Morgunblaðið - 11.01.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.01.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 Komið við í Hrísey, perlu Eyjafjarðar eftir Guðjón Björnsson Tilefni eftirfarandi skrifa er grein eftir fyrrverandi veitingamann í Hrísey, nú fluttur til Reykjavíkur, sem birtist í Morgunblaðinu 14. desember sl. undir yfirskriftinni „Er lögregluríki í perlu Eyjafjarðar?“ Hér er engan veginn verið að svara fyrrnefndri grein, en hún gaf fylli- lega tilefni til að Hríseyingar létu til sín heyra á sinn hátt. Hríseying- ar láta svo fyrrnefnda grein ekki hrófla við sér frekar. Til Hríseyjar kemur fólk með ferju og því er það hafnarsvæðið sem fyrst verður séð; sýnir um- gengnishætti og glöggir geta jafn- vel fundið fleira í fari heimamanna við þessi fyrstu kynni af staðnum. Við skulum að sumarlagi 'fylgjast með aðkomumanni, reyna að fá til- finningu fyrir því sem snertir hann og veita honum jafnframt örlitlar upplýsingar um Hrísey. Þar sem leiðin liggur til þorpsins frá höfninni er aðal athafnasvæði Hríseyinga. Fram undan, fjærst og yfir aðra byggð, blasir við Syðsti- bær, byggður 1912. Miðað við byggingartíma er Syðstibær stór- hýsi sem setur afgerandi svip á staðinn. Nær er kirkjan, byggð 1927 og með hliðsjón af því er hún einnig veglegt hús. Undir hallanum framundan, sem veit jafnt aflíðandi inn hæsta hluta eyjarinnar, er fyrsta íbúðarhúsagata þorpsins. Við hana er einnig verslunin, leikskólinn og pósthúsið. Meðalaldur íbúðar- húsanna sem nú eru næst aðkomu- manninum er yfir 60 ár. Útlit þess- ara húsa ber eigendum þeirra gott vitni, yfir þeim er friður og þau veita gestum og gangandi af frið- sæld sinni. Nú er sá aðkomni kominn inn í þorpið. Hann stendur á krossgötum og væntanlega með hlaupandi og hjólandi krakka á báðar hendur. Fullorðnir eiga einnig erindi og bjóða þá gjarnan góðan dag. Það er eins og þessu ágæta fólki sem sækir Hrísey heim þyki ofur vænt um að því sé heilsað glaðlega. Dráttarvél gæti þurft að komast hjá, jafnvel lyftari. Við kaupfélagið, sem nú er næsta hús á vinstri hönd, eru trúlega einn til fjórir bílar. Það er einmitt á þessum stað sem bílar staðarins hittast helst. Einn þeirra gæti verið skyrbíllinn. Þá nafngift hefur hann vegna þess að einhver fann út að hann hefði verið keyptur til verslunarferða. A þessum krossgötum við kaup- félagið verður að taka ákvörðun um hvað gera skal. Það er hægt að ganga beint áfram móti hallanum sem liggur um misbrattar rísandi hæðir upp á eyjuna. Fyrst gegnum íbúðabyggð, en von bráðar er kom- ið á vit þýfðra móa sem einkenna mestan hluta eyjarinnar. í móunum eru fuglar og lyng ásamt meira en tuttugu þúsund skógarplöntum sem þetta fólk, sem hefur kosið að eiga heima í eyju, hefur sett niður á nokkrum árum. Ef farin er gatan til hægri stefnum við á suðurhluta Guðjón' Björnsson „Allur fjöldinn ber Brekku gott vitni og fólkinu sem þar starfar. Hríseyingar vita það. Lítill hópur er hins veg- ar ákveðinn í að vera ekki ánægður og við því verður ekkert gert.“ Úr veitingastaðnum Brekku eyjarinnar. Þar eru falleg tún og líka eldri hús sem kúra í skjóli af háeyjunni. Húsin syðst og fjærst þorpinu eru nú orðin að sumarbú- stöðum. Síðan tekur það sama við og annars staðar utan þorpsins, móarnir, fuglinn og lyngið. Aðkomumaðurinn, sem við fórum að fylgjast með í upphafi og er búinn að átta sig á nokkrum atrið- um í miðju þorpsins, velur leiðina til vinstri, norður eyjuna, fyrst með- fram íbúðarhúsunum við Norður- veginn. Til hægri er höfnin. Ef til vill er þar skip að landa fiski eða taka fisk. Víst er að Hríseyjarfeijan er ekki víðs fjarri og nokkrar trillur liggja á höfninni, bíðandi eftir að eigendunum þóknist að skreppa eitthvað. Þegar komið er norður fyrir þorpið sér langt norður eftir eyjunni og hæst ber vitann. Út með sjónum að vestan er byggð á stangli sem endar með holdanautastöð. Þar á einnig hitaveitan upptök sín. Inn- ar og hærra á eyjunni er næstum flatlendi á all nokkru svæði. Það samanstendur af mýrum og lágum holtum, iðandi af fugli. Enn innar á eyjunni, austar, hækkar hún aftur og síðan er all bratt niður að sjó að austanverðu. Þarna yfir liggur troðin gönguleið, að vísu er ekki mikið í hana lagt, en hún er nothæf og mun greiðari yfirferðar en ósn- ertar þúfurnar. Norðarlega á eyjunni má greina hús. Þar býr fólk mikinn hluta árs- ins. Þetta fólk hefur ýmislegt að- hafst. Það hefur gróðursett yfir 70.000 skógarplöntur sem setja mikinn svip á svæðið. Einnig hefur það komið upp ótrúlega miklu æðar- varpi og þar sem æðurin fær frið fær annar fugl frið. Því ómar loft og land af lífi fuglsins þegar farið er um. Hvað sem aðkomumaðurinn okk- ar gerði eftir að hann kom norður fyrir þorpið í Hrísey er víst að hann kemur inn í þorpið aftur. Hann kann að vera orðinn svangur og svangir menn fá sér gjarnan að borða. Þegar gengið er suður Norður- veginn er veitingahúsið Brekka á vinstri hönd næst kaupfélaginu. Þangað getur því leiðin legið og þegar inn er komið má líta tvískipt- an véitingasal sem að meiri hluta Velferð íslenskra bama Rammalöggjöf um félagsþjónustu sveitarfélaga eftir Ingibjörgu Broddadóttur ogRegínu Asvaldsdóttur Fjölmiðlar hafa á undanförnum mánuðum veitt tveimur málum nokkra athygli. Annað málið, of- beldi á götum Reykjavíkur, hefur þó fengið sýnu meiri umfjöllun en hitt, sem er varðandi frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfé- laga. Þungamiðja ofbeldisumræðunn- ar hefur verið unglingar og átök þeirra í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Fjölmargir hafa lagt um- ræðunni lið og sitt sýnist hveijum um aðalorsök vandans. Þó má lesa í samantekt greinarskrifa og viðtala að þarna sé á ferðinni djúpstætt vandamál sem margir samverkandi þættir hafi áhrif á. Sem dæmi hafa verið nefnd vaxandi órói í þjóð- félaginu, erfiðar heimilisaðstæður margra þeirra unglinga er safnast saman í miðbænum um helgar, aukið fiæði grófs ofbeldis í mynd- banda- og kvikmyndaefni og slæleg löggæsla í miðbænum. Þessi innbyrðis átök unglinganna og árásir á saklausa vegfarendur sýna að flestra mati ekkert annað en öryggisleysi og óhamingju þeirra sem hlut éiga að verki. Á þessu vakti dómsmálaráðherra athygli um daginn er hann sagði eitthvað á þessa leið í sjónvarpsviðtali: „Fórn- arlömbin eiga jú bágt, en bágara eiga þó þeir sem valda þessu of- beldi." Tilraunir hafa þannig verið gerð- ar til þess að sjá ofbeldið í víðu samhengi þó það sé íhugunarvert að öryggi hins almenna borgara þurfi að vera svo áþreifanlega ógn- að til þess að almennur áhugi og • vilji komi í ljós til að rétta stöðu þessara olnbogabarna okkar. Eins og áður er nefnt hafa drög að frumvarpi til laga um félags- þjónustu sveitarfélaga fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum í haust. Hins vegar hefur sú umfjöll- un verið afar takmörkuð og snúist nánast eingöngu um það hvort yfir- stjórn dagvistarmála barna skuli vera í mennta- eða félagsmálaráðu- neytinu. Þessi sérkennilega umfjöll- un hefur vakið okkur til umhugsun- ar um uppeldisskilyrði íslenskra barna og hvernig ofbeldið meðal unglinga speglar þá þjóðfélagsgerð sem við höfum þróað með okkur. Markvissar fyrirbyggjandi aðgerðir varðandi málefni unglinga hljóta að taka mið af almennum aðbúnaði fjölskyldna og barna hér á landi ef vel á að vera. I haust hélt Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ráðstefnu um „illa meðferð á börnum". Þar komu fram áhyggjur þeirra sem sinna málefnum barna hversu fjölmennur sá hópur er að verða sem býr við ofbeldi eða vanræjcslu. Þá hafa einnig komið fram upplýsingar í skýrslum um stöðu íslenskra skóla- barna þess efnis að mörg þeirra séu afar ung þegar þau eru látin vera eftirlitslaus heima daglangt. ísland vekur athygli í alþjóðleg- um skýrslum um heilbrigði og vel- ferð. Það sem athygli vekur er lágt, ef ekki hið lægsta hlutfall ung- barnadauða miðað við fædd börn í heiminum, en þessi mælikvarði er oft notaður þegar borin er saman velferð milli þjóða. Hugsa því út- lendingar oft um ísland sem gott land, þar sem vel sé að börnum búið. Þetta lága hlutfall er líklega afleiðing framúrskarandi mæðra- skoðunar og ungbarnaeftirlits. Með lengingu fæðingarorlofs í 6 mánuði hefur hagur barna enn vænkast. En hvað tekur við þegar barnið nær 6 mánaða aldri? Þá virðist botninn detta úr þessari dæmalausu umhyggju fyrir börnunum. Þolum við samanburð við nágrannaþjóðir „Það er kaldhæðnislegt til þess að hugsa að frumvarp sem leggur áherslu á bætt uppeldis- skilyrði barna og skýrir heildarmynd í málefii- um þeirra skuli ekki fá verðuga umfjöllun vegna deilna um það hvort dagvistarmál skuli teljast menntamál eða félagsmál.“ ef litið er á aðbúnað skólabarna? Hinn langi vinnudagur foreldra ut- an heimilis á sér tæpast hliðstæðu í hinum vestræna heimi og jafnvel austantjalds. Hvernig skyldi vel- ferðin á Islandi líta út ef skýrslur heilsugæslustöðva, . félagsmála- stofnana og sálfræðideilda skóla væru athugaðar? Lágmarkslaun hérlendis eru und- ir skattleysismörkum og þau rétt nægja fyrir leigu á þriggja her- bergja íbúð, atvinnuleysi hefur auk- ist og sífellt fleiri foreldrar verða einstæðir í kjölfar skilnaða. Stór hópur barna býr við ofangreindar aðstæður. Aðstæður sem valda því / að þau eru langtímum saman eftir- litslaus vegna Iangs vinnudags for- eldra, þau eru sífellt að flytja í ný hverfi og byija í nýjum skólum og það er ævinlega sama barnið sem býr við fátæktina, öryggisleysið og flækinginn. Hveijar skyldu afleiðingarnar verða? Fjöldi barna er hreinlega van- ræktur hér á Iandi. Þessu til stað- festingar má benda á háa slysatíðni skólabarna hérlendis miðað við ná- grannalöndin. Við finnum meðal barna „litlar ábyrgar manneskjur" með áhyggjur af yngri systkinum, húsnæðismálum fjölskyldunnar og framfærslunni. Börn sem reyndar eru sum_ hver komin með streituein- kenni. í umræðu um bróðurkær- leika í ríkisútvarpinu á aðventunni sagði fræðslustjórinn í Reykjavík eitthvað á þessa leið: „Stundum heldur maður að þau eigi engan að“ og átti hún við ákveðinn hóp skóla- barna í Reykjavík. í þessu samhengi viljum við líta á frumvarp til laga um félagsþjón- ustu sem er til umfjöllunar hjá núverandi ríkisstjórn. Markmið frumvarpsins er „að tryggja fjár- hagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar". Með félagsþjónustu er hér átt við þjónustu í tengslum við marga málaf lokka, s.s. þjónustu við fatlaða og við aldraða, málefni barna og ungnienna, húsnæðismál, dagvist barna, atvinnumál, félags- lega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð. Megináherslan er lögð á heildarsýn í þessum málum og samfellu í fé- lagsþjónustunni. Tilraun er gerð til þess að samhæfa þá þjónustu sem fjölskyldunni stendur til boða með áherslu á þroskavænleg uppeldis- skilyrði fyrir börn og aðra þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Samfara þessu frumvarpi vinnur nefnd sem fyrrverandi mennta- málaráðherra, Sverrir Hermanns- son, skipaði, að drögum að frum- varpi til laga um vernd barna og ungmenna og er þar lagt til að sá málaflokkur flytjist úr mennta- málaráðuneytinu yfir í félagsmála- ráðuneyti. Það sérhæfingarsjónar- mið sem einkennt hefur málefni barna í stjórnkerfinu hefur gert málaf lokkinn að jaðarmálum í f leiri en einu ráðuneyti og ber að fagna þessari breytingu. Hafa ber í huga að með félags- þjónustu er átt við annað og meira en fjárhagsaðstoð og hugmynda- fræðin á bak við frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga er sú að félagsleg úrræði hafa ákveðna heildarmynd. Það er mikilvægt að menn geti litið á félagsmálastofnun sem þjónustueiningu með mun víðara hlutverk en framfærsluna og að menn geri sér grein fyrir því að félagsþjónusta í einu eða öðru formi snertir okkur öll einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta eru ekki eingöngu vandamálastofnanir ef vel á að vera, heldur þjónustumiðstöðv- ar með víðtæk úrræði á sínum snærum jafnt fyrir unga sem aldna. Það er því hörmulegt að sjá í skrifum uppeldismenntaðs fólks það viðhorf að félagsþjónustan og dag: vist barna með yfirstjórn í félags- málaráðuneyti jafngildi annars flokks þjónustu sem ekki sé öðrum börnum bjóðandi en þeim sem búa við „félagsleg vandamál“. Slík forn- eskjuleg viðhorf eru tæpast sæm- andi kennurum og fóstrum og er ótrúlegt að ráðist sé þannig á garð- inn þar sem hann er lægstur. Fé- jagsþjónustunnar njóta öll börn og leikskólar sem hingað til hafa veriö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.