Morgunblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 44
Stærsta alda
Öldumælar í Surtsey
og við Garðskaga
mældu meðalöldu-
hæð a.m.k. 14 metra
(rúmlega 8 mannhæðir)
sem segir að stæstu
öldur náðu um 20 metra
ölduhæð (11 mannhæðir)
og hafa ekki áður mælst hærrC
______________mi'Gói
Allt að tutt-
ug’u metra
háar öldur
ÖLDUHÆÐ var að meðaltali 14
metrar við Surtsey og Garðsskaga
í óveðrinu í fyrrinótt. Mesta öldu-
hæð sem mælst hefur á þessum
stöðum hingað til hefiir verið um
13 metrar. Þegar meðalölduhæð
er 13-14 metrar eru hæstu öldurn-
ar um og yíir 20 metrar.
Hjá Vita- og hafnamálaskrifstof-
unni fengust þær upplýsingar í
gær, að í versta veðrinu hefði öldu-
hæð við Surtsey og Garðsskaga
mælst yfir 16 metrar að meðaltali.
Þar sem hætta er á að mælar trufl-
ist í svo miklu hvassviðri gætu þeir
sýnt ölduhæðina meiri en hún raun-
verulega er. Þó er víst að hún var
um eða yfir 14 metrar. í slíku veðri
gætu hæstu öldur náð um og yfir
20 metra hæð.
Öldumælirinn við Surtsey var
settur upp veturinn 1987, en mælir-
inn við Garðsskaga hefur verið
nokkuð lengur. Allt frá árinu 1973
hafa hins vegar verið settir upp
öldumælar í skemmri tíma við hafn-
ir, þegar kanna á aðstæður fyrir
gerð öldubijóta. Þá er nú öldumæl-
ir við Reykjavík, út af Akurey, og
mældi hann um 4 '/2 metra ölduhæð
i fyrrinótt og fram á gærdag.
Frá brunanum í Sandgerði í fyrrinótt. Morgunbiaðið/RAX
Sandgerði:
Tugmilljóna Ijón þegar
fískverkunarhús brann
TVÆR sambyggðar fiskvinnslu-
stöðvar brunnu til kaldra kola í
Sandgerði í óveðrinu aðfaranótt
þriðjudags og er talið að tjónið
nemi um 20 milljónum króna
a.m.k.
Eldsins varð vart milli 2 og 3
um nóttina. Þijú slökkvilið börð-
ust við eldinn í Sandgerði, efi
neistaflug stóð yfirþluta bæjarins
og mikill reykur. íbúum í nær-
liggjandi húsum var gert viðvart,
því hugsanlegt var að þeir yrðu
að yfirgefa húsin meðan verst lét.
Slökkviliðin frá Sandgerði,
Keflavíkurflugvelli og Keflavík
börðust við eldinn, en um tíma
voru vandræði með vatn til
slökkvistarfa. Fiskvinnsluhúsin
voru hins vegar alelda þegar að
var komið, en talsverð hætta var
af neistafluginu og fokhætta af
járnplötum utan af vinnsluhúsun-
um, sem voru stálgrindahús járn-
klædd.
Neistaflugið stóð yfir nærliggj-
andi trésmíðaverkstæði og íbúðar-
hús. Voru nokkur þeirra rýmd og
neglt fyrir glugga. Naut fólkið
aðstoðar björgunarsveitarmanna
við það verk.
Sjá frásögn og myndir í
miðopnu
Þrír menn
björguðust
ÞRÍR menn björguðust úr sjáv-
arháska í aftakaveðrinu í fyrri-
nótt. Tveimur skipverjum á
Arney KE var bjargað úr Sand-
gerðishöfn og einn maður
bjargaðist á fleka í Grindavík-
urhöfn.
Vilbogi Einarsson, skipveiji á
Amey KE, var að binda land-
festar skipsins sem höfðu losnað
í öldurótinu þegar brot reið yfir
bryggjuna og hann tók út. Félagi
Vilboga, Þórhallur Óskarsson,
náði honum upp á bryggjuna en
þá reið annað brot yfir og tók þá
báða út. Að sögn Sigurðar Frið-
rikssonar, skipstjóra á Guðfinni
KE, sem lá utan á Arney, var
mesta mildi að mennirnir urðu
ekki á milli skips og bryggju.
Mennimir bárust frá bryggjunni
í átt að Guðfinni KE og var alltaf
hætta á að þeir yrðu á milli skip-
anna, að sögn Sigurðar. Skip-
veijar Ameyjar og Guðfinns náðu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ólafur Ágústsson við flekann sem hann bjargaði sér á í Grindavíkurhöfn í fyrrinótt.
að bjarga þeim um borð og varð
þeim ekki meint af volkinu.
í Grindavík var Ólafur Ágústs-
son, vélstjóri á Reyni GK, á leið
til skips þegar mikil fylla reið
yfir Eyjabakka þar sem skipið lá
við festar. Útsogið hreif Ólaf með
sér en það varð honum til bjargar
að málningarfleki flaut hjá og
náði Ólafur að komast upp á hann.
Með flekanum barst Ólafur um
300 metra leið upp í fjöru og sak-
aði hann ekki.
Sjá frásögn í miðopnu.
Búnaðarbankinn:
Vextir af út-
lámmi lækka
um 3-3,5%
BÚNAÐARBANKINN heíur
ákveðið að lækka vexti af óverð-
tryggðum útlánum um 3-3,5% og
vexti af innlánum um 1-3%. Þann-
ig munu vextir af almennum
skuldabréfum lækka úr 31,5% í
28,5%. Vextir af víxlum lækka úr
27,5% í 24,5% og af yfirdráttarlán-
um úr 32,5% í 29%. Vextir af tékka-
reikningum lækka um 1% , vextir
af almennum sparisjóðsbókum
lækka um 2% og vextir af sér-
kjarareikningum lækka um 3%.
Landsbankinn lækkaði nafnvexti
af útlánum og innlánum um síðustu
áramót en á morgun tekur gildi 2%
vaxtalækkun af almennum skulda-
bréfum. Algengustu vextir lækka
þannig úr 31,5% í 29,5%. Ennfremur
er gert ráð fyrir nokkurri vaxtalækk-
un hjá íslandsbanka nú og að sögn
Tryggva Pálssonar, bankastjóra má
vænta meiri lækkunar innan
skamms.