Morgunblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10.- JANUAR 1990 13 Hver verða örlög mið- bæjar Kópavogs? eftir Bryndísi Kristjánsdóttur Árið 1947 settumst við hjónin að hér í Kópavogi og höfum unað okkur vel. Þá var hér strjál byggð og megum við teljast til frum- byggjanna. Þegar aldur færðist yfir, við orðin ein, maðurinn minn hættur störfum vegna vanheilsu, réðumst við í að kaupa þriggja herbergja íbúð á efstu hæð heilsu- gæslustöðvarinnar hér, þar sem hann gat notið læknishjálpar og hjúkrunar, og fyrri vinnustaður hans, Bæjarbókasafnið, í næsta húsi. Þetta var til mikils hagræðis eins og á stóð. íbúðin er með stór- um vestursvölum og fögru útsýni yfir sundin til Snæfellsjökuls, þeg- ar honum þóknast að láta sjá sig. Og sólarlagið er dýrðlegt. Fljót- lega létum við byggja glerhýsi á hluta svalanna, og fleiri fóru að dæmi okkar. Það er til mikils ynd- isauka fyrir gamalt fólk og las- burða, sem lítið getur farið út sér til ánægju, að hafa eitthvað fag- urt til að horfa á, og reyndar nauð- syn, að finna sig ekki lokað inni í búri. En ekkert er fullkomið. Fljót- lega eftir komuna hingað í íbúðina fór að bera á því að óvenjumikið ryk safnaðist á svalagólfið. Fyrst héldum við að þetta væri vegna nýrra stórhýsa, sem verið var að byggja nærri okkar blokk, en það vírtist ekki eingöngu vera mold og sandur, það var mjög sótbland- að. Þetta útheimti mikil þrif svo ekki bærist inn á gólf og í teppi. Sömu sögu hafa aðrir íbúar húss- ins að segja. Nú eru komnar nýjar blikur á loft og þessvegna er þessi grein skrifuð. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að gera breyting- ar á austurbrún gjárinnar svoköll- uðu. Fyrirhugað er að framfylgja, með lítilsháttar breytingu upphaf- legrar teikningar, sem flestir héldu að væri horfið frá, að hafa á gjárbakkanum þyrpingu háhýsa, þar sem rúmast gætu 28 íbúðir, og auk þess á jarðhæð þjónustu- stofnun, sex hæðir samtals. Þá myndu þær byggingar, sem fyrir eru, verða að bakhýsum og íbúarn- ir þar missa sitt glæsilega útsýni, sem áður er að vikið. Þetta er okkur þegar orðið mikið áfall. All- ir gera líka ráð fyrir að fasteignir hér lækki í verði. En víkjum nú aftur að mengunarmálunum. Það segir sig sjálft að svo nærri gjánni sem nú er fyrirhugað byggja, þar sem þúsundir bíla bruna mikinn hluta sólarhringsins, mun hávaða- og loftmengun verða mikil. Sam- kvæmt talningu 1988 óku 21.176 bílar þar á sólarhring og væri full þörf á að mæling á umferðinni færi fram áður en hafist er handa, en mikið virðist liggja á. Loftm- engun hefur ekki verið mæld, það kvað vera tímafrek framkvæmd. Og hvað sem því veldur er ekki enn skeytt um þennan sjálfsagða þátt í undirbúningi þessara fram- kvæmda. Væri ekki réttara að staldra við og huga vel að þessum þætti? Því ekki er eins og tjalda eigi til einnar nætur. Eg tók mig nú til og fór á fund Sigurbjargar Gísladóttur deildar- efnafræðings hjá Mengunarvörn- um Hollustuverndar ríkisins. Hún tók erindi mínu vinsamlega og gaf mér meðal annars eintak af ritinu Heilbrigðismál, annað hefti '89. Þar ritar hún grein um loftmengun í Reykjavík. Eg leyfi mér að vitna í hana: „í Reykjavík er umferðin meginástæða loftmengunar. Þar er aðallega um að ræða útblástur bifreiða, einnig kemur til slit á götum og bifreiðum sjálfum. Sam- kvæmt upplýsingum erlendis frá eru bifreiðar taldar aðalmengun- arvaldar í þéttbýli, jafnvel þar sem mengun vegna húshitunar er tals- verð." Snúum okkur aftur hingað í Kópavog. Hér er ekki lengur, fremur en í Reykjavík, uin mengun frá húshitun að ræða. Á höfuð- borgarsvæðinu höfum við blessaða hitaveituna. Vandamálið er bíla- umferðin, sem eykst með hverju árinu sem líður. Strætisvagnastöð- in er gegnt væntanlegum háhýsum á bakka gjárinnar. Nú aðeins steinsnar á milli, en til stendur að færa hana yfir Hafnarfjarðarveg- inn. Við stöðina eru nú oft í senn, á brúnni og vestan gjár, 4-6 vagn- ar standandi í hægagangi samtím- is á bið- og brottfarartímum, svo sem eðlilegt er, auk allra bíla sem um vegina fara. Enn vitna ég í áðurnefnda tíma- ritsgrein Sigurbjargar efnafræð- ings: „Yfir 95% af útblásturslofti frá ökutækjum samanstendur af vatnsgufu, koltvísýringi og köfn- unarefni. Fáein prósent af út- blæstrinum eru skaðlegri efni. Magn og samsetning þessara efna er meðal annars háð éldsneytinu. Helstu mengunarefni eru eftirfar- Bryndís Kristjánsdóttir „Nú eru komnar nýjar blikur á loft og þess- vegna er þessi grein skrifiid. Bæjarstjórn Kópavogs hefiir sam- þykkt að gera breyting- ar á austurbrún gjár- innar svokölluðu." andi: Köfnunarefnisdíoxíð, sót og ryk, kolmónoxíð, blý, kolvetniss: ambönd og brennisteinsdíoxið. í útblásturslofti dísilbíla er mun minna af kolmónoxíði og kolvetn- issamböndum og nokkuð minna af köfnunarefnisoxíðum en frá bensínvélum. Aftur á móti kemur meira af sóti og ryki frá dísilbif- reiðum. Við slit á bremsuborðum berst asbest út í andrúmsloftið." Ekki er nú hægt að ímynda sér að íbúðir á þessum fyrrgreinda stað henti vel gömlu fólki, en það virðist helst borið fyrir brjósti, þegar um þetta eru gerðar sam- þykktir í bæjarstjórn. Kópavogs. En þetta fólk er oft orðið veilt fyrir brjósti og með öndunarfæris- sjúkdóma. Nóg landrými er enn í Kópavogi, sem betur fer, en bæjar- sjóður fær hærra verð fyrir mið- bæjarlóðir en aðrar, það mun vera staðreynd. I skrifum um þessi mál tala bæjaryfirvöld um að auka græn svæði í biðbænum. Erfitt er að setja sér fyrir sjónir hvar þeim yrði fyrir komið ef þær nýju bygg- ingar, sem teiknaðar hafa verið, verða reistar. Engin græn svæði eru fyrir á þessum stað, aðeins nokkur steinsteypt blómaker hér og þar. Nóg er fyrir af háhýsum. Steinsteypan er yfirþyrmandi. Okkur vantar hér einmitt meiri gróður. Ekki steinbákn. Eg ætla svo að lokum að leyfa mér að vitna í orð, sem höfð eru eftir bæjarsjóra okkar Kópavogs- búa, Kristjáni Guðmundssyni, í Kópavogsblaðinu 23. nóvember sl. Greinin heitir Maðurinn í öndvegi: „Kristján sagðist í framtíðinni vilja sjá áfram það einkenni Kópavogs að setja manninn í öndvegi, því manneskjan er að hans mati sá möndull sem allt snýst um." Þetta er fallega mælt og von- andi verða bæjarstjórnarmennirn- ir, sem veljast til stjórnar í sumar, sama sinnis og breyta samkvæmt því. Höfundur er húsfreyja í Kópavogi. Ráðskonuraunir í Landsbankanum ettir Kristínu Sigurðardóttur Þar kom að því að kvennalista- konur skipuðu konu í bankaráð. Þar þótti mörgum tími til kominn. Tilgangur Kvennalistans var sá að koma kvenlegum sjónarmiðum að og leggja kvennapólitískar áherslur. Hlutverk undirritaðrar sem HAFNARFJORÐUR í byggingu við smábátahöfn Verið er að hefja byggingu á húsi sem selst í 66-96 fm einingum. Verður afhent í júní 1990, frág. utan og fok- helt innan. Byggingaraðli Kvistás. jCl Valhús - fasteignasala, H sími 651122. * Fyrirtæki til sölu * Sérhæft matvælafyrirt. með gott dreifingakerfi. Kaffi- og matstofa. Góð staðsetning. Efnalaug/þvottahús. Traustur rekstur. Matvöruverslanir á höfuðborgarsv. Góð velta í boði. Ölstofa í Reykjavík. Heildversun með barna- og táningafatnað. Góð sambönd. Bflavörufyrirtæki. Sérhæfður rekstur. Sólbaðsstofa. Góð staðsetn. Besti tíminn framundan. Sérverslun með rúm og dýnur. Fiskverslun. Góð aðstaða og tæki. Barnafataverslun Þekkt og vel staðsett. • • • • • • Upplýsingar á skrifstofunni kl. 13.00-18.00 virka daga. FYRIRTÆKJASTOFAN Varslah/f. Ráögjöf, bókhald, skattaóstoð og sala fyrirtækja Skipholti 5, Reykjavík, sími 622212 ráðskonu er að koma mótuðum skoðunum Kvennalistans á fram- færi í banka allra landsmanna þar sem stefnumótun í peningamálum fer fram og vinna Landsbankanum allt hið besta og leitast við að gæta hagsmuna hans á faglegan hátt. Þar eins og víðar er þörf hugmynda hinnar hagsýnu hús- móður. Nokkrir menn hafa verið með háværar efasemdir um hæf i undir- ritaðrar til setu í bankaráði. Gagnrýnin felst í því að með því að vera starfsmaður Kaup- þings hf. teljist viðkomandi óhæf til setu í bankaráði. Það er mat löggjafarvaldsins að verðbréfafyrirtæki og bankar eigi ekki samleið og því sé bæði eðlilegt og nauðsynlegt að halda þessari starfsemi kyrfilega að- skildri. Það var staðfest með lög- um á síðasta ári. Hins vegar er Kaupþing í samkeppni við fyrir- tæki sem Landsbankinn er meiri- hlutaeigandi í, Landsbréf hf., það fyrirtæki hefur sína eigin stjórn eins og lög um hlutafélög mæla fyrir um. Samkeppni Landsbank- ans og Kaupþings er því mjög óbein. Tíunduð hafa verið dæmi þess að menn sitji samtímis í stjórn banka og sparisjóða, í stjórn banka og stjórn fyrirtækis sem var stærsti skuldari bankans og f leiri áþekk dæmi. Engin slík dæmi, hversu slæm sem þau eru, gera minn hlut betri. En ég vil benda á að þarna er verið að jafna saman því að vera í stjórn fyrirtækja eða banka og því að vera launþegi hjá fyrir- tæki, jafnvel þó viðkomandi sé falin verkstjórn á tilteknum verk- efnum. Ég hafna slíkum saman- burði. Hjá Kaupþingi sé ég um innheimtu, sem er þjónustudeild innan fyrirtækisins. Það að vera launþegi hjá fyrir- tæki getur að mínu mati aldrei jafngilt því að vera eigandi fyrir- tækis, sitja í stjórn þess eða eiga verulegra hagsmuna að gæta í rekstri þess að öðru leyti. Það getur hver launþegi litið í eiginn barm og velt því fyrir sér hvort hann telji sig bera ábyrgð á stjórn þess fyrirtækis sem hann vinnur hjá eða ákvörðunum eig- enda þess eða stjórnar. Atvinnu- lýðræði er enn ekki komið á það stig að allir beri fulla ábyrgð á öllum ákvörðunum. Þar vantar mjög mikið á. En skipta bankar máli fyrir verðbréfafyrirtæki? Auðvitað, því eins og öll önnur fyrirtæki, þurfa þau sinn við- skiptabanka. En ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni heyrt starfsfólk Kaupþings velta vöng- um yfir því hvað sé á seyði hjá bönkunum né hvernig hlutirnir séu gerðir þar, nema sem almennt umræðuefni eins og alls staðar gerist. Einfaldlega vegna þess að það kemur engu máli við innan fyrirtækisins. Háttur og stefnur bankanna eins og þeir hafa verið fram til þessa hafa ekkert með starfsemi verðbréfafyrirtækis að gera. Aðgangur að upplýsingum um skuldara og eignamenn o.fl. eru verðbréfafyrirtækjum nægilega aðgengilegar, eins og öðrum. Ef hins vegar er verið að vísa til almennrar forvitni um hvað gerist í bankaráði þá er hún vísast síst meiri í verðbréfafyrirtæki en víða út um bæ hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Því hefur verið haldið fram að það eitt að fólk haldi að hags- munaárekstur geti orðið, þó að sú sé ekki raunin, sé nægjanlegt til að teljast vanhæfur. Grunsemdir fólks sem ekki þekkir til verða aldrei röksemdir. Slík rök þykja Kristín Sigurðardóttir „Ég get ekki séð rök fyrir því að um hags- munaárekstur sé að ræða milli mín, sem launþega hjá Kaup- þingi, og Landsbanka Islands. Engin gild rök hafa enn komið fram af hálfu þeirra sem hæst hafa látið í þessu máli." mér vera lítilvæg. Við búum í upplýstu samfélagi og órökstuddur orðrómur má aldr- ei verða sá grundvöllur sem ákvarðanir eru byggðar á. Ég get ekki séð rök fyrir því að um hagsmunaárekstur sé að ræða milli mín, sem launþega hjá Kaupþingi, og Landsbanka Is- lands. Engin gild rök hafa enn komið fram af hálfu þeirra sem hæst hafa látið í þessu máli. Komi þau hins vegar fram munu bæði ég og Kvennalistinn taka þau til alvarlegrar íhugunar og endur- skoða s'etu mína í bankaráðinu. En fyrr ekki. Höfundur er bankaráðskona í Landsbanka íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.