Morgunblaðið - 11.01.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.01.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 Það var eins og vorið væri komið í þessa flóðhesta í dýragarðinum í Madrid á Spáni og þeir létu það ekkert á sig fá þótt kalt væri í veðri. Eftir að hafa kysstst og kankast á nokkra stund synti síðan hvor sína leið. Fjörugir flóðhestar Noregur: Noregur: Útbreiðsla al- næmis minnk- ar jafiit og þétt Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. Heilbrigðisyfirvöld í Noregi segja að dregið hafi verulega úr útbreiðslu alnæmis í landinu. 118 ný smittilfelli voru skráð í fyrra, eða 26 færri en árið áðtfr, og fjöldi þeirra sem smitast hefur minnkað jafiit og þétt frá árinu 1985. Hins vegar fjölgar gagnkyn- hneigðum Norðmönnum, sem smit- ast af alnæmisveirunni. 35 af hundr- aði þeirra sem skráðir voru í fyrra eru gagnkynhneigðir, en flóttamenn og innflytjendur frá löndum þar sem smithættan er mikil, einkum Afríku, eru þar í meirihluta. Af þeim 47 gagnkynhneigðu mönnum sem skráðir voru í fyrra smituðust aðeins átta í Noregi. Þeir gagnkynhneigðu eru aðallega konur, sem hafa haft mök við eitur- lyfjasjúklinga er nota sprautur, tvíkynhneigða eða menn frá þeim löndum þar sem smithættan er mest. 700.000 af fjórum milljónum Norðmanna hafa gengist undir mót- efnamælingar og heilbrigðisyfirvöld gera ekki lengur ráð fyrir að á með- al þeirra, sem enn hafa ekki verið mældir, séu margir smitaðir. Austur-Þýskaland: Repúblikan- ar hyggja á firamboð í maí Berlín. Dpa. VESTUR-ÞÝSKIR þjóðernis- sinnar i Rcpúblikanaflokknuni hyggjast láta mjög að sér kveða í Austur-Þýskalandi, að því er leiðtogi þeirra, Franz Schoen- huber, sagði á blaðamannafúndi í Vestur-Berlín í gær. Veita opinberan styrk til veiða á fjarlægum miðnm 40.000 tonn af eldislaxi út af markaðnum Ósló. Frá Rune Tiraberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. SVEIN Munkejord, nýr sjávarútvegsráðherra Noregs, segir að mikl- ir erfiðleikar blasi við norskum útgerðarfyrirtækjum í framtíðinni. Ríkisstjórnin fer ótroðnar slóðir í þeirri viðleitni sinni að tryggja illa stöddum sjávarútvegi nýja tekjustofna. Akveðið hefur verið að veita 17 millj. n. kr. (um 160 millj. ísl. kr.) styrk til norskra fiski- skipa sem haldið verður til veiða á miðum við Astralíu, Nýja Sjá- land, Chile, Perú og Vestur-Afríku. Ráðherrann er fylgjandi því að nýjar úreldingarreglur verði settar svo að taka megi gömul fiskiskip úr umferð. Á síðustu 12 árum hefur 7-800 milljónum norskra króna (um 7,5 milljörðum íslenskum) verið varið í þessu skyni og yfir 700 fiski- skipum sökkt eða þau rifin. Odd Nakken, framkvæmdastjóri Hafrannsóknastofnunarinnar í Bergen, fullyrti á fundi í Kristian- sund á föstudag, að ósennilegt væri að gerlegt yrði að auka þorsk- og ýsukvóta aftur í Barentshafi fyrr en í fyrsta lagi eftir fjögur til fimm ár. Á þessu ári verður þorsk- kvótinn sem kemur í hlut Norð- manna rúmlega 10.000 tonn. Hins vegar sagði Nakken að betur horfði með loðnustofninn síðustu tvö árin og væri sennilegt að unnt yrði að leyfa loðnuveiði í Barentshafi snemma á tíunda áratugnum, án þess að hann vildi tímasetja það nánar. Sölusamtök norskra fiskeldis- stöðva hafa ákveðið að grípa til þess neyðarúrræðis að setja allt að 40.000 tonn af eldislaxi í frystingu á árinu 1990 svo að ekki komi til þess að selja þurfi vöruna á undir- málsverði á heimsmarkaði. Áætluð heildarframleiðsia nemur um 150.000 tonnum, en ekki er búist við að unnt verði að selja meira en 110.000 tonn yfir lág- marksverði. Þess vegna verða fisk- eldisfyrirtækin að taka 1,3 milljarða norskra króna (tæpa 12 milljarða ísl. kr.) að láni til að standa undir kostnaðinum við þessa stóffelldu frystingu og til að unnt verði að selja laxinn þegar markaðurinn getur tekið við honum. Austur-þýsk stjórnvöld höfðu daginn áður bannað Schoenhuber að koma til Austur-Þýskalands á þeirri forsendu að hann hefði tekið þátt í fasískri starfsemi. „Við hyggj- umst finna leiðir til að koma kynn- ingarbæklingum í tonnatali til Aust- ur-Þýskalands,“ sagði Schoenhuber og bætti við að þegar hefði 100.000 bæklingum verið dreift í landinu. Hann sagði að flokkur sinn myndi taka þátt í austur-þýsku kosningun- um, sem áformaðar eru í maí. Repú- blikanar stefndu „ekki að öðru eða þriðja sæti, heldur sigri“. Hann kvartaði yfir því að austur-þýskir stuðningsmenn Repúblikanaflokks- ins hefðu sætt ofsóknum og ellefu þeirra hefðu verið handsamaðir. Nýjar álögnr á ferða- menn í Bandaiákjmium Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunbláðsins. UM áramótin gengn í gildi ný bandarísk lög sem valda ferdafólki sem kemur til Bandaríkjanna auknum útgjöldum. Bandaríkjaþing ákvað fyrir jólafrí sitt að leggja nýja skatta á ferðamenn og hækka eða framlengja aðra sem fyrir voru. Er þetta gert sem veikburða tilraun til að draga úr hinum gífúrlega fjárlagahalla. Frá og með 1. janúar á þessu ári þarf hver farþegi sem stígur um borð eða frá borði á skemmtiferða- skipi að greiða 3 dollara í skatt. Skatturinn leggst á allar siglingar sem taka meira en sólarhring og 16 farþegar eða fleiri taka þátt í. Skatturinn leggst einnig á skip sem bjóða upp á „spilavítis“-siglingar út fyrir landhelgina og leggja upp frá Bandaríkjunum. Skattur á hvern farþega í miili- landaf lugi, sem verið hefur 3 dollar- ar á farþega, hækkar um helming og verður 6 dollarar. Þá verður áfram í gildi 8% skatt- ur á öll fargjöld í innanlandsflugi í Bandaríkjunum. Áður hafði verið talað um að lækka þennan skatt um helming um áramótin en á síðustu stundu var ákveðið að fram- lengja skattinn út árið 1990. Einnig var ákveðið að viðhalda 10 dollara sérstökum skatti á hvern farþega í millilandaflugi og sigling- um með skemmtiferðaskipum. Þessi skattur rennur til tollþjónustunnar og útlendingaeftirlitsins. Hann hef- ur verið í gildi um nokkurra ára skeið. Nýi skatturinn á farþega skemmtiferðaskipa er talinn munu gefa 10,5 til 12 milljónir dollara í ríkiskassann á ári. Miklar álögur voru fyrir á farþega skemmtiferða- skipa. Þannig hafa þeir greitt mjög há hafnargjöld sem leggjast ofan á auglýst farmiðaverð. Þessi gjöld nema 35 dollurum í Miami, 40 í San Juan, 38 dollurum í Los Ángel- es, 55 dollurum í Vancouver og 95 dollurum í Lissabon og London. Tvöföldun farþegaskatts í milli- landaflugi mun skapa 114 milljóna dcliara tekjur en 8% skatturinn á fargjöld í innanlandsflugi skapar ríkissjóði 3 milljarða dollara tekjur. Báðir þessar skattar eru „eyrna- merktir“ áætlun um úrbætur og auknu öryggi í flugi og á flugvöll- um, en hafa að mestu leyti stöðv- ast (eða gufað upp) í ríkiskassan- um. Tékkóslóvakía: Vandræði í Skoda-verksmiðj- um eftir að fangar fengu frelsi TAFIR urðu á framleiðslu bíla í Skoda-verksmiðjunum í Mlada Bo- leslav í Tékkóslóvakíu í byrjun ársins, eftir að Vaclav Havel, forseti landsins, hafði veitt föngum sakaruppgjöf. Um 1.600 af bestu starfs- mönnum verksmiðjunnar hurfú þá frá störfum í henni en þeir unnu þar allir sem fangar. Þarna eru meðal annars smíðaðir um 50.000 bifreiðar til útflutnings að sögn bandaríska blaðsins The New York Times. Frantisek Brodsky, blaðafulltrúi verksmiðjunnar, sagði að þetta væri eins og að plága hefði gengið yfir og hrifsað með sér 1.551 starfs- mann. Það munaði um minna en þessi fjöldi væri um tíundi hluti starfsmanna Skoda. Hann sagði, að í 20 ár hefði verksmiðjan fengið vinnuafl frá fangelsisyfirvöldum. Fleiri áttu undir högg að sækja en Skoda. I sjónvarpi var skýrt frá því, að Agrozet, framleiðandi land- búnaðarvéla í Brno, hefði lamast vegna þess að 320 fangar, sem þar unnu, hlutu frelsi. Sömu sögu var að segja um ýmis önnur iðnfyrir- tæki. Brodsky sagði að ákveðið hefði verið að fá fanga til vinnu hjá Skoda fyrir 20 árum vegna skorts á vinnu- afli. Hann fullyrti að énginn pólitískur fangi hefði unnið í verk- smiðjunum. Þar hefðu verið fangar í svokölluðum öðrum hópi, sem hefðu hlotið innan við fimm ára frelsissviptingu svo sem fyrir ólæti á almannafæri eða fyrir að vera stöðugt atvinnulausir. Eftir að fangarnir sluppu úr búð- um sínum við verksmiðjuna sneru stjórnendur hennar sér til þeirra með tilmælum um að þeir kæmu þar til starfa sem fijálsir menn fyr- ir „mjög góð laun“ eins og segir í dreifibréfi sem fyrrverandi föngun- um var afhent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.