Morgunblaðið - 11.01.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.01.1990, Blaðsíða 52
Hækkun á brauðum Dómurinn kallar á breytingar í 19 lögsagnarumdæmum á landinu aði nm 100 Morgunbladio/Svernr Unnið að því að blóðga dauðan fisk í einu af eldiskerum Isþórs við Þorlákshöfn, en þar varð tugmilljóna tjón í óveðrinu. Grerð verður ný áætlun um uppbyggingu sj óvamargarða STARFSMENN Hafnamálastofnunar munu gera nýja áætlun um sjó- varnargarða við suðurströnd landsins í framhaldi af stormflóðunum sem urðu í vikunni, en það eru mestu flóð sem þar hafa orðið í um 200 ár. Undanfarin þrjú ár hefur Hafnamálastofnun byggt nýja sjó- varnargarða á Eyrarbakka og Stokkseyri, og telur Jón Leví Hilmars- son, forstöðumaður tæknideildar stofnunarinnar, að kostnaður við það sé orðinn um 10 milljónir króna, en heildarkostnaður við íiram- kvæmdina er áætlaður verða rúmlega 125 milljónir króna. „Það hafa orðið einhverjar hækkanir hjá nokkrum bakaríum og höfúm við ekki gert athuga- scmdir við það, en þessar hækk- anir hafa almennt verið á bilinu 5-10%. Við erum nú að kanna verðið á mjög mörgum vöruteg- undum sem við könnuðum fyrir áramótin, og verður niðurstaða þeirrar könnunar birt fljótlega," sagði Guðmundur Sigurðsson hjá Verðlagsstofnun í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur sagði, að nokkuð hefði borist af athugasemdum frá almenningi til Verðlagsstofnunar vegna verðhækkana sem urðu um áramótin, en stofnunin hefur ekki talið ástæðu til að gera athuga- semdir vegna þeirra hækkana. Þjóðleikhúsið: Havel boðið á frumsýn- ingu á End- urbyggingu VACLAV Havel, forseta Tékkóslóvakíu, hefúr verið boðið hingað til lands til að vera viðstaddur frumsýn- ingu á leikriti hans, Endur- byggingu, í Þjóðleikhúsinu 8. febrúar næstkomandi. Þjóðleikhúsið sendi Vaclav Havel boð um að vera við- staddur frumsýninguna í gegnum sendiráð Tékkósló- vakíu hér á landi nokkrum dögum áður en ljóst var að hann yrði forseti landsins. Gísli Alfreðsson Þjóðleik- hússtjóri sagði að enn hefði ekki borist svar frá Havel. Viðlagatrygging íslands mun hvorki bæta það tjón sem varð á sjóvarnargörðum né á þjóðvegum á Eyrarbakka og Stokkseyri, en ekki er fullljóst hvort hún nær til tjóns á hafnarmannvirkjum. Ekki hefur verið metið hve háar bótagreiðslur falla á hana vegna tjóns sem varð um suðvestanvert landið í storm- flóðunum, en starfsmenn Viðlaga- tryggingar meta í dag það tjón sem varð í Grindavík. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins frá þeim stöðum þar sem mest tjón varð í óveðrinu er talið að heildartjón nemi hundruðum milljóna króna. Mikið tjón varð á mannvirkjum fiskeldisstöðvarinnar Isþórs við Þorlákshöfn og er áætlað að það nemi tæplega 15 milljónum króna. Um 50 tonn af laxi drápust í eldis- kerum stöðvarinnar, og er það tjón talið nema tugum milljóna króna. Fiskurinn var allur tryggður, og fæst hann bættur að undanskilinni sjálfsábyrgð, sem nemur um 20% af heildartjóninu. Fiskurinn hefur að mestu verið seldur með 20% af- föllum. Sverrir Þórólfsson, stjórnarmað- ur í ísþór sagði að mannvirki væru ótryggð og þann skaða yrði fyrir- tækið að bera nema viðlagatrygg- ing kæmi til. „Við teljum áð viðlaga- tryggingar hljóti að ná yfir skemmdir á mannvirkjum hér eins og á Stokkseyri og Eyrarbakka, hér er um hreinar náttúruhamfarir að ræða,“ sagði Sverrir. Sjá nánar á bls. 20-21. Fiskvinnslu- húsum fækk- Hæstiréttur í framhaldi af málarekstri iyrir Mannréttindanefiid Evrópu: Sýslumenn vinni ekki jafiit sem dómarar og lögregluslj órar HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi dóm og alla dómsmeðferð saka- dóms Arnessýslu í minniháttar sakamáli. Hæstiréttur telur að sýslu- manninum í Árnessýslu og fulltrúa hans hafi borið að víkja sæti í málinu, þar sem fulltrúinn hafi bæði mælt íyrir um lögreglurann- sókn og kveðið upp dóm í málinu. Vitnar Hæstiréttur til þeirrar niðurstöðu Mannréttindanefndar Evrópu i máli Jóns Kristinssonar á Akureyri gegn íslenska ríkinu að almennt verði óhlutdrægni í dóms- störfum ekki talin nægilega tryggð þegar sami maður vinni bæði að þeim og lögreglustjórn og brjóti þessi skipan í bága við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Dómsmálaráðuneytið hefur þeg- ar tilkynnt öllum sýslumanns- og bæjarfógetaembættum í landinu um þennan dóm Hæstaréttar. Að sögn Þorsteins Geirssonar ráðu- neytisstjóra verða á næstunni gefin út fyrirmæli og Ieiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við dóminum en þær breytingar hafa ekki verið útfærðar enn. Þorsteinn sagðist ekki álíta að ^jjessi dómur, sem sjö Hæstaréttar- dómarar kváðu upp, hefði sjálfkrafa í för með sér að mál sem komin væru til dómsmeðferðar hjá fógeta- og sýslumannsembættum yrðu ómerkt. Hann sagði að í þeim sex umdæmum utan Reykjavíkur þar sem sérstakir héraðsdómarar, sem ekki hafa jafnframt á hendi um- boðsstörf, eru starfandi eigi ekki að þurfa að koma til verulegra breytinga. Sérstakir héraðsdómarar starfa á Akureyri, í Vestmannaeyj- um, Árnessýslu, Kef lavík, Kópavogi o g Hafnarf irði. í öðrum umdæmum, 19 talsins, annast sýslumenn og bæjarfógetar og fulltrúar þeirra jöfnum höndum lögreglustjórn og dómsstörf. Þorsteinn sagði að þar yrði skilið á milli þessara starfa fyrr en gert hafði verið ráð fyrir í lögum um aðgreiningu dóms- og umboðsvalds sem Alþingi hefur samþykkt en taka eiga gildi 1. júlí 1992. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í nóv.ember siðastliðnum hafa ríkisstjórn íslands og Jón Kristinsson á Akureyri gert með sér sátt um að endurgreiða Jóni sekt og sakarkostnað vegna máls sem staðið var að með hliðstæðum hætti og að ofan greinir, lögfræðikostnað fyrir Mannréttindanefnd Evrópu, sem taldi fyrrgreinda skipan bijóta gegn mannréttindasáttmála Evr- ópu, og að þessi málalok yrðu færð í sakaskrá. Á móti féll Jón frá sínum kröfum og samþykkti að fallið yrði frá málshöfðun fyrir hans hönd fyr- ir Mannréttindadómstóli Evrópu, féllist dómstóllinn á það. í niðurstöðum Hæstaréttar er vísað til þessarar sáttar og þeirrar meðferðar sem mál Jóns hafi hlotið hjá Mannréttindanefnd Evrópu. Einnig er meðal annars vísað til þess að í stjórnarskrá lýðveldisins sé byggt á þeirri meginreglu að ríkisvaldið sé þríþætt og sérstakir dómarar fari með dómsvald; að þær sérstöku sögulegu og landfræðilegu aðstæður sem bjuggu að baki því að láta sömu menn fara bæði með stjórnsýslu og dómsstörf hafi nú minni þýðingu en fyrr, meðal ann- ars vegna greiðra samgangna; að Alþingi hafi sett fyrrgreind lög um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði og að ísland hafi að þjóðarrétti skuldbundið sig til að virða mannréttindasáttmála Evr- ópu. „Fiskvinnsluhús voru um 450 talsins árið 1988. Þeim fækkaði hins vegar um nær 100 í fyrra og þar af voru uin 80 lítil hús með saltfiskvinnslu," sagði Arn- ar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, í samtali við Morgunblaðið. Arnar sagði að frystihúsin væru nú um 90 talsins. Ég er hræddur um að menn neyð- ist til að sameina fiskvinnsluhús. Hins vegar er út í hött að sameina þau ef það leiðir til byggðaröskun- ar,“ sagði Arnar. Hann sagði að Atvinnutrygging- arsjóður hefði trúlega lánað sjávar- útvegsfyrirtækjum um 5 milljarða króna. „Ef mönnum verður haldið áfram á núllinu verður erfitt að borga af lánum Atvinnutryggingar- sjóðs. Það eru um 6% raunvextir á þessum lánum og hagnaður fyrir- tækja þarf að vera 5-7% til að þau geti borgað af þeim,“ sagði Arnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.