastliðin tvö sumur. Þar er nú barnaskóli og skammbyssu- klúbburinn hefur skotæfingar í kjallaranum. En klúbburinn notar hann bara á vetuma svo að sveit- arstjómin ákvað að heimila Jóni Jón Laxdal leikari: „Sumir andstæðinga minna eru farnir að smjaðra fyrir mér aftur en ég horfí í gegnum þá. Ég er alltof mikill íslending- ur og víkingur í mér til að láta eins og ekkert hafí gerst.“ kvöldMóli KOPAVOGS^? NÁMSKEIÐ Á VETRAR- OG VORÖNN 1990 Tungumál ENSKA - DANSKA NORSKA - SÆNSKA ÞÝSKA - FRANSKA SPÆNSKA 11 vikna námskeið 22 kennslustundir íslenska/ stafsetning 11 vikna námskeið 22 kennslustundir íslenska - fyrir útlendinga 11 vikna námskeið 22 kennslustundir Fatasaumur 8 vikna námskeiö 32 kennslustundir Fatahönnun 6 vikna námskeið 24 kennslustundir Trésmíði 8 vikna námskeið 32 kennslustundir Myndlist 9 vikna námskeið 30 kennslustundir Leturgerð og skrautritun 7 vikna námskeið 21 kennslustund- Bútasaumur 5 vikna námskeið 20 kennslustundir Silkimálun 4 vikna námskeið 16 kennslustundir Brids 9 vikna námskeið 27 kennslustundir Bókband 10 vikna námskeið 40 kennslustundir Skartgripagerð 4 vikna námskeið 16 kennslustundir Taumálun 5 vikna námskeið 20 kennslustundir Ljósmyndun 8 vikna námskeið 24 kennslustundir Garðyrkja 5 vikna námskeiö 15 kennslustundir Gróðurskálar 3 vikna námskeiö 9 kennslustundir Vélritun 11 vikna námskeið 22 kennslustundir Bókfærsla 11 vikna námskeið 25 kennslustundir Verslunarreikningur 8 vikna námskeið 16 kennslustundir Stærðfræði Almennur undirbúningur 11 vikna námskeið 22 kennslustundir Tölvunámskeið Ritvinnsla - Word Perfect 2 vikna námskeið 16 kennslustundir Töflureiknir ' 2 vikna námskeið 16 kennslustundir Tölvubókhald 3 vikna námskeið 24 kennslustundir Kennsla helst 22. janúar Innritun og nánari upnlýsingar um námskeióin 10.-20. jan. kl. 17-21 í síma 641507 og 44391. ingum yfirleitt. Fuhrer sagði að þrír útlendingar hefðu sótt um ríkisborgararétt í Kaiserstuhl í fjögurra ára sveitarstjóratíð sinni og allir hefðu verið samþykktir. „Þeim var veittur ríkisborgararétt- ur með handauppréttingu. Nokkrir höfðu á orði eftir fundinn um Jón, að úrslitin hefðu kannski orðið önnur ef leynileg atkvæðagreiðsla hefði einnig verið um hina.“ Strangar reglur Útlendingar þurfa að hafa búið í Sviss í 12 ár og þar af síðustu fimm í sama sveitarfélagi til að geta sótt um ríkisborgararétt. Landstjórnin í Bern og yfirvöld í viðkomandi kantónu þurfa að sam- þykkja umsóknina áður en hún kemur til kasta sveitarfélagsins. Það eru 230 sveitarfélög í Aargau. í 220 þeirra taka íbúarnir ákvörðun um ríkisborgaraumsóknir en í hin- um 10 fjölmennustu sjá bæjar- stjórnirnar um það. Það er mjög SKIPA PL0TUR - INNRETTINGAR SKIPAPLÖTUR i LESTAR jpw BORÐ-SERVANT PLÖTUR IWC HÓLF ME0 HURÐ _ y BAÐHERBERGISÞIUUR LAMETT Á GÓLF - BORÐPLÖTUR N0RSK VIÐURKENND HÁGÆÐA VARA Þ.ÞORBRlMSSON &G0 Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 sjaldgæft að umsækendum sé neit- að á því stigi málsins eða aðeins í 2-3% tilvika. 300 sóttu um ríkis- borgararétt í Aargau í fyrra. Þeir sem fá réttinn þurfa að greiða ríkinu 300-5.000 sv. franka (11.400-190.000 ísl. kr.) ogkantón- unni 100-10.000 franka (3.800- 380.000 krónur) eftir efnahag í þóknun fyrir réttindin — eða „heið- Smalað á fundinn Það var smalað á fundinn um Jón og margir sem höfðu aldrei látið sjá sig á borgarafundi sveitarstjórn- arinnar fyrr komu í þetta skipti. Kjarni þorpsbúa hefur búið þar í áraraðir en vel sett, oft listfengið, yngra fólk hefur sest þar að í aukn-, um mæli á undanförnum árum. Ein stuðningskona Jóns úr þeim hópi sagði að andstæðingar hans hefðu hvorki þor né dug til að tjá skoðan- ir sínar opinberlega. Hún sagði að sumir hefðu greitt atkvæði gegn honum vegna gamalla atvika sem þeir hefðu aldrei fyrirgefið, aðrir vegna óbældrar framkomu hans og hreinskiptni en deilurnar við skammbyssuklúbbinn hefðu ráðið úrslitum. „Jón hefur verið hvatvís við mig en ég læt það ekki á mig fá. Hann er litskrúðugur einstakl- ingur, listamaður og segir það sem honum býr í bijósti. Það er ekki dæmigert fyrir Svisslendinga og kannski þess vegna var honum neit- að um að verða einn af þeim. En ef maður á alltaf að falla inn í umhverfið og má aldrei valda usla þá finnst mér lítið varið í að til- heyra þessari þjóð.“ Heldur sínu striki Jón fer nú með hlutverk Múheims stóra í Vígahnetti Dúrrenmatts. Leikritið var frumsýnt í Hamborg um helgina en verður sýnt á 80 stöðum í Vestur-Evrópu á næstu mánuðum. Harin sagði að sér þætti miður að hafa ekki getað verið um kyrrt í húsinu sínu í Kaiserstuhl eftir atkvæðagreiðsluna til að sýna íbúunum að hann léti engan bilbug á sér finna. „Svona hlutir gera mig sterkari en áður,“ sagði Jón. „Nú veit ég hvar ég stend. Ég á að minnsta kosti 51 tryggan stuðningsmann í þorpinu og vonast til að halda leik- húsrekstrinum áfram í kjallara gamla ráðhússins en flyt mig vænt- anlega yfir í gamla sýsluskrifstofu- húsið þar sem ég byijaði með ieik- húsið mitt í Kaiserstuhl ef nýja sveitarstjórnin rekur mig úr heilög- um kjallara skammbyssuklúbbsins. Ég ætla að setja tvo einþáttunga eftir Vaclav Havel, nýkjörinn for- seta Tékkóslóvakíu, á svið næsta vor og tek Virginíu Woolf aftur upp í Waldshut í Vestur-Þýskalandi þar sem ég rek einnig leikhús. Ég held mínu striki. • Sumir andstæðinga minna eru farnir að smjaðra fyrir mér aftur en ég horfi í gegnum þá. Ég er alltof mikill íslendingur og víkingur í mér til að láta eins og ekkert hafi gerst.“ IMámskeið í körfugerð hefjast næstu daga. Byrjenda- og framhaldshópar. Innritun og upplýsingarhjá Margréti Guðnadótturí síma 25703. FRONSKUNAMSKEIÐ ALLIANCE FRANCAISE 13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 22. janúar. Kennt verður á öllum stigum ásamt samtalshópi og í einkatímum. NÝTT: Námskeið í franskri listasögu, 16.- 20. öld, hefst 7. febrúar. Innritun fer fram í bókasafni Alliance Francaise, Vesturgötu 2 (gengið inn bakdyramegin), alla virka daga frá 15 til 19 og hefst miðvikudaginn 10. janúar. Henni lýkur föstudaginn 19. janúar kl. 19.00. Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á sama tíma. Greiðslukortaþjónusta. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.