Morgunblaðið - 11.01.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.01.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 fclk í fréttum HÁSPENNA Chevi Chase í háspennu Chevi Chase - slapp með skrekkinn. Grínarinn Chevi Chase lenti í óskemmtilegri reynslu á dögnnum er upptökur á farsanum „National Lampoons Christmas Holiday" stóðu yfir. í einu atriðanna átti Chase, sem leikur heimil- isföðurinn, að skrejda jólatréð, en flækjast síð^n að sjálfsögðu í snúrunum og falla um síðir til jarðar og draga tréð og allt heila dótið ofan á sig. Það fór öðruv- ísi og næstum á voveiflegan hátt. Upptakan hófst og Chase fór að skreyta. Er seríurnar gerðust flókn- ar og flæktar, fór gamanið að kárna. Áhorfendur héldu niðri í sér hlátrinum er Chase tók að sprikla og hljóða. Mikið fjári var maðurinn góður! Chase barðist um hríð fram og aftur um sviðið, veinandi ámát- lega, snarf læktur í þremur mismun- andi snúrum. Það var ekki fyrr en hann hné niður meðvitundariaus og menn sáu að þáð var farið að tjúka úr fötum hans að uppi varð fótur og fit. Chase hafði fengið raflost. Tæknimenn brugðu hart við og rufu strauminn og Chase var komið undir læknishendur. Hann slapp betur en á horfðist og gat mætt til starfa örfáum dögum síðar. Hann hafði svitnað aðeins við upptökuna og það þurfti ekki meira til. BREYTTIR TÍMAR Stalín er ekki hér KÆRULEYSI Fortenski gerir Liz Taylor gráhærða Larry Fortenski, sambýlismaður Elizabetar Taylor, er sagður fremur kærulaus og þó nokkur klaufi. Þannig týnir hann smáhlut- um eða gleymir þeim, nema hvort tveggja sé. Eitt helsta tómstunda- gaman Elísabetar er að eyða fúlg- um í piltinn, en hún hefur áhyggjur af þessum göllum hans, dýrir hlutir hafa horfið eða gleymst. Nú er svo komið, að þetta er farið að fara í taugamar á henni, því það er alveg sama hvaða fortölum hún beitir, henni reynist erfitt að kenna göml- um hundi að sitja. Í seinni tíð hefur hún brugðist þannig við þessu, að hún hefur látið gera nákvæmar en ódýrar eftirlíkingar af öllum dýru djásnunum sem hún hefur mokað í hann. Nú síðast voru það skyrtu- hnappar úr gulli sem Elísabet reiddi fram 50.000 krónur fyrir. Það sauð upp úr vegna þessara hnappa er hjónaleysin voru á skemmtisiglingu á gruggugu stór- fljóti í Tælandi fyrir nokkru. Larry gekk allt í einu vandræðalegur til Liz og sagðist hafa misst fyrst ann- an skyrtuhnappinn og síðan hinn í grugguga elfuna. „Það er allt í lagi, við getum alltaf látið gera nýjar eftirlíkingar," sagði þá Liz. Vand- ræðaleg þögn ríkti um hríð en loks stamaði Larry að þetta hefðu verið ekta hnapparnir! Elísabet varð óð af bræði og spurði hvers vegna hann notaði ekki eftirlíkingarnar. Jú, það var vegna þess að hann týndi þeim í vikunni á undan er þau voru á ferð á Ítalíu. Annars er alltaf eitthvað að frétta af Liz. Nú hafa menn áhyggj- ur af því að hún sé farin að stunda flöskuna og pilluglösin á nýjan leik og aukin þyngd hennar sé til marks um það. Fyrir skömmu hitti hún gamlan vin, fyrrum eiginmann sinn, öldungadeildarþingmanninn John Warner, og bauð hann henni heim í hádegisverð. Fór vel á með þeim, en er Liz var farin tók Warner allt í einu eftir því að „einhvur" hafði krotað yfirskegg á allar myndirnar af eiginkonu hans, Kate McGinnis! /? n ára gamall Sovétmaður, ívan U t Búshílo, kom nýlega til heimabæjar síns, Bostyn, eftir að hafa falið sig í skógi í Hvíta-Rússl- andi í 42 ár, svo sem skýrt hefur verið frá hér í blaðinu. Búshílo var sæmdur orðu fyrir frækilega fram- göngu í síðari heimsstyijöldinni og barðist þar við hlið herforingja, sem síðar féll í ónáð hjá Stalín. Búshílo varði herforingjann og óttaðist að sér yrði hegnt fyrir það. Þar sem hann vildi ekki lenda í fangelsi í Síberíu ákvað hann að taka staðfestu í skýli í miðjum Polessje-skógi, þar sem hann lifði aðallega á sveppum og beijum, auk þess sem hann veiddi dýr í gildru sér til matar. Á mynd- inni situr hann í skýlinu og les dag- blað, en þess skal getið að það var ekki fyrr en honum voru færð dag- blöð að hann sannfærðist um að breytingar hefðu orðið í Sovétríkjun- um frá stalínstímanum. Brando... grillinu, skipti engum togum að neisti skoppaði kátlega í skyrtuna og var hún þegar alelda. En Brando var fljótur að hugsa og nú kom sér vel að vera f lugrík kvikmynda- stjarna. Þær eru nefnilega allar með sundlaugar í garðinum hjá sér og til allrar lukku var grillið aðeins örfáa metra frá sundlaugarbarmin- um. Brando fékk sér því hressilegt bað í sundlauginni, fór síðan í nýja flík og veislan hélt áfram. Hann hafði sloppið með minni háttar f leiður . .. Beattie og Madonna. NEY SLUR AUNIR Aðgát skalhöfð í nærveru matar Sú einfalda athöfn að næra sig getur tekið ýmsar stefnur og skuggalegar á stundum, það hafa þeir Warren Beattie og Marlon Brando fengið að reyna nýverið. Byijum á Beattie, leikarinn gam- alkunni var sestur að rómantískum kvöldverði með kærustunni, söng- konunni Madonnu, og hafði hún eldað eitthvað í líkingu við Lund- únalamb. Beattie var hungraður mjög eftir erfiðan dag og tók stóra bita og tuggði illa. Allt í einu blán- aði hann, staulaðist frá borðinu og kúgaðist og hóstaði. Stóð sýnilega í honum. Þar sem hann var bjargar- laus á fjórum fótum á stofugólf- inu, stökk Madonna til og rak hon- um þvílíkt karatehögg í hryggjars- úluna að hálftugginn kjötbitinn þeyttist út úr Beattie og inn í næsta herbergi. Eftir að Beattie hafði jafnað sig, settust hjónaleysin að snæðingi á ný og varð Beattie tíðrætt um að Madonna hefði trú- lega bjargað lífi sínu. En hann væri slæmur í baki eftir meðferð- ina! Marlon Brando varð þess áskýnja að umstang í kring um mat getur verið stórhættulegt ef aðgát er ekki höfð. Hann hafði boðið all nokkrum vinum og kunn- ingjum til grillveislu heima fyrir. Brando er sagður 150 kg og föt hans efnismikil eftir því. Við þetta tækifæri skartaði hann risavaxinni Hawaii-skyrtu, sjálfsagt úr bráð- eldfimu efni, því eitt sinn er hann teygði sig eftir einni steikinni á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.