Morgunblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990
EINDAGINN
ER 15.
HVERS MÁNAÐAR
Launagreiðendum ber að skila afdreg-
inni staðgreiðslu af launum og reikn-
uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin
skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mán-
aðar.
Með skilunum skal fylgja greinar-
gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila-
greinum", blátt eyðublað fyrir greidd
laun og rautt fyrir reiknað endurgjald.
Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó
svo að engin staðgreiðsla hafi verið
dregin af í mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu vera í heil-
um krónum.
Ted Amason borg-
arsijóri - Minning
Kristján Theódór Árnason, „Ted
borgarstjóri“, andaðist 26. desember
sl. í Johnson-minningarsjúkrahúsinu
í Gimli eftir fimm ára hetjulega bar-
áttu við krabbamein.
Ted fæddist i Gimli 25. júní 1918.
Hann var óþreytandi eljumaður allt
frá æsku er hann hóf störf á býli
foreldra sinna og síðan við margvís-
leg fyrirtæki sín. Hann var fjögur
ár í flugher Kanada í síðari heims-
styijöld en árið 1946 stofnaði hann
með Vaida bróður sínum sjálfsaf-
greiðsluverslunina „Arnason’s Self
Serve“, sem var fyrsta verslun af
því tagi í Gimli. Síðar starfaði hann
við margvísleg fyrirtæki á sviði
byggingarstarfsemi ásamt bræðrum
sínum, Baldwin, Joe, Frank og Wil-
fred og stofnaði loks ferðaskrifstof-
una Viking Travel Ltd. árið 1974.
Ted var ætíð mjög áhugasamur
um félagsmál og virkur meðlimur
félaga þeirra og kúbba, sem hann
gerðist aðili að. Árið 1977, þegar
hann' var kominn á þann aldur er
flestir fara að hugsa um að setjast
í helgan stein, bauð hann sig í fyrsta
sinn fram til opinbers .starfs og var
kjörinn borgarstjóri Gimli. Þau tólf
ár sem hann gegndi því embætti
gerði hann sér far um að stjórna
af réttsýni í allra garð, kynna Gimli
og bæta kjör íbúa bæjarins og ná-
grennis.
Hann vann af kappi í ýmsum
nefndum og samtökum á vettvangi
bæjarins. Meðal helstu afreka hans
á því sviði voru árangursrík barátta
hans gegn Garrison-veitunni, sem
ógnaði Winnipeg-vatni og gerð úti-
vistarsvæðis fyrir íbúa Gimli og
umhverfis.
Hin mikla virðing sem Ted naut
meðal íbúanna, kom fram í því að
hann var endurkjörinn þrisvar í
embætti borgarstjóra, svo og í sér-
stöku kveðjuhófi sem honum var
haldið og honum þótti sérstaklega
vænt um.
Ted hafði sérstakan áhuga á að
efla áhuga og skilning manna á
íslénskri menningu og erfðum sem
hann var svo hreykinn af. Hann tal-
aði islensku og eftir margar ferðir
til íslands og vinfengi við marga
Islendinga var það honum sem ann-
að heimili. Hann vann ötullega í
Þjóðhátíðarnefnd um tuttugu ára
skeið og beitti hinni miklu samninga-
lipurð sinni og höfðingsjund til að
treysta tengslin milli íslands og
Kanada. Hinn 17. nóvember 1989
var hann sæmdur æðsta heiðurs-
merki íslands, riddarakrossi fálka-
orðunnar, af forseta íslands.
í dagfari sínu öllu var Ted trúr
þeim einkunnarorðum sem hann inn-
rætti börnum sínum og barnabörn-
um: „Það sem þið veitið lífi annarra,
veitist ykkur aftur.“ Tryggð hans
við fjölskyldu sína, hlýleiki hans og
örlæti, mætur hans á samvistum við
fjölskyldu og vini, vammleysi hans
og aðdáun á vel unnu verki mun
alltaf verða í minnum höfð í fjöl-
skyldu hans og meðal hinna mörgu
vina hans.
Maijorie, kona Teds, lifir hann
ásamt þremur dætrum þeirra, eigin-
mönnum þeirra og börnum, Petrínu
móður hans, fjórum bræðrum og
þremur systrum, en Guðjón faðir
hans og tveir bræður eru látnir.
Neil Bardal
JHi m mr ■ ■§■! ■§■ /\k^JKS7L / vJ>// N/vJ7AA/\
fBORGARSPÍTAIINN
Læknaritari
óskast í 50% starf á lyflækningadeild.
Upplýsingar gefur læknafulltrúi í síma
696381 milli kl. 10-12.
Knattspyrnusamband Islands
Framkvæmdastjóri
Knattspyrnusamband íslands vill ráða fram-
kvæmdastjóra til starfa. Starfið er laust strax
eða samkvæmt samkomulagi.
Viðkomandi er ábyrgur fyrir öllum daglegum
rekstri sambandsins, (erlend samskipti - fjár-
málastjórnun - samskipti við aðildarfélög -
markaðsöflun).
Leitað er að drífandi og kröftugum aðila með
þekkingu á rekstri og fjármálum ásamt
enskukunnáttu. Laun samningsatriði.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif-
stofu Guðna Jónssonar.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun, ásamt
starfsreynslu, sendist Ráðningarþjónustu
Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, Rvk.
Umsóknarfrestur er til 14. janúar nk.
Q TfíNT ÍÓNSSON
RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARÞ1ÓNUSTA
TjARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Beitingamenn
Beitingamenn vantar á mb. Steinunni SH-
167 og mb. Matthildi SH-67, sem róa með
línu frá Ólafsvík.
Upplýsingar í símum 93-61128 og 93-61367.
Stakkholt hf.,
Ólafsvík.
Sölumaður
Fyrirtækið er meðal stærstu framleiðslufyrir-
tækja landsins.
Starfið felst í heimsóknum til útsölustaða
fyrirtæksins á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Um
er að ræða viðhald viðskiptatengsla svo og
öflun nýrra. Um mjög seljanlega vöru er að
ræða.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi frum-
kvæði, séu áhugasamir og drífandi. Reynsla
af sölustörfum er nauðsynleg.
Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar
nk. Umsækjendur þyrftu að geta hafið störf
sem allra fyrst.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Skólavörðustig la — 101 Reykjavik - Simi 621355
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Fóstrur!
Dagheimilið Litla Kot við Landakot óskar
eftir fóstru í 100% starf.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
604364.
ÖRVI
Starfsþjálfunarstaður
Kársneshraut 110, 200 Kópavogi,
Starfsleiðbeinandi
Starfsleiðbeinandi óskast til starfa á Örva,
sem er vinnustaður fyrir fatlaða. Um er að
ræða hálft starf og vinnutíma frá kl. 12 til
16. Starfið felst í verkstjórn í vinnusal. Starfs-
leiðbeinandi annast leiðbeiningastarf með
það að markmiði að stuðla að auknu sjálf-
stæði starfsmanna og færni í vinnu.
í Örva er rekin plastiðja, prjónastofa, pökkun-
arþjónusta o.fl. og hafa starfsleiðbeinendur
daglega umsjón með framleiðslu og af-
greiðslu viðskiptavina.
Umsóknum skal skila til Orva, Kársnesbraut
110, 200 Kópavogi, fyrir 16. janúar nk.
Upplýsingar eru veittar í síma 43277.